Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 11 AKUREYRI Ljósmyndir á þjóð- minjadegi SUNNUDAGURINN 9. júlí er þjóð- minjadagur. Þá mun Minjasafnið á Akureyri standa fyrir sérstakri kynningu á ljósmyndadeildinni, sem starfrækt er við safnið. I ljósmyndadeild Minjasafnsins eru varðveitt stór söfn akureyrskra ljósmyndara. Þar má nefna söfn Hallgríms Einarssonar, Jóns og Vigfúsar, Guðrúnar Funck Ras- mussen og Guðmundar Tijámanns- sonar. Þá hefur deildin fengið til varðveislu ljósmyndasafn KEA, myndasafn Heima er best og íslend- ings og gamlar myndir úr safni Dags. Minjasafnið er opið á sunnudag- inn klukkan 11-17, en sérstök kynn- ing á ljósmyndadeildinni verður klukkan 13-16. Á sunnudag klukkan 13 verður far- in gönguferð um Innbæinn á vegum Minjasafnsins. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, gengið um gömlu kaupstaðarlóðina, inn eftir Fjörunni og endað við Minjasafnið. Messur Akureyrarprestakall Messað verður í Kapellu Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. júlí klukkan 11.00. Altaris- ganga. Messað á Hjúkrunardeild- inni 'Seli sunnudag klukkan 14.00. Glerárkirkja Messað verður í Glerár- kirkju sunnudaginn 9. júlí klukkan 14.00. Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup flytur blessunarorð og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Kirkjukaffi í Safnaðar- sal að athöfn lokinni. Þetta er fyrsta messa í Glerárkirkju eftir endurbætur í kjölfar elds- voða sem varð í kirkjubygg- ingunni fyrir nokkru. Hvítasunnukirkjan Samkoma í umsjá ungs fólks laugardaginn 8. júlí klukkan 20.30. Brauðbrotning sunnudag- inn 9. júlí klukkan 11.00. Vakningarsamkoma sunnudagskvöld klukkan 20.00. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Bænasamkoma föstudag 14. júlí klukkan 20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór LEIÐANGUR Svíanna á Vaðlaheiði í gær. A hestbaki um fjöll og dali UM HÁDEGISBIL í gær lagði hóp- ur manna af stað frá Akureyri í sex daga ferð á hestum. Ferðin er farin á vegum Víking-hesta í Litla-Garði við Akureyri. Erla Björg Guðmundsdóttir hefur síðustu fjögur sumur verið með hestaleigu í Litla-Garði ásamt Önnu Guðnýju systur sinni og með þeim er einnig Þórhallur bróðir þeirra, 11 ára, sem lá heima veikur er Morgunblaðið bar að garði. Erla sagði að ferðina austur færu 11 Svíar, sem sumir hefðu áður farið hliðstæðar ferðir syðra, en í hópnum væru einnig viðvaningar. Með hópn- um fara alls 6 menn og hestar í förinni eru á áttunda tug. Farið er um Fnjóskadal, Bárðardal, Mý- vatnssveit og Aðaldal og tvær kon- ur sjá hópnum fyrir mat á áningar- stöðum. Kvöldferðir á bökkum Eyjafjarðarár Erla sagði að hestaleigan í Litla Garði gengi þokkalega en það færi mjög eftir veðri. Hún sagði meðal nýjunga í rekstrinum að bjóða starfshópum að fara stuttar kvöld- ferðir á bökkum Eyjafjarðarár þeg- ar vel viðraði, þá væri farið rólega um, stoppað og nartað í nesti og þetta væru mjög notalegar ferðir. ÍBQ flo«0000011 Flauta og slagverk Klukkan 20.30 á sunnudagskvöld verða tónleikar í Listasafninu á Akureyri. Þar koma fram Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari og Geir Rafnsson slagverksleikari og flytja efnisskrá með verkum eftir Niel DePonte, Alice Gomez, Claude Debussy, André Jolivet og fleiri. Þau Árna Kristín og Geir hafa stundað nám og komið fram víða, bæði heima og erlendis, en þau eru um þessar mundir bæði við nám í Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi. Kvöldlokka Klukkan 21.00 á mánudagskvöld syngur Már Magnússon íslensk þjóðlög og sönglög í Deiglunni á Akureyri. Dagskrána nefnir hann íslenska kvöldlokku. Sýningar um helgina Meðal sýninga sem opnar eru á Akureyri um helgina má nefna Sumar 95 í Myndlistaskólanum, Skúlptúr Birgis Andréssonar í Deiglunni, Raunverulega íslenska hamingju eftir sama höfund í Glugganum í Göngugötunni og Sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri þar sem sýnd eru verk Jóns Gunnars Árnasonar og Jan Knap. Fimmtíu ára afmæli Ólafsfjarðar * Forseti Islands heimsækir bæinn EINN af stóru dögunum í afmælis- hátíð Ólafsfjarðarbæjar er í dag. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, verður sérstakur heiðurs- gestur afmælisins. Flugvél forsetans mun lenda á ÓlafsfjarðarflugVelli klukkan 13.00 og klukkan 13.15 taka bæjarbúar á móti forseta við Tjarnarborg. Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæj- arstjórnar, flytur ávarp og Vigdís Finnbogadóttir forseti ávarpar há- tíðargesti. Hús aldraðra vígt Klukkan 14.00 verður Vigdís for- seti viðstödd vígslu Húss aldraðra í Ólafsfirði og situr kaffisamsæti með öldruðum Ólafsfirðingum. Að því loknu mun Vigdís skoða sýning- ar afmælishátíðarinnar. Klukkan 18.00 hefst hátíðar- kvöldverður bæjarstjórnar með for- seta íslands á Hótel Ólafsfirði og um kvöldið verður Vigdís Finnboga- dóttir heðursgestur á frumsýningu Leikfélags Ólafsfjarðar á annálnum Horfðu glaður um öxl eftir Guð- mund Ólafsson. Forseti íslands heldur til baka ! frá Ólafsjarðarflugvelli upp úr klukkan 22 í kvöld. Jón Þorsteinsson syng- ur í Svalbarðskirkju JÓN Þorsteinsson óperusöngvari hefur síðustu árin búið á Tröð á Svalbarðsströnd og stundað kennslu á Dalvík og í Olafsfirði auk þess að kenna heima. Hann mun nú með hausti flytja suður yfir heið- ar og starfa þar. Sunnudagskvöldið 9. júlí klukk- an 21 mun Jón syngja einsöng við kvöldmessu í Svalbarðskirkju við undirleik Hjartar Steinbergssonar organista. Kór kirkjunnar syngur einnig í messunni. Prestur er séra Pétur Þórarirtsson. „Au pair“ óskast til U.S.A. (Connecticut) til að gæta tveggja barna, á aldrinum 1 og 4ra ára, frá ágúst 1995 til ágúst 1996. Æskilegur aldur 19-20 ára. Upplýsingar gefurÁsdís Elva í síma 001 203 625 3140. BIFREIÐASJ ÓÐUR AKUREYRAR Fjölgun gjaldskyldra stæða Frá og með mánudeginum 10. júlí verða eftirtalin stæði á almennu bifreiðastæði austan Skipagötu gerð gjaldskyld og komið þar fyrir stöðumælum. a) 8 stæði í suðurlínu á móts við Kaupvangsstræti 4. b) 10 stæði í norðurlínu á móts við Skipagötu 12. Gjaldskrá verður hin sama og við aðra stöðumæla eða 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mín. og hámarksstöðutími 1 klst. Jafnframt verður á hvorum þessara staða merkt eitt stæði fyrir fatlaða. , „ ... ___ Akureyn, 6. juli 1995. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.