Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinberri heimsókn Davíðs, Oddssonar til Namibíu lokið Stefnt að því að auka samvinnu landanna Atvinnuleysis- tryggingasjóður Ný stjórn skipuð SEINASTA tilnefning í stjóm At- vinnuleysistryggingasjóðs var gerð á fimmtudag, en fyrsti fund- ur stjórnar er áformaður 17. júlí nk. Berglind Ásgeirsdóttir ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu kveðst búast við að ráðherra muni skipa formann og varaform- ann stjómar eftir helgi. í stjómina eru kosnir af Alþingi Helgi Steinar Karlsson, Lára V. Júlíusdóttir, Þórður Ólafsson og Einar Oddur Kristjánsson. Til- nefndir af ASÍ em Guðmundur Þ. Jónsson og Ragnar Bergmann, frá BHMR er Páll Halldórsson, Sigríður Kristinsdóttir frá BSRB, Ólafur Hjálmarsson frá fjármála- ráðuneytinu, Sigríður Stefánsdótt- ir frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga og Jón H. Magnússon frá VSI. Átaksverkefni fyrir 209 miiy. Fráfarandi stjóm sjóðsins sam- þykkti frá áramótum til dagsins í dag styrki til átaksverkefna að heildarfjárhæð rúmlega 209 millj- ónir króna. Leiðtogar Namibíu og íslands vilja leita leiða til að auka þróunarsam- — vinnu landanna. Omar Fríðriksson hefur fylgst með opinberri heimsókn Davíðs Odds- sonar, OPINBERRI heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans, Ástríðar Thorarensen, til Namibíu lauk í gær. Forsætisráðherra hélt móttöku fyrir ráðherra í ríkisstjóm Namibíu, þingmenn, sendiherra og fulltrúa úr viðskiptalífinu á Kalahari Sands hótelinu í höfuðborginni Windhoeg. í ávarpi í móttökunni sagðist Davíð Oddsson vona að heimsóknin leiddi af sér aukin samskipti ríkjanna. Síðdegis í gær var svo haldinn fréttamannafundur með forsætis- ráðherrum beggja landanna, þar sem gefín var út sameiginleg yfir- lýsing. Aðstoð við uppsetningu geislalækningatækis Þar lýsa ráðherramir yfir mikilli ánægju með samvinnu landanna og fram kemur að Sam Nujoma, forseti Namibíu, hafi lýst yfír mikilli ánægju með þá tæknilegu aðstoð sem stjómvöld á íslandi hafa veitt Namibíu í sjávarútvegsmálum á vegum Þróunarsamvinnustofnunar. Heimsókn Daviðs Oddssonar for- sætisráðherra til Namibíu hefur vakið athygli og henni hafa verið gerð ítarleg skil í fjölmiðlum þar. Ógerlegt hefur á hinn bóginn reynst að afla mynda frá heim- sókninni og kemur það til af þvi að búnaður til að senda síma- í viðræðunum við íslendinga ósk- uðu Namibíumenn eftir aðstoð ís- lendinga við uppsetningu geisla- lækningatækis gegn krabbameini, en Namibíumenn hafa fengið tæki frá Alþjóða kjarnorkumálastofnun- inni. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tók þessari ósk vel og er gert ráð fyrir að um verði að ræða sam- vinnuverkerfí á milli Ríkisspítal- anna, Þróunarsamvinnustofnunar íslands og Namibíumanna, sem munu leggja starfsmönnum til hús- næði og þess háttar. Namibíumenn óskuðu eftir þremur sérfræðingum myndir er nánast óþekktur í landinu. Haft er fyrir satt að eitt slíkt tæki sé til í höfuðborginni en umsjónarmaður þess mun hafa dvalist fjarri mannabyggð- um undanfarna daga. Starfsemi erlendra fréttastofa í Namibíu er og í algjöru lágmarki. frá íslandi og er rætt um að sendir verði röntgentæknir, læknir og eðl- isfræðingur. Er búist