Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Olafur: „Það er óvenjuleg aðferð að íslenskur stjórnmálamaður skrifi bók og leggi heilsteypta hug- myndafræði fyrir þjóðina. Sumir myndu kannski segja sem svo að þarna værir þú að stinga höfðinu í gin ljónsins. Þarna væri horfið frá þeirri uppáhaldsaðferð stjóm- málamannsins að halda möguleik- um opnum og vera óskýr í svörum og boðið upp á að láta hanka sig á hinu og þessu. Af hvetju þessi aðferð?“ Svavar: „Eg hef verið í pólitík alla mína ævi svo að segja. Ég hef alltaf verið fjarska- lega pólitískur," segir þingmaðurinn og skýt- ur inn í að hann hafi meira að segja stutt Sjálfstæðisflokkinn þegar hann var níu ára. „Mér fannst að það væri kominn tími til þess að gera grein fyrir mér bæði fyrir aðra og fyrir mig. Pólitískir andstæðingar mínir hafa dregið upp af mér tiltekna mynd. Ég skrifaði minningargrein um Lúðvík Jósepsson fyrir nokkrum mánuðum og vitnaði þá til persónulegs samtals sem ég átti við hann þar sem hann sagðist hafá gert Einari 01- geirssyni kosti; annað hvort styddi hann það með Lúðvík að Alþýðubandalagið yrði flokkur eða þeir yrðu skildir að skiptum. Nokkru síð- ar skrifaði Morgunblaðið um þetta leiðara og sagði að ég, Svavar Gestsson, væri hand- hafí arfs fortíðarinnar, fortíðar Sósíalista- flokksins. Út af fyrir sig þykir mér vænt um þetta, ég tel að þetta sé á margan hátt góð- ur tími sem þama er verið að vitna til en samt er þetta ákveðin mynd sem hefur verið dregin upp af mér sem mér þótti tímabært að takast á við. Auðvitað er bókin kannski lítið annað en innbundin blaðagrein. Hún er hvorki fræði né vísindi. Svo eru líka að koma nýir tímar. Þó að það sé búið að segja það milljón sinnum þá ætla ég að segja það einu sinni enn: Við stöndum raunverulega á þrösk- uldi nýrra tíma. Við höfum búið hér við hið pólitíska landakort sem Jónas frá Hriflu dró í grófum dráttum upp í byijun þessarar ald- ar. Það hefur í meginatriðum gengið eftir. Það er allt annar tími að verða til. Nú þarf nýtt landakort. Það gerir meðal annars tækn- in. Tæknin tekur oft nýja hluti á dagskrá sem maður gat ekki séð fyrir. Dæmi um það er afstaða okkar til Ríkisútvarpsins. Við sögð- um sem svo að ríkið ætti að hafa þessa stofn- un. En nú er ljósvakinn fullur af alls konar fólki. Tæknin hefur sett á dagskrá fjölbreytt- ari veruleika. Það dettur engum í hug í dag að það eigi að gefa út ríkisdagblað...“ Það verður andartaksþögn, sennilega lýstur því niður í huga þingmannsins að ein flokkssyst- ir hans, Guðrún Helgadóttir, hefur einmitt sett fram slíka hugmynd, svo bætir hann við: ..ekki í alvöru. Að einhveiju leyti er bókin tiiraun til að svara nýjum tíma - og stinga hausnum í snöruna, það ér áhætta en hana vil ég gjaman taka.“ Páll: „Þú segir í formála bókarinnar að sagnfræðileg endurskoðun sós- íalismans eigi eftir að fara fram og „tengsla manna út um allt“ eins og þú orðar það. Er það bók sem þú átt eftir að skrifa eða eftirlæt- ur þú öðrum að gera það?“ Svavar: „Ég veit ekki til þess að I ég muni skrifa hana, alltént er það ekki á dagskrá í dag. Ég I velti því satt að segja aðeins fyrir mér þegar ég var að setja saman þennan texta að horfa ennþá meira til framtíðar og sleppa enn frekar þessari fortíðartilvísun sem þama kemur þó fram. Ég ákvað að gera það ekki meðal annars vegna þeirra tengsla í tilverunni sem ég hef verið settur í. Mér þætti betra að aðrir gerðu það. Mér finnst það ekki trú verðugt þegar menn sem eru kafi í þessu sjálfir eins og ég eru að skrifa sagnfræði um sjálfa sig.“ Páll: „En nú hefur sósíal- isminn byggt mjög á sögulegum rökum. Eru þetta vatnaskil hjá þér að þú vilt j ekki velta þér of mikið upp úr fortíð- inni?“ M ulimt viú mmúim aí sialm sei Svavar Gestsson alþingísmaður fjallar um viðhorf sitt til jafnaðarstefnunnar í nýrri bók sinni, Sjónarrönd. I samræðum við Pál Þórhallsson og Olaf Þ. Stephen- sen segist hann með bókinni vilja gera grein fyrir sjálf- um sér í pólitík og setja jafnaðarstefnuna í samhengi við nýja tíma — telur að hann hefði verið rekinn úr flokknum, hefði hann skrifað bókina fyrir 30 árum. Svavar: „Ég veit ekki út af fyrir sig að hve miklu leyti sósíalisminn byggir á sögulegum rökum nema hvað menn höfðu lengi uppi tal um sögulega nauðsyn og að sagan lyti ákveðnum lögmálum sem væru alveg óhjá- kvæmileg. í sjálfu sér er ég ekkert að gera upp við þau. Ég held að þau geti átt við stund- um og stundum ekki. Ég held að svo margt af því sem haldið hefur verið fram í nafni sósíalismans og marxismans hafi verið vit- leysa og auðvitað er ég að nokkru leyti að gefa því langt nef. Dæmi er Marx og afstaða hans til eignarhalds á fyrirtækjum. Það er náttúrlega alveg á hreinu að ástæða þess að Marx sagði að almenningur ætti að eiga fyrirtækin var sú að hann vildi þannig hefta möguleika auðvaldsins til þess að hafa alþýð- una undir á hveijum einasta degi. Nú eru möguleikarnir til þess að halda í við markaðinn og eignarhaldið á fyrirtækjunum allt öðru vísi en þá var. Það sem mér hefur fundist skorta á skrif vinstri manna, sósíalista eða sósíal- demökrata, á undanförnum áratugum er að þeir hafa ekki verið tilbúnir til að setja þessa | hluti í samhengi og slá striki undir ákyeðið ferli í hinni pólitísku hugmyndasögu með því að gera sér grein fyrir þeim nýju möguleik- um, sem nýir tímar bjóða upp á, og taka þá með inn í þá pólitísku mynd sem við erum að fást við að draga y upp, sem er myndin af mann- inum, fijálsum í umhverfi sínu.“ Ólafur: „Þetta er sem sagt að einhveiju leyti endurskoðun á þinni jafnaðarstefnu? Nú sýn- ist manni víða í bókinni kveða við nýjan tón bæði hvað varðar afstöðuna til markaðarins og til alþjóðlegs samstarfs." Svavar: „Það eru tvö atriði í þessari bók sem eru talsvert frábrugðin því sem myndi hafa verið í svipuðum bókum fyrir allmörgum ára- tugum. Þá er ég ekki að tala um bækur ís- lenskra sósíalista eða Gylfa Þ. Gíslasonar um jafnaðarstefnuna, heldur er ég að tala um Gert Peterssen í Danmörku, Finn Gustavsen í Noregi og slíka höfunda. Þetta tvennt er annars vegar það sem ég segi um eignarhald- ið á fyrirtækjunum. Ég tek alveg af skarið um að það geti verið fjölbreytt. Og hