Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ iuuleut Festist í rusla- rennu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík kom unglingspilti til bjargar um hálffimmleytið í fyrrinótt þar sem hann sat fastur í rusla- rennu húss í Vesturbænum. Pilturinn var lyklalaus en ætlaði engu að síður að komast inn í húsið, sem var mannlaust, og reyndi þessa inngönguleið. Hann komst þó ekki langt og stóð fastur í rennunni. Félagar hans, sem voru með honum, létu vita og var slökkviliðið kallað á staðinn. Fyrst var reynt að smyija hann sápu til að losa hann en það dugði ekki til. Læknir var þá kallaður á staðinn, sem gaf piltinum slakandi lyf. Lúgan var tekin af og losað um piltinn með því að klippa rennuna og bijóta upp steypu í kringum hana. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu tók þetta umstang um það bil eina klukkustund og varð piltinum ekki meint af. Það fylgdi þó sögunni að hann mun sennilega ekki reyna þetta aftur. Sigurður og Hjörtur efstir ítölti SIGURÐUR Matthíasson, Fáki, og Hjörtur frá Hvassa- felli stóðu efstir að lokinni for- keppni í tölti ungmenna á ís- landsmótinu S Borgamesi í gærmorgun með 89,20 stig. Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki, á Litla-Leisti og Sigur- bjöm Viktorsson, Ljúfi, á Hrefnu eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 81,60 og Eyþór Ein- arsson, Í.D.S., fjórði á Krossa með 74 stig. Jöfn í fímmta og sjötta sæti með 73,60 urðu svo Aslaug F. Guðmundsdóttir, Ljúfí, á Glófaxa og Sölvi Sig- urðarson, Herði, á Garpi frá Svanavatni. Stakktví- vegis af TVISVAR var sömu bifreiðinni ekið á brott af vettvangi eftir ákeyrslur um tvöleytið í fyrri- nótt. Meintur ökumaður fannst og er hann grunaður um ölvun. Fyrst var ekið á mannlausa bifreið á homi Barónstígs og Hverfísgötu og stungið af. Síð- an lenti bifreiðinni saman við ökumann á bifhjóli á gatnamót- um Sóleyjargötu og Bragagötu. Bifreiðinni var ekið á brott en bifhjólamaðurinn lá eftir í göt- unni. Meiðsl hans munu vera minniháttar. Bifreiðin fannst læst og mannlaus á Njarðargötu. Skömmu síðar gaf maður sig fram við lögreglu í miðbænum og tilkynnti að bílnum sínum hefði verið stolið. Við frekari athugun kom í ljós að maðurinn var með lyklana að umræddri bifreið, þeirri sömu og fannst á Njarðargötu, á sér. Engin um- merki um innbrot eða að tengt hefði verið framhjá sáust á bif- reiðinni. Maðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, er því sjálfur grunaður um aksturinn. Lögreglan í Reykjavík tók átta ökumenn fyrir meinta ölv- un við akstur í fyrrinótt. Tals- verður erill var í miðborginni, þar sem voru um tvö þúsund manns, en allt fór friðsamlega fram. FRÉTTIR Hjúkrunarfræðingar á skurðdeildum hóta að hætta 1. október Spánveij- arnir komu í Unaðsdal Flugvélahlut- amir í land FLUGVÉLAHLUTARNIR sera komu í troll Sigurbjargar ÓFl frá Ólafsfirði, þar sem áhöfn hennar var við veiðar á Jökuldýpi fyrir skömmu, eru komnir í land í heimahöfn skipsins. Á myndinni sést hjólbarðinn stóri sem sagt var frá hér í blaðinu og bensín- tankur. Þó tankurinn megi muna fífil sinn fegurri, sýnist mönnum að á honum standi ártalið 1944. Fyrir fjörutíu árum fórst bandarísk bensín- flutningavél á sömu slóðum og flugvélahlutarnir komu í trollið nú. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon SPÆNSKA parið, sem leitað var að á Drangajökli á miðvikudag og fímmtudag, kom í Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd seint í fyrrakvöld. Lög- reglan á Hólmavík hitti fólkið og talaði við það með aðstoð túlka. Þau lýstu ferðaáætlun sinni fyrir lögreglu en hana höfðu þau hins vegar hvergi skilið eftir, hvorki á bænum Skjaldfönn, þaðan sem þau lögðu af stað á mánudag, né í bíl sínum. Þau kváðu það ekki hafa hvarflað að sér að það væri nauð- synlegt. Þau sögðust hafa gengið inn í Skjaldfannardal, upp á fjallið og síðan norðaustur yfír jökulinn með viðkomu í Hrolllaugsborg á 10-12 tímum í góðu veðri. Er þau hafí komið af jöklinum hafí þau gengið eina 3 tíma í þoku með sjónum að neyðarskýlinu í Furufírði og komið þangað um kl. 12 á þriðjudag. Það- an hafi þau farið kl. 7 á fimmtu- dagsmorgun og gengið yfír Skorar- heiði yfir í Hrafnsfjörð og komið í neyðarskýlið þar kl. 11. Þar voru þau þegar Björgunarsveitin Ernir frá Bolungarvík fann þau. Þakklát leitarmönnum í frétt frá sýslumanninum á Hólmavík segir að Spánveijarnir vilji koma á framfæri að þeir séu leiðir og undrandi yfír því að svona skyldi fara og jafnframt þakklæti til allra sem leituðu þeirra. Rikisútvarpið undirbýr útboð Býður út langbylgju- sendi á Gufuskálum RÍKISÚTVARPIÐ er að undirbúa útboð á 300 kílóvatta langbylgju- sendi sem setja á upp á Gufuskálum. Eyjólfur Valdimarsson, yfírmaður tæknisviðs Ríkisútvarpsins, segir að sendirinn verði stærsti hluti um 300 milljóna króna framkvæmda á staðnum. Koma 200 milljónir frá ríkinu en RÚV leggur til 100 millj- ónir kr. Sendirinn verður settur upp við 412 metra mastur lóranstöðvarinnar á Gufuskálum sem lögð var niður um síðustu áramót. Útboðið verður í júlí, nær til EES-svæðisins og fer í gegnum Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir að stöðin verði komin í gagnið sumarið 1996 og segir Eyjólfur að þá verði lang- bylgjustöðin á Vatnsenda lögð nið- ur, en _hún er með 100 kílóvatta sendi. Á nýja stöðin að bæta veru- lega langbylgjusendingar um vest- urhluta landsins og miðin í kring. „Helstu skurðstofur landsins lamast“ UM 100 svæfínga- og skurðhjúkr- unarfræðingar á skurðdeildum Landspítala og Borgarspítala hyggjast hætta störfum 1. október nk. í kjölfar þess að ráðningarsamn- ingi þeirra var sagt upp nú um mánaðamótin. Hjúkrunarfræðingum var boðinn nýr ráðningarsamningur sem felur í sér breytingar á vaktakerfí þeirra, en þeir telja hann leiða til kjara- skerðingar sem nemi 20-50 þúsund krónum á mánuði eftir einstakling- um og að forsendur fyrir ráðningu þeirra séu brostnar. „Við getum ekki sætt okkur við nýjar forsendur því þær hafa í för með sér mikla kjaraskerðingu sem er algjörlega óviðunandi, og því munum við ganga út 1. október verði ekki breyting á. Ef af verður lamast helstu skurðstofur lands- ins,“ segir Bryndís Þorvaldsdóttir, einn forsvarsmanna skurðstofu- hjúkrunarfræðinga. Hún segir nokkra mánuði liðna síðan áform um breytingar á vaktakerfi urðu ljós, en ekki hafí tekist að semja við hjúkrunarforstjóra spítalanna um málamiðlun. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna kveðst ekki trúa öðru en að lausn finnst á deilunni áður en hjúkrunarfræðingar leggja niður störf. Verði hins vegar af slíku, hafí það mjög mikil áhrif á alla starfsemi sjúkrahúsanna. Vinnutími færður til Hjúkrunarfræðingar á skurð- deildum hafa annars vegar verið á morgunvöktum frá klukkan 7.30 eða 8 til 15.30 eða 16 og hins veg- ar á sk. gæsluvöktum frá klukkan 15.30 eða 16 til næsta morguns. Störf á gæsíuvakt hafa verið greidd í yfírvinnu og tvöföld yfirvinna greidd eftir 16 tíma vinnu, eða á miðnætti. Samkvæmt fyrirhuguð- um breytingum á ákveðinn hluti hjúkrunarfræðinga, en alls er um 90 stöðugildi að ræða á skurðdeild- um beggja sjúkrahúsanna, að mæta klukkan 12 eða 13 eftirleiðis og vera á vakt til 20 eða 21 og fá greitt vaktaálag eftir klukkan 17. Gæsluvakt hefst þar af leiðandi ekki fyrr en eftir klukkan 20-21 og tvöföld yfirvinna því ekki greidd fyrr en 4—5 um nóttina. „Á sama tíma eru samstarfs- me’nn okkar á skurðdeildum, s.s. læknar og meinatæknar, komnir í yfírvinnu eftir klukkan 16, þannig að verið er að taka út fámenna stétt hjúkrunarfræðinga og breyta vinnufyrirkomulagi hennar sem raskar fjárhagsstöðu og oft á tíðum flölskyldulífi, meðan aðrar stéttir eru óáreittar," segir Bryndís. Glímt við myndina af sjálfum sér ► Svavar Gestsson og Morgun- blaðið skeggræða jafnaðarstefn- una eins og hún birtist í nýrri bók þingmannsins, Sjónarrönd./lO Konan að baki forset- anum ►Mira Markovic, eiginkona Slobo- dans Milosevic, er sögð valdamesta konan í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Hún er heittrúaður kommúnisti, doktor í marxískri félagsfræði og þykir koma einkar illa fyrir./13 Upplýsingar eru ekki viska ►Kanadíski hagfræðingurinn dr. William H. Melody aðstoðar nú Dani við að koma upp við Tækni- háskólann alþjóðlegri Rannsókn- amiðstöð um upplýsingatækni. Hann var fyrirlesari í Skálholti á ráðstefnu norrænu kirknanna um upplýsingamiðlun. Elín Pálmadótt- ir ræddi við hann ./16 Úr vörn í sókn ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Ólaf Jónsson framkvæmdastjóra Rifóss. ./18 B ► 1-24 Niður hafsins hefur sinn hljóm ►Það er hvergi komið að tómum kofunum hjá þeim Guðjóni og Ósk- ari Garðakotsbræðrum við Dyr- hólaey. Árni Johnsen og Ragnar Axelsson sóttu þá heim ./1 Á hátlndinum ►Breska rokkhljómsveitin Pink Floyd hefur ekki verið í meiri metum á 30 ára ferli sínum./2 Pottasamfélög ►Pottasamfélög eru sérstakt fyr- irbæri sem fyrirfinnast í flestum ef ekki öllum sundlaugum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæð- inu. Sögur fara af því að í kringum þessi samfélög fari allt eftir óskráðum reglum og vei þeim sem með hegðun sinni treður fastagest- um um tær, jafnvel þótt óafvitandi sé./4 BÍLAR ► 1-4 Audi A3 á markað með haustinu ►Fyrsti smábíll verksmiðjanna í yfir20ár./1 Reynsluakstur ►Rúmgóður Astra langbakur með duglegri dísilvél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 32 Leiðari 22 Fólk I fréttum 34 Helgispjall 22 Bíó/dans 36 Reykjavikurbréf 22 íþróttir 40 Minningar 24 Útvarp/sjónvarp 41 Myndasögur 30 Dagbók/veður 43 Bréf til blaðsins 30 Mannlífsstr. 6b ídag 32 Dægurtónlist 8b Brids 32 Kvikmyndir 10b Stjömuspá 32 INNLENDAR FI IÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.