Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Brúnku dælt með sprautu í húðina EINU sinni fyrir langa löngu réð náttúrulögmálið útliti 3C manna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú bendir H" margt til að hátækniiðnaður- ' *3E inn eigi eftir að koma mikið 3B við sögu við útlitsbreytingar og lagfæringar af ýmsu tagi. Margir eru óánægðir með litar- háttinn og leggja á sig ómælt erfiði til að ná brúnleitum blæ á húðina. Sólböð voru lengi eina úrræðið, en fyrir nokkrum árum komu krem á markaðinn, sem voru gædd þeim eiginleikum að dekkja húðina um stundarsakir. Báðar aðferðimar hafa sína ókosti. Flestir vita um skaðleg áhrif sólbaða og mörgum hættir til að verða eins og gulrót á litinn eftir notkun kremanna. Varanleg brúnka Bandarískir vísindamenn eru nú í óða önn að þróa aðferð til að full- nægja þrá manna eftir dekkri hör- undslit. Aðferðin er fólgin í að dæla melaníni í húðina með spraut- unál. Melanín er litarefni í húð og hári, sem bæði veldur því að húðin dekkist í sól og verndar hana gegn skaðlegum áhrifum hennar. Vegna þessara eiginleika telja vísinda- mennirnir að melanín í sprautu- formi muni vernda húðina enn meira, auk þess sem þeir sem gang- ist undir slíka meðferð fái óskir sín- ar um varanlega brúnku uppfylltar til frambúðar. Hver framtíðin verður í hátækni- þróun fegrunariðnaðarins er ómögulegt um að spá. í breska tímaritinu Maríe Claríe, eru þó at- hyglisverðar vangaveltur um að ef hægt sé að gera litarefnið brúnt hljóti fleiri möguleikar að vera fyrir hendi og hægt væri að láta.litar- hátt manna fylgja tískunni rétt eins og hvað annað. Til dæmis gæti fólk látið sprauta sig dökkappelsínu- rautt og væri í leiðinni að vernda sig gegn skaðlegum geislum sólar- innar. ■ DAGLEGT LÍF Gengið á söguslóðum í Þingholtum og sunnanverðu Skólavörðuholti og hugað að gömlum húsum VIÐ Sjafnargötu 2 í Reykjavík, í hvítu húsi með brotnu þaki, bjó lengi Sæmundur E. Ólafsson fram- kvæmdastjóri kex- verksmiðjunnar Esju. Hann hafði kindur í skúr í garði sínum í óþökk nágranna. Annað og þekktara hús stendur við hlið Menntaskólans í Reykjavík. Það er hvít steinbygging í ný- klassískum stíl. Hún nefnist íþaka og þar Guðjón VIÐ KASjTALA Jýns Olafssonar alþingismanns og er bókasafn skólans. Friðriksson. bankastjóra við Bergstaðastræti eru fögur sírenutré. Bygging safnsins er auðugum Englendingi, Charles Kellsall, að þakka. Þegar Kellsall lést árið 1853 kom öllum á óvart í Ijós ákvæði í erfðaskrá hans um að Latínuskólinn í Reykjavík skyldi fá eitt þúsund sterlingspund til að reisa bókasafnshús. Erfíngj- arnir fóru í mál út af þessu ákvæði en töpuðu. íþaka var því byggð árið 1867 fyrir peninga frá Kell- sall. í Þingholtunum og Skólavörðu- holti úir og grúir af minjum og sögustöðum. í nýútkominni bók sinni, Indæla Reykjavík, lýsir Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur sex skemmtilegum gönguleiðum um hverfið. Hann segir frá áhugaverð- um húsum á leiðinni, meðal ann- ars húsi Sæntundar með kinda- skúrnum og bókasafninu íþöku. Einnig er sagt frá görðum og trjám og sögu mannlífs og menn- ingar við götunar. Sumar byggingarnar eru þekkt- ar og auðfundnar en stundum GUÐJÓN Samúelsson, húsameistari ríkisins, bjó alla ævi á Skóla- vörðustíg 35, í húsi sem faðir hans reisti. þarf að fara í gegnum þröngt húsasund eða gægjast milli tijáa í grónum görðum til að virða fyrir sér falleg og sérstök hús. Myndir eru af mörgum húsanna til að auðvelda göngumönnum að átta sig. Valdimar Sverrisson tók þær. Byggðin sem Guðjón segir frá varð til á rúmum 100 árum. Elst eru timburhúsin ofan við