Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 6
V 300 r t TfíT 0 t^/nrTT^T/np 6 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 ERLENT Ógæ íuleg- byrjun í Areneníu Þingkosningar sem áttu að heita „frjálsar“ fóru fram í Armeníu í síðustu viku. Stjórnar- andstaðan hefur mátt • sæta margvíslegum þvingunum og vonir um að lýðræðið nái að skjóta rótum í landinu fara ört dvínandi. ERLENDIR sendimenn sem fylgdust með fram- kvæmd þingkosninga í Armeníu á miðvikudag hafa kveðið upp þann dóm að leik- reglur lýðræðisins hafi verið hundsaðar með öllu. Armenía hafði fram til þessa verið það ríki Sovétríkjanna sálugu þar sem lýð- ræðisþróunin var talin eiga einna besta möguleika. Nú halda mann- réttindahópar, lögmenn og full- trúar stjórnarandstöðunnar því fram að forseti landsins, Levon Ter-Petrosjan, sé að leggja grunn að nýrri aíræðisstjórn. Stjórnin var farin að fagna sigri á föstudag og virtist stjórnar- skrárbreyting, sem færir forset- anum aukin völd á kostnað þings- ins, hafa verið samþykkt með rúmlega 70 af hundraði atkvæða. Tvær milljónir manna voru á kjörskránni en strax í upphafi kosningabaráttunnar tók að bera á ásökunum um að stjómarand- stöðunni væri gert erfitt fyrir með ýmsum hætti. Þessar ásakanir staðfesti alþjóðleg sendinefnd á vegum ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, á fimmtudag, þótt ekki tæki hún jafn djúpt í árinni og andstæðing- ar forsetans. Stjórnarandstæðingar fangelsaðir Þetta áttu að heita fyrstu „frjálsu" þingkosningarnar í Armeníu frá því að Sovétríkin liðu undir lok við áramótin 1991-1992. Stjómarandstaðan varð fyrir miklu áfalli í upphafi baráttunnar þegar 105 ára gömlum stjórn- málasamtökum, Byltingarsam- bandi Armeníu, sem yfirleitt er nfefnt Dáshnak, var meinað að taká þ'átt' í kosningunúm. Margir helstu leiðtogar samtakanna voru fangelsaðir, án þess að fram hefðu farið réttarhöld, á grundvelli ákæru um „starfsemi sem beind- ist gegn hagsmunum ríkisins." Dagblöð sem samtök þessi gáfu út hafa verið bönnuð og haft hef- ur verið í hótunum við ýmsa aðra fjölmiðlamenn í Armeníu, glæpa- flokkar hafa iðulega ruðst inn á skrifstofur og unnið þar tjón. Lög- menn hina handteknu hafa sætt misþyrmingum á götum úti. Lýsingar á borð við þessar eiga prýðilega við í flestum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna en á óvart kemur að þróunin skuli hafa orðið þessi í Armeníu. Landsmenn eru lausir við þá eilífu baráttu hinna Reuter LEVON Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, greiðir atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á miðvikudag. ýmsu niinnihlutahópa, sem svo mjög einkennir þjóðlífið víða í Austur-Evrópu og í ríkjum þeim sem áður heyrðu Sovétríkjunum til, og um átta milljónir Armena búa utan heimalandsins og veita öflugan stuðning. Af þessum sök- um þótti mörgum sem Armenar væru sú þjóð fyrrum Sovétríkj- anna sem mesta möguleika ætti á að losna undan skugga sovét- tímans og komast í hóp raunveru- legra lýðræðisríkja. „Með sama áframhaldi verðum við brátt efst- ir á lista yfir ríki þau sem stunda mannréttindabrot,“ segir lögmað- urinn Ruben Rshtuni en hann hefur tekið að sér að veija einn leiðtoga Dashnak. Pólitík og orkuskortur Auk þess sem kosnir voru 190 fulltrúar til setu á þingi Armeníu fór jafnframt fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um nýja stjórnar- skrá sem kveður á um að forseta- embættið skuli vera miðstöð fram- kvæmdavaldsins í