Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Mokveiði á Eldeyjarrækjunni Guðfinnur KE fékk 100 tonn á hálfum mánuði VEL fer á með Jacques Chirac, forseta Frakklands og Helmut Kohl, kanzlara Þýzkalands, en þeir ætla til móts við Jozef Oleksy, forsætisráðherra Póllands í haust. Pólveijar binda miklar vonir við stuðning Kohls og Chiracs við inngöngu Póllands í ESB og NATO. Leiðtogar Póllands, Þýzka- lands og Frakklands hittast • LEIÐTOGAR þriggja af stærstu löndum Evrópu, Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, Joz- ef Oleksy, forsætisráðherra Pól- lands og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafa ákveðið að hittast í haust. Fundurinn er hluti af áætlun um samvinnu ríkjanna þriggja, sem kennd er við borgina Weimar í Þyringja- landi. Undir merkjum „Weimar- þríhyrningsins" svokallaða hitt- ast utanríkisráðherrar ríkjanna árlega. Pólverjar líta á sam- vinnuáætlunina sem kærkomið tæki til að virkja Frakka með í stuðningi við tilraunir Póllands til að ganga í NATO og ESB. • SUSANNA Agnelli, utan- ríkisráðherra Ítalíu, hefur lýst yfir stuðningi lands síns við umsókn Kýpur um aðild að Evr- ópusambandinu (ESB). Agnelli er nú stödd í Nikosíu og á sem fulltrúi ESB í opinberum við- ræðum við utanríkisráðherra Kýpur, Alecos Michaelides. Kýp- ur lagði inn aðildarumsókn 1990. í marz sl. komu utanríkis- ráðherrar ESB sér saman um að hefja skyldi aðildarviðræður við Kýpur hálfu ári eftir að milliríkjaráðstefnunni 1996 lýk- ur. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur stefnt frönsku ríkis- stjórninni fyrir Evrópudómstól- inn vegna brots á reglum um viðskipti með jarðarber. í stefn- unni segir að franska ríkis- stjórnin hafi unnið sér það til saka að hafa ekki tryggt fijálsa verzlun með spænsk jarðarber í Frakklandi. Þar með er Frakk- land fyrsta ESB-landið sem kemur fyrir dómstólinn í Lúx- emborg fyrir brot á reglum um hinn innri markað Evrópu. Hurd lætur ESB-andstæð- inga heyra það London. Reuter. DOUGLAS Hurd lét af embætti utanríkisráðherra Bretlands sl. fimmtudag. Við það tækifæri hélt hann ræðu, þar sem hann gagn- rýndi harkalega andstöðu flokks- systkina sinna við ESB, sem hefði varpað Ijótum skugga á sex ára langa ráðherratíð sína. Hurd vék sæti fyrir Malcolm Rif- kind er Major forsætisráðherra stokkaði upp ríkisstjórn sína eftir sigurinn í leiðtogakjörinu. Hann sagði fréttamönnum, að Bretland hefði gefið eftir meira af fullveldi sínu til NATO en nokkur gæti ætl- azt til að það seldi í hendur ESB. Allt frá því Hurd tók við emb- ætti árið 1989 var stjórnarflokkur- inn klofinn í afstöðunni til mála eins og Maastricht-sáttmálans og til- lagna um sameiginlega evrópska mynt. Andstæðingar meiri samruna innan ESB á hægri væng íhalds- flokksins hafa haldið því fram að tilveru Bretlands sem sjálfstæðs þjóðríkis sé ógnað af miðstýringar- hneigð embættismanna í Brussel og bandamanna þeirra í aðildarríkjum ÉSB. Meira afsal á fullveldi til NATO en ESB En Hurd sagði aðild að NATO, sem hann álítur vera grundvallar- atriði brezkrar utanríkisstefnu, þýða að Bretland sé skuldbundið til að senda bandamanni hernaðaraðstoð. „Aðild okkar að NATO þýðir meira afsal á fullveldi en nokkru sinni hefur verið haft í hyggju að veita til ESB. Ef' á eitthvert aðild- arland NATO er ráðizt að morgni, er Bretland komið í stríð eftir hádeg- ið,“ sagði Hurd. Hurd sagði Bretland alla tíð hafa staðið lítið eitt utan við Evrópu þar sem sjóndeildarhringur þess væri víðari. „En við höfum alltaf verið bundnir meginlandinu föstum bönd- um, því hagsmunir okkar krefjast þess. Þessar sérstöku aðstæður verðum við að virða,“ sagði hann. „Bretland á að hafa metnað til að vera eitthvað meira en eins konar Sviss undan ströndum Evrópu. Við getum ekki með góðu móti snúið baki við því meginlandi, þar sem þriðjungur allra viðskipta í heimin- um fer fram,“ sagði Hurd, beinandi orðum sínum til flokksfélaganna. Hurd hafði strax daginn eftir að John Major lýsti eftir mótframboði í formannskjör þann 22. júní sl. að hann væri tilbúinn til að hætta ráð- herradómi næst þegar Major gerði breytingar á ríkisstjórn sinni. Hurd situr áfram á þingi en hyggst ekki bjóða sig fram í næstu kosningum, sem áætlaðar