Lækjar- Ágústnámskeið einkatímar og sjálfsnám ÍSLENDINGUR erlendis er oft spurður hvaða mál sé talað á eyjunni uppi í norðri. Þá svarar hann auðvitað íslenska og seg- ^ ir kannski næst að einungis '2 búi fjórðungur úr milljón 25 manns í landinu. Það fínnst 23 þeim sem spyr alveg ótrúlegt °S afbragð að til i#i sé gamalt mál 2S sem svo fáir IAJ tala. Á góðri ■■j stund vill við- komandi helst heimsækja land- ið og læra málið eða að minnsta kosti eignast eina létta kennslubók í íslensku. Framboð nám- skeiða í íslensku fyrir útlendinga er meira á veturna en sumrin og héðan af stendur fátt til boða næstu vikur. Löngu er til dæmis fullt á námskeið Stofnunar Sigurðar Nordals, sem jafnan er haldið í júlí. Valið er á þetta námskeið síðla vetrar og þeir látnir ganga fyrir sem þegar hafa einhver kynni af málinu. Enn er hægt að sækja um ágúst- námskeið fyrir bytjendur hjá Al- þjóðaskrifstofu Háskólans, en skrif- stofan stendur að námskeiðinu ásamt Endurmenntunarstofnun. Það er einkum ætlað fólki sem hyggur á nám við Háskólann í vetur. Al- þjóðaskrifstofan, í samvinnu við skor í íslensku fyrir útlendinga, býður einnig ágústnámskeið fyrir þá sem eitthvað hafa lært í íslensku og vilja komast á annað ár í skorinni. Háskólinn hefur síðan haldið ís- lenskunámskeið í júní fyrir nemend- ur í norrænum fræð- um í grannlöndunum. Af Norðurlöndum koma líka islenskuá- hugamenn í Norræná húsið, sem heldur tvö 2ja vikna námskeið, fyrir byrjendur og lengra komna, seinni hluta júlí. Þetta er fímmta sumarið sem húsið skipuleggur ís- lenskunám fyrir Norð- urlandabúa. Eldri hefð er fyrir svonefndum Norðurkollunám- skeiðum fyrir fólk frá nyrstu héruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Þau eru styrkt af Norrænu félögunum og var hið fyrsta haldið 1978. Ströng sumarnámskeið Öll þessi námskeið eru fullt starf ef svo má segja, en í vetur býður Endurmenntunarstofnun íslensku- nám fyrir útlendinga sem eru í ann- ari vinnu. Það verður tvo eftirmið- daga í viku í 13 vikur. Svipað fyrir- Aðferð páfagauksins er meðal þess sem fleytt getur mönnum áfram í íslensku- námi, þótt ein og sér dugi hún skammt. Þetta námsefni er bæði til á ensku og þýsku og hentar væntanlega vel þeim sem ekki hafa íslending innan seilingar til að leiðbeina um fram- burð. Mun fleiri kennslubækur eru til í íslensku fyrir útlendinga, bæði al- menn rit og sérhæfðari. Málvísinda- stofnun hefur gefið mörg út og ÚTLENDU áhugafólki um íslensku bjóðast fáein sumarnámskeið en mikið úrval bóka til að læra af. komulag verður víðar, hjá náms- flokkum til dæmis og Tómstunda- skólanum, sem raunar heldur nám- skeið í sumar ef nógu margir sækj- ast eftir því. Enn er ógetið um íslenskunám- skeið Ingu Karlsdóttur, á Kirkjubæj- arklaustri og í Rcykjavík: Viku mála- nám og útiwst. Inga var einmitt nýlega stödd á bænum Efri-Vík ná- lægt Klaustri með hóp. Hún hefur kennt útlendingum íslensku í níu ár og býður einnig einkatíma og kennslu eftir því sem hverjum hent- ar. Þeir sem ekki komast á námskeið geta fengið sér kennslubók ætlaða útlendingum og jafnvel snældu. Bók- sölu stúdenta, Máli og menningu og Eymundssyni ber saman um að tvær bækur séu vinsælastar: Icelandic in easy stages eftir Einar Pálsson og bók Bréfaskólans, Icelandic for beg- inners. Vinsælustu bækurnar Fyrrnefnda bókin er í tveim bind- um og kostar hvort kringum 2200 kr. en vinnubók kostar um 1100 kr. Bók Einars var til skamms tíma notuð í íslenskunámskeiðum Háskól- ans fyrir útlendinga. Bréfaskólabók- in kostar um 3000 kr. og snælda sem henni fylgir kringum 1500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.