Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8.JÚLÍ1995 15 _____NEYTENDUR___ Utlenski ísinn víða uppseldur MIKIL ásókn er í útlenska ísinn sem kom í búðir í vikunni og er hann víða upp- seldur. Sláturfé- lag Suðurlands flytur ísinn inn; 5 tegundir þ.e. Bo- untyís, Marsís, Snikkersís, Twixís og Ga- laxyíspinnar. Að sögn Einars Magnússonar í markaðsdeild SS hefur verið ríf- andi sala í ísnum og er fyrsta sending á þrot- um. Farið var að dreifa ísnum í búðir eftir hádegi á þriðjudaginn og seldist hann víða upp á einum sólarhring. í gær var ísinn keyrður í minni verslanir og söluturna. Einar spáir að með sama áframhaldi verði ísinn með öllu uppseldur um helgina. Þetta var prufusending, segir Einar og er a.m.k. hálfur mánuður í að næsta sending komi til landsins. Að sögn Jóhanns Ólafs í Nóa- túni seldist ísinn sem hann fékk sl. miðvikudag á tveimur dögum. ísinn hafi horfið úr frystiborðinu jafnóðum og sett var í það. Allar tegundir íss voru jafn vinsælar og taldi hann að forvitni viðskiptavina og nýjungagirni hafí m.a. ráðið þessari miklu sölu. Torfí R. Matthíasson verslunar- stjóri og Örn Kjartansson rekstrarstjóri í Hagkaup sögðu að þó að stærsti hluti íssendingarinn- ar sem kom hafi farið í Hagkaups- verslanir þá væri ísinn þar að verða uppseldur og margar teg- undir voru fljótt uppseldar eftir að þær voru settar fram í verslunina. Marsís og Snik- kersís eru vin- sælustu ísamir, en þeir töldu að þar kæmi til m.a. að þetta væru þekkt vörumerki og fólk væri forvit- ið að smakka. Torfí og Örn sögðu að þó að salan hafi verið mikil þá hafi sala á íslenska ísnum haldið sér. Einnig sé auðsjá- anlegt að ísinn höfði til allra ald- urshópa því aldraðir jafnt sem ungir hafí keypt ísinn. I Fjarðarkaupum seldist ísinn upp á sólarhring, og segir Jón B. Haraldsson í Fjarðarkaupum að næstum hver einasti viðskiptavin- ur hafi skoðað ísinn og margir gripið með sér pakka. Jóhannes Jónsson í Bónus sagði að viðtökunar á ísnum hefðu verið ágætar og í sumum búðum Bónus hafi ísinn selst upp samdægurs. Taldi hann að viðskiptavinir væru forvitnir að smakka á ísnum. Bón- us bætir svo við annarri tegund íss í verslanir sínar og flytur inn á næstunni Premier ís frá Dan- mörku. Verðið á fjögurra pakka umbúð- um hefur verið frá 222 kr.- 269 í verslunum en Galaxyísinn er dýrari og er hann seldur frá 319 - 375 kr. Hollráð um sveppi BORÐIÐ aðeins þá sveppi sem þið kunnið skil á. Notið aðeins ferska sveppi í matargerðina. Munið að frysta leifar strax. Menn ættu aldrei að borða villtan svepp hráan. Þeir geta Fjallagrös hafa verið notuð til lækninga, litunar og til matar á íslandi öldum saman. notuð til að lita föt. Samkvæmt bókinni íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdótt- ur var hægt að lita með þeim gulan lit. Ef klæðið var síðan látið liggja í kúahlandi fékkst rauður litur. Grös í ýmsum myndum Aður voru fjallagrös oftast notuð í te eða seyði en nú hafa komið fram ýmsar nýjungar. Fyrirtækið valdið ógleði. Alltaf skyldi skera neðsta hluta stilksins af sveppnum áður en hann er matreiddur Við sveppatinslu ætti að setja sveppi í körfu en ekki í plast- poka. íslensk fjallagrös á Blönduósi býr til hálstöflur, hylki til inntöku, áburð og meira að segja snafs úr grösum. Fleiri fyrirtæki og einstaklingar hagnýta sér íslenskar jurtir. Rann- veig Haraldsdóttir býr til krem og olíur úr fjallagrösum sem hafa m.a verið notuð á heilsugæslustöðvum og eru seld á nokkrum stöðum í Reykjavík. Á Akureyri eru búnar til snyrtivörur úr íslenskum jurtum með heitinu Purity Herbs og í Kefla- vík er jurtasjampóið Jurtagull. Lækningaj urtir í Elliðaárdal Árbæjarsafn stendur í fyrsta skipti fyrir grasaferð nú á laugardaginn. Rannveig Haraldsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir sérfræðingur í jurtalit- un munu leiða gönguna um Elliða- árdal og tíndar lækninga- og litun- arjurtir Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 11. Á sunnudaginn ætlar Rannveig að matreiða úr fjallagrösum í Árbæ. Á staðnum verða uppskriftir að fjallagrasagraut, fjallagrasatei og fíeiru. Þar verða einnig lækninga-® jurtir kynntar og seld smyrl og seyði úr íslenskum jurtum. I Kornhúsi verður Jón Einarsson, sonur Ástu Erlings sem var þekktur grasa- læknir. Hann ætlar að segja frá grasalækningum og hollustu jurta. FERÐALÖG Kverkfjöllum vilja sjá íshellinn og Hveradali, segir Berglaug Skúla- dóttir landvörður í NORÐURJAÐRI Vatnajökuls, milli Dyngjujökuls og Brúaijökuls, eru Kverkijöll og norður af þeim Kverk- fjallarani. í norðurbrún Kverkfjalla er mikið skarð, um 500 m djúpt þar sem Kverkjökull hefur borist fram. Undan honum rennur heit á, Volga, og bræðir hvelfíngu í jökulinn. Á sumrin gætir ekki hitans í Volgu því leysingavatn gerir hana að ískaldri jökulá. í Kverkfjöllum er eitt öflug- asta háhitasvæði landsins og aðal- hverasvæðið er í Hveradölum í vest- ari hluta fjallanna. Skammt norðan þeirra er Sigurðarskáli, skáli Ferða- félags Fljótdalshéraðs og Húsavíkur. Þegar horft er frá Sigurðarskála ber margt fyrir augu og ótal spurn- ingar vakna. í norðri sér á Herðu- breið, nær eru Dyngjufjöll, skammt undan er Dyngjujökull og allt í kring er svartur sandur. Þetta eru stórbrot- in undur hvert á sinn hátt. Undan Dyngjujökli renna ár og lækir sem saman mynda upptök Jökulsár á Fjöllum. Margar kvíslamar ná ekki óslitnum farvegi heldur hverfa niður í gljúpan sandinn. Jökulleirinn sem þær bera með sér þomar þá fljótt og í logni má sjá örmjóa rykstróka sem standa upp af sandinum. Þegar hvessir myndast mistur á þessum slóðum sem getur tekið fyrir allt útsýni. Þá fýkur sandurinn með jörðu og sverfur allt sem fyrir verður. Kynni við harðgerðustu fulltrúa flórunnar Það er forvitnilegt að skoða þenn- an jökul- og vindsorfna jarðveg sem setur svo mikinn svip á landslagið. Jökullinn hefur borið fram margs- konar berg í öllum regnbogans litum og í urðinni leynast viðkvæmar jurt- ir. Blómskrúð og seigla þessara plantna vekur undmn og aðdáun. SÉÐ YFIR Hveradalssvæðið Hér er kjörið að læra að þekkja harð- gerða fulltrúa íslensku flómnnar. Aðstæður við íshellinn breytast stöðugt; jökullinn hopar eða gengur fram, hvelfíngin hækkar eða lækkar og farvegur Volgu getur breyst. Nauðsynlegt er að hafa aðgát við hellinn því ísflykki geta fallið úr lofti hans hvenær sem er. Könnun jarðhitasvæðisins í Hveradölum fer saman við óviðjafn- anlega íjallgöngu og kynni af skrið- jökli sem gengið er yfir. Áður en komið er á áfangastað má sjá gufur stíga til himins og hveralykt slær fyrir vitin. Innst í dalnum, á mel- kolli, stendur skáli Jöklarannsókn- arfélagsins. Gott er að ætla sér dag- inn til að komast þangað og aftur í Sigurðarskála. Margt fleira er að sjá í nágrenni Sigurðarskála, ekki síst undraheima Kverkfjalla sem skálaverðir em fúsir að segja frá. ÍSHELLIRINN Friðlýstir staðir Kverkfjöll Flestir sem koma að Göngur í Jökulsárgljúfrum í ÞJÓÐGARÐINUM í Jökulsárgljúfr- um er í sumar eins og undanfarið boðið upp á skipulagðar gönguferðir og fræðslustundir í fylgd landvarða. Þetta eru stuttar gönguferðir, bæði rölt og lengri ferðir í 1-4 klst. Einnig er dagskrá fyrir böm 4-12 ára sem tekur 1-2 klst. Er kynnt náttúrafar og saga svæð- isins með áherslu á umhverfistúlkun. 1 barnastundum er farið í leiki sem tengjast náttúmnni, sagðar sögur o.fl. Annaðhvort er lagt upp frá tjald- svæðum í Ásbyrgi eða Vesturdal. Hópar geta óskað eftir leiðsögn um svæðið en þurfa að panta fyrirfram. Kvöldrölt hefst kl. 20, alla daga nema miðvikudaga og laugardaga en þann síðamefnda er röltið kl. 17. Bamastund er á sunnud. kl. 11 f.h. Göngur hefjast kl. 14 þriðjud., mið- vikud., föstud. og laugard. ef þw þarir Gönguferð á Eyrarbakka Morguiiblaðið. Selfossi GÖNGUFERÐ verður á Eyrar- bakka á sunnudag, 9. júlí klukkan 15,00 í sérstakri dagskrá Sjóminja- safnsins á staðnum í tilefni þjóð- minjadagsins. Gengið verður um Bakkann og saga byggðar og einstakra húsa rakin fyrir göngufóiki. Leiðsögu- maður verður Magnús Karel Hann- esson oddviti á Eyrarbakka. Magn- ús sagði að saga Bakkans tengdist mönnum og málefnum og þetta yrði allt rifjað upp á göngunni. m uy V •s Hcímílí að heiman í Kaupmannahöfn Vandaðör, s ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn Allar íbúðirnar eru með 1 eldhúsi og baði. Hafðu samband við |> ferðaskrifstofuna þína eða /Z/ //?aoc/• íca/u/f/tao/a */ x Sími (00 45) 33 12 33 30 Fax. (00 45) 33 12 31 03 OS •Verð á mann miðað við ð i Ibúð í viKu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.