Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK C/D 152. TBL. 83.ÁRG. LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spillingar- dómur á Italíu De Mich- elis fékk fjögur ár Róm. Reuter. GIANNI de Michelis, fyrrver- andi utanríkisráðherra Ítalíu, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í gær vegna spillingar. De Michelis var mjög áber- andi í emb- ætti, ekki síst vegna hár- prýði, um- fangsmikils vaxtarlags og áhuga á diskódansi. De Michelis, sem var ráð- herra sósíalista 1990 til 1992, var dæmdur ásamt Carlo Bemini, fyrrum samgönguráð- herra Kristilega demókrata- flokksins sáluga, fyrir að fal- bjóða stuðning sinn við lagn- ingu hraðbrautar í héraðinu Veneto í norðausturhluta ítal- íu. Bernini var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Sakaður um mútuþægni De Michelis var sakaður um að bijóta lög um fjármögnun á starfsemi stjórnmálaflokka og þiggja 840 milljónir líra (um 30 milljónir ÍSK) í mútur. Hann vísar þessum ásökun- um á bug. Þess er vænst að hann muni áfrýja og á meðan mun hann ekki þurfa að gista fangageymslur. Spillingarmálum linnir ekki á Ítalíu. Fyrr í vikunni vom fýrirskipuð réttarhöld í máli helstu tískufrömuða landsins, þeirra á meðal Giorgios Ar- manis, og á þriðjudag var frestað fram í september ákvörðun um það hvort Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- seta, verði stefnt vegna spill- ingar í kringum íjölmiðlafyr- irtæki sitt, Fininvest. Reuter Skotið á þyrlu Bildts í Bosníu Króatar hyggjast tryggja birgðaleið til Sarajevo Sarajevo, Zagreb. Reuter. BOSNÍU-Serbar skutu sprengjum að þyrlu Carls Bildts, sáttasemjara Evrópusambandsins í Bosníu, skömmu áður en henni var flogið frá flugvelii smábæjar skammt frá Sarajevo í gær. Króatar lýstu því yfir í gær að umsátrinu um Sarajevo yrði aflétt á næstu tveim- ur til þremur mánuðum og þá yrði hægt að tryggja birgðaleið inn í borgina. Bildt sakaði ekki í árásinni og hélt hann til Belgrad til viðræðna við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, í því skyni að fá hann til að þrýsta á Bosníu-Serba um að samþykkja friðaráætlun stórveld- anna. Filip Filipovic, herstjórnandi í sameinlegum stöðvum Króata og múhameðstrúarmanna, sagði að birgðaleið til Sarajevo yrði opnuð annað hvort með valdi eða hjálp Sameinuðu þjóðanna og Serbar myndu ekki geta lokað henni að vild. Mannréttindi í molum Tadeusz Mazowiecki, fyrrum forsætisráðherra Póllands, dró upp dökka mynd af mannréttinda- ástandinu á átakasvæðum fyrrver- andi Júgóslavíu í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í gær. Sagði hann að bæði Króatar og Serbar hefðu gerst brotlegir á undanförnum mánuðum. Króatar hefðu meðal annars myrt almenna borgara á svæði, sem er á valdi Serba. Serbar bæru hins vegar ábyrgð á því að staða múhameðstrúar- manna og Króata hefði versnað í Banja Luka og árásir á almenna borgara í Sarajevo, þar á meðal börn, hefðu færst í vöxt. Lagði hann til að leyniskyttur yrðu dregnar fyrir rétt vegna „mannúð- arbrota". ■ SÞ íhugi/18 Urslita- leikur end- urtekinn Heimsmeistaralið Þjóðverja frá árinu 1974 atti í gær kappi við lið Hollendinga, sem lék á móti þeim úrslitaleikinn á sínum tíma. Hér sjást Franz Beckenbauer, fyrirliði þýska liðsins, og Johan Neeskens, fyrirliði þess hol- lenska, takast í hendur fyrir leik- inn. Þjóðverjar imnu 2-1 á sínum tíma, en Hollendingarnir höfðu greinilega fundið nýja leikaðferð á þeim rúmlega 20 árum, sem síðan eru liðin, því að í vináttu- leiknum í gærkvöldi unnu þeir með sömu tölum. Reuter Morð varpa skugga á við- ræðurnar um Tsietsimu Grozní. Reuter. Menn í rússneskum herklædum sagdir hafa myrt sjö manna fjölskyldu VIÐ LÁ að Tsjetsjenar hættu í gær viðræðum við Rússa um framtíð Tsjetsjeníu þegar sjö manna fjöl- skylda var myrt í úthverfi Grozní. Usman Imajev, aðalsamningamað- ur Tsjetsjena, hafði lýst yfir því að viðræðum yrði ekki haldið áfram fyrr en morðingjarnir næð- ust, en seint í gærkvöldi barst sú frétt frá Interfax að sest yrði við samningaborðið í dag eftir að hald- in hefði verið minningarathöfn um fjölskylduna. Rússneski herinn kveðst ekki hafa átt þátt í morðunum Imajev sagði að menn í rússneskum her- klæðum hefðu framið morðin snemma í gærmorgun. Imajev tilkynnti að viðræðunum hefði verið slitið á vörubílspalli fyrir utan höfuðstöðvar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSE), sem hefur milligöngu um viðræðurnar. „Hvers tsjetsjensks blóðdropa verður hefnt,“ sagði hann og hélt á líki tveggja ára stúlku, sem hann sagði að hefði verið meðal fórnarlambanna. „Styrkur þeirra skiptir engu, þeir munu aldrei sigra tsjetsjensku þjóðina," sagði Imajev og mann- fjöldinn fyrir utan fundarstaðinn kyrjaði „Tsjetsjnía, Tsjetsjnía!" Ekki var greint frá því hvers vegna Imajev hefði séð sig um hönd. Mikið ber enn á milli í við- ræðunum. Tsjetsjenar vilja sjálf- stæði, en Rússar hafa aðeins boðið sjálfstjórn í ákveðnum málum. Rússar hafa haldið því fram frá því að sjálfstæðisbarátta Tsjetsj- ena hófst að þeir hafi engan rétt til aðskilnaðar. Eini árangur við- ræðnanna til þessa er ótraust vopnahlé og bráðabirgðasam- komulag um að rússneski herinn hverfi á braut. Rússar sögðu í gær að mikil spenna ríkti í Tsjetsjníu og tsjetsj- enskir skæruliðar hefðu í fyrrinótt skotið á rússneska hermenn. Flýja flóð Peking. Reuter. 1200 manns hafa nú látið lífið í sumarflóðunum í Kína og 26.000 slasast. Embættismenn segja að gífurleg eyðilegging hafi átt sér stað í tíu héruðum. Talið er að tjónið nemi 4,4 milljörðum Bandaríkjadollara og að hundrað milljónir manna, eða einn tólfti hluti þjóðarinnar, hafi orðið fyrir tjóni. Rigningarnar hafa staðið linnulítið síðan í maí. Veðurfræð- ingar spá mestu flóðum í Kína á þessari öld vegna þess að hlýn- andi veðurfar í heiminum hafi brætt snjóa á hásléttunni við upptök árinnar Yangtze. Neðar- lega í henni hefur yfirborð hækk- að verulega. Því er talið hætt við að stíflur, sem hafa verndað bændur svo öldum skiptir, bresti. Á myndinni sjást bændur í Hun- an-héraði flýja heimili sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.