Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEYFIÐ börnunum að koma til mín... Eignast sogufrægt hús sem langafi hans byggði í Hafnarfirði Viðamiklar endur- bætur áformaður l Morgunblaðið/Júlíus ÞAU Berta G. Guðmundsdóttir og Þorgils Ottar Mathiesen hafa fest kaup á Strandgötu 49 í Hafnarfirði og hyggjast færa húsið í það horf sem þessari sögulegu byggingu sæmir. EIGENDASKIPTI urðu fyrir skömmu á húsinu við Strandgötu 49 í Hafnarfirði, er þau Þorgils Óttar Mathiesen og unnusta hans, Berta G. Guðmundsdóttir, keyptu húsið af Einari Þorgilsson og Co. hf. Hús þetta var byggt 1907 og hefur því lengi sett svip á miðbæ Hafnarfjarð- ar. Það var byggt af Einari Þorgils- syni, útgerðarmanni og kaupmanni, langafa Þorgils Óttars. Upphaflega verslun og fiskgeymsla Húsið er járnklætt timburbjálka- hús, er síðar var forskalað utan á jámklæðinguna. Það var í upphafí byggt sem verslun og fískgeymsla og geymsla fyrir útgerðarvörur. I bókinni Hafnarfjarðarjarlinn,_ Ein- ars saga Þorgilssonar eftir Asgeir Jakobsson segir að Einar hafí feng- ið stórt fiskverkunarsvæði framaf fískverkunarhúsi því sem fylgdi með í kaupum Einars, og þáverandi fé- laga hans Bergs Jónssonar, á eign- um Útgerðarfélagsins við Hafnar- fjörð. Við lækinn á svokallaðri Móa- flöt reisti Einar húsið sem síðar varð Strandgata 49. Árið 1934 var gerð viðamikil breyting á húsinu. Ami Mathiesen tengdasonur Einars hafði nokkru áður tekið við verslunarstjórastarfí í verslun Einars og fært hana í nýtískulegra form en áður þekktist. í kjölfarið var búðarplássið stórlega stækkað þegar fískverkunarhúsið var innréttað sem verslun. Upphaf- lega verslunarhúsnæðið er nú afþilj- að frá því húsnæði sem síðar var notað undir verslun. Þar er enn að finna eina elstu upprunalegu versl- unarinnréttingu landsins; búðardisk með skúffum fyrir matvöra, skrif- púlt, gamla vigt og peningakassa. Kaupendumir, þau Þorgils Óttar og Berta Guðmundsdóttur, hyggjast gera endurbætur á húsinu en halda upprunalegu útliti þess. Þau stefna á að búa á efri hæðinni og leigja jarðhæðina til atvinnustarfssemi, líklegast til verslunarreksturs, eins og verið hefur frá því húsið var byggt. Á jarðhæð er nú rekin ein elsta verslun landsins í einkaeign, verslun Einars Þorgilssonar en hún er nú rekin af hhitafélagi í eigu fjöl- skyldu Þorgils Óttars. Húsið þarfnast endurnýjunar við og stefnt er á framkvæmdir utan á húsinu næsta vor. „Þetta era dýrar framkvæmdir og því gerum við að- eins einn hlut í einu. Við þurfum að selja eigið húsnæði til að geta keypt húsið og því ætlum við að að flytja inn sem fyrst í það sem nú er 60 fermetra skrifstofuhúsnæði og gera það íbúðarhæft, segja þau Þorgils og Berta. Ætla að halda möguleikunum opnum Stór hluti efri hæðarinnar er nú nýttur undir geymslur og hyggjast þau Þorgils og Berta jafnvel nýta þann hluta undir íbúðarhúsnæði í framtíðinni og þar með stækka við skrifstofuhúsnæðið sem þau era í þann mund að gera íbúðarhæft. Einnig kemur til greina að breyta geymsluhúsnæðinu í skrifstofuhús- næði. Tíminn mun leiða það í ljós en unga parið ætlar að halda mögu- leikunum opnum. „Þetta er viðamikið og spennandi verkefni og áhuginn fyrir gömlum húsum og sögulegu gildi þeirra er sífellt að aukast,“ segir Þorgils Ótt- ar. Hið íslenska Biblíufélag 180 ára Ný þýðing Gamla testamentisins stærsta verkefnið Sigurður Pálsson Elsta starfandi félag á íslandi, Hið ís- lenska Biblíu- félag, fagnar 180 ára af- mæli í dag. Félagið er þverkirkjulegt; samtök kirkjunnar manna úr öll- um kirkjudeildum. Biskup íslands er sjálfkjörinn forseti en stjórn félagsins er 'skipuð mönnum úr Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum, bæði lærðum og leikum. Sr. Sigurður Pálsson, framkvæmda- stjóri félagsins, sagði blaðamanni frá tilurð þess og starfsemi nú. - Hvetjir stóðu að stofnun félagsins hér? „Félagið var stofnað 10. júlí 1815 í kjölfar heimsóknar Skotans Ebenezers Hendersons, sem ferð- aðist um landið sumrin 1814 og 1815 og hafði með sér til dreif- ingar Biblíur og Nýja testamenti á íslensku sem þá hafði verið mikill skortur á í landinu. Það var meira að segja svo að ekki áttu allir prestar Biblíur til að lesá úr. Þetta var í biskupstíð Geirs Vídalíns en Árni Helgason, sókn- arprestur í ReykjaVík, sem síðar varð prófastur að Görðum á Álfta- nesi, var frammámaður og drif- íjöður í starfínu fyrstu árin og predikaði við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni daginn sem félagið var stofnað. Afmælisins verður ein- mitt minnst með guðsjónustu í Dómkirkjunni í dag þar sem Sig- urbjöm Einarsson biskup predikar og menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, flytur ávarp.