eru í maímánuði 1997. MIKIL og góð rækjuveiði hefur verið á Eldeyjarsvæðinu í sumar. Þrettán skipum voru veitt veiði- leyfi á svæðinu- á þessu ári og kvóti var bundinn við 1.000 tonn. Sigurður Friðriksson, skipstjóri á Guðfmni KE 19, 30 tonna bát frá Keflavík, segir að veiðin hafi verið mjög góð það sem af er sumri en þeir hafi byrjað á rækjunni eft- ir sjómannadaginn. „Við erum mest í dagróðrum og höfum verið að fá upp í 6-8 tonn af mjög góðri rækju yfir sólarhringinn. Við erum búnir að fá um 100 tonn af rækju á rúmum hálfum mánuði en næstu bátar á eftir okkur eru búnir að fá í kringum 40-50 tonn. Það er nátt- úrulega stórkostleg veiði á svona bát og veiðin verður varla svona mikil á stóru togurunum nema í aflahrotum." Gott verð á rækju í dag Að sögn Sigurðar var kvótinn á Eldeyjarsvæðinu 1.500 tonn í fyrra og á hann alveg eins von á að kvótinn verði hækkaður upp í það í ár fyrst að svona vel gangi og jafnvel að bætt verði við 3-400 tonnum. Hann segir að rækjan sé sett á Fiskmarkað Suðurnesja og verð á rækju væri gott í dag og losaði um eitthundrað krónur á kílóið. Þeir hafi verið að selja rækjuna í gegnum markaðinn á föstu verði þannig að hún sé eiginlega seld fyrirfram og hún fari meðal annars á Bíldudal, Blönduós, Sauðárkrók og fleiri staða á landinu. Sigurður segir að þeir séu orðn- ir vanir góðri rækjuveiði á El- deyjarsvæðinu og hafi til dæmis fengið 280 tonn af rækju þar í fyrrasumar. „Það má samt segja að einokun- arárunum hafi lokið hjá okkur um áramótin. Þessar rækjuveiðar hafa fram að þessu verið kallaðar inn- íjarðarveiðar og við höfum þess vegna verið skikkaðir til að selja aflann hérna á Suðumesjunum, þá á niðursettu verði. En það breytt- ist nú um áramótin enda eru fisk- markaðimir orðnir stefnumarkandi í þessum málum, því nú er leikur einn að flytja hráefnið langar vega- lengdir,“ sagði Sigurður. Hafbeitin Heimtur í meðallagi HAFBEITARLAXINN gengur nú af fullum krafti inn í stöðvamar og eru heimtur í meðallagi en Veiði- málastofnun hafði spáð því í vetur að 499 tonn endurheimtist í ár. Hafbeitarstöð Silfurlax hf. í Hraunsfirði á Snæfellsnesi byijaði að taka á móti laxi um miðjan júní- mánuð og er það viku til tveimur vikum seinna en venjulega. Júlíus Birgir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Silfurlax hf., sagði að nú í byijun vertíðarinnar væri búið að slátra um tiu þúsund löxum en væntanlega væri eitthvað meira komið inn en það komi ekki ljós hve mikið það sé fyrr en slátrað verði næst. Laxinn er í meðalllagi stór að sögn Júlíusar en undanfarin ár hefur meðalþyngd hafbeitarlax verið að hækka. Meðalþyngd eins árs laxs úr hafbeit árið 1993 var 2,53 kg en 2,85 kg árið 1994. Meðalþyngd á tveggja ára laxi hækkaði úr 5,9 kg árið 1993 í 6,2 kg árið 1994. Júlíus sagði að 2,8 milljónum seiða hafi verið sleppt í fyrra og þessar heimtur séu innan þeirra marka sem vænta mátti en enn væri af snemmt að segja til um hversu mikið heimtuhlutföllin yrðu á eins og tveggja ára laxi því þau breytist mjög hratt. Hann sagði að eins væri verð mjög mismunandi og alltaf erfitt að tala um tölur svona snemma vertíðar. Áætlað er að hafbeitarvertíðinni verði að mestu lokið í lok ágúst. -------♦ ---------- Eldur um borð í Bergi Vigfúsi GK ELDUR kom upp í Bergi Vigfúsi GK á dögunum en skipið er í eigu Njáls hf. í Garði Að sögn Ingibergs Þorgeirssonar, hjá Njáli hf., kom eldurinn upp í rafmagnstöflu skipsins og brann hún til kaldra kola. Ekki urðu aðrar verulegar skemmdir af völdum elds- ins. Ingibergur segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir með fram- haldið en væntanlega þurfí að skipta um allt rafmagn í skipinu þar sem hitt var gamalt og úr sér gengið og var á jafnstraumi en ekki rið- straúmi eins og nú tíðkast. Það gæti þýtt kostnað upp á 7-10 millj- ónir. Bergur Vigfús var smíðaður árið 1965. ossvoflsstdðin h Í»l$ntnsalai9i i Fossw^gl Opið 8-19 & um helgar 9-17. Sími 564-1777 Lauf og litprúðir runnar. Rósir, skógarplöntur og margt blómstrandi. Rosa 'George Will' kr. 610 Tilboð þessa helgi: * Sitkagreni í pottum á 350 kr. (áður 550). Fagursyrena kr. 620 1 ossvoffsstöðin hf Ráðgjöf, þjónusta, leiðsögn Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.