við að gengið verði frá þessu máli síðar á þessu ári og starfsmenn farí út í byijun næsta árs. Leiðtogamir urðu sammála um að leita leiða til að auka og styrkja þróunarsamvinnu milli Íslands og Namibíu á öðrum sviðum, svo sem í mennta- og heilbrigðismálum. Undirstrikuðu þeir þörfina á því að færa áherslurnar frá hefðbundinni þróunaraðstoð yfír í viðskipti, fjár- festingu og fyrirtækjasamstarf. Samkomulag varð um að ísland myndi halda áfram stuðningi við þjálfun og menntun í Namibíu og styðja hafrannsóknarstofnunina í Swakopmund. Að fréttamannafundinum lokn- um héldu forsætisráðherrahjónin og íslenska sendinefndin á alþjóða- flugvöllinn í Windhoeg, þar sem haldin var kveðjuathöfn. Þar með lauk fjögurra daga heimsókn for- sætisráðherra til Namibíu. Myndir ófáanlegar Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir sjaldan þurfa að leita að útlendingum Ekki ástæða til að setja strang- ari reglur Morgunblaðið/Golli SH kaupir fyrir- tæki í Grimsby SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og J.P.J. & Co. P/f í Færeyjum hafa keypt allt hlutafé Faroe Seafood Company Ltd. í Grimsby í Englandi, en skrifað var undir samninga þess efnis í gær. Forsaga málsins er sú að 4. júlí síðastliðinn keypti J.P.J. & Co. P/f í Klakksvík í Færeyjum breska dótt- urfyrirtækið af Faroe Seafood P/f í Færeyjum. í gær keypti SH síðan 50 prósent hlutabréfa í fyrirtækinu. Verð hlutabréfanna sem SH festi kaup á var um 175 milljónir króna. Faroe Seafood Company Ltd. í Englandi var stofnað 1964. Það er framleiðslu- og sölufyrirtæki á Bret- landsmarkaði og rekur fískréttáverk- smiðju í Grimsby. Velta þess v'ar um 3,4 milljárðar króna árið 1994. SH hefur undanfarin tólf ái* rekið fískréttaverksmiðjuna og sölufyrir- tækið Icelandic Freezing Plants Ltd. eða IFPL í Grimsby. Rekstur þess hefur gengið ágætlega síðastliðin ár og veltan var 5,6 milljarðar króna árið 1994. Ekki í samkeppni við IFPL Með þessum kaupum leitast SH við að styrkja stöðu sína á Bretlands- markaði, þar sem samkeppni er mik- il fyrir sjávarafurðir. Framleiðsla IFPL og Faroe Seafood er að mörgu leyti ólík og ekki sömu viðskiptavinir svo ekki verður um innbyrðis sam- keppni að ræða, að sögn forráða- manna SH. SH og Faroe Seafood í Þórshöfn í Færeyjum hafa um árabil unnið saman að markaðsmálum fyrir fryst- ar sjávarafurðir. í viðræðum sem staðið hafa yfir að undanfömu milli stjómenda fyrirtækjanna hefur kom- ið fram að þau áforma aukið sam- starf á næstunni. Uppákomur í blíðunni SUMARLEIKHÚ S Hins húss- ins var með uppákomur í mið- borg Reykjavíkur í veðurblíð- unni í gær og skemmti íbúum og gestum borgarinnar með leikgleði og uppátækjum. Um sextíu ungmenni á aldr- inum 16 til 25 ára taka þátt í Sumarleikhúsinu sem er hluti af átaki Reykjavíkurborgar til að sjá atvinnulausu ungu fólki og skólafólki í sumarfríi fyrir vinnu. Fyrsta verkefni hópsins var sýning á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, og nú er verið að æfa fyrir formlega opnun Hins hússins í nýuppgerðu húsnæði í Geysishúsinu. Anna Borg, leikkona, og Rúnar Guð- brandsson, leikstjóri, sjá um leikhúsið en forstöðumaður Hins hússins er Logi Sigur- finnsson. BJÖRN Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segist telja að ekki þurfí að setja strangari reglur vegna ferða útlendinga á há- lendinu, til dæmis um tryggingar. Miðað við þann fjölda útlendinga, sem kemur til landsins, þurfi björg- unarsveitir sjaldan að leita þeirra, eins og gerðist á Vestfjörðum í vik- u"ni er tveggja Spánveija var leitað. Bjöm segist telja að í því tilfelli hafi björgunarsveitir brugðizt rétt við, miðað við þær upplýsingar, sem fyrir lágu. Þær upplýsingar virðist hins vegar ekki hafa verið að öllu leyti réttar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Spánverjamir tveir, sem leitað var að á Vestfjörðum, hefðu verið hissa á því að umfangsmikil leit hefði ver- ið sett af stað og aldrei talið sig í neinni hættu. Bíll Spánveijanna, sem skilinn var eftir við bæinn Skjaldfönn var opinn og ýmis búnaður hafði verið skilinn eftir í honum. Út frá því var ályktað að fólkið kynni að vera illa búið. Þá ollu tungumálaörð- ugleikar því að heimilisfólk á Skjald- fönn, þaðan sem ferðafólkið lagði á jökulinn, hafði ekki rétta mynd af ferðaáætlun þeirra. Eðlilegt að hefja leit Bjöm segir að fólkið hafi verið vant og vel búið og brugðizt hárrétt við er veður versnaði. Þetta hafi mönnum hins vegar ekki verið ljóst og þess vegna hafi verið eðlilegt að he§a leit er gerði vitlaust veður á þessum slóðum. . „Það þarf að taka tillit til margra spuminga þegar svona mál eru met- in,“ segir Björn. „Þarna var vitlaust veður og þess vegna lögðu menn meira kapp á leitina en annars. Oft kemur í Ijós að fólk er ekki nógu vel búið og þá þarf að hjálpa því.“ Bjöm segist ekki telja að skylda eigi útlendinga til að setja trygging- ar, komi til þess að björgunarsveitir þurfí að leita þeirra. „Ferðamanna- iðnaðurinn er að verða ein stærsta atvinnugreinin. Á síðasta ári komu hingað um 200.000 útlendingar, og þá þurftu björgunarsveitirnar í land- inu aðeins að hafa afskipti af þeim um fímmtán sinnum. Oftast er ástæðan sú að þeir festa sig í ám eða eitthvað í þá áttina," segir Bjöm og bætir yið að ekki þurfí að gera leit að erlendum ferðamönnum nema tvisvar til fímm sinnum á ári. Björn segir illframkvæmanlegt að hafa eftirlit með því að allir útlend- ingar, sem komi til landsins, liafi með sér tryggingapappíra. „Það er ekki hægt að standa í Leifsstöð eða á bryggjunni á Seyðisfírði og spyrja í hvem einasta mann hvort hann ætli upp á hálendið eða hvort hann ætli bara að vera í sundlaugunum í Reykjavík," segir hann. Áherzla á forvarnir Hann segist telja að fremur eigi að leggja áherzlu á forvarnir, að leið- beina útlendingum um rétt viðbrögð | og búnað og gera þeim grein fyrir hættum og vályndum veðrum. Aðspurður hvort ekki sé nauðsyn- i legt fyrir erlenda ferðamenn að skilja eftir ferðaáætlun í byggð þegar þeir leggja 4 hálendið, eigin öryggis vegna, segir Bjöm að ferðamenn hafí verið hvattir til slíks. Þá hafi þeim verið bent á þjónustu, sem Landsbjörg reki í samvinnu við Secu- ritas, þar sem fólk skilur eftir ferðaá- ætlun og leitar upplýsinga áður en það leggur á hálendið. „Það hefur verið talsvert um að fólk notfæri sér þessa þjónustu, en þó aðeins brot af | þeim fjölda, sem kemur til landsins," segir Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.