Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ1995 21 AÐSENDAR GREINAR • • Oryggið tryggt um borð ÞAÐ ER öruggara fyrir sjómenn að halda til sjós í sumar og haust og í næstu framtíð vegna þess að nú er komin ný, öflug, björgunarþyrla til landsins. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, stóð fast í ístaðinu, þegar aðrir ráðherrar vildu skoða málið og skoða, og Ingi Björn Albertsson, fyrrverandi alþingis- maður var öðrum mönnum óþreyttari að taka málið upp á Al- þingi. Sjómenn, og almenningur geta þakkað sér nýju vélina, og að minnsta kosti hugsað hlýlega til þeirra tveggja sem hér eru nefndir. Stór fullkomin björgunarþyrla kostar mikið, og það kostar skild- inginn að reka hana, en furðulegt að menn skuli gera það að sér- stöku umræðuefni. Það eru nefni- lega mannslíf í húfi. Þau verða ekki metin til fjár. Þetta leiðir hins vegar hugann að því að útgerðarmenn og sjó- menn þurfa alltaf að huga vel að öryggismálum. Ef öryggismál sjó- manna væru í fullkomnu lagi þá fækkaði slysum í fýrsta lagi og um leið lækkuðu útgjöldin vegna þessara slysa. Fullkomin öruggis- mál færu vafalaust langt með að skila sér sem rekstrarkostnaður einnar þyriu. Gúmmíbátar Undirritaður hefur í nokkur misseri átt í stælum við Pál Guð- mundsson, fulltrúa hjá Siglinga- málastofnun, aðallega vegna áhuga undirritaðs á öryggismálum sjómanna og sérstaklega öryggi; skoðun og eftirliti gúmmíbáta. I bréfaskriftum okkar hefur nokkuð borið á því, að nefndur Páll hag- ræði staðreyndum. Þetta gerir hann til dæmis í Sjómannadags- blaði Víkings, sem út kom í tilefni hátíðardags sjómanna fyrir skemmstu. Þar segir hann í fyrsta lagi í viðtali, að undirritaður hafi látið prófa gúmmíbát, og í öðru lagi, að viðkomandi bátur hafi þegar verið tekinn úr umferð. Þeg- ar undirritaður kom höndum yfir gúmmíbátinn var báturinn að koma í skoðun. Hann var með öðrum orðum í fullri notkun sem öryggis- tæki. Þetta er sagt til að halda staðreyndum til haga. Prófun Eftir því sem næst verður komist er ein niðurstaða Iðntækni- stofnunar sú, að erfitt sé að setja upp kerfi sem getur gefið vís- bendingar um það hvenær búast má við að gúmmíbátar séu úr sér gengnir. Astæðan mun meðal annars vera sú, að á markaðnum eru mjög margar tegundir gúmmí- björgunarbáta. Þessi almenna nið- urstaða, ef rétt er, hlýtur að verða til þess að eftirlit verður að herða. Stöðugt eftirlit virðist ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að tryggja að gúmmíbjörgunarbátar séu þau .björgunartæki sem þeir oftast hafa verið og eiga að vera. í reglum um skoðun gúmmí- björgunarbáta kemur fram, að skoðunarmönnum er skylt að fylgja fyrirmælum „framleiðenda gúmmíbátanna" og þeirra sem skoða bátana. Samkvæmt reglum skal skoða bátana einu sinni á ári. Nú má velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé, að fyrirmæli framleið- enda eigi heima í reglugerð um skoðun. Spyija má hvort eftirlits- stofnunin, í þessu tilviki Siglinga- málastofnun, þarf ekki að setja sér harðari reglur um skoðun, notkun og endingu bátanna, en reglur um endingartíma eru engar til. Það má líka spyija sig hvort það þjónar ekki hagsmunum sjó- manna, að upplýsa um það með niðurstöðum rannsókna, hvaða gúmmíbátar virðast bestir, og hveijir lélegastir, og vekja athygli sjómanna og útgerðarmanna á því, að gúmmíbátar eru alls ekki gerðir úr varanlegum efnum. Þá þarf að endurnýja og skoða með reglulegu millibili. Slakað á kröfum Páll Guðmundsson viðurkennir í viðtali við Víking, að nokkuð hafi verið slakað á kröfum um „þykkt og gæði gúmmíbáta á bát- um innan við átta metra“. Hann segir að þetta hafi verið gert til að fá „fleiri eigendur þessara báta Jóhann Pálí Símonarson Harðar er barist fyrir auknum afla, segir Jó- hann Páll Símonar- son, en öryggismálum. til að kaupa gúmmíbáta“. Hér slakar stofnunin á öryggiskröfum, að því er virðist, til að fá eigendur til að nota sjálfsögð öryggistæki, gúmmíbjörgunarbátana. Og hver er svo niðurstaðan af þessari tilraun? Samkvæmt um- mælum Páls sjálfs voru fluttir inn og seldir bátar sem standast ekki tímans tönn og innflutningi er hætt. Bátar stóðust ekki þær kröþ- ur sem gera verður til öryggis- tækja.Þetta er skólabókardæmi um að tilraunastarfsemi af þessu tagi gengur ekki þegar öryggis- málin eru annars vegar. Þetta er dæmi um að fjárhagslegir hags- munir eigenda mega aldrei ráða ferðinni í öryggismálum. Þessi „slökun“ var gerð gagnvárt eig- endum báta innan átta metra. Þetta eru smábátar. Vafalaust eru margir eigendanna í Landssam- bandi smábátaeigenda. Þessi samtök hafa með ótrú- legri harðfylgni fengið viðurkennt á Alþingi að ekkert sé athugavert við að þessi bátaflokkur auki afla sinn. Bátarnir sækja grimmt, þeir sækja langt út, mun lengra og víðar en þeir gerðu áður. Samtök- in, sem beijast svo hart fyrir afla- hlut smábátanna, hafa hins vegar beitt sér öðruvísi í öryggismálum. Af sömu hörku hafa þeir barist gegn því að ströngustu kröfur um öryggismál séu settar um smábát- ana. Kröfur um gúmmíbjörgunar- báta í alla báta sem róa og full- komin öryggistæki, eins og sjálf- virka neyðarsenda og fleira. Væri óskandi að Landssambandið sýndi sömu harðfylgni í kröfum um ör- yggismál og aflahlutdeildina. Óskandi væri að Siglingamála- stofnun þyrfti ekki að láta undan þrýstingi og slaka á kröfum, þegar öryggismál sjómanna eru annars vegar. Öryggi sjómanna verður best tryggt um borð. Þyrlan góða kemur þá fyrst að notum, þegar allt annað hefur brugðist. Höfundur er sjómaður í Reykjavík og áhugamaður um öryggismál. Ævintýriá gönguför ÁRNI Bergmann, fyrrum Þjóðviljarit- stjóri, er einhver göngumóðasti póli- tíkus landsins. Hann hefur lengi fetað sömu slóðina en þag- að göngumanna mest um útsýnið. Sagt ósatt með þögninni. Þó hafa menn alltaf vitað um göngufélag- ana. í DV sl. þriðjudag er Árni enn á gangi eftir sömu götunni. Að þessu sinni eins og svo oft áður er stefnan tekin á móti auknu sam- starfi íslendinga við lýðfijálsar þjóðir, sem aðhyllast viðskipta- frelsi og markaðsbúskap. Göngu- Árni Bergmann hefur eignast nýjan göngufé- laga, segir Sighvatur Björgvinsson, sem hér svarar Arna á þjóðleg- um nótum. lagið er samræmt göngulag, fornt. En sá göngumóði segist hafa fundið sér nýjan samferða- mann í stað hinna gamalkunnu, sem allir eru annaðhvort fallnir eða flúnir. Göngumann, sem gangi sömu götu, í sömu átt og viðhafði samræmt göngulag, fornt. Sjálfan forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Duttu mér þá allar dauðar lýs úr höfði en komst að öllu athug- uðu að raun um, að maðurinn var að segja satt. Árni Bergmann hefur eignast nýjan göngufélaga. Á þjóðlegum nótum getur hann því kveðið sitt: Ævintýri á gönguför Löng,^r hún orðin, lífs míns ganga. Góða hef ég átt göngufélaga. Unpr fór ég, og ekki einn saman. Gekk með Marx, í mínu ungdæmi, og Lenín mig leiðandi (báðir eins sköllóttir, báðir eins skeggjaðir; prðungi bregður til fósturs.) Genpm við saman, til gamans okkur. Þá var Stalín, stórmenni. Mærði ég hann, meir'a en nokkum. Makalaus leiðtogi! Sungum við svo, um Sovét-ísland, að senn komi byltingin. Gengum við saman, til gamans okkur. Komu svo Krúsjeff, og karlinn Bulganin; þeir, sem Bería bönuðu, (alltaf fannst mér ófagur, hans augnsvipur; uppgötvaði það, þegar hann var dauður). Svo bilaði Bulganin, bragðust honum fæturnir, en við Nikita gengum, til gamans okkur. Arkað hef égg með Ulbricht, og Erich Honecker, á alýðulýðveldum. Með Gomulka hef ég gengið, og