Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAU G ARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 17 ERLEIMT Mynd um illa meðferð á börnum í Kína sýnd í norsku sjónvarpi Símalínumar glóandi og margir áhorfendur grétu SJÖNVARPSMYND bresku stöðvarinnar Channel Four um illa meðferð á meybörnum í Kína og kynjamisrétti í landinu var sýnd í TV2 í Noregi á fimmtudagskvöld og voru viðbrögð áhorfenda á einn veg, gífurleg reiði og hneykslun, símalínur stöðvarinnar voru rauðglóandi fram yfir miðnætti. „Við höfum aldrei fengið meiri viðbrögð," sagði fulltrúi stöðvarinnar í samtali við Aftenposten í gær. Margir grétu er þeir reyndu að tjá sig. Að sögn Ríkisútvarpsins verður myndin sýnd hér á landi innan skamms. Hart er lagt að norskum stjórnvöldum og fulltrúum á fyrirhugaðri kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína í september að taka málið upp eða hundsa ráðstefnuna. Norskir ráðamenn heita því að ræða þessi mál við stjórnvöld í Peking en Kínveijar segja að heimildarmyndin, sem nefnist Herbergi dauðans, sé ósanngjöm, þar gæti misskilnings og einnig séu dæmi um hreinræktaðar falsan- ir. Einn af þingmönnum Hægriflokksins, Hall- grim Berg, hefur hvatt Evrópuráðið til að hundsa kvennaráðstefnuna en fáist það ekki samþykkt vill hann að fulltrúi útlægra Tíbeta fái sæti sitt í nefnd ráðsins á ráðstefnunni. Berg segist ekki munu fara til Peking eftir Myndin verður sýnd í íslenska ríkissjónvarpinu þær upplýsingar sem hann hafi fengið um meðferð Kínverja á meybörnum og mannrétt- indabrot á Tíbetum. Heimildarmenn hjá Evr- ópuráðinu töldu ólíklegt að tillaga Bergs um að hundsa ráðstefnuna yrði samþykkt. Formaður félagsmálanefndar Stórþingsins, jafnaðarmaðurinn Sylvia Brunstad, er andvíg því að hundsa kvennaráðstefnuna. Hún telur að nota eigi hana sem vettvang til að bæta ástandið og hvetur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra til að taka málið upp er hún flytur lokaræðuna á ráðstefnunni. Sumir embættismenn telja rangt að ræða sérstak- lega meðferðina á kínverskum stúlkum á ráð- stefnunni, þar beri að fjalla um kynjamisrétti um allan heim og í víðu samhengi. Jiang Zemin, forseti Kína, er í heimsókn í Finnlandi um þessar mundir en hefur ekki viljað tjá sig um myndina. Talsmaður utanrík- isráðuneytisins í Peking, Chen Jian, er með í för og sagði hann að rangt væri farið með margt í myndinni. Hann segist sjálfur hafa verið bundinn við stól í barnæsku, þetta sé algeng aðferð Kínveija til að koma í veg fyr- ir að smábörn detti og meiði sig. „En í sum- um héruðum er fólk svo fátækt að ég get ekki útilokað að lög séu brotin í Kína,“ sagði hann í samtali við Dagbladet norska. Kínverjar mótmæla Kínverska sendiráðið í Ósló sendi frá sér yfirlýsingu þar sem bresku sjónvarpsmennirn- ir eru sakaðir um ósanngirni og falsanir. Þeir sýni einangruð tilfelli þar sem vannæring og sjúkdómar heiji á barnaheimilum en minn- ist ekki á þær geysilegu lífskjaraframfarir sem orðið hafi í landinu síðan kommúnistar tóku völdin 1949. Sagt er að ekki sé vitað um nein „Dauðaher- bergi“ af því tagi sem lýst er í myndinni en bent á þau vandamál sem fylgi því að bæta aðstæður í landi þar sem íbúarnir séu 1200 milljónir, sum héruð mjög afskekkt og „hefð- ir lénskipulagsins" enn við lýði. Kínversk stjórnvöld hafa í mörg ár ekki reynt að leyna því að íjöldi meybarna hverfur í landinu á hveiju ári og lýst áhyggjum yfir því að oft sé beitt ólögmætum aðferðum við að þvinga hjón til að láta eitt barn nægja. Opinber stefna stjórnvalda er að spornað skuli við of mikilli mannfjölgun með færri fæðing- um. Stj órnarfl o kkuriim í Armeníu fagnar sigri Jerevan. Reuter. Reuter ARMENAR virtust í gær hafa sam- þykkt nýja stjórnarskrá sem eykur völd forsetans verulega á kostnað þingsins í þjóðaratkvæði á miðviku- dag og stjórnarflokkurinn var þegar