Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 27 BENEDIKT STEINGRÍMSSON + Benedikt Krist- ján Steingríms- son var fæddur á Sauðárkróki 14. júlí 1926. Hann lést í Reykjavík 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steingrímur Bene- diktsson skóla- stjóri, f. 20.5. 1901 á Sauðárkróki, d. 23.11. 1971, og Hallfríður Ingi- björg Kristjáns- dóttir húsmóðir, fædd 14.12. 1899 á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal í Eyjafirði, d. 24.3. 1967. Þau stofnuðu fyrst heimili á Sauðár- króki en fluttust árið 1928 með elstu börnin tvö til Vestmanna- eyja þar sem þau byggðu sér hús við Hvítingjaveginn sem varð þeirra heimili upp frá því. Benedikt var elstur sjö barna þeirra. Systkini hans eru: Björg, f. 14.3. 1928, d. 25.5. 1929, Páll, kvikmyndagerðar- maður, f. 25.7. 1930, Jón Helgi, tónlistarmaður, f. 25.1. 1932, d. 31.1. 1951, Gísli, málara- meistari, f. 5.8. 1934, Svavar, pípulagningameistari, f. 24.5. 1936, Bragi, plötusmiður, f. 1.1. 1944. Að loknu gagnfræðaprófi fór Benedikt að vinna eins og þá var siður, fyrst við sveitastörf, síðan í strandsiglingum, bygg- ingarvinnu og vegagerð. Lengst af, eða í íjörutíu og sjö ár, vann hann þó sem fulltrúi hjá Raf- magnseftirliti ríkis- ins. Árið 1946 flutt- ist Benedikt til Reykjavíkur og í ársbyijun 1947 kynntist hann Vil- borgu Jóhannes- dóttur. Þau giftu sig árið 1950 og stofn- uðu heimili sitt í Smálöndunum í Reykjavík. Foreldr- ar Vilborgar voru Jóhannes Péturs- son, sjómaður f. 4.9. 1904 í Reykjavík, d. 21.10. 1988, og Mar- grét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30.9. 1895 í Áskoti í Rangár- vallasýslu, d. í október 1983. Börn Benedikts og Vilborgar eru: 1) Steingrímur Jóhannes, gullsmiður í Vestmannaeyjum, f. 1.4. 1949, giftur Jóhönnu Magnúsdóttur. Þeirra böm eru Hrefna, f. 1975, Benedikt Ósk- ar, f. 1985, og Ottar, f. 1988. Dóttir hans frá fyrra hjóna- bandi er María Auður, f. 1970. 2) Helga, myndlistarmaður, bú- sett í Oðinsvéum, f. 17.8. 1951. Hennar maður er Henning Eskild Petersen, þeirra dóttir er Freyja, f. 1992. Böm Helgu frá fyrra hjónabandi em Diljá, f. 1977, og Pálmi, f. 1982. 3) Margrét Ingibjörg, förðunar- meistari, búsett í Reykjavík, f. 16.11. 1966. Hennar maður er Guðni Finnsson, tónlistarmaður. Útför Benedikts fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. HANN bróðir minn valdi fallegt kvöld til að kveðja. Ég hugleiddi það úti í Gróttu þegar við yfirgáf- um fólkið hans á spítalanum og ákváðum að eiga stund í næði. Sólkringlan vakti yfir lognkyrrum fletinum og baðaði sundin. Þarna sá ég Benna fyrir mér undir færum á litlum opnum báti líkt og á ljós- mynd sem ég tók af honum fyrir þrjátíu árum. Benni var í raun mikið náttúrubarn og hafði yndi af útivist. Dorgveiði var honum ástríða, enda stóðu fáir hann af sér þegar þessi ævaforna kvöð greip hann. En Benni minn átti fleiri strengi. Hann las fagurbókmenntir, sér- staklega leikrit og var ágætis stflisti sjálfur. Hann skrifaði á tímabili smásögur, sem sumar birt- ust á prenti, sérstaklega man ég eftir einni sem gerðist á bernsku- stöðvum hans í Eyjum. Sagan var skrifuð af einstöku næmi og ég var stoltur af bróður sem þannig gat tjáð sig. Bróðir minn hafði meðfæddan hæfíleika til að tileinka sér tungu- mál. Lengst af starfaði hann hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og kom þá í hans hlut að halda spjaldskrá og ljósmynda rafmagnsvörur sem bárust stofnuninni til samþykktar. Á tímabili var töluvert um