landinu. Alls fengu 13 flokkar að taka þátt en níu voru af ýmsum ástæðum dæmdir úr leik. Talsmenn stjórn- arandstöðunnar fullyrða að gróf- lega hafí verið brotið gegn réttind- um andstæðinga forsetans. Þann- ig hefur rafmagn löngum verið skammtað í Yerevan, höfuðborg Armeníu, en skortinn má rekja til deilu Armena við nágrannaþjóð- ina Azera um yfirráð yfir héraðinu Nagorno-Karabakh. Orkuskortin- um var ekki fyrir að fara daginn fyrir kjördag þegar Ter-Petrosjan flutti sjónvarpsávarp. Þvert á móti logaði á hverri týru og allir gátu meðtekið boðskap forsgtans. Orkuskorturinn var aftur orðinn sérlega alvarlegur þegíir roðin var komin að stjórnarandstöðúhiíi. Stöðugleika og efnahagshjálp ógnað Forsetinn lagði einkum á það áherslu í kosningabaráttunni að flokkur hans einn, Armenska þjóðernisfylkingin, gæti tryggt nauðsynlegan stöðugleika í land- inu. Fengi hann ekki meirihluta á þingi myndi upplausn ríkja innan skamms og öll erlend aðstoð við Armeníu brátt heyra sögunni til. Levon Ter-Petrosjan lýsti einnig yfir því að stríðið við Azera myndi blossa upp á ný höfnuðu kjósend- ur forystuhlutverki flokks hans. Stjórnarandstaðan hefur eink- um beint spjótum sínum að kjör- nefnd þeirri sem skipulagði kosn- ingamar. Nefnd þessi neitaði að viðurkenna Dashnak-hreyfinguna og kom þannig í veg fyrir að einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn gæti keppt um þau 40 þingsæti sem kosið var um samkvæmt landslistum. Hins vegar voru um 30 frambjóðendur á vegum flokksins í framboði í 150 ein- menningskjördæmum en þá undir því yfirskyni að þar færu óháðir. Kvennalistar takast á Kjömefndin neitaði einnig að viðurkenna fjögurra ára gömul stjórnmálasamtök kvenna, „Kon- ur Armeníu", sem einnig teljast til stjórnarandstöðunnar. Hins vegar lagði nefndin blessun sína yfir framboð annars kvennalista, sem barinn var saman í miklum flýti, en þar var að finna m.a. eiginkonur utanríkisráðherra Armeníu og ritara forsetans. Aðgerðimar gegn Dashnak hófust í desember í fyrra eftir að borgarastjóri Yerevan, Hambarts- um Galtsian, var ráðinn af dögum. Galtsian hafði verið samstarfs- maður forsetans en síðan snúið við honum baki og gengið til liðs við stjómarandstöðuna. Ter-Pet- rosjan gaf út tilskipun þess efnis að flokkurinn skyldi leystur upp á þeim forsendum að flokksmenn tengdust morðinu. Líklegt er talið að enn verði töf á að réttarhöld hefjist yfír þeim gmnuðu. Einn þeirra sem ákærðir hafa verið fyrir illvirkið hefur þegar látist í fangelsi. Einkavæðing og erfið kjör Dashnak flokkurinn, sem nýtur mikils stuðnings Armena í Banda- ríkjunum, hafði í málflutningi sín- um einkum lagt áherslu á hrakleg og versnandi lífskjör almennings, sem sagt var að rekja mætti m.a. til einkavæðingar í Armeníu. Das- hnak er sósíalísk hreyfing og þyk- ir sýnt að málflutningurinn féll í frjóan svörð meðal þessarar fá- tæku þjóðar en mánaðarlaun rík- isstarfsmanns eru nú um 500 krónur. Levon Ter-Petrosjan virð- ist hafa ákveðið að láta til skarar skríða gegn hreyfíngunni áður en svigrúm hans yrði takmarkað frekar. Lýðræðið stendur víða höllum fæti í Sovétríkjunum sálugu og Austur-Evrópu en von Armena felst einkum í þrýstingi erlendis frá enda em Armenar víða áhrifa- miklir minnihlutahópar, ekki síst í Bandaríkjunum. MORGUNBLAÐIÐ Tyrkir ljúka aðgerðum gegn Kúrdum Herför Tyrkja mótmælt í Irak Ankara, Nikosiu. Reuter. TYRKIR sögðu á föstudagskvöld að herlið sem sent var á fimmtudag inn í norðurhéruð íraks til að leita uppi kúrdíska skæruliða væri á för- um heim á ný. írakar mótmæltu herförinni harðlega og sögðu að hún væri „ósvífin árás á fullveldi“ íraks. Skæmliðamir hafa bækistöðvar sínar í írak, þar sem fjöldi þjóð- bræðra þeirra býr, en hafa gert þaðan árásir inn á tyrkneskt land- svæði. Talsmenn tyrkneska hersins sögðu að innan við 3.000 menn hefðu tekið þátt í aðgerðinni, 90 skæmliðar hefðu fallið og fimm hermenn. Tyrkneska liðið er stutt herþotum og þyrlum. 