Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fossar - fallandi Ijói WATERFALLS - poetry in Motipn er heiti á nýrri bók um fossa á ís- landi sem lceland Review hefur sent frá sér. Páll Stefánsson ljósmyndari og Ari Trausti Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur lýsa í máli og mynd- um nokkrum fegurstu fossum lands- ins. Bókin kemur samtímis út á ensku og þýsku. Alls eru myndir af tuttugu og fjórum fossum í bókinni. Bókin er í sams konar broti og aðrar ferðamannahandbækur Ice- land Review í þessum flokki Iceland Souvenir Albums. Þýska þýðingin er unnin af Gudrun M. Kloes. Bókin kostar 797 kr. með vask. ■ FERÐALÖG VIÐ VORUM mun fljót.ari að aka frá Ziirich til Konstanz en við höfð- um gert ráð fyrir, aðeins 45 mínút- ur. Umferðin var ekki mikil þrátt fyrir að páskafrí væri að hefjast, enda lá straumurinn væntanlega frekar til skíðasvæðanna. Konstanz er 75.000 manna bær í Þýska- landi en landamæri Sviss og Þýskalands liggja svo að segja við borgarmörkin. Tilvalið er að eyða degi í göngu- ferðir innan um öll gömlu húsin og skoða mannlífið. Á upplýs- ingamiðstöðinni (i) höfðum við fengið bækling þar sem saga 100 helstu húsanna var rakin. Kom þar í ljós að elsta húsið í einka- eign, sem getið er um í sögu bæjarins, er frá 1176. Fæðingarbaer Zeppelins Konstanz-búar eru stoltir af því að braut- ryðjandi loftfara, Ferdinand von Zeppelin greifi fæddist þar 1838. Hefur honum verið reist minnismerki við höfn- ina og í gömlu útflúr- uðu húsi ber veitinga- staður nafn hans, Graf Zeppelin. Óhætt er að mæla með máltíð þar, því maturinn reyndist frábær og ekki dýrari en gengur og gerist Við ákváðum að hafa aðsetur í Konstanz en fara síðan í dagsferðir um næsta nágrenni. Við byrjuðum á að taka bílfeiju yfir til Meersburg og tók siglingin aðeins tíu mínútur. Veðrið var heldur svalt yfir páskana og engu líkara en það væri íslenskur vindur sem næddi um úlpuklædda skrokkana. Meersburg er áhugaverð Meersburg ætti enginn að láta framhjá sér fara, sem hefur yndi af gömlúm húsum, þröngum götum og sem liggur á nesi eða eyju. Við höfn- ina var heilmikið götulíf, enda fjöldi veitingahúsa og kaffistaða til að velja úr, þrátt fyrir að við værum þar á föstudaginn langa. Þama voru lista- mann að teikna helgimyndir á gang- stéttina og tónlistarfólk spilaði á göt- um úti. Skömmu eftir að við yfirgáfum Lindau vorum við komin að austurrísku landamærunum. Þar var strax öðruvísi um að litast og tilfinningin fyrir bændasamfélaginu varð sterkari. Lentum við oftar en einu sinni á eftir hæg- fara dráttarvélum, en héldum stóískri ró þvert ofan í það sem eflaust hefði gerst hér á landi. Undarlegt hvemig maður skiptir um gír þegar komið er út fyrir landsteinana! | Ekki vomm við búin aðjí keyra nema skamma; stund þegar við komum að svissnesku landa- mæmnum og keyrðum við í Sviss meðfram vatninu, þar til við komum að Konstanz aftur. Lítil kirkjusaga Á rölti okkar um Konst- anz á laugardeginum kom- um við meðal annars inn í eina af mörgum kirkjum bæjarins, Kirkju heilagrar þrenningar. Ókkur fýsti að vita hvenær messa yrði um kvöldið og hittum þar fyrir, að því er við héldum, organistann, sem var meira en fús að gefa okk- ur upplýsar. Hann spjallaði lengi, hló mikið og hátt og spurðist fyrir um land og þjóð. Þegar við komum í kirkjuna um kvöldið sáum við að sá sem við tók- um fyrir organistann var presturinn. Hann tók það fram í upphafi að í kirkjunni væru staddir íslenskir gestir, sem hann óskaði alls hins besta um páskana. í lok messunar var boðið til páskafagnaðar og enn tók presturinn fram að íslendingarn- ir væru sérstaklega velkomnir. litlum verslunum. Það er eins og að stíga inn í ævintýrabók að ganga um bæinn, sem er lítill og vinalegur. Við höfnina er fjöldi kaffihúsa og veitingastaða, þar sem notalegt er að tylla sér um leið og hlustað er á gargandi mávinn og fylgst með álft- Morgunblaðið/Hildur RÁÐHÚSIÐ í Stein am Rhein, sem er frá 1540, gefur hugmynd um stemmninguna í bænum. unum lyfta sér tígulega til flugs. Þeir sem hafa sjómannsblóð í æðum geta leigt litla báta og siglt um höfn- ina. Á brattann er hins vegar að sækja þegar komast á upp að kast- alanum þar sem útsýni yfir Bod- ensee er óviðjafnanlegt. Smábærinn Llndau Eftir að hafa fengið nægju okkar í Meersburg héldum við áfram með- fram vatninu til suðvesturs og stopp- uðum í Lindau, litlum ferðamannabæ Við Bodensee Emirates styrkir fegurOarkeppni FLUGFÉLAG Dubai, hið