Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 1
wjpitiWbifrife Hausthljoð í strengjum/2 Óheftur hryllingur/4 Leynimakk í leikhúsinu/8 MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. JULI 1995 BLAÐ' Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Viðskiptafulltrúi í stað menningar- fulltrúa í London AÐ SÖGN Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra hefur við- skiptafulltrúi verið sendur til starfa í sendi- ráðinu í London í stað menningarfulltrúa sem starfað hefur þar síð- astliðin fjögur ár. Segir Halldór að Bretland sé eitt mikilvsegasta við- skiptaland Islands og því sé mikil þörf á því að sinna þeim málum vel þar. Utanríkisráð- herra hefur engin áform um að efla kynn- ingu á íslenskri menningu á er- lendri grund. „Ég tel að við getum ekki haft sérstakan menningarfull- trúa við sendiráðið í London", segir Halldór, „enda stöndum við frammi fyrir verulegum niðurskurði á fjár- lögum næsta ár, við verðum því að gæta aðhalds. Auk þess er ég þeirr- ar skoðunar að'það.þurfi að sinna menningarmálum við öll sendiráðin, ekki aðeins í London. Við höfum hafið umræður um það við mennta- málaráðuneytið hvernig við sinnum Halldór Ásgrímsson þessu hlutverki best". Halldór segist ekki telja að tilraunin sem gerð hafi verið með því að setja sérstakan menningarfulltrúa í London hafi mistekist. „Ég tel aðeins að þess- um málum verði að sinna við öll sendiráðin og ég mun leggja áherslu á að þau muni rækja það hlutverk sitt eftir bestu getu." Aðspurður hvort þá eigi að leggja meiri áherslu á menningar- kynningu en hingað til í sendiráðun- um segir Halldór að það fari eftir fjármagninu sem sendiráðin fái til umráða. „Það er dýrt að sinna menn- ingarmálum af þeirri reisn sem væri vissulega við hæfi. En við höf- um engar sérstakar áætlanir um að gera það því það eru engar líkur á að við munum fá aukið fjármagn, fjárveiting mun þvert á móti minnka. Það þýðir ekkert að vera að tala um að gera hluti nema hafa peninga til þess." >-%"? ¦ Ástin á tímum hundaæðisins NYJASTA bók kólumbíska skáldsins Gabriel Garcia Marquez sem komið hefur út á ensku, „Óf Love and Ot- her Demons" (Af ást og öðrum djöfl- um) fær góða dóma í breskum blöð- um, sem segja að vissulega slái Marquez á kunnuglega strengi en frásögnin sé svo heillandi að ekki sé annað hægt en að hríf- ast með. Árið 1949, þegar Marquez var ungur blaðamaður, varð hann vitni að því þegar gaml- ar grafir voru tæmdar til að rýma til fyrir hótelbyggingu. Hver kistan af annarri var brotin upp, líkamsleif- arnar fjarlægðar svo hægt væri að grafa þær annars staðar og rótað í kistunum í leit að verð- mætum. Skyndilega blasti við mönnunum beinagrind stúlku með 22 metra langt koparlitt hár, sem hafði greinilega haldið áfram að vaxa eftir dauða Verkamennirnir létu sér fmnast en Marquez var GABRIEL Garcia Marquez hennar. fátt um heillaður. Saga af 12 ára gamalli markgreifa- dóttur með hár eins langt og brúð- arslör rifjast upp fyrir honum en stúlka þessi gerði hvert kraftaverkið á fætur öðru þar til óður hundur beit hana og hún dó úr hundaæði. I bókadómi Observer segir að Marquez sé heillaður af náttúrulyfj- um og gömlum læknisráðum og nýj- asta bók.hans beri þess glögg merki. Hún sé uppfull af lýsingum á hvaða gagn menn hafi af því að nudda líkamann upp úr kókoshnetuolíu, sítr- ónu og súlfúr. Þá sé skynjunin, ekki síst lykt og hljóð, órjúfan- legur þáttur skrifa hans og myndrænar lýsingar á rotnun mannslíkamans séu einkar skáldlegar, tengist ástinni órjúfan- legum böndum. „Af ást og öðrum djöflum" segir frá stúlkunni ungu, sem smitast af hundaæði, og er talið að hún sé andsetin af djöflinum. Hún er lokuð inn í klaustri þar sem takast henni og einum munk- ástir með anna. Segir í bókardómnum að bók- ina mætti með réttu kalla „Ástina á tímum hundaæðisins", sögu þar sem ástinn og dauðinn takist á í endalaus- um tangó. -ij': \Wr \ ¦'4i;-.''' ÍÍi'íí:' i. ..:¦:. .•-• - . ... 