Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR HRANNAR GARÐAR HARALDSSON + Hrannar Garð- ar Haraldsson fæddist í Reykjavík 15. september 1943. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru Haraldur Leví Bjarnason, látinn 1990, og Jenný Þuríður Lúðvíks- dóttir. Systur hans eru 1) Þóra Hall- grímsdóttir, fóstur- systir, gift Árna Þóri Árnasyni. 2) Þórunn, gift Frank C. Faddis. 3) Ingibjörg, gift Grétari H. Óskarssyni. Og Edda Björns- dóttir, systurdóttir, sem ólst upp með þeim, gift Halldóri Sigurðssyni. Hinn 11. mars 1967 kvæntist Hrannar eftirlifandi eiginkonu sinni, Láru Kjartansdóttur. Börn þeirra eru: 1) Hrannar Örn, við- skiptafræðingur, í sambúð með Mar- gréti Sigurjóns- dóttur og eiga þau einn son, Hrannar Tuma. 2) Kjartan Ingi, námsmaður í Bandarikjunum, í sambúð með Önnu Maríu Jónsdóttur. Hrannar vann m.a. hjá O. Johnson & Kaaber um skeið og rak ljósritunar- stofuna Ljóstak og heildverslunina Áform ásamt konu sinni. Hann vann hjá Skeljungi hf. og á Gistiheimil- inu Bergi í Hafnarfirði, en síð- ast vann Hrannar hjá íshestum hf. í Hafnarfirði. Utför Hrannars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. HRANNAR mágur er látinn. Þar fór góður drengur langt um aldur fram. Öll verðum við að lúta valdi . dauðans fyrr eða síðar og þegar ólæknandi sjúkdómur hefur náð heljartökum er ekki að spyija að leikslokum. - Við Hrannar kynntumst fyrir um það bil 37 árum, þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir syst- ur hans og góðum félaga. Hann var þá bara strákpatti og kannski ekki alveg sáttur við að ég skyldi vera að blikka systur hans, svona í byijun. En fljótlega urðum við góðir vinir og hefur ekkert skyggt . á þá vináttu síðan. Hrannar ólst upp á Grettisgöt- unni, í þá daga þegar Grettisgatan, Laugavegurinn, Snorrabrautin og næsta nágrenni var því sem næst aðalhverfi bæjarins, a.m.k. aust- urbæjarins og hvergi skemmtilegra að vera og alast upp. Hugurinn stefndi fljótt til íþrótta og átti Hrannar langan feril að baki innan íþróttahreyfingarinnar, einkum og sér í lagi fyrir Knattspyrnufélagið Fram. En með því félagi lék hann knattspymu um árabil og var lengi vel meðal fremstu knattspyrnu- manna félagsins. Hrannari var ýmislegt annað til lista lagt. Til dæmis var hann einn talnagleggsti maður sem ég hef kynnst. Gat hann leyst hin flóknustu reikni- dæmi á augabragði svo ólíkindum sætti og hafði gaman af. List- hneigður var hann og fékkst nokk- uð við að mála þessi síðustu ár ævinnar. En ekki síst kunni hann manna best þá list að gleðjast með öðrum í góðra vina hópi. Einhver mesta gæfa Hrannars á lífsleiðinni var sú, að hafa eignast Láru Kjartansdóttur fyrir eigin- konu. Hefur hún ætíð staðið sem klettur við hlið manns síns í gegn- um með- og mótlæti, ekki síst þessa síðustu mánuði í veikindum hans og baráttunni við hinn illvíga sjúk- dóm. Þau stofnuðu sitt fyrsta heim- ili á loftinu á bernskuheimili Hrann- ars á Grettisgötu 84, en fljótlega var fjárfest í.fyrstu íbúðinni sem var í Safamýri 54. Hús byggðu þau sér síðan í Akraseli 10, en fluttu síðar að Safamýri 13 og var ávallt notalegt að sækja þau hjón heim. Þau eignuðust tvo mannvænlega syni, stolt foreldra sinna og sann- ast þar, að sjaldnast falla eplin langt frá eikinni. Lítill augasteinn afa síns og ömmu, Hrannar Tumi, kom í heiminn fyrir rúmu ári og hefur ríkulega lýst upp tilveru þeirra með sínu bjarta brosi og ljúfa hjali. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Hrannar fyrir mág, vin og samferðamann á lífsleiðinni í ná- lægt fjóra áratugi. Þar var ég í góðum félagsskap og margar ánægjustundir áttum við Hrannar og ijölskyldur okkar saman á þess- um árum. Börnin okkar, frænd- systkinin, ólust upp talsvert mikið saman á tímabili, því að þá var stutt á milli heimila okkar og eru þau tengd nánum frænd- og vin- áttuböndum. Stórfjölskyldan hefur vaxið og dafnað og er ánægjulegt til þess að vita hve samheldnin er mikil innan hennar, þó að meðlim- irnir séu dreifðir víða um lönd. Þótt Hrannar sé nú horfinn frá okkur, lifir minningin um góðan dreng, glaðlyndan og heilsteyptan félaga, sem alltaf var reiðubúinn til þess að rétta hjálparhönd og