“ - Hver eru helstu verkefni fé- lagsins um þessar mundir? „Stærsta verkefnið er ný þýð- ing á Gamla testamentinu, úr frammálinu, hebresku, sem unnið hefur verið að undanfarin sjö ár. Til að almenningur og aðrir, sem láta sig málið varða, geti komið athugasemdum sínum á framfæri hefur þýðingamefndin gefið út tvö rit til kynningar á þýðingunni og hið þriðja er væntanlegt á næst- unni. Vonir standa til að einnig verði hægt að hefja þýðingu á Nýja testamentinu innan skamms. Onnur viðfangsefni eru hvunn- dagslegri eins og útgáfa Bibl- íunnar og að sjá til þess að hún sé sífellt til á markaði í margs- konar búningi, á verði sem öllum hentar við öll tækifæri. Jafnframt hefur félagið gefið Biblíuna út í tölvutæku formi ásamt leitarforritum, svo það er verið að mjaka sér inn á tölvu- öldina. Útgáfa fyrir PC-tölvur kom út um síðustu áramót og út- gáfa fyrir Macintosh- tölvur er væntanleg síðari hluta sumars." - Hver eru tengsl félagsins út á við? „Við eram aðili að því sem heitir Sameinuðu Biblíufélögin, sem eru gríðarlega öflug samtök Biblíufélaga um allan heim. Þau beita sér í sameiningu fyrir þýð- ingu Biblíunnar á fjölmörg ný tungumál á hveiju ári. Oftar en ekki eru þýðendur jafnframt að búa til ritmál viðkomandi þjóða því Biblían er gjarnan fyrsta bók- in sem þýdd er. Sömuleiðis hafa Sameinuðu Biblíufélögin leitast við að stuðla að útgáfu og dreif- ►Sigurður Pálsson fæddist í Reykjavík 1936 og hefur alið þar allan sinn aldur. Hann tók kennarapróf árið 1957 og kenndi í grunnskóla í 12 ár. Starfaði sem skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka, var námsstjóri í kristnum fræðum í menntamálaráðuneytinu og forstöðumaður útgáfusviðs Námsgagnastofnunar í nokkur ár. Sigurður lauk BA-prófi í guðfræði og uppeldisfræði 1978 og kandídatsprófi í guð- fræði 1986. Hann vígðist sem prestur 1988 og leysti af í Hallgrímskirkju um eins árs skeið. Hann réðst svo sem framkvæmdasljóri Hins ís- lenska Biblíufélags haustið 1990. Síðastliðin 12 ár hefur hann kennt trúaruppeldisfræði og kennslufræði kristinna fræða við Kennaraháskólann. Sigurður er kvæntur Jóhönnu G. Möller söngkonu. Þau eign- uðust tvær dætur og eiga þrjú barnabörn. ingu Biblíunnar í löndum sem era aðkreppt eins og austantjalds- löndin og sum Afríkuríki. Biblíunni og biblíuritum var dreift í rúmlega 600 milljón ein- tökum á síðasta ári á vegum fé- laga í Sameinuðu Biblíufélögun- um. Biblían og einstök Biblíurit eru núna tiltæk á 2.092 tungu- málum og sennilega eru eitthvað um 600 þýðingarverkefni í gangi. Hér á landi fer Biblían í heild sinni í rúmum 2.000 eintökum árlega og Nýja testamentið í um 6.000 eintökum á ári. Á þessu ári er Hið íslenska Biblíufélag að safna fé til þess að hjálpa til við prentun Biblíunnar í Kína. Bibl- íuprentsmiðja hefur verið sett upp í Nanjing og hafa samtökin séð henni fyrir pappír en hann er ekki fáanlegur þar. Prentsmiðjan annar ekki eftirspurn eftir Biblíum. Ástæðan fyrir því að við lögð- um sérstaka áherslu á þetta verk- efni á þessu ári er sú að Ólafur Ólafsson kristniboði, sem var öt- ull Biblíufélagsmaður á sjötta og sjöunda áratugnum, hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Hann var kristniboði í Kína á sínum yngri árum, mikill áhugamaður um starf Biblíufélagsins og reyndar starfsmaður þess um skeið. Við ákváðum að tengja þetta saman með því að heiðra minningu hans og líta með honum til Kína með þessum hætti.“ Biblíuritum dreift í 600 milijónum ein- taka á ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.