Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. JÚIJ 1995 MORGUNBLAÐIÐ H Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Allt í lagi, þú gáir Nei, ég vissi ekki einu sinni þar og ég gái hér... að þú notaðir augnlinsur... Þrír íþrótta- dagar aldraðra: Sundfimi - Boccia - Ratleikur Frá Þorsteini Einarssyni: FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldr- aðra (FÁÍA) efndi til fyrstu keppn- innar í „Boccia“ á vegum félagsins 7. júní síðastliðinn í íþróttahúsi fatl- aðra við Sigtún. Nutu keppendur vistlegrar aðstöðu. Til keppninnar hafði stjórn íþróttafélags fatlaðra gefið fagran bikar og verðlaunapen- inga. Formaður félagsins er Óskar Jónasson en húsvörður Ásgeir Guð- laugsson. Framkvæmdastjóri íþróttasam- bands fatlaðra Anna K. Vilhjálms- dóttir og Boccíanefnd sambandsins veittu FÁIA aðstoð við undirbúning. Stjómun málsins annaðist Sigríður Kristinsdóttir. Félagsstofnanir aldr- aðra hafa nýlega útvegað sér tæki og hafið æfíngar. Sjö heimili sendu 1-5 lið eða alls 17. Var þetta vor- mót útsláttarkeppni. Lauk mótinu eftir harða keppni. Lið heimilisins við Vitatorg sigraði en í öðru og þriðja sæti urðu lið frá heimilinu í Hraunbæ. Afhendingu verðlauna annaðist varaformaður íþróttafélags fatlaðra Júlíus Arnarson. Áætlunin er að halda haustmót en óráðið er með hvaða sniði. Kaup- þing hefur þegar gefið fagran bikar til þessarar væntanlegu keppni. I gróðurhúsi grasagarðisins í Reykjavík söfnuðust 15. júní nýliðinn saman 75 aldraðir frá félagsmið- stöðvum og utan þeirra til þess að keppa í ratleik sem stjóm Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra hafði boðið til. Veður var hlýtt að mestu þurrt meðan á útivistinni stóð, sem fólst í að leita uppi 10 stöðvar í garð- inum þar sem þátttakendanna biðu verkefni sem þeir skyldu leysa. Allir flokkamir, sjö, fundu stöðvarnar. Til vom þeir sem hlutu 380 stig af 420 mögulegum fyrir ratvísi, þekkingu og flýti. Bókaverðlaun hlutu lið frá félagsmiðstöðvunum að Lönguhlíð og Sléttuvegi. Að lokinni keppninni var notið veitinga, sungið og stiginn dans við harmonikuleik Ernst Fr. Bachmann. _Um nokkurt skeið hefur stjórn FÁÍA efnt til sunddaga og þá einkum í Sundhöll Reykjavíkur. Þátttakend- ur hafa iðkað ofan í laug leikfimi og leiki. Hafa þessar iðkanir notið vinsælda. Emst Bachmann sund- kennari hefur annast alla stjórn iðk- ananna og farist hún vel úr hendi svo að vinsældum hafa sunddagar FÁÍA notið. Sunddagur aldraðra fór fram 1. júní síðastliðinn og nú í Suðurbæjar- laug Hafnarfjarðar. Með aðstoð for- stöðumanns laugarinnar Daníels Pét- urssonar undirbjuggu þau Emst og Elísabet Hannesdóttir sunddaginn. Þátttakan var slík að laugin fylltist af iðkendum, svo kennarinn átti fullt í fangi að koma við æfingu, en virt- ust þeir þó ánægðir með sundleikfim- ina. Hinir öldraðu þáðu veitingar hjá starfsfólki sundstaðarins og stjóm FÁÍA. ÞORSTEINN EINARSSON, varaformaður FÁÍA. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Intemetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Intemetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upp- lýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öraggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðs- ins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að notá a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. 1 € € I I I I I i i i í ( ( ( < ( ( i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.