Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4
toám FOLX TENNIS Ný drottning verður krýnd á Wimbledon Reuter Steffi Graf og Arantxa Sanches Vicario mætast í úrslitum SPÁNSKA stúlkan Conchita Mart- inez tapaði fyrir löndu sinni, Ar- antxa Sanchez Vicario, 6-3 6-7 (5-7) 6-1, í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í gær. Ljóst er að ný drottning verður krýnd, þar sem Martinez varð sigurvegarinn í fyrra — vann þá Martinu Navrat- ilovu í úrslitum með tveimur hrin- um gegn einni. Vicario mætir Steffi Graf í úrslitum á morgun. Graf, sem er númer eitt á heims- styrkleikalistanum, vann Novotna 5-7 6-4 6-2 í undanúrslitum. Graf sagði eftir leikinn, að hún hafði fengið það á tilfinninguna í byijun annarar hrinu, að hún væri að tapa — að hún yrði að bíða enn eitt árið eftir að komast í úrslit. „Þetta var ekki góð tilfinning, en það fór aftur á móti sælitilfmning um mig í þriðju hrinunni, þegar ég vissi að sigurinn yrði minn,“ sagði Graf. Þess má geta að Graf vann Arantxa Sanchez Vicario í úrslitaleik opna franska meistaramótinu í byijun júní með tveimur hrinum gegn einni. Á stóru myndinni fagnar Sanches Vicario eftir að sigur hennar var í höfn í gær og á þeirri minni er meistarinn frá því í fyrra, Conchita Martinez, hnugginn meðan á leiknum stóð — var líklega ljóst hvert stefndi. hém FOLK Gylfi Birgisson KNATTSPYRNA Ferguson segir Ince hafa stefnt til Inter ■ GYLFI Birgisson handknatt- leiksmaður frá Vestmannaeyjum, sem lék með Fylki í fyrravetur, er ákveðinn í að ganga til liðs við Vík- ing fyrir næsta vetur. ■ STEINDÓRA Steinsdóttir, markvörður 1. deildar liðs Skaga- stúlkna, meiddist í leik gegn Breiðabiiki á þriðjudaginn og verð- ur frá í að minnsta kosti einn mánuð. ■ ÍSLENSKU handknattleiksdóm- ararnir Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson hafa verið til- nefndir af Manfred Prause for- manni dómaranefndar IHF til að dæma í fyrstu alþjóðlegu handknatt- leikskeppninni sem fram fer í Du- blin á Irlandi 8. og 9. júlí. Þeir munu jafnframt dómararstörfum vera með námskeið fyrir ritara og tímaverði. ■ DON Neison hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska körfuknattleiksl- iðsins New York Knicks sem er eitt það besta í NBA-deildinni. ■ NELSON er 55 ára og hefur þrívegis verið kjörinn þjálfari ársins í NBA. Hann hefur þjálfað í 18 ár i deildinni, hjá Milwaukee Bucks og Golden State Warriors og sam- tals stýrt liðunum í 817 sigurleikjum en 604 sinnum tapað. Nelson var yfirþjálfari bandaríska landsliðsins — Draumaliðs 2 — er það varð heimsmeistari í fyrra. ■ SPÆNSKU kylfingarnir Jose Maria Olazabal og Constantino Rocca treysta sér ekki til að taka þátt í opna írska mótinu sem hefst í vikunni á Mount Juliet vellinum. Olazabal vegna meiðsla á hægri fæti og telur hann betra að hvíla til og verða góður fyrir opna breska mótið á St. Andrews eftir tvær vik- ur. Rocca hefur átt við meiðsli í öxl að stríða. Greg Norman, Bernhard Langer, Seve Ballesteros og Craig Stadler ætla allir að spila á mótinu í írlandi. ■ MONICA Seles, tennisstjarnan sem stungin var í bakið af áhorf- anda í apríl 1993 og hefur ekki spil- að síðan, mun spila sinn fyrsta leik eftir árásina í lok júlí. Það verður sýningarleikur gegn Martinu Navr- atilovu í Atlanta í Bandarikjunum. ALEX Ferguson framkvæmda- sljóri Manchester United hefur legið undir ámæli frá stuðnings- mönnum félagsins vegna þess að hann leyfði Paul Ince að yfirgefa herbúðir félagsins og ganga ít- alska félaginu Inter Milan á hönd. En nú hefur Ferguson fengið sig fulisaddan og sagði í gær að Paul Ince hefði verið fyr- ir nokkru síðan lagt á ráðin um að yfirgefa Manchester liðið og fara til Inter. Að því hafi Ince verið að vinna að undanfarnar mánuði áður en það varð opin- bert að hann væri á leiðinni suð- ur á bóginn. „Það er staðreynd að áður en keppnistímablilinu lauk í vor hafði Ince sett sig í samband við Inter og lýst yfir áhuga sínum að ganga í raðir þeirra," sagði