farinn að fagna sigri í þingkosning- um, þótt úrslitin lægju ekki fyrir. Talningu vegna þjóðaratkvæðis- ins var lokið á 67 kjörstöðum af 150 í gær og þar samþykktu 72,6% stjómarskrána. Úrslit þingkosning- anna verða tilkynnt eftir að talningu vegna þjóðaratkvæðisins lýkur. Alþjóðleg eftirlitsnefnd á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, telur að kosningarnar hafí ekki að öllu leyti farið fram eftir leikreglum lýðræðisins. í yfír- lýsingu nefndarinnar eru stjórnar- andstöðuflokkar sagðir hafa sætt margvíslegu harðræði og þeir ekki fengið að berjast á jafnréttisgrund- velli, stjórnvöld hafi einnig misnot- að herfilega aðstöðu sína í fjölmiðl- um. Margir hópar erlendra eftirlits- manna voru í landinu, þ. á m. frá Evrópusambandinu en þeir munu flestir ætla að bíða með að leggja dóm á framkvæmd kosninganna. Talsmaður þingsins, Vakhgan Mkrtchyan, viðurkenndi að mikið hefði verið um kvartanir en sagði að fyrstu tölur bentu til að stjórnar- flokkurinn, Armenska þjóðfylkingin og flokkar er starfa með honum myndu sigra. Þetta voru fyrstu þingkosningar Armena eftir hran Sovétríkjanna 1991 og fóru þær friðsamlega fram þrátt fyrir kröfu stjórnarandstæð- inga um að þeim yrði frestað. Stjómarandstöðuflokkar, sem fengu ekki að taka þátt í kosningunum, höfðu sakað stjórnarflokkinn og Levon Ter-Petrosjan forseta um kosningamisferli. Stjórnin vísaði þessum ásökunum á bug en þær hafa kynt undir áhyggjum erlendis um að lýðræðið standi höllum fæti í Kákasuslandinu. Áttu fótum fjör að launa NAUTUM var lileypt út á götur Pamplona á Spáni í gær þar sem ungir fullhugar öttu kappi við þau á 900 metra langri leið að nautaatshring á San Fermin- hátíðinni. Áttu þeir fótum fjör að launa. Atburðurinn er árleg- ur og öðlaðist heimsfrægð með skáldsögu bandaríska rithöf- undarins Ernests Hemingways, Og sólin rennur upp, sem gefin var út árið 1920. Á myndinni heldur einn mannanna á blaði fyrir framan tvö naut á loka- sprettinum að nautaatshringn- um. Egon Krenz sakaður um svik EGON Krenz fyrrverandi kommúnistaleiðtogi í Austur- Þýskalandi og tveir háttsettir menn aðrir, Horst Dohlus og Giinter Schabowski, hafa verið kærðir fyrir kosningasvindl 1989. Er þeim gefið að sök að hafa hagrætt úrslitum í sveit- arstjómarkjöri í Berlín og Dresden til þess að andstaða gegn arftaka komm- únistaflokksins, SED, kæmi ekki fram að fullu og heldur ekki dræm kjörsókn. Fullar sættir við Víetnam BÚIST er við að Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákveði í næstu viku að taka upp fullt stjórnmálasamband við Víet- nam, að sögn George Steph- anopoulos, ráðgjafa hans. Iranir ánægð- ir með við- skiptabann? AKBAR Hashemi, forseti ír- ans, hélt þvi fram í gær að við- skiptabann Bandaríkjanna gegn íran, sem kom til fram- kvæmda í síðasta mánuði, hefði haft þveröfug áhrif; íranskur efnahagur hefði styrkst við bannið og aldrei staðið betur. Bankaræn- ingi gómaður ÞÝSKA lögreglan sagðist í gær hafa handtekið mann sem tal- inn er vera liðsmaður glæpa- gengis sem rændi fimm milljón- um þýskra marka í banka í Berlín og komst undan með fenginn. Brent Spar lagt á Erfirði NORSK yfirvöld hafa veitt Shell-fyrirtækinu leyfí til þess að leggja Brent Spar olíubor- pallinum á Erfírði í suðvestur- hluta Noregs til eins árs. Leyf- ið er háð því að Bretar taki síðan við borpallinum. Foot fær upp- reisn æru MICHAEL Foot, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, vann í gær meiðyrða- mál á hendur Sunday Times en því var haldið fram í greinum á þremur síðum í blaðinu í febrúar að hann hefði njósnað fyrir Michael Foot sovésku leyni- þjónustuna KGB. Af hálfu blaðsins var fallist á að ekki hefði verið fótur fyrir ásökun- um þess og honum greiddar bætur sem taldar era nema á annað hundrað þúsunda punda. Egon Krenz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.