innflutn- ing frá Sovétríkjunum og fylgiskjöl og merkingar allar á rússnesku. Benni gerði sér þá lítið fyrir og lærði rússneska stafrófið og þýddi sjálfur fylgiseðla með rafmagn- svörunum. í annan tíma kom hann mér á ar. Fram undir það síðasta hitti hann jazzfélaga sína vikulega en þeir æfðu og léku sér til lífsfylling- ar árum saman heima hjá gítar- istanum Baldri Geirssyni og Hólm- fríði Aradóttur á Vesturgötunni. En þau hjónin hafa verið fjall- traustir vinir Benna og Villu í blíðu og stríðu. Benni var fyrstur okkar bræðra til að byija að búa enda var hann elstur. Hann og Villa stofnuðu heimili í ,Rauða húsinu" í Smálönd- um. Heimili þeirra var ákaflega persónulegt, skreytt með ýmsum gripum úr náttúrunni sem þau söfnuð og komu skemmtilega fyrir. Rýmið var ekki mikið, en ungu hjónin fundu þó alltaf pláss fyrir okkur bræður þegar við komum til Reykjavíkur. Þama áttum við at- hvarf hvemig sem á stóð. Sama gilti um Hraunbæinn eftir að þau fluttumst þangað. Og seinna þegar börn okkar bræðranna í Eyjum fóru til framhaldsnáms í Reykjavík áttu þau ætíð traust í Benna og Villu. Oft dáðist ég að því hve samheld- in þau voru, bróðir minn og mág- kona. Hvorugt mátti af öðru sjá. Benni bar ótakmarkað traust til Villu sinnar og á það reyndi oft. Fallegasti votturinn um hve sam- hent þau vom er kannski reiturinn sem þau komu sér upp við Hafra- vatn. Litli kofínn við vatnið er orð- inn að vinalegu húsi og lóðin sem áður var örfoka melur er nú nostur- samlega ræktaður garður, með ,skógartijám“ sem enginn gat ímyndað sér að þrifust þarna. Hvergi hitti maður Villu og Benna sælli en þarna. Ég er þakklátur fyrir stundirnar sem við áttum saman við vatnið, og fjölmargar aðrar sem ég nú í huganum rifja upp. Við Rúrí óskum þess að góðu stundirnar muni fylgja þér, Villa mín. Við vottum þér og börnunum ykkar, tengda- börnum og bamabömum dýpstu samúð og óskum ykkur velfarnað- ar. Þegar við gengum úr fjörunni við Gróttu og sjórinn var orðinn dumbrauður fylgdi okkur kliður frá kollunum og hárfínt tístið í ungum þeirra. Rúrí mín spurði hvort mér væri nokkuð kalt en ég sagði að það gerðist ekki í kvöld, ég ætti svo margar hlýjar minningar um Benna. Páll Steingrímsson. í dag fer fram frá Ábæjar- kirkju útför Benedikts Stein- grímssonar, fyrrverandi starfs- manns Rafmagnseftirlits ríkis- ins, en hann andaðist hinn 1. júlí síðastliðinn. - Benni, eins og við kölluðum hann jafnan, var ekki maður auglýsingar í neinu tilliti. Honum var farið eins og mörgum, sem eru miklum kost- um búnir, að forðast eftir fremsta megni allt tal um eigin verðleika. Hógværð og hlé- drægni var hans aðal. En hvar sem Benni lagði hönd á plóg, hvort heldur var í daglegu starfí eða þess utan, töluðu verkin sínu máli. Hann mátti ekki vamm sitt vita. Yfir fjörutíu ára starf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins er til vitnis um trúmennsku og traust á sviði hins verklega. Að skyldustörfum slepptum lágu áhugamál Benna mjög víða. Hann var mikill listunnandi en einnig þátttakandi í listsköpun á góðra vina fundum. - Við sem sendum þessa stuttu kveðju eigum það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa kynnst tónlistarmanninum Benna og notið vináttu hans og Villu um áratuga skeið. - Benni hafði tón- listina í sér; var það sem kallað er „náttúrubam“ á því sviði. Hann hafði eins og margur af hans kyn- slóð farið á mis við formlega tón- listarmenntun í æsku en bætti sér það að nokkru leyti upp með sjálfs- námi og nokkuð