Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 29 HRANNAR GARÐAR HARALDSSON + Hrannar Garð- ar Haraldsson fæddist í Reykja- vík 15. september 1943. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 7. júlí. Ljúk upp og lyft upp hjarta þínu við sólaruppkomuna, eins og blómstrandi blóm, og beygðu höfuð þitt við sól- setrið og ljúk í þögn tilbeiðslu dagsins. Þótt sérhver stund dagsins sé mikilvæg í hans augum, þá er upphafið og endirinn, sólarupp- koman og sólarlagið, fæðingar- stund dagsins og andlátsstund hans að minnsta kosti eftirtekt- arverðastar. (Bæn) Svo segir í hinni helgu bók og svo er um- ævidaga okkar allra. Fæðing og dauði eru helgustu stundir mannsins. Þær eru mestu athafnir mannlegrar ævi. Yfir þeim báðum hvílir sú hula, sem jarðnesk augu fá eigi séð í gegnum. Osk.vinar míns um lengri lífdaga rættist ekki. Hrannar Garðar Har- aldsson hefur beygt höfuð sitt við sólsetur. Hann er hér í þögn að ljúka tilbeiðslu dagsins og við erum að hjálpa honum til þess með samhygð okkar. Trúin, vonin og kærleikurinn yf- irgáfu aldrei eiginkonu hans, Láru, bestu vinkonu mína, í glímu hennar við ráðgátuna miklu sem enginn okkar fær ráðið við. Þótt við skynj- um og vitum innst í hjarta okkar að við höfum hvorki vald né tíma í höndum okkar, þá spyijum við alltaf „af hveq'u?“ Af hverju þurfti Hrannar að beygja höfuð sitt við sólsetrið núna? Núna, þegar feg- ursti tími ársins er í algleymi. Sólin baðar fjöll, jökla og ár. Hvergi er miðnætursólin fegurri en hér hand- an við Snæfellsjökul. Ég og Hrann- ar minntumst oft á hin unaðslegu kvöld sem við vorum svo heppin að upplifa í bernsku. Minningarnar sem Hrannar vinur minn skilur eftir í huga og hjarta endast að eilífu. Hvað var alltaf stutt í han's einlægu kímni. Hvað brosið hans var alltaf breitt. Ég veit að við Lára eigum eftir að rifja þær upp saman. Yerðum sjálfsagt ekki hálfnaðar þegar við setjumst í ruggustólana okkar á elliárum. Já, við Lára vorum ungar og ham- ingjusamar þegar stóra ástin okkar kviknaði með stúdentunum tveimur 17. júní 1966. Þá luku ijögur ung- menni upp hjarta sínu við sólarupp- komu. Ferðirnar voru margar, sem Hrannar fór yfir Atlantshafið til New York að heimsækja Arndísi tengdamóður sína með Láru sinni. Oftast gáfu þau sér tíma til að eiga stundir með mér og fjölskyldu minni úti á Long Island. Ég hlakkaði allt- af til þegar von var á þeim og naut samverustundanna. Uppeldi barn- anna var mikið til umræðu. Þau töluðu um synina Hrannar Örn og Kjartan. Við um dæturnar Huldu og Lindu Ýri. Synir Hrannars og Láru og dætur okkar hafa komist vel til manns. Auðvitað var toppur- inn á tilverunni þegar litli Hrannar Tumi kom í heiminn. Það var eins og barnabarn okkar allra væri að fæðast. Aldrei heimsótti ég mitt heitt- ■ elskaða land án þess að eiga góðar kvöldstundir með Hrannari og Láru. Alltaf var uppáhaldssteikin mín á borðum - lambalæri eða lamba- hryggur. Oftast var setið fram und- ir morgun og heimsmálin rædd. En Hrannar vildi alltaf koma inn á drauma sína og vonir. Hann var svo mikill hugsuður. Hrannar var trúr og tryggur vin- ur í orðsins fyllstu merkingu. Það sannað- ist best þegar ég átti í erfiðleikum á síðasta ári. Hann og Lára reyndust mér þá frá- bærlega vel. Fyrstu jól- in mín aftur á íslandi hefðu orðið erfið án vina minna Hrannars og Láru. Þannig voru þau alltaf með opna arma fyrir þá sem þurftu á hlýju og styrk að halda. Hrannar gafst aldrei upp á að stappa í mig stálinu. Við áttum góða tíma sam- an, þegar við máluðum „grænu hurðina frægu“ á Eiríksgötu. Aldrei kom hann án þess að færa mér eitt- hvað. Yndislegast fannst mér þegar hann kom með pönnukökupönnuna, sendi mér svo uppskriftina góðu í pósti. Hann skildi og fann líðan mína. Fyrir það er ég honum eilíf- lega þakklát. Það er svo erfitt að skilja hvað var að gerast í lífi okkar síðastliðið ár. Á lýðveldishátíðinni á Þingvöll- um í fyrra átti ég ógleymanlegar stundir með Hrannari og fjölskyldu. Og alltaf verð ég þakklát fyrir hinstu kvöldstundina með vini mín- um síðustu Jónsmessunótt. Þá átt- um við þijú, Hrannar og Lára og ég, yndislega kvöldstund, þar sem veikindum var bægt frá, en liðnu árin, jafnvel vonir og draumar, aft- ur rædd. Hafi ég einhvern tíma skynjað, hve stutt er á milli lífs og dauða, þá var það miðvikudagsmorguninn 28. júní sl. Þá var ég hjá Láru minni og við báðar yfir rúmi Hrannars. Ég kveð eftir stutta stund, en stefni á að koma aftur til að sitja hjá Hrannari eftir hádegi. En nokkrum mínútum eftir að ég fer sofnar Hrannar svefninum langa í faðmi Láru sinnar. Við spyijum alltaf: „Af hveiju“, hann á besta aldri, búinn að koma sonum sínum til manns, eignast iít- inn afastrák sem var augasteinn hans, en fáum aldrei svar. Kannski gleymum við oft að vera þakklát, ekki síst fyrir minningarnar sem við getum notið hvar og hvenær sem er. Þegar frá líður, Lára mín, þakkar þú fyrir þessar síðustu vikur. Eink- um fyrir síðustu ferðina með Hrannari. Þér tókst, þó erfitt væri, að fara með Hrannar í drauma- ferðalagið. Saman fóruð þið til Flórída í byijun júní sl. Hvern grun- aði að tíminn væri svona naumur? Það var Hrannari mikils virði að heimsækja systur sína, Þórunni. Hann naut sín vel í faðmi hennar og hún gat ekki gert nógu mikið fyrir bróður sinn. Hrannar og Lára fengu að njóta tveggja vikna á hvítri sandströnd. Og þau fundu hve hjarta þeirra sló saman, á meðan vindur bærðist í laufum pálmatijánna, á meðan þau horfðu saman yfir haf og himin. Kenn oss að kveðja eins og þeir er vita, að þeir eiga aftur að sjást. Kenn oss að minnast eins og þeir er vita, að ekkert gleymist. Kenn oss að syrgja eins og þeir er vita, að þeir eiga að fagna. (Bæn.) Guð veri með þér og íjölskyld- unni, elsku vinkona. Sigrún Siggeirsdóttir. Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin.. . Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) MINNINGAR Hrannar er allur, harmafregn. Við vissum að hveiju stefndi en erum jafn slegin þegar fregnin berst, það er líklega aldrei hægt að undirbúa sig fyrir tíðindi sem þessi. Við settumst saman eitt kvöldið nú í vikunni gamlir vinir og kunn- ingjar til að heiðra minningu Hrannars og rifja upp liðnar stund- ir. Þessi hópur sem við oft köllum „gömlu klíkuna" hefur haldið sam- an meira og minna í hart nær 30 ár. Við höfum fyrst og fremst hist til að ferðast, fagna nýju ári og gleðjast hvert með öðru á hátíðis- og merkisdögum. Alltaf þegar við hittumst hefur okkur fundist við verða táningar aftur, fíflast og látið eins og við gerðum þegar við vorum miklu yngri. Fyrir utanaðkomandi hefur hegðun okkar eflaust þótt skringi- leg og börnin okkar oft hrist höfuð- ið hneyksluð yfir fíflalátunum í „gamla fólkinu“. Við höfum að sjálfsögðu orðið vitni að og fylgst með erfiðleikum hvert hjá öðru en við vorum nú í fyrsta skipti að hittast til að kveðja einn úr hópnum. Við fórum vítt um völl og rifjuð- um upp margar gleði- og ánægju- stundir með okkar ágæta vini og fljótt fundum við hvað það var í fari hans sem okkur er minnisstæð- ast og kærast. Hrannar var búinn þeim alltof sjaldgæfu mannkostum að leggja aldrei illt til nokkurs manns eða mála, hann var manna- sættir af guðs náð enda reyndust honum þesir kostir einkar nota- dijúgir í mörgu starfi er hann sinnti um dagana. Okkur er einnig minnis- stætt hversu vænt honum þótti um börn og var þá sama hvort það voru hans eigin eða okkar hinna. Börnin fundu fljótt slqól og öryggi í návist hans. Mannkostir Hrannars og sú staðreynd að hann er ekki lengur meðal okkar í líkamlegri holdgervingu verður okkur hinum eftirlifandi vonandi hvatning til að virða og rækta jákvæða þætti í fari hver annars og fjölga og njóta bet- ur þeirra stunda sem við getum verið saman. Við söknum Hrannars en vitum að hann er með okkur í þeim skiln- ingi að líf hans hefur haft áhrif á líf okkar. Elsku Lára, synir og aðrir ástvin- ir, við samhryggjumst ykkur inni- lega og vonum að Guð styrki ykkur og hjálpi. Gamli vinahópurinn. Nú eru liðin rúm 30 ár síðan stór hópur kátra ungmenna útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík, þeirra á meðal og síst fyrirferðar- minnstir vorum við nemendur 6. bekkjar B. Reyndar er það svo að við fáar aðstæður kynnast menn betur en við þriggja ára setu, gegn- um súrt og sætt, í slíkum skóla, a.m.k. var svo um B-bekk þennan. Hann var einstaklega samhuga og skemmtilegur hópur, þótt ólík vær- um. Við Hrannar kynntumst þegar á bernskuárum, enda leiksvæði okkar sameiginlegt, „Sundið“, milli Bar- ónsstígs og Snorrabrautar. Þar ið- aði þá allt af lífí og fjöri barnanna sem bjuggu í ferhyrningi þeirra sambýlishúsa er lágu að „Sundinu". Ótal leikir voru búnir til með tilliti til þeirrar staðreyndar að leiksvæð- ið var í raun einn langur stígur, væntanlega ætlaður fyrir „öskubíl- inn“. Þarna þróuðust leikir eins og knattspyrna þar sem hlið gagn- stæðra lóða innan ferhymingsins voru notuð sem mörk, en „völlur- inn“ var langt og mjótt Sundið. Skófluhopp, hástökk, „kúluvarp", með hentugum hnullungi var líka stundað. Oftar en ekki var Hrannar þar fremstur allra enda snemma sterkur, lipur og kappsfullur, sem síðar átti eftir að koma betur í ljós. Leiðir okkar skildu í nokkur ár, vegna flutnings undirritaðs úr hverfinu, en lágu svo aftur saman í menntaskóla. Endurnýjaðist þá vinátta okkar, að hans frumkvæði, eins og ekkert lát hefði orðið á. Hrannar var þegar orðinn fremstur meðal jafningja í knattspyrnufélag- inu Fram. Þar lék hann með öllum flokkum félagsins, í meistaraflokki þess og að lokum með landsliði ís- lands í knattspyrnu. Þótti þar afar traustur miðframvörður sem ekki lét sinn hlut fyrr en í fulla hnef- ana. Ekki breyttist þó viðmót hans, hann var alltaf sami ljúfi félaginn, glaðbeittur og hrokalaus við hvern sem var. Mér fínnst raunar, þegar litið er yfir farinn veg, að í minning- unni um Hrannar standi hæst þess- ir mannkostir hans: hlýtt, látlaust og vingjarnlegt viðmót, glaðværð og drengskapur, hann var ávallt reiðubúinn að leggja öðrum lið. Menntaskólaárin liðu fljótt og eftir sitja einungis minningar um skemmtilegar stundir. Ósjaldan var hitzt á Grettisgötunni, heima hjá Hrannari og hans elskulegu foreldr- um. Þau tóku okkur, oft fyrirferðar- miklum bekkjarfélögum hans, af sömu ljúfmennskunni sem ein- kenndi son þeirra. Margar minning- ar munu geymast í huga mér frá þessu heimili. Nú er Hrannar allur. Við vissum að hann hafði fengið erfiðan sjúk- dóm en ekki hvarflaði það að nein- um að glíman yrði svo snörp sem raun varð á. Hann tók örlögum sín- um af karlmennsku og æðruleysi, bar sig vel og kvartaði aldrei. Mér finnst ég hafa misst mikið og ég veit að ég tala fyrir munn allra í 6-B í Menntaskólanum í Reykjavík 1964. Sárastur er þó missir fjöl- skyldu Hrannars, en hjónaband þeirra Láru var einstaklega far- sælt, þau voru samhent og nánast samferða í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Minning um góðan dreng og mætan vin geymist með okkur bekkjarfélögunum. Ég votta Láru, sonum þeirra og öðrum aðstandendum einlæga sam- úð. Leonhard Haraldsson. Ungur að árum var Hrannar Haraldsson í fjölmennum hópi reyk- vískra unglinga, sem gekk til liðs við Knattspymufélagið Fram með- an félagið átti heimkynni undir Sjó- mannaskólanum. Þetta var á sjötta áratugnum. Unga fólkið kom víða að. Ýmsir komu úr Laugarneshverfi, aðrir úr Vogunum og enn aðrir úr Holtunum og nálægum götum. Hrannar kom af Grettisgötunni. Fljótlega komu í ljós hæfileikar, sem skipuðu honum á bekk meðal þeirra fremstu í yngri flokkum Fram og öðlaðist hann fast sæti í keppnisliðum félagsins, sem á þess- um árum voru nær ósigrandi. í beinu framhaldi tók Hrannar sæti í meistaraflokki félagsins, og aðeins 19 ára gamall, þá nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, varð hann íslandsmeistari, þegar Fram sigraði Val í sögulegum úrslitaleik á Laugardalsvellinum árið 1962. Framtiðin virtist blasa við honum sem knattspyrnumanni, ef ekki hefðu komið til meiðsli, sem gerðu það að verkum, að hann varð að hætta knattspyrnuiðkun allt of snemma. Skozki presturinn og knattspyrnuáhugamaðurinn, séra Róbert Jack, lýsti því yfir oftar en einu sinni, að Hrannar væri eitt mesta efni, sem fram hefði komið í íslenzkri knattspyrnu. Hann var ekki einn þeirrar skoðunar. Þjálfari Hrannars var Guðmundur Jónsson. Hann lét svo um mælt, að þeir Hrannar og Ragnar Jóhannsson væru ekki ólíkir fremstu miðvallar- spilurum þessa tíma, þeim Sveini Teitssyni og Guðjóni Finnbogasyni í Akranes-liðinu. Og sagði síðan, þegar hann var spurður um íslands- meistarana 1962: „Hrannar var sprengikrafturinn í Fram-liðinu. Hann var alltaf á leiðinni, út um allan völl. Hrannar var góður skallamaður, hafði yfír að ráða mjög góðum uppstökkum. Þá var hann skotharður og leikinn. Ef Hrannar hefði ekki átt við bak- meiðsli að stríða, þá hefði hann náð langt.“ I aprílmánuði sl. var efnt til mik- illar knattspyrnuhátíðar á Hótel íslandi. Af því tilefni voru valdir beztu knattspyrnumenn 1. deildar á árunum 1955-1967. Til marks um það hversu hátt Hrannar var metinn má geta þess, að hann var tilnefndur sem einn af fjórum beztu knattspyrnumönnum ársins 1963. Nú eru fjórir horfnir úr íslands- meistarahópnum 1962, þeir Ragnar Jóhannsson, Dagbjartur Grímsson, Baldvin Baldvinsson og nú síðast Hrannar Haraldsson. I hugum Framara er bjart yfír minningu þessara föllnu félaga. Allir voru þeir miklir keppnismenn, sem báru hróður félags síns víða. Alfreð Þorsteinsson. t Hjartanlegar þakkir sendum við til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, GUÐMUNDU LILJU MAGNÚSDÓTTUR frá Hvanná, Furuvöllum 3, Egilsstöðum. Megi Ijósið ávallt lýsa ykkur. Börn hinna látnu og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS J. JÓNSSONAR, Kirkjuvegi 48, Reykjavík. Guðbjört Ólafsdóttir, Kristján Hansson, Bjarni Valtýsson, Þóranna Erlendsdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föð- ur míns, tengdaföður og afa, ÓLAFSTRYGGVASONAR frá Neðra-Dal. Tryggvi Ólafsson, Ragnhildur Eliasdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.