leysa hvers manns vanda, einkum og sér í lagi þeirra, sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Kæra mágkona, við Lóla biðjum góðan guð að styrkja þig og dreng- ina þína á sorgarstundu. Grétar H. Óskarsson. Hér sit ég með bók í hönd og hvert hvarflar hugurinn nema til þín, kæri frændi. Er ég fór af landi brott varstu hraustur og fullur af lífskrafti. Nú ert þú horfinn. Ég felli tár en veit þó að þú munt ætíð búa í hjarta mínu. Þú býrð þar í gegnum þau sterku jákvæðu áhrif sem þú hefur haft á mig. Fyrir þér var ekkert sjálfsagt. Þú hafðir þann hæfileika að sjá hlutina í nýju ljósi eða kannski ég ætti að segja, þú komst auga á ýmsa ólíka fleti á sama hlut. Þú settir spurningarmerki við það sem var svo sjálfsagt, að ekki þurfti lengur að hugsa út í það og hristir þannig upp í okkur, krökkunum. Ég man t.d. þegar þú lést mig skrifa eina og eina línu úr „Faðir vorinu“ og talaðir við mig þess á milli til að dreifa huganum. Kunni ég „Faðir vorið“ í raun og veru eða var þetta bara romsa, sem ég þuldi í belg og biðu? Þú varst líka sá eini, sem hvatt- ir mig til að reyna að teikna. Ég var léleg í því og kunni það hrein- lega ekki. En þú tókst það ekki sem gefið og sagðir: „Prófaðu, æfðu þig og æfðu þig aftur,“ og sjá, mér tókst það smám saman. Brosið þitt, hvatningin, glettnin í augunum, ákefðin, hin sífijóa hugsun..., allt þetta mun fylgja mér um ókomna tíð. Ég mun sakna þess að fá ekki aftur að sjá þig í þessu lífi, en því getur enginn breytt. Ég vil geyma það góða sem þú hefur gefið mér. Ég er glöð yfir því að hafa fengið að kynnast þér, kæri frændi. Hvíl í friði. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Láru og öðrum ástvinum. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Kolding, Danmörku. Kær frændi minn, Hrannar Garðar Haraldsson, er látinn. Góð- ur drengur er horfinn langt um aldur fram. Hrannar var sonur hjónanna Jennýjar Lúðvíksdóttur og Haralds Levís Bjarnasonar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Heimili fjölskyldunnar var á Grettisgötu 84 hér í borg og þar ólst Hrannar upp við ástríki.for- eldra sinna og systra. Hann var yngstur, óskabarn, umvafinn kær- leika og elsku. Foreldrar hans völdu nafn hans með mikilli kostgæfni. Nafnið Hrannar hafði ekki verið notað sem mannsnafn áður. Þau báru þessa hugmynd undir Björn Sigfússon íslenzkufræðing, sem fannst þetta hið ágætasta nafn. Hrannar var því fyrstur til að bera þetta nafn, sem orðið hefur vinsælt. Ég hef þekkt Hrannar frænda minn frá því hann kom í þennan heim á fögrum septemberdegi fyrir rúmum 50 árum. Þá bjuggu for- eldrar okkar í sama húsi, en mæð- ur okkar voru systur. Síðan þá hefur ætíð verið mjög náið sam- band milli fjölskyldna okkar, ein- læg vinátta og traust, sem aldrei hefur borið skugga á. Þegar ég hugsa um Hrannar sem lítinn dreng, er Ingibjörg systir hans (Lóla) alltaf inni í myndinni. Hún var tveimur árum eldri og þau voru einkar samrýnd, þannig að þegar annað var nefnt á nafn, hlaut hitt að fylgja á eftir. Hrannar og Lóla. Þannig var það þá og þannig hefur það verið alla tíð síðan. Fjölskyldur okkar hafa deilt sam- an gleði og sorg. í dag ríkir sorgin. Nú er þessi ljúfi frændi minn horfmn. Hann sem alltaf var svo hress og kátur. Ég þakka honum samfylgdina gegnum lífið. Ég bið góðan Guð að blessa Jennýju, aldraða móður hans, Láru, hans kæru eiginkonu, synina Hrannar Öm og Kjartan, unnustur þeirra Margréti og Önnu Maríu, svo og litla sonarsoninn Hrannar Tuma. Við Manfreð, börnin okkar og t KRISTJÁN ÁGÚST HELGASON, t Ástkær unnusti minn, faðir, sonur Skarphéðinsgötu 16, okkar, bróðir og mágur, Reykjavík, GUNNLAUGUR JÓNSSON, lést í Borgarspítalanum 5. júlí. Heiðmörk 1, Selfossi, Ættingjar. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. t Hjartkær systir og tengdasystir, GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR rithöfundur, lauk jarðvist sinni þann 4. júlí. Sigurlaug Árnadóttir, Skafti Benediktsson. Rútuferð verður frá BSI kl. 12.30. Hanna Rut Jónasdóttir, Guðrún Jónina Gunnlaugsdóttir, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Guðmundur Jónsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Lára Bergljót Jónsdóttir, Bjarni Birgisson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN FRIÐBJÖRNSSON frá Vík, Fáskrúðsfirði, sem lést á Droplaugarstöðum 2. júlí, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.30. Sveina Lárusdóttir, Lárus Jónsson, Ásdfs Benediktsdóttir, Jón Lárusson, Elsa Lárusdóttir, Birgir Lárusson, Lára Björg Lárusdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐFINNA SÍMONARDÓTTIR frá Hrísey, til heimilis i Túngötu 10B, Siglufirði, andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 3. júlí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Jarösett verður að Barði í Fljótum. Gestur Á. Frímannssson, Si'mon Ingi Gestsson, Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Elín Anna Gestsdóttir, Guðmundur Jón Skarphéðinsson, Þórhallur Jón Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. fjölskyldur þeirra sendum innileg- ustu samúðarkveðjur. Erla Sigurjónsdóttir. Elsku vinur og frændi, Hrannar, þú ert horfinn á braut. Við bræð- urnir söknum þín sárt og við vitum að enginn getur nokkru sinni kom- ið í þinn stað. En minningin um þig mun ætíð búa í hjarta okkar þó um stundarsakir sé sorgin sterk. Við viljum þakka þér, Hrannar, fyrir allar- samverustundirnar á liðnum árum. Ykkur Láru var alltaf ánægjulegt að heimsækja, og í raun alltaf eftirsóknarvert. Þú komst að vísu oft með áleitnar og á tíðum erfiðar spurningar, sem erfitt var að svara, en þær þjónuðu ávallt tilgangi; þú vildir fá okkur til að hugsa. Hvers vegna ekki að gera hlutinn svona frekar en hinsegin? Eða mætti ekki endurhanna þetta eða hitt svo betur færi? Þig skorti aldrei hugmyndir eða umræðuefni, og þú skildir eftir í huga okkar mörg lítil ftjókorn. Hjá þér var ávallt stutt í hlátur- inn, og alltaf létt yfir fólki þegar þú varst nálægur. Gamansögur, eða jafnvel bara broslegu hliðamar á hversdagsleikanum, voru iðulega ofarlega á baugi. Þú hlóst oft með okkur, en aldrei man ég til þess að þú hafir hlegið að okkur. Þú varst okkur góður, sem og góð fyrirmynd í lífsins ólgusjó. Við lit- um alltaf upp til þín og höfðum óbilandi traust á þínum skoðunum. En nú ert þú horfinn, kæri frændi. Eftir er stórt skarð, sem aldrei verður fyllt. Þó svo dagar þínir yrðu ekki margir, mynduðu þeir samt umgjörð um fallega ævi. Þú varst sem sólargeisli í lífi okk- ar. Far þú í friði. Elsku Lára, Hrannar Örn, Kjart- an Ingi, og aðrir ástvinir. Guð blessi ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Eiríkur Álmar og Haraldur Eyjar. í dag kveðjum við að sinni vin okkar, Hrannar G. Haraldsson. í stóran fjölskylduhóp okkar er skarð höggvið. Én margs er að minnast og margt að þakka. Við höfum alltaf litið á Hrannar sem mág okkar því konan hans, Lára systurdóttir okkar, er eins og ein af systkinunum og náin tengsl okkar í milli. Á Ijölskyldusamkom- um var hann hrókur alls fagnaðar, léttur í skapi með glens á vörum og glettni í augum. Börnunum okk- ar leið alltaf vel í návist hans því hann gaf sér góðan tíma til að veita þeim athygli sína, tala við þau og skemmta þeim. Hann sýndi áhuga á öllu sem við kom ijölskyldunni. Tók af alhug þátt í að endurbyggja sumarbú- staðinn okkar sem við deildum öll saman, tiu systkinin með mökum okkar og börnum. Þar naut hann sín og undi sér vel. Margar góðar stundir áttum við þar með honum, Láru og drengjunum. Ávallt þegar elsta systir okkar og tengdamóðir hans kom til lands- ins bjó hún hjá þeim hjónum og var Hrannar óþreytandi við að gera henni allt til geðs. Milli þeirra var óvenju gott samband. Hann var gæddur þeim einstöku hæfileikum að vera alltaf í góðu skapi og að taka lífinu létt. Það var aðalsmerki hans. Við dáðumst að hve einstaklega vel konan hans annaðist hann í veikindunum, hvað þau voru yfír- veguð og æðrulaus, og við gleðj- umst yfir að hann skyldi hafa feng- ið að vera hjá henni og sonum þeirra til hins síðasta, því það var ósk hans — að fá að vera heima. Við systkinin, makar og börn, þökkum Hrannari samfylgdina. Við sjáum hann fyrir okkur, brosandi, með glettnina í augunum og með derhúfuna góðu á höfðinu. Blessuð sé minning hans. Systkinin Vonarstræti 2 og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.