reglubundinni iðk- un tónlistar í hópi vina og kunn- ingja. Hann lék af fíngrum fram bæði á píanó og gítar. Tónlist af þjóðlegum toga, s.s. jass og blús, höfðaði sterkast til Benna en að öðru leyti kunni hann að meta allt litróf tónlistarinnar. Það gat á stundum verið svolítið erfítt að fá Benna „í gang“ ef hlust- endahópurinn var í stærra lagi. En þegar hann var sestur við píanóið eða kominn með gítarinn í hönd var eftirleikurinn að jafnaði auð- veldur. Það var unun að fylgjast með því hvernig músíkin smám saman bar náttúrubarnið út fyrir mörk tíma og rúms. Fyrir þessar unaðsstundir viljum við og fjöl- skyldur okkar þakka nú þegar leið- ir skilja. Villu, börnunum og að- standendum öllum sendum við samúðarkveðjur. Hólmfríður Aradóttir, Baldur Geirsson, Sigrún Jóhannesdóttir, Gunnar Guttormsson. óvart, þegar ég hitti hann í sam- floti við tvo Spánveija sem hann hafði hitt fyrir tilviljun. Hann tal- aði við þá á þeirra eigin tungu og fipaðist hvergi. Spænskunámið hafði ekki farið hátt, enda flíkaði Benni sér lítið. Hann hafði þá lært þetta tungumál á kvöldnámskeið- um í tvo vetur sér til gamans, og las spænska höfunda. Hugur Benna stóð til tónlist- arnáms en efnahagur foreldra okk- ar á þeim árum leyfði það ekki. Tónlistin var þó alla tíð ríkur þátt- ur í lífi hans. Hann las nótur og spilaði bæði á píanó og gítar og hafði tileinkað sér þetta án tilsagn- t Ástkær sonur okkar, bróðir og barna- barn, MAGNÚS VÍÐiR AÐALBJARNARSON, Reyrhaga 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. júlí kl 10.30 Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, Aðalbjörn Þór Magnússon, Birgir Aðalbjarnarson, Eva Hrund, Aðalbjarnardóttir, Henný Þórðardóttir, Kristófer Ásgrfmsson, Þórdís Frímannsdóttir, Magnús Aðalbjarnarson. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurð- ardóttir var fædd á Hvítár- bakka 7. júlí 1912 . Hún lést í Vífils- staðaspítala 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ásdis M. Þorgrímsdóttir, f. 18. október 1883, d. 9. apríl 1969 og Sigurður Þórólfs- son, f. 11. júlí 1869, d. 1. mars 1929, stofnandi og skóla- stjóri Hvítárbakka- skólans í Borgarfirði. Systkini Guðrúnar eru: Kristín Lovísa, hálfsystir samfeðra, f. 23. mars 1898, d. 31. október 1971; Þor- grímur Vídalín, f. 19. nóvem- ber 1905, d. 10. júlí 1983; Hrefna, f. 28. október 1907, d. 21. maí 1908; Anna, f. 5. desember 1908; Guðmundur Axel, f. 29. apríl 1911, d. 20. september 1931; Margrét, f. 29. janúar 1914; Aðalheiður, f. 6. desember 1915; S. Ásberg, f. 18. apríl 1917, d. 14. júlí 1990; Áslaug, f. 27. janúar 1919; Valborg, f. 1. febrúar 1922. Að loknu námi i gagnfræða- deild Menntaskólans i Reykjvik hóf Guðrún störf við Bæjarsím- ann í Reykjavík og vann þar í nokkur ár. Hún lærði hraðritun og starfaði um margra ára skeið sem þingskrifari. Árið 1938 giftist hún Jóni Oskari Eiríkssyni lækni, f. 15. október 1911, foreldrar; Eiríkur Einarsson verk- stjóri í Reykjavík, f. 28. nóvember 1885, d. 14. janúar 1964 og kona hans Sigríður Ólafsdótt- ir húsmóðir, f. 9. maí 1885. Guðrún og Jón fluttu sama ár til Danmerkur þar sem Jón var við framhaldsnám og störf, dvöldu þau þar í 7 ár. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Ásdis Vébjörg, f. 28.1. 1939, sonur hennar er Eiríkur Orn Guðmundsson, f. 23.11. 1977; 2) Þyrí Ágústa, f. 16.3. 1945, dóttir hennar er Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, f. 11.8 1970; 3) Sigurður Þór, f. 14.1. 1947, kvæntur Fríðu Ástvaldsdóttur, f. 11.12. 