Morgunblaðið - 07.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.1995, Qupperneq 1
WIMBLEDON: GRAF OG SANCHEZ VICARIO SPILA TIL ÚRSLITA í KVENNAFLOKKI / C4 1995 FÖSTUDAGUR 7. JULI BLAÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Skagamenn að stinga af ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga eru að stinga af í 1. deild karla í knattspyrnu. Þeir sigruðu Framara 3:0 á Akranesi í gærkvöldi, þrátt fyrir að Sigurður Jónsson væri ekki með. Hann var í leikbanni, en sigur meistaranna var öruggur þó hans nyti ekki við. Meistararnir hafa nú níu stiga forystu eftir sjö umferðir; hafa sigrað í öllum leikjum sínum og eru með 21 stig, Leiftur er í öðru sæti með 12 og KR í þriðja sæti, einnig með 12 en lakari markatölu. Á myndinni fagna Akurnesingar fyrsta marki leiksins gegn Fram í gær — frá vinstri Kári Steinn Reynisson, Stefán Þórðarson (4), Ólafur Þórðarson, sem skoraði og Alexander Högnason. I öðrum leikjum urðu úrslit þessi: Valur — Grindavík 0:3, Breiðablik — Leiftur 1:2 og ÍBV — KR 1:0. ■ Leikirnir í gær / C2 Snýr „Magic“ Johnson aftur? „FORRÁÐAMENN Lakers hafa farið þess á leit við mig að ég komi fram á ný sem leikmaður með liðinu,“ sagði Earvin „Magic“ Johnson, ein skær- asta stjarna NBA deildarinnar fyrr og síðar. „Þetta mál er enn á umræðustigi og við verðum að hinkra við og sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér,“ bætti kappinn við í samtali við dagblað á Hawai í vikunni, en þar dvelur hann nú um stundir. Allt frá því „Magic" lagði skóna á hilluna haust- ið 1991 hefur öðru hverju kviknað orðrómur þess efnis að hann væri væntanlegur í NBA keppnina að nýju, en ekkert meira gerst. Reyndar var hann þjálfari LA Lakers hluta úr úr tímabilinu 1993 -’94, en hætti þá um vorið. Nú bendir margt til þess að meiri alvara sé á bak við vangaveltur „Magic“ í þetta skiptið en áður og goðið, sem verður 36 ára í næsta mánuði, leiki að nýju með LA Lakers þeg- ar keppni hefst á hausti komanda. Jafnframt hefur hann látið hafa eftir sér að hann langi til að leika • með bandaríska landsliðinu á Olympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. „Ég held að Magic hafi nagað sig í handarbökin vegna ákvörðunar sinnar fyir tæpum fjórum árum,“ segir f ranikvæmdastj ór i LA Lakers, Jerry West. „Mögulcikinn er fyrir hendi að hann dragi fram skóna að nýju og ég vildi gjarnan fá svar frá hon- um af eða á mjög fljótlega til þess að við getum farið að skipuleggja næsta keppnistimabil," bætti hann við. Verði af því að Magic Johnson taki fram skóna- að nýju og leiki í NBA deildinni er hann tilneyddur til að selja lítinn hlut sem hann á í Lakersliðinu og hann eignaðist fyrir tveimur árum síðan. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil lyftistöng það yrði fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum ef þessi stórkostlegi leikmaður snéri aftur til keppni í NBA deildinni. Á þeim tólf árum sem hann lék þar varð hann fimm sinnum meistari með Lakers og þrisvar sinnum valinn leikmaður ársins. Á þessum tíma átti hann m.a. met í fjölda stoðsendinga, 9.921 sem var met í deildinni þar til í vetur að John Stockton sló því við. Sigurjón endaði vel vestanhafs SIGURJÓN Arnarsson kylfingur úr GR stóð sig vel á síðasta móti sínu að sinni í Tommy Armour inóta- röðinni í Bandaríkjunum. Sigurjón lék Grenelefe South völlinn, sem er par 71 og SSS 73, á 70 högg- um, einu undir pari og varð í 7. sæti af 48 keppend- um en mótið vannst á 67 höggum. Sigurjón, sem hefur dvalið við keppni og æfing- ar í Bandaríkjunum í hálft ár, er á heimleið en hyggst reyna fyrir sér enn frekar á atvinnumanna- motum næsta haust ef hann fær tækifæri til. Hann hefur verið að leika frábært golf undanfarna mán- uði og væri gaman að sjá hvernig honum myndi ganga næsta vetur fái hann tækifæri til að hakla áfram þar sem frá var horfið. ísland með á HMíkeilu ÍSLENSKA landsliðið í keilu hefur verið valið til þátttöku á IIM sem hefst í Reno, Nevada í Banda- ríkjunum 10. júlí. Liðið er þannig skipað: Ásgeir Þór Þórðarson, IR, Ásgrímur Helgi Einarsson, KFR, Björn Guðgeir Sigurðsson, KR, Halldór Ragn- ar Halldórsson, IR, Kristján Sigurjónsson, KR og Valgeir Guðbjartsson. Með landsliðinu fara þeir Haraldur Sigursteinsson, formaður keilusainbands- ins og Halldór Bragi Sigurðsson, landsliðsþjálfari. Á mótinu keppa íslendingarnir í einstaklings, tveggja, þriggja og fimm manna liðum. Þetta er i fyrsta skipti sem Island sendir fullskipað lið til keppni á heimsmeistaramót í keilu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.