3.000 manns á flótta Talsmenn Tyrklandsstjórnar sögðu að engir óbreyttir borgarar hefðu látið lífið eða særst í aðgerð- inni. Kúrdískur embættismaður í írak sagði í gær að 3.000 Kúrdar hefðu lagt á flótta í norðurhluta íraks. „Þeir bíða ekki rólegir eftir því að fá næstu sprengju í haus- inn,“ sagði hann. Skæruliðamir eru úr röðum Kúrdíska Verkamannaflokksins, PKK, sem hefur barist fyrir sjálf- stæði Kúrda í Tyrklandi í meira en áratug. í mars sl. sendu stjórnvöld í Ankara um 35.000 manna lið á sömu slóðir til að gera út af við hreyfinguna. Hernaðurinn stóð í sex vikur og var því lýst yfir að skæru- liðar hefðu goldið afhroð en heimild- armenn sögðu að PKK myndi rísa upp á ný. Það þykir sýna vel að aðgerðin í mars hafi verið árangurs- lítil að nú þegar skyldi vera gerð ný innrás í Norður-írak. Kasparov Titilvörn í New York? New York. Reuter. GARRY Kasparov vill veija heimsmeistaratitil sinn efst á World Trade Center í New York til að geta notið útsýnis- ins þar. Rudolph Giuliani, borgar- stjóri New York, kvaðst hafa böðið Kasparov að tefla á 110. hæð byggingarinnar og að samkomulag kynni að nást um það í vikunni. Gert hafði verið ráð fyrir að Kasparov myndi tefla við Visw- anathan Anand í Köln í Þýska- landi og einvígi þeirra á að hefjast 10. september. Reuter „Leiðtoginn mikli“ syrgður NORÐUR-Kóreumenn minntust þess í gær, laugardag, að ár er liðið frá andláti Kims U-sungs, „leiðtogans mikla“. Sonur hans, Kim Jong-il, tók þátt í minningar- athöfn af þessu tilefni og er þetta í annað sinn á tveim dögum sem hann hefur komið fram opinber- Iega en hann hefur lítið látið á sér bera frá andlátinu. Á myndinni syrgja kóreskir íbúar í Japan Kim Il-sung, sem var leiðtogi Norður-Kóreu frá stofnun ríkisins árið 1948 til dauðadags. Lögreglustjóri London gagnrýndur Segir svarta fremja flestar líkamsárásir London. Reuter. LÖGREGLUSTJÓRI London, Paul Condon, kallaði yfir sig hávær mót- mæli á föstudag þegar hann hélt því fram að ungir svartir karlmenn fremdu flestar líkamsárásir í höfuð- borg Bretlands. Condon skoraði á frammámenn í borginni að „taka á brenninetl- unni“ og horfast í augu við vand- ann. „Það hefur ríkt skiljanleg var- kárni í umræðum um þessa hluti,“ sagði lögreglustjórinn í samtali við dagblaðið The Daily Telegrapli. „Ég óttast að þessi varkárni geti leitt til aðgérðarleysis." Leiðtogar svartra, mannréttinda- hreyfingar og forystumenn stjórn- arandstöðunnar gagnrýndu orð Condons harkalega. „Það er rétt eins hægt að slá fram tölum um að hvítir, miðaldra karlar úr yfir- stétt fremji yfirgnæfandi meirihluta fjármálaglæpa í London," sagði Paul Boateng, svartur þingmaður Verkamannaflokksins. Líkamsárásum í London hefur fjölgað úr 13 þúsund í 23 þúsund á ári á undanförnum fimm árum. Samkvæmt tölum lögregiu bera átta af hveijum tíu fórnarlömbum líkamsárása því vitni að svartir karlar á táningsaldri eða rétt yfir tvítugu hafi ráðist á þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.