Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR i t t i Barist á víkingahátíðinni í Hafnarfirði Þijú þúsund gestir hafa heimsótt svæðið Morgunblaðið/Gunnlaugur JÓMSVÍKINGAR sýna bardagalist á Víkingahátíðinni. Atriði þeirra hefur vakið mikla athygli viðstaddra, enda taka þeir andstæðinga sína engum vettlingatökum. MIKIL stemmning var á Vík- ingahátíðinni í Hafnarfirði í gær, enda var veður eins og best verður á kosið. Síðdegis í gær höfðu um 3 þúsund gestir heimsótt há- tíðarsvæðið og að sögn Lilju Hilmarsdóttur, starfsmanns hátíðarinnar, hefur allt gengið að óskum. „Um 500 erlendir gestir eru á hátíðinni og þeir eru yfirleitt mjög ánægðir með viðtökumar og strax farnir að spyqa hvemær næsta víkinga- hátíð verður haldin. Það er alveg ótrúlegt hvað útlending- arnir em vel inni í íslendinga- sögunum", sagði Lilja. Dagskrá Víkingahátíðarinn- ar í dag hefst kl. 9.00 í Víði- staðaskóla, en þá flytja Mogens Friis og Knud Albert Jepsen fyrirlestur um tónlist á vík- ingaöld. Lise G. Bertelsen mun svo flytja fyrirlestur um list á víkingaöld og síðari víkinga- aldarstílinn í Skandinavíu og á íslandi. Víkingamarkaður verður opinn frá kl. 10.00 til 18.00 á Víðistaðatúni. Leikhópar koma fram, keppt verður í bogfimi og siglingu á víkingaskipum og sýndir verða hestar og bar- dagalist. Gifting að heiðnum sið Kl. 14.30 verður keppt í glímu í þremur þyngdarflokk- um. Glímt verður á grasi, en það hefur ekki verið tíðkað á Islandi síðustu árin. Glímu- Á VÍKINGAMARKAÐNUM má finna margt forvitnilegra hluta. Þessi víkingur býður m.a. til sölu boga og örvar. menn á annan tug em skráðir til keppni og koma þeir frá' íslandi og hinum Norðurlönd- unum. Meðal keppenda verða núverandi og fyrrverandi glímukóngar íslands, Jóhann- es Sveinbjörnsson og Orri Björnsson, ásamt skjaldarhafa Ármanns, Ingibergi Sigurðs- syni. Klukkan 17.30 verða hjón gefin saman að heiðnum sið og milli kl. 19.30 og 22.00 verð- ur haldin giftingarveisla og grillhátíð fyrir þátttakendur í boði Hafnarfjarðarbæjar. Halldór Ásgrímsson telur hlutverki NATO í fyrrverandi Júgóslavíu ekki lokið Jón Baldvin Hannibalsson um viðurkenn- ingu íslands á sjálfstæði Króatíu og Slóveníu Hugmynd um laus- legt ríkjasamband ekki fráleit Pólitískur heiguls- skapur og skammsýni að bregðast ekki við HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra telur ekki fráleitt að stofnað verði lauslegt ríkjasam- band í fyrrverandi Júgóslavíu líkt og dr. Johan Galtung, prófessor í friðarrannsóknum við Hawaii- háskóla, lagði til í viðtali við Morg- unblaðið á miðvikudag. Hann viðurkennir að engin lausn á stríðsástandinu virðist í sjónmáli en fullyrðir að hlutverki NATO og friðargæsiuliða Samein- uðu þjóðanna sé ekki lokið í lönd- um fyrrverandi Júgóslavíu. NATO framkvæmir eingöngu samþykktir SÞ „Ég er ekki sammála Dr. Galtung að Iíkja megi NATO við gamlan mann sem ætti að draga sig út úr Júgóslavíu með reisn,“ sagði Halldór. „NATO hefur fyrst og fremst verið að framkvæma sam- þykktir SÞ. Vitanlega höfum við orðið fyrir miklum vonbrigðum um það hvernig mál hafa þróast á Balkanskaganum en ég óttast að ef NATO og friðargæslusveitir SÞ hverfa á brott blossi upp enn meiri átök.“ Aðspurður taldi ráðherra sig ekki geta dæmt um það hvort Vesturlönd hefðu gert rétt með því að viðurkenna sjálfstæði Slóve- níu, Króatíu og Bosníu-Herzego- vínu með þeim hætti sem gert var á sínum tíma. Hann kvaðst aftur á móti dást að Slóvenum. Þeir hefðu staðið sig vel, staðið á eigin fótum og komist út úr átökunum á Balkanskaga. Halldór sagði afar erfitt að segja til um hvemig þró- unin hefði orðið ef viðurkenningar Vesturlanda hefði borið að með öðrum hætti. „Sjálfsagt hefði það getað haft margvísleg áhrif. Að þau hefðu aðeins orðið jákvæð hef ég miklar efasemdir um,“ sagði hann. „Það verður þó umfram allt að viðurkenna að hið alþjóðlega sam- félag getur ekki leyst öil vanda- mál. Sá dagur kann að renna upp að lítið verði hægt að gera annað en að hverfa á braut. Ég nefni Rúanda í þessu samhengi. Til landsins var sent friðargæslulið sem síðar gafst upp og hvarf á brott. Alþjóðasamfélagið viður- kenndi að það réði ekki við þau vandamál sem þar ríktu,“ sagði Halldór. JÓN BALDVIN Hannibalsson, fyrr- um utanríkisráðherra, kveðst enn þeirrar skoðunar að ísland hafi gert rétt í því að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu eftir að vopnuð átök hófust í fyrrum Júgóslavíu. Það hefði verið pólitískur heiguls- skapur og skammsýni að bregðast ekki við innrás júgóslavneska hersins í Slóveniu. Enginn þýskur þrýstingur Hann vísar því á bug að íslending- ar hafi einungis fylgt afstöðu Þjóð- veija eins og norski prófessorinn Dr. Johan Galtung lét liggja að í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudaginn var. Þjóðveijar hafi hvorki beitt þrýstingi né haft nokkur áhrif á ákvörðun íslendinga. Þvert á móti hafí ísland tekið ígrundaða ákvörðun byggða á sömu rökum og þegar ís- lendingar studdu Eystrasaltslöndin í sjálfstæðisviðleitni þeirra. „Á sínum tíma þegar ég sem utan- ríkisráðherra hafði frumkvæði að því að tala máli Eystrasaltsþjóðanna á árunum 1988-90 sætti það yfírleitt háðsyrðum frá kollegum mínum í Skandinavíu. Þeim þótti fim mikil að eyjaskeggjar hér norður í Ballar- hafí vildu upp á dekk í slíkum alvöru- málurn," sagði Jón Baldvin við Morg- unblaðið. Sambærilegur stuðningur Jón Baldvin sagði stuðning ís- lendinga hafa stuðst við rök og hugsunin hafi verið þessi. „Eystra- saltsþjóðirnar eru smáþjóðir sem hætta er á að gieymist þegar atburð- ir, s.s. hernám og innlimun Mið- og Austur-Evrópu í Sovétríkin, eru gerðir upp. Stórveldin gátu þá ekki aðhafst. Þýskaland vegna samein- ingarmála og Bandaríkin af ólíkum ástæðum, m.a. til þess að halda Rússum góðum útaf málum fyrir botni Miðjarðarhafsins og í Persa- flóastríðinu. Ég fuliyrði að það sem við gerðum í Eystrasaltslöndunum var yfirvegað, stóð yfir í langan tíma og hafði áhrif.“ Jón Baldvin sagði sama máli hafa gegnt um viðurkenningu á sjálf- stæði Króatíu og Slóveníu. Þá hafi það verið ríkjandi viðhorf Bandaríkj- anna að halda Júgóslavíu saman. „Júgóslavia var kommúnistariki sem var haldið saman með yopnavaldi stórserbneska alríkishersins og leyniþjónustunnar. Sá málstaður naut ekki minnar samúðar. Það var engin leið að halda Júgóslavíu sam- an. Það hefði verið æskilegt að draga deiluaðila að samningaborð- inu en þess var því miður enginn kostur," sagði hann. Þýfi fannst í stolnum bíl TVEIR menn voru handteknir í Reykjavík í gærmorgun eftir að hafa yfírgefið stolinn bíl, sem þeir voru á, og hlaupið undan lögreglu. Vaktmaður Iðnvoga til- kynnti lögregiunni í Reykjavík í gærmorgun að hann hefði séð til ferða bíls sem tilkynnt- ur hafði verið stolinn. Hann veitti bílnum eftirför en er mennirnir urðu hans varir á Tunguvegi stöðvuðu þeir bílinn og hlupu af vettvangi. Áður hafði bílnum verið ekið utan í öskutunnu og lítillega utan í kyrrstæðan bíl. Bíllinn fullur af þýfi Þegar lögregla kom á vett- vang kom í ljós að í bílnum voru tvær tölvur, sjónvarps- og útvarpstæki og hljómtækja- samstæða. Mennirnir fundust síðan skammt undan, annar í felum undir tré í Fossvogi og hinn í biðskýli SVR við Bú- staðaveg þar sem hann þóttist 'vera að bíða eftir strætó ásamt fleira fólki. Mennimir voru handteknir og færðir í blóð- sýnatöku og síðan í fanga- geymslu. Síðar í gærmorgun var til- kynnt um að brotist hefði ver- ið inn í Tækniskólann, Höfða- bakka 97 og stolið þaðan ýms- um tækjum. Lýsingin kom heim og saman við það sem fannst í bíl tvímenninganna og telst það mál því upplýst. Mennimir eru á fertugs- og fímmtugsaldri. Handtekinn eftir innbrot TVÍTUGUR maður var hand- tekinn í Skipholti í fyrrinótt, grunaður um að hafa brotið þar rúðu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom í ljós að bakdyr- um hússins hafði verið sparkað upp og stóðu þær opnar. Mað- urinn neitaði að hafa komið nærri rúðubroti en viðurkenndi síðan hvort tveggja við yfir- heyrslu. Honum hafði hins vegar ekki unnist tími til að athafna sig svo nokkru nam. Var að lesa undir stýri LÖGREGLUNNI í Reykjavík var snemma í gærmorgun til- kynnt um ölvaðan ökumann á Sogavegi sem hafði ekið utan í grindverk. Maðurinn, sem var staddur fyrir utan heimili sitt, reyndi ekki að koma sér af vett- vangi, enda hafði drepist á bifreiðinni við áreksturinn. Hann sat undir stýri og las bækling þegar lögreglumenn komu að. Maðurinn var færður í sýna- töku. Reiðhjól og’ bíU í árekstri KONA var flutt á slysadeild í gær eftir að hafa dottið af reiðhjóli. Konan lenti í árekstri við bíl á Grensásvegi um hádegis- leytið. Hún kvartaði undan eymslum í baki og var flutt á slysadeild. Reiðhjólið er ónýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.