1949, þeirra börn eru: 1) Jón Freyr, f. 17.3. 1972, dóttir hans er Ásdis Lilja, f. 13.6.1993; 2) Ástvaldur, f. 31.5. 1977; Valtýr, f. 2.12. 1982. Utför Guðrúnar fór fram í kyrrþrey að ósk hennar sjálfr- ar. MÉR BRÁ mikið þegar ég frétti um lát hinnar góðu vinkonu minnar frú Guðrúnar Sigurðardóttur enda þótt ég vissi að heilsu hennar hefði hrakað upp á síðkastið þar eð við Jón Eiríksson læknir, eiginmaður hennar og gamall vinur minn, höf- um löngum haft náið samband. Guðrún átti við vanheilsu að stríða í allmörg ár, meðal annars vaxandi sjóndepru og síðustu rúm- lega fimm árin var hún i meðferð á Vífílsstaðaspítala vegna mjög erf- iðs lungnasjúkdóms sem ekki tókst að lækna og hefur nú ráðið niður- lögum hennar. Þessi langa dvöl á spítalanum hefur að sjálfsögðu ver- ið mjög dapurleg og þungbær fyrir hana og hennar nánustu ættingja og vini sem margir voru iðnir við að heimsækja hana. Guðrún var mikill bókmennta- unnandi, sílesandi, bráðgáfuð og fyölfróð. Það var því mikið áfall fyrir hana þegar hún fór að eiga erfítt með að lesa og síðustu tvö árin var sjónin of léleg til þess. Síðan varð hún að notast við að hlusta á upplestur úr bókum af segulbandi. Það var ánægjulegt að ræða við Guðrúnu um menn og málefni því hún var stálminnug og kunni góð skil á flestum sviðum. Hún virtist halda sínu góða minni til hinstu stundar og er það sjald- gæft. Við Jón Eiríksson vorum bekkjarbræður í Menntaskólanum og fylgdumst að í læknadeild Há- skólans að mestu. Skömmu eftir að hann hafði lokið læknaprófinu vorið 1938 gekk hann að eiga Guðrúnu og fór hún með honum til Danmerkur er hann hélt þangað til framhaldsnáms síðar á því ári. Þá var ég þar einnig sömu erinda ásamt fjölskyldu minni. Við dvöld- um þar öll stríðsárin á ýmsum stöð- um, bæði í Kaupmannahöfn og úti á landsbyggðinni. Á þessum árum hittumst við þó nokkrum sinnum og síðar þegar við tókum að starfa heima á íslandi urðu náin sam- skipti milli okkar og fjölskyldn- anna. Við Þórdís kona mín fórum nokkrar langferðir með þeim hjón- unum bæði hérlendis og erlendis. Guðrún var dugmikil húsmóðir og afbragðsgóð móðir barna sinna. Hún bjó manni sínum fallegt og notalegt heimili, fyrst á Ásvallagöt- unni og síðar í Hörgshlíðinni í ein- býlishúsi sem þau byggðu þar. Þau eignuðust tvær dætur, Ásdísi Vé- björgu og Þyri Ágústu, og einn son, Sigurð Þór. Þau hafa kennara-' menntun öll þijú. Barnabömin era nú orðin fímm og bamabarnabarn eitt. Guðrún Sigurðardóttir var skapstillt og glaðleg kona, hvers manns hugljúfi sem henni kynntist. Við hjónin mátum hana mikils og þótti vænt um hana. Þessi skyndi- legu endalok hafa sennilega verið besta lausnin fyrir hana eins og komið var. Ætt hennar og upprana rek ég ekki hér en eftirlæt það öðrum. Við Þórdís vottum Jóni vini okkar, bömunum, fjölskyldum þeirra og öðram aðstandendum innilegustu samúð. Guðrúnu biðjum við guðsblessunar og velfamaðar á þeim leiðum sem hún nú hefur lagt út á. Ég enda þessi fáu minningar- orð mín með ljóðlínum Ólafar frá Hlöðum: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Erlingur Þorsteinsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðirr amma og langamma, JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 5. júlí. Þórður Einarsson, Kristin Sigurður Örn Einarsson, Kristín Sesselja Edda Einarsdóttir, Sigurveig Jóna Einarsdóttir, Óskar F. Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Linnet, Þórdis Ágústsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.