Guttormssonum, yfir uppreisnina í Ungveijalandi. Séð hef ég Sjáseskús, sálarspegla. Gengum allir saman, til gamans okkur. Geng ég enn, glaður í bragði, fundið hef ég nýjan félaga: Forsætisráðherrann, félagi minn, er formaður Sjálfstæðisflokksins; sá er hefur asklok, fyrir upphiminn. Göngum við saman, til gamans okkur. Syng ekki meir, um Sovét-ísland. Ræði hvorki um Marx né Moskvu. Japla því meira, á Jónasi, og á hetjulund höfðingjaþjóðar. Fellur það betur, félaga mínum, þar sem við göngum, til gamans okkur. Mikið vildi ég, að göngutúrinn entist þeirn félögum bæði vel og lengi. Það kemur sér ekki illa fyrir mig og mína. í guðsfriði. Höfundur er alþingismaður og fyrrv. ráðherra. Sighvatur Björgvinsson Grínisti? í MORGUNBLAÐINU þriðju- daginn 4. júlí birtist grein eftir Þorstein Thorarensen; rithöfund og bókaútgefanda. I greininni krefst hann þess að Kolfinna Baldvinsdóttir, fréttamaður Stöð- var 2, og Stöð 2 sjálf biðji hann afsökunar. Hann álítur nefnilega að Kolfinna hafi úthrópað hann sem rasista og arabahatara í frétt sem birtist fyrir einhveiju síðan á Stöð 2. Reyndar nýtir Þorsteinn plássið í blaðinu til að freista þess að inn- heimta þriðju afsökunarbeiðnina. Hana telur hann sig eiga inni hjá Birni Th. Björnssyni, sem Þor- steinn titlar fúskara, en það er önnur saga. Þörf er á að gera eftirfarandi athugasemdir við umrædda grein: í fyrsta lagi, falsar Þorsteinn þá setningu sem styrinn stendur um Ekki er unnt að draga þá ályktun að Þorsteinn, hvað þá Fjölvaútgáfan, sé rasisti, femínisti eða búddisti, segir Kolfinna Baldvinsdóttir, en ljóst má vera að maðurinn er ekki grínisti. og hann í galsa sínum setti á kápu bókarinnar Ævintýra-Trillur. í grein sinni ritar Þorsteinn setning- una svona: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag þessir arabar, en þeir trúa á einn Guð, sem þeir kaíla Alla og er Múham- eð spámaður hans.“ Stáðreyndin er sú að í bókinni Ævintýra- Trillur er setningin rituð eins og hér seg- ir: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag þessir arab- ar, en þeir trúa á ann- an guð sem þeir kalla Alla og er Múhameð spámaður hans.“ í öðru lagi segir Þorsteinn að Kolfinna hafi lýst því yfir bein- um orðum að Þor- steinn og Fjölvaút- gáfan væru sýnilega verstu rasistar. Slíku var aldréi lýst yfir í téðri frétt. Þar fyrir utan er vandséð hvurnig bókaút- gáfa megi vera rasisti. Enginn, hvorki Kolfinna né Stöð 2, þarf að biðja Þorstein afsökun- ar. Nær lagi væri að liann sjálfur bæði Alla eða einhvern honum tengdan afsökunar, sé hann maður til þess. Af skrifum hans að dæma virðast þó líkur á því hverfandi. Þorsteini láðist í grein sinni að sann- færa undirritaða um hvað sé fyndið við setninguna: „Svona geta þeir verið grimm- ir og eru enn í dag þessir arabar, en þeir trúa á einn Guð, sem þeir kalla Alla og er Múhameð spámaður hans.“ Og ekki er upp- haflega ' setningin fyndnari: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag þessir arabar, en þeir trúa á annan Guð, sem þeir kalla Alla og er Múham- eð spámaður hans.“ Það er alveg sama hvernig maður setur setn- inguna fram, ekki bólar á fyndn- inni. Niðurstaðan er því sú að setn- ingarnar eru lausar við allt grín og því má deila um það nætur- langt. hvað Þorsteinn meinti í raun Kolfinna Baldvinsdóttir með þessum „skringilegu skýring- um“ sínum svo vitnað sé í orð hans sjálfs. Af staðreyndum máls- ins er ekki unnt að draga þá álykt- un að Þorsteinn, hvað þá Fjölvaút- gáfan, sé rasisti, femínisti eða búddisti - en ljóst má vera að maðurinn er ekki grínisti. Höfundur er sagnfræðingur og fréttamaðurá Stöð 2. • skartgripir • *•••••* DEMANTAHÚSÍÐ Borgarkringlunni, s. 588-9944

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.