Ferguson. „Hann lýsti því yfir við nokkra starfsmenn félagsins fyrir úrslitaleikinn við Everton í bikarkeppninni yrði síðasti leik- ur hans fyrir félagið," bætti Ferguson við og svaraði þar einn- ig fyrir þann orðróm sem í gangi hefur verið að Ince hafi beinlínis verið neyddur frá félagið. „Eg vonaði fram í lengstu lög að það ætti sér ekki stoð í raunveruleik- anum að Ince vildi fara frá okk- ur, en því miður þá var það satt,“ sagði Ferguson ennfremur. Alex Ferguson sagði jafnframt í viðtali við dagblaðið Daily Mirr- or að hann vildi gjarnan vera hjá Manchester liðinu fram yfir alda- mót.„ Þegar þú hefur einu sinni gengið til liðs við þetta félag, þá er ekki hægt asð hætta, lífið hér verður að fíkn. Ég hef ekki tapað hungrinu eftir sigri og geri það væntalega aldrei því mér er sigur í blóð borinn,“ sagði Alex Fergu- son, framkvæmdasljóri Manc- hester United nýkominn úr vel heppnuðu sumarleyfi. ■ MANCHESTER United er til- búið að borga Tottenham 5 millj. punda fyrir enska landsliðsútheij- ann Darren Anderton, en forráða- menn Lundúnaliðsins segja að hann sé ekki til sölu. Man. Utd, vill láta úkraínska landsliðsmanninn Andrei Kanchelskis í skiptum ef af verður. ■ BILL Fotherby stjórnarformað- ur Leeds hélt í gær áleiðis til Parma á Italíu. Tilgangurinn með ferðinni er að reyna að festa kaup á kólumb- íska leikmanninum Faustino Asp- rilla sem mjög gjarnan vill yfir gefa ítalska liðið og er sagður falur fyr- ir um 300 milljónir króna. ■ LEICESTER festi í gær kaup á ástralska markverðinum Zeljko Kalac frá Syndey United fyrir 77 milljónir króna. Er þetta hæsta upp- hæð sem greidd hefur verið fyrir ástralskan knattspyrnumann. Kalac er 22 ára hefur leikið 13 landsleiki fyrir Ástralíu. ■ IVAN Golac fyrrum fram- kvæmdastjóri skoska liðsins Dundee United er einn þeirra sem örðaður er við framkvæmdastjóra- stól hjá Southampton. Golac var einnig orðaður við starfið árið 1991, en ekkert varð úr því þá og fór hann þá til Dundee Utd. í Skot- landi, þar sem hann var stjóri í þijú ár. ■ GOLAC lék með Southampton á áttunda áratugnum eftir að þáver- andi framkvæmdastjóri félagsins Lawrie McMenemy festi kaup á honum frá Rauðu Sljörnunni í Belgrad. ■ RUSSEL Osman, annar fyrrum leikmaður Southampton, hefur einnig verið nefndur sem væntan- legur eftirmaður Alans Balls hjá félaginu. ■ RONNIE Wheian, fyrrum fyrir- liði Liverpool, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Southend Un- ited. Hann mun jafnframt leika með liðinu. ■ SÆNSKI landsliðsmiðhetjinn Kennet Andersson gekk í gær til liðs við ítalska liðið Bari, sem keypti hann frá franska liðinu Caen. ■ AUSTURRÍSKA félagið Rapíd Vín hefur gert tveggja ára samning við búlgarska knattspyrnumanninn Trifon Ivanov frá CSKA Sofia. Ivanov var í HM liði Búlgaríu í fyrrasumar. ■ ÞÁ ER annar leikmaður CSKA á förum til Austurríkis. Það er Pet- er Mihtarski sem er á förum til meistaraliðsins Salburg. ■ BILL Cartwright körfuknatt- leiksmaður sem m.a. varð þrisvar sinnum NBA meistari með Chicago hefur nú lagt skóna á hilluna eftir 16 ára feril sem leikmaður í NBA deildinni. Cartwright lék síðustu árin með Seattle Supersonics hefur verið ráðinn umsjónarmaður með unglingastarfi hjá félaginu jafn- framt því að hafa augu hjá sér með nýjum leikmönnum. ■ Á 16 ára ferli sínum i NBA deild- inni skoraði Cartwright, er stór og stæðilegur miðheiji, tæplega sextán þúsund stig og tók rúmlega 6 þús- und fráköst. ■ ALÞJÓÐA fijálsíþróttasam- bandið hefur neitað beiðni frá- bandariska spretthlauparanum Michael Johnsson þess efnis að tímasetningum 200 og 400 m hlaupsins á Ólympíuleikunum í Atl- anta á næsta ári verði breytt. ■ JOHNSON vill keppa í báðum greinum og fór þess að á leit við sambandið að tímasetningum millir- iðla 200 m hlaupsins verði hnikað til, en aðeins eiga að líða tveir klukkutímar og fjörutíu mínútur á milli milliriðla í 200 m hlaupi og úrslitahlaupsins í 400 m hlaupi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.