margverð- launaða og lofaða Emirates, verður styrktarfélag Miss World- fegurðar- keppninnar sem verður í Suður-Afr- íku í nóvember n.k. Margir hafa látið í ljósi undrun með þessa ákvörðun einkum af tveimur ástæðum; Emirates er arabískt flugfélag og fram til þessa hafa arabískar stúlkur verið fáséðar í fegurðarkeppnum vegna hefða og siðveiyA sem ríkja í mörgum landa þeirra. I öðru lagi var Suður-Afríka lengst af á bann- lista Arabaríkja til jafns við ísrael en með nýjum stjórnarháttum hefur þetta breyst. Talsmaður Emirates segir stuðn- ing við keppnina í hæsta máta eðli- legan og hið ánægjulegasta mál, þetta muni gera hvort tveggja í senn, vekja áhuga og at- hygli á flugfélaginu og fegurðarkeppninni. Þá hafi Emirates stutt dyggilega ýmiskonar íþróttaviðburði og hafí verið einróma sam- þykkt í stjóm þess að fegurðarkeppnin væri verðugt viðfangsefni nú. Þátttakendur og skipuleggjendur og gestir munu þar af leiðandi í lang- mestum mæli fljúga með féiaginu til Suður-Afríku þegar þar að kem- ur. Emirates flýgur nú tvisvar í viku til Jóhannesarborgar. ■ Hvað er klukkan hjá þeim? Aruba -4 Azoreseyjar -1 Bahrein +3 Benin +1 Caymaneyjar -5 Kamerún +1 Djibuti +3 El Salvador -6 Franska Guiana -4 Franska Pólýnesía -10 Gíbraltar +1 Hondúras -6 Hong Kong +8 írak +3 Jamaíka -5 Japan +9 Macao +8 Malaví +2 Marokkó 0 Nepal +5,30 Panama -5 Perú -3 Salómonseyjar -11 Sierra Leone O Sómalía +3 Uruguay -3 Zambía +2 Að sauma minningar EINN daginn í svartasta skamm- deginu datt mér í hug að það gæti verið gaman að sauma ferða- minningar ekki síður en skrifa þær eða geyma þær í sálinni. Þó ég hefði varla snert nái og spotta árum saman, nema í mesta lagi til að festa tölu, fann ég að nú var saumatíminn að renna upp. Inni í skápum lágu krumpnir og slitnir „ti-sjört“-bolir sem ég hafði keypt á ferðalögum víðs vegar. Fyrst keypti ég svona boli handa krökkunum mínum, áður en við var litið kom röðin að ömmubörnunum. Svo sá ég að þeir eru hið mesta þing til að nota á ferðalögum eða heima á kvöldin. Fyrir utan að vera oft fallegir. Þá fór ég að kaupa „ti- sjört“ handa mér líka. En nú var búnkinn orðinn of fyrirferðarmikill. Svona er að kasta aldrei neinu, sagði ég við heimilisköttinn og lagði af stað með staflann út í tunnu. Köttur- inn æmti hvorki né skræmti. Við tunnuna tíndi ég fyrst upp „ti- sjörtið" með Arafat. Ég sá í hendi mér að það væri verðmætur grip- ur og lagði það til hliðar. Svo hlýnaði mér um hjartarætur þeg- ar varð fyrir mér bolur frá skák- einvíginu milli Kasparovs og Karpovs í London 1986. Ég beið með að henda honum. Og svona koll af kolli. Það endaði auðvitað með því að ég hrúgaði þeim aftur inn í skáp. Kötturinn kinkaði skilningsríkur kolli og nýálmaði í viðurkenningarskyni. Af því skammdegið er mér inn- blásturstími fékk ég sem sé þessa hugmynd að sauma eitthvað úr bolunum. Púðar voru nægir, ekk- ert pláss fyrir veggteppi. En viti menn; rúmteppið var lúið og slit- ið. Þar með var lausnin komin. Að klippa myndirnir út og gera bútateppi úr bolunum. Að vísu hafði ég aldrei spreytt mig á þeim vettvangi, en það var þá löngu tímabært. Ég átti heldur ekki saumavél og hafði ekki græna glóru hvernig ég ætti að bera mig að. Ráðist til atlögu meö hoilráö og lánssaumavél Að fengnum hollráðum hjá tveimur listfengum vinkonum og lánssaumavél frá annarri hófst ég handa. Ég reif gamlan ferða- kjól og pils í ræmur, keypti „flís- elín“ til að efnið rynni ekki til og frá og út á hlið. Þræddi og mældi og fann að það eina erfiða var að láta ekki óþolinmæðina ráða för. Nokkrum sinnum var ég komin á fremsta hlunn með að fela þetta bara inn í skáp. Gera þetta ein- hvern tímann seinna, en í aðra röndina var nú gaman að þessu. Smám saman lækkaði „ti-sjört“- staflinn og inni í kústaskáp bætt- ust við þessar prýðilegu borð- tuskur. Áður en yfir lauk þurfti ég að sníkja „ti-sjört“ hjá ömmu- börnunum til að koma saman teppinu. Þénanlegt batikklæði frá Mós- ambik varð að undirlagi. Ef ég skyldi komast í of mikið uppnám að horfa á allar þessar minningar sný ég teppinu við og grænt og róandi teppi og allt öðruvísi blas- ir við mér. Vinkonur mfnar viðurkenna að þær hafi séð betur gert búta- teppi. Aftur á móti sé það með þeim hressilegri og afar óhefð- bundið. „Ekki vissi ég þú værir svona nýtin,“ sagði mamma. Ég er hvorki nýtin né hagsýn svo orð sé á gerandi. En mér þykir vænt um minningar. ■ Jóhanna Krístjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.