1 d 1 P»-,'/:nig TEHÚS Uchida eru nútíma útgáfa japanskrar hefðar, gerð úr bambus, sem um aldaraðir hefur verið mikilvægt hráefni í japanskri hönnun og list. Kaupmannahöfn. Morgunblaðíð. Listalíf í Japan stendur með miklum blóma. Hluta af þeirri grósku er hægt að sjá í sumar fram til 24. september í Louisiana á Sjálandi. Á sýningunni eru dæmi um allar listgreinar; höggmyndir, innsetningar, málverk, Ijósmynd- ir, listiðhað og verk á mörkum fleiri en einnar listgreinar. Sam- hliða sýningunni verða haldnir fyrirlestrar, tónleikar og kvik- myndasýningar og daglega sýnd- ar heimildamyndir um japanska list og sýninguna. Sýningin heitir „Japan i dag" og eins og nafnið bendir tilsnýst hún um Japan samtímans. Árið 1974 var haldin á Louis- iana mikil Japanssýning, sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, þar sem gerð var grein bæði fyrir fornri japanskri list og samtímalist. Sýningin nú er nokkurs konar f ram- hald fyrri sýningar, þar sem þráðurinn er tekinn upp í samtímanum. En eins og heimsókn á sýn- inguna gef ur glögglega til kynna þá er japanskur menningararf ur enn fyr- irferðarmikið viðfangs- efni japanskra lista- manna, bæði hvað efnivið og innihald viðvíkur. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annar hlutinn snýst einmitt um samspil hefðar og nútimans, sem er svo einkennandi fyrir Japan, hvort sem er á sviði lista eða þjóðlífsins almennt. Hinn hlutinn fjallar um áhrif stórborg- arlífsins, þar sem eru efst á baugi áhrif teikni- mynda og poppstjarna og samspil gamla samfélags- ins og upplýsingaþjóðfé- lagsins. Eftir að ganga í gegn- um herbergi með Jjós- myndum og stika í gegn- um bambusgöng Hiroshi Teshigahara er komið í sal, þar sem skoðandinn stendur frammi fyrir útgáfu Shigeru Uc- hidas af tehúsum. Hús hans eru létt sem fis, gerð úr bambus í ýmsum útgáfum og hægt að taka þau í sundur og setja upp, þar sem þörf er á. Þar fyrir innan eru Rými og myndskyn með jap- önskum hætti ÞETTA er ekki Mikki mús, heldur herra DOB, sem japanski listamaðurinn Murakami hefur skotið upp á stjörnuhimininn, þótt hann svífi vart enn jafn hátt og hinn eini sanni Mikki. skúlptúrar Shigeo Toya, fæddur 1947, nokkurs konar hús eða vist- arverur og verk Emiko Tokus- hige, fædd 1939, stórir óregluleg- ir bögglar úr pálmatrefjum, sem minna á hrossaskhm. Arata Isos- aki er arkitekt, fæddur 1931, og einn af þekktustu arkitektum Jap- ana og þó víðar væri leitað. Hann teflir saman beinum línum og hringformum og notar sveigðan bambus umhverfis byggingar sín- ar, til dæmis bókasafn, sem kynnt er á sýningunni. Og speglaklefi Yayoi Kusama, fæddur 1929, held- ur áhorfandum hugfangnum lengi. Tæknin setur ekki aðeins svip á nútímaþjóðfélagið í Japan, held- ur einnig á listina, eins og gefur að líta í verkum Tatsuo Miyajima, sem fæddur er 1957. í myrku her- bergi er eina Ijósid frá rauðum og grænum blikkandi tölustöfum eins og í mælum, reglu- lega röðuðum upp. Seiko Mikami, fædd 1961, býr til stóran Ijósnskúlpl úr á nótnastatívum, heilt her- bergi með fínlegum l.jós- um, sem blikka, hreyfast og breytast hægt og ró- lega. Popp- og rafmenn- ingin er ótrúlega fyr- irf erðarmikill þáttur í Japan. Hún endurspegl- ast í Ijósmyndum Yasum- asa Morimura, sem leik- ur sér að myndum Micha- el Jacksons og Madonnu, en gat sér annars áður frægð fyrir Ijósmyndir með cigin útgáfum gam- alla listaverka. Teiknimyndir jafnt í kvikmynda- og bóka- f ormi eru áberandi þátt- ur japanskrar samtíma- menningar. Takashi Murakami, fæddur 1962, hefur búið til eigin per- sónu, herra DOB og stór blaðra með haus DOB er ómissandi þáttur sýninga með japanskri samtíma- list. Herra DOB, sem bæði er á Louisiana og á japanskri sýningu í Fen- eyjum um þessar mundir, líkist Mikka mús, en sver sig einnig í ætt við jap- anska teiknimyndahefð. Hér hefur verið stiklað á stóru en eins og alltaf þá er sjón sögu rikari. Og auk þess að gleðja auga og anda á sýningunni þá er tilvalið að ætla sér nógan tíma til að koma við í kaffistofunni og fá sér japanskt góðgæti, sem þar er á boðstólnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.