Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 'n, ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATHU GASEMDIR S AMKEPPNISRÁÐ S FYLLSTA ástæða er til að taka athugasemdir og ábend- ingar Samkeppnisráðs um samkeppnisstöðu einkarek- inna ljósvakamiðla gagnvart Ríkisútvarpinu alvarlega. Við endurskoðun útvarpslaga er nauðsynlegt að taka m.a. tillit til þessara athugasemda. Með hliðsjón af markmiði samkeppnislaga vekur Sam- keppnisráð sérstaka athygli á nokkrum atriðum, sem það telur valda samkeppnislegri mismunun útvarpsstöðva. Sam- keppnisráð bendir á, að ákvæði útvarpslaga um Menningar- sjóð útvarpsstöðva íþyngi einkareknum útvarpsstöðvum, sem hafa mestan hluta tekna sinna af auglýsingum, gagn- stætt því sem við á um Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjón- varp, sem jafnframt hefur tekjur af afnotagjöldum. Þrátt fyrir að lögbundin afnotagjöld Ríkisútvarpsins skapi stofnuninni tekjulegt forskot á aðrar útvarpsstöðvar, hefur Ríkisútvarpið jafna heimild á við einkareknar útvarpsstöðv- ar til annarrar tekjuöflunar, samanber auglýsingar og kost- un. í skjóli þessarar mismununar er Ríkisútvarpinu gert kleift að viðhalda yfirburðastöðu á markaðnum. Að öllum ofangreindum atriðum þarf vandlega að huga við endurskoð- un útvarpslaga. Við þá endurskoðun þarf hins vegar að gæta þess vandlega að búa ekki til nýja einokunaraðstöðu hjá einhverjum hinna einkareknu Ijósvakamiðla. Sjónvarpsrásum er úthlutað af hinu opinbera, hér á landi, án þess að til afgjalds komi. Þetta hefur Morgunblaðið gagnrýnt og bent á að aðgangur að.sjónvarpsrásum er tak- markaður og þar af leiðandi eru sjónvarpsrásir takmörkuð auðlind. Eðlilegt er, að þær útvarpsstöðvar sem hafa yfir sjónvarpsrásum að ráða, greiði fyrir þau not. Annað býður heim mismunun og skekkir samkeppnisstöðu þeirra ljósvaka- miðla, sem ekki hafa yfir sjónvarpsrásum að ráða. Nú er svo komið í nærliggjandi löndum, að það eru ekki aðeins sjónvarpsrásir, sem eru boðnar upp heldur einnig símarás- ir, sem einnig eru takmörkuð auðlind. Samkeppnisráð kemst að sömu niðurstöðu, því orðrétt segir í greinargerð þess um þetta atriði: „Aðgangur að sjón- varpsrásum er takmarkaður. Þær útvarpsstöðvar sem hafa yfir að ráða þeim takmörkuðu gæðum sem sjónvarpsrásir eru og hafa fengið þær úthlutaðar af hinu opinbera, hafa við það öðlast forskot á markaðnum." Þessi sjónarmið eru í fullu samræmi við þá markaðs- hyggju, sem Sjálfstæðisflokkurinn er helzti fulltrúi fyrir. Þess vegna mun athyglin beinast að því, hvernig þeir tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem fjalla um málefni Ríkis- útvarpsins og Pósts og síma fjalla um þennan þátt athuga- semda Samkeppnisráðs. VERSNANDIFJÁR- HAGSSTAÐA REYKJA- VÍKUR SKÝRT HEFUR verið frá því að fjárhagsstaða Reykjavík- ur sé nú neikvæð um rúma 8,7 milljarða króna. Sem og að á síðasta ári hafi um 96% af skatttekjum borgarinn- ar gengið til málaflokka. Samkvæmt efnahagsreikningi borgarsjóðs 31. desember sl. nema heildarskuldir 12,4 millj- örðum króna. Hlutfall skulda af skatttekjum var 121%. Þetta hlutfall var innan við 50% árið 1991. Reykjavíkurborg er í félagskap flestra hinna stærri sveit- arfélaga að því er varðar versnandi fjárhagsstöðu. Útgjöld þeirra hafa hækkað langt umfram tekjur síðustu árin, m.a. vegna umfangsmikilla framkvæmda, átaksverkefna til að sporna gegn atvinnuleysi og vaxtar félagslegrar þjónustu á samdráttarárunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir, að svo virðist sem eyðsla borgarbúskaparins umfram fjg.rhagsáætl- un sé orðin árviss í rekstri borgarinnar. Rekstur málaflokka hafi farið 5% fram úr áætlun tvö síðustu árin. Mál er að linni. Það á að vera keppikefli borgarfulitrúa, meirihluta og minnihluta, sem báðir bera ábyrgð á þróuninni síðustu árin, að færa fjármál borgarinnan til betri vegar. Skuldir sveitarfélaga leggjast í sköttum á íbúana fyrr eða síðar. Það er því meir en tímabært að Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu dragi saman út- gjaldasegl og komi betra skikki á fjármál sín, rekstur og framkvæmdir. Deilt um af- sláttarverð á aug'lýsingnm Ríkisútvarps Jafna þarf samkeppnisstöðu einkarekinna ljós- vakamiðla gagnvart Ríkisútvarpinu að mati * * Samkeppnisráðs. Aslaug Asgeirsdóttir kynnti sér sjónarmið forsvarsmanna þriggja ljósvakamiðla um málið og sitt sýnist hverjum um starfsemi RUV og afslátt sem stofnunin veitir á auglýsingum sínum. Baldvin Jónsson Jafet Ólafsson Pétur Guðfinnsson SAMKEPPNISSTAÐA einka- rekinna fjölmiðla gagnvart Ríkisútvarpinu hefur lengi verið til umræðu og telja forsvarsmenn ljósvakamiðla í einka- eign á sig hallað, sérstaklega hvað varði afslátt á auglýsingum RÚV og þátttöku í Menningarsjóði útvarps- stöðva. Nú hefur Samkeppnisráð sent frá sér álit þar sem kemur fram að ráðið telji að rétta þurfi af skerta samkeppnisstöðu einkarekinna ljós- vakamiðla gagnvart þeim nkisreknu og aðskilja bókhald samrekinna út- varps- og sjónvarpsstöðva. Er álitið svar við þríþættri kvörtun Baldvins Jónssonar eiganda Aðalstöðvarinnar. í kvörtun sinni óskaði Baldvin eft- ir því að stofnunin skæri úr um hvort Ríkisútvarpið • gæti veitt afslátt á auglýstu auglýsingaverði. Einnig benti hann á að ákvæði útvarpslaga um fjármál og tekjustofna RÚV ann- ars vegar og einkarekinna útvarps- stöðva hinsvegar ekki samræmdar, því RÚV hefði aðra tekjustofna en auglýsingatekjur þar sem afnota- gjöld eru. Að lokum vildi Baldvin að Samkeppnisráð skæri úr um hvort Ríkisútvarpið notfærði sér aðstöðu sína þegar hljóðvarpsdagskrá væri auglýst í sjónvarpinu og öfugt, án þess að auglýsingarnar væru gjald- færðar í bókhaldi stofnunarinnar. Getur veitt afslátt Samkeppnisráð telur að RÚV mis- noti ekki aðstöðu sína þegar það gefi viðskiptavinum afslátt á verði auglýsinga, það hafi tíðkast lengi. Hins vegar álítur ráðið að Menning- arsjóður útvarpsstöva íþyngi einka- reknum útvarpsstöðvum fremur en þeim sem afla hluta tekna í formi afnotagjalda. Þá hafi RÚV yfirburða- stöðu á markaðinum meðal annars vegna lögbundins veðs í viðtækjum og lögtaksrétti sem honum fylgi. Þessari yfirburðastöðu sé svo við- haldið með afnotagjöldum. Einnig mælist Samkeppnisráð til þess að gerðar verði kröfur til þeirra aðila sem reki bæði sjónvarps- og útvarsp- stöðvar um að fjárhagur þessara aðila sé aðskilinn og setja verði ákvæði hvað varði samnýtingu miðl- anna, til dæmis hvað varði auglýsing- ar. Ójöfn samkeppni staðfest Baldvin Jónsson, eigandi Aðalstöðv- arinnar, segist að mestu leyti ánægð- ur með niðurstöðu Samkeppnisráðs, einkum það að nú sé staðfest að samkeppnisstaða einkarekinna og ríkisrekinna Ijósvakafjölmiðla sé ójöfn. Hins vegar væri hann ekki ánægð- ur með niðurstöðu ráðsins hvað varði afslátt RÚV á gjaldskrá auglýsinga. „Við gagnrýndum það að þeir væru að gefa afslætti þegar þeim hent- aði,“ segir hann. Eðlismunur væri á því hvort einkarekið fyrirtæki eða ríkisstofnun gæfi slíkan afslátt. Starfsmenn og eigendur einkafyrir- tækja bæru ábyrgð á rekstrinum og þar ríkti fullkomið frelsi um verð- lagningu. „Þegar um er að ræða rík- isstofnanir þá er hæpið að mismuna þegnunum með gjaldskrá," segir hann. „Þetta er eins og að segja að þeir sem borga hæstu skattana eigi að fá afslátt af þeim.“ Til að jafna samkeppnisstöðuna vill Baldvin gera róttækar breyting- ar. Hann vill að ríkið haldi áfram að reka „gömlu Gufuna“ og hún verði rekin sem menningarstofnun. Ríkis- útvarpið myndi einnig sjá um allt safnaefni og einkastöðvarnar gætu * fengið efnið til endurbirtingar. Þá myndi Ríkisútvarpið ekki keppa á hinum almenna auglýsingamarkaði, en gæti hins vegar birt tilkynningar frá hinu opinbera sem þyrftu að ber- ast til landsmanna allra. „Gufan yrði þannig kjölfesta í útvarpsrekstri sem yrði rekin á fjárlögum og fengi til þess ákveðna upphæð á ári.“ segir hann. Baldvin álítur að einkaaðilar geti sinnt dægurmálaútvarpinu sem Rás 2 er. „Þetta er spurning um prinsipp," segir hann. „Á ríkið að taka þátt í rekstri sem einstaklingar geta séð um að mestu leyti.“ í framhaldi af þessu mætti svo skoða einkavæðingu Sjónvarps. „Það er kannski ekki tímabært að gera það alveg strax,“ segir hann. Tryggja þyrfti að ef Sjónvarpið fengi ekki lengur að selja auglýsingar ríkti ekki fákeppni á markaðinum þar sem Stöð 2 sæti eitt að sjónvarpsauglýsingum. Afnema þar afnotagjöld Hins vegar telur Baldvin tímabært að afnotagjöld verði lögð niður og aflétt verði lögveði sem RÚV hefur í sjónvarps og útvarpstækjum. „Það á ekki að neyða fóík til að kaupa fjölmiðla," segir hann. Hann segir rekstrarkostnað Rík- isúvarpsins óheyrilega háan og ekkí í neinu samræmi við það sem gerist á öðrum fjölmiðlum. Einnig sé að- finnsluvert að enginn beri fjárhags- lega ábyrgð á rekstri RÚV. „Hvernig er hægt að réttlæta svona rekstur í nútímaþjóðfélagi?,“ spyr hann. „Hvernig getur ríkisfjölmiðill komist hjá því að fara í gegnum niðuskurð og aðhald þegar allir aðrir hafa þurft að gera það? Ekki sér maður að RÚV sé að hagræða í rekstrinum þegar 100 milljón króna tap var á síðasta ári.“ Bókhaldið aðskilið hjá Í.Ú. Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins (I.Ú.), segist fagna áliti Samkeppnisráðs þegar það tekur undir gagnrýni um að sam- keppnisstaða ljósvakamiðlanna sé ójöfn og að taka þurfi tillit til þess þegar ný útvarpslög verða sett. Jafet er ósammála niðurstöðu Samkeppnisráðs varðandi afslátt á auglýsingum og segir að RÚV virðist mega haga sér á auglýsingamark- aðinum eins og það vilji, til dæmis með því að gefa afslátt af auglýstri verðskrá stofnunarinnar og einnig- með því að keppa á kostunarmarkaði. Jafet tekur undir þau orð Baldvins Jónssonar að óeðlilegt sé að ríkis- stofnun veiti afslátt á gjaldskrá sinni. Líkt og algengt er í fjölmiðlum í dag, segir Jafet að góðir viðskipta- vinir Bylgjunnar og Stöðvar 2 fái afslátt. Hins vegar finnst honum málið snúa öðruvísi við RÚV. „Ríkis- útvarpið er stofnun sem nýtur þess að vera með skylduáskrift,“ segir hann. „Þarna er gefin út, af opinber- um aðila, auglýst gjaldskrá." Einnig finnst Jafet áralangur tap- rekstur RÚV athugaverður. Hann segir að þrátt fyrir að RÚV þurfi að uppfylla ákveðnar lagalegar skyldur varðandi dreifingu og efnisinnihald, þá verði þeir einnig að sníða sér stakk eftir vexti. „Þeir eru reknir með bul- landi tapi og það lendir fyrr eða síð- ar á skattborgurunum," segir hann. „Þeir verða að fara að reka þetta fyrirtæki eins og hvert annað fyrir- tæki á landinu. Það er ekki eðlileg samkeppni ef fyrirtæki er rekið með tapi og þú tekur áskriftargjaldið úr bijóstvasa kúnnans en tapið úr rassv- asanum.“ RÚV á rétt á sér Hann segir að ábending Sam- keppnisráðs um að aðskilja skuli bók- hald hjá þeim aðilum sem bæði reka hljóðvarp og sjónvarp eigi ekki við hjá íslenska útvarpsfélaginu. Bylgjan og Stöð 2 reki sameiginlega auglýs- ingadeild, fréttastofu, starfsmanna- hald og fjármálastjórn, en bókald þessara tveggja hluta fyrirtækisins sé haldið aðgreindu, bæði hvað varði tekjur og útgjöld. Öll dagskrárgerð sé hins vegar aðskilin. „Þó svo að fréttastofan sé sameiginleg þá vitum við hvað fréttirnar á Bylgjunni kosta okkur,“ segir Jafet. „Við teljum að RÚV eigi rétt á sér með ákveðnum takmörkunum,“ segir hann ennfremur. „Við viljum að Ríkisútvarpið fari eftir þessum almennu leikreglum á markaðinum og haldi sig við auglýsta gjaldskrá." Kostun lítill hluti tekna Pétur Guðfinsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarps, segir að íjárhags- legur rekstur sjónvarps og hljóðvarps sé aðskilinn að mestu og lítið mál að verða við því að bókfæra auglýs- ingar útvarps hjá sjónvarpi og öfugt. Hingað til hafa auglýsingarnar ekki verið bókfærðar. „Það hefur ekki verið greitt fyrir þessar auglýsing- ar,“ segir hann. „Það er lítið mál að koma því fyrir að þær yrðu gjald- færðar og síðan myndi þetta jafnast út.“ Sjónvarp og hljóðvarp hafa sam- eiginlega fjármálastjórn, útvarps- stjóra og útvarpssráð. Pétur segir að sjónvarp og hljóðvarp leggi til framlög til rekstrarins og sé það aðskilið bókhaldslega. Einu tekjur þessara deilda séu þessi framlög. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins eru innheimt af hvetjum þeim sem á sjón- varps- og/eða útvarpstæki og nema þau 1.600 krónum á mánuði. Pétur segir að frá stofnun Sjónvarps hafi 2A hluti þess runnið til Sjónvarpsins og V) runnið til Hljóðvarps. Síðan haldi hver utan um sínar auglýsinga- tekjur. „Þetta er vel aðskilið hjá okk- ur,“ segir hann. Hvað varði þá gagnrýni að engar kröfur væru gerðar um íjármál RÚV og arðsemi segir Pétur að aðrar kröf- ur séu gerðar til Ríkisútvarpsins en annarra fjölmiðla. „Ríkisútvarpið er ekki hugsað sem fjáröflunarfyrirtæki, heldur sem menningarstofnun," segir Pétur. Gerðar séu kröfur til stofnunar- innar um ýmsa þjónustu og einnig um dreifikerfí sem sé mjög dýrt. „Stór hluti af þessu er ekki arðbær og myndi ekki svara kostnaði ef hugsað yrði um arðsemina eina,“ segir Pétur. Hann segir að kostun sé fremur lítill hluti tekna stofnunarinnar og ekkert sé í útvarpslögunum sem banni RÚV að færa sig inn á þann markað. Hann segist ekki vera mjög hrifinn af kostun, en á móti komi að dag- skrárgerðarmönnum þyki hún oft þægileg þar sem fjármagnir komi beint inn á deildirnar og ekki þurfí að greiða í Menningarsjóð útvarps- stöðva úr honum. FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 23 Uppstokkun í bresku stjórninni eftir leiðtogakjör íhaldsmanna RÁÐHERRAR og starfsmenn breska forsætisráðherrans fagna honum eftir sigurinn í leiðtogakjörinu á þriðjudag. Þingmenn á hægrivængnum, sem kusu Major til að koma í veg fyrir að Mich- ael Heseltine yrði kjörinn leiðtogi, standa nú frammi fyrir því að hann er nú með annan fótinn í Downing-stræti 10 - sem aðstoðar- forsætisráðherra og fyrsti ríkisráð- herra, en það er nýtt embætti. Gert er ráð fyrir því að Heseltine gegni veigamiklu hlutverki sem málsvari stjórnarinnar og hafi mikil áhrif á mótun stefnunnar. Hann á að gegna formennsku í að minnsta kosti tíu ráðherranefndum og ætti að geta tryggt áð nýju embættin hans verði ekki aðeins heiðurstitlar. „Hann er ekki aðstoðarforsætis- ráðherra, í raun réttri er hann for- sætisráðherra," sagði reiður þing- maður á hægri vængnum. Hægrimennirnir óttast að Heselt- ine eigi eftir að gegna mikjlvægu hlutverki við stefnumótun íhalds- flokksins fyrir næstu þingkosning- ar. Hverfi Major úr embætti for- sætisráðherra af einhveijum ástæð- um fyrir kosningarnar myndi He- seltine vera í ákjósanlegri aðstöðu til að taka við af honum - að líkind- um án þess að efna þyrfti til nýs leiðtogakjörs. Heseltine keyptur? Major eflir vinstri vænginn JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, umbunaði vinstrí væng íhaldsflokksins fyrir stuðninginn í leiðtogakjörinu þegar hann stokkaði upp í stjóm sinni í fyrradag. Vinstri- og miðjumenn og helstu bakhjarlar forsætisráðherrans virðast nánast ráða lögum og lofum innan stjómarinnar. leiðtogakjörið ætla að styðja hann. Leiðtogakjörið á þriðjudag gæti því markað þáttaskil hjá Ihalds- flokknum. Major þarf ekki lengur að búa við linnulausar vangaveltur um mótframboð og standi hægri- vængurinn við orð sín um að styðja forsætisráðherrann eru líkur á vopnahléi í deilunni um Evrópumál- in. Breskir íhaldsmenn fá nú tæki- færi til að snúa vörn í sókn með því að sýna samstöðu á landsþingi flokksins í október og ef til vill með skattalækkunum þegar nýtt fjár- lagafrumvarp verður kynnt mánuði síðar. Major gaf til kynna eftir leið- togakjörið að hann ætli ekki að boða til þingkosninga fyrr en vorið 1997. Hins vejgar er ljóst að erfítt verð- ur fyrir Ihaldsflokkinn að saxa á forskot Verkamannaflokksins í skoð- anakönnunum. Enginn stjómar flokkur í Bretlandi hefur verið jafn fylgislítill í jafn langan tíma frá því að skoðanakannanir hófust. Major á því feykilega erfítt verkefni fyrir höndum og hefur skamman tíma til stefnu en flokkur hans virðist þó vera tilbúinn til að gefa honum síð- asta tækifærið til að bjarga stjóm- inni. Major gerði lítið til að sefa hægri vænginn og talsmenn hans hafa viðurkennt að Heseltine hafi verið hafður með í ráðum við undirbúning uppstokkunarinnar fyrir leiðtoga- kjörið. Andstæðingar Majors halda því fram að Major hafi keypt stuðn- ing Heseltines með því að bjóða honum nýju embættin fyrir leið- togakjörið. Vinstri- og miðjumenn hafa bæði tögl og hagldir í ljármálaráðuneytinu eftir uppstokkun Majors. William Waldegrave, sem hægri vængurinn hefur litlar mætur á, tekur við emb- ætti aðstoðarfjármálaráðherra af hægrimanninum Jonathan Aitken og fær það verkefni að draga úr útgjöldum ríkisins. Kenneth Clarke verður áfram fjármálaráðherra. Raunsæismaður í Evrópumálum Utanríkisráðuneytið verður áfram í höndum miðjumanns. Malc- olm Rifkind, áður varnarmálaráð- herra, varð fyrir valinu sem utanrík- isráðherra en ekki Michael Howard, sem er andvígur Evrópus- amrunanum. Rifkind hef- ur að vísu reynt að höfða til hægri vængsins að und- anförnu, til að mynda með því að láta í ljós efasemdir um myntsamruna ESB, en hægrimennirnir hafa tekið yfirlýs- ingum hans með tortryggni, enda hefur hann lengi verið talinn til miðjumanna innan flokksins. Rifkind var í hópi helstu banda- manna Majors sem lýstu sér sem raunsæismönnum í Evrópumálum og sögðu að Bretar ættu áfram að gegna forystuhlutverki innan Evr- ópusambandsins. Þeir höfnuðu and- Michael Heseltine stöðu uppreisnarmanna við aukna samvinnu ESB-landanna en vildu sýna að stjórnin myndi vetja þjóðar- hagsmuni Breta af hörku. Valdalitlir hægrimenn Peter Lilley, sem margir telja helsta Thatcheristann í stjórninni, fer nú með almannatryggingar og fær það erfiða verkefni að draga úr útgjöidum til velferðarmála. Lilley er andstæðingur Evrópusamrunans eins og Michael Portillo, sem var hækkaður í tign og gerður að varnarmálaráðherra. Það embætti er hins vegar ekki eins þýðingarmikið í augum íhalds- manna eftir endalok kalda stríðsins. Michael Forsyth var skipaður Skotlandsmálaráðherra og það er helsta dúsan sem hægrivængurinn fékk í uppstokkuninni. Sá böggul fylgir hins vegar skammrifi að með þessari vegtyllu er Forsyth talinn Malcolm Rifkind með dyggustu stuðningsmönnum Majors og hann mun eiga fullt í fangi með að beijast fyrir endur- kjöri á þingið. Major reitti hins vegar marga andstæðinga sína til reiði með því að skipa Sir George Young í emb- ætti samgönguráðherra. Thatcher vék honum úr stjórn sinni árið 1986 þar sem hún taldi hann of vinstrisinnaðan. William Hague, sem fer nú með málefni Wales, er í orði kveðnu á hægri- vængnum, en þykir hollur stuðningsmaður forsætis- ráðherrans. Hið sama má segjá um Gillian Shephard, sem er mennta- og atvinnumálaráðherra. Þáttaskil í flokknum? Leiðtogakjörið sýndi að John Major nýtur enn mikils stuðnings meðal þingmanna Ihaldsflokksins. Allir nema hörðustu andstæðingar forsætisráðherrans sögðust eftir „Blaðasnápar“ auðmýktir Margir þingmenn 'á hægri vængnum eru sagðir hafa áhyggjur af því að Major skuli eiga í illdeilum við dagblöð, sem hafa stutt íhalds- flokkinn. Þegar öldurnar lægir er búist við að þeir vilji tryggja að blöðin snúist á sveif með flokknum fyrir næstu kosningar. Nokkur af helstu blöðum íhalds- manna, svo sem The Times, The Daily Mail og The Daily Telegraph, höfðu hvatt þingmenn Ihaldsflokks- ins til að skipta um leiðtoga til að auka sigurlíkur sínar í næstu kosn- ingum. Þingmennirnir virtu ritstjóra þessara blaða að vettugi. The Daily Telegraph sagði í for- ystugrein á miðvikudag að Major hefði unnið ótvíræðan sigur í leið- togakjörinu og tók úrslitunum vel. „Major getur fyllilega leyft sér breitt bros á kostnað næstum allra blaða íhaldsmanna, þeirra á meðal The Daily Telegraph, sem hvöttu til þess að hann yrði iátinn víkja. Þótt erfitt kunni að vera að viður- kenna slíkt er það heilnæmt fyrir lýðræðið þegar þingmenn, eða kjósendur, einskis- virða áskoranir fjölmiðla, sýna getu til að taka eigin afstöðu, og þröngva blað- asnápum til auðmýktar um hríð.“ Blaðið sagði að Major hefði feng- ið umboð til að stokka upp í stjóm- inni og hvátti hann til að nota tæki- færið til að sefa hægri vænginn. Sterk staða Heseltines og vinstri- og miðjuarmsins í stjórninni sýnir að „blaðasnápar" íhaldsmanna voru aftur virtir að vettugi. Heimild: The Daily Telegraph og The Inde- pendent. Major gerði lítiðtilað sefa hægri vænginn Heseltine sagður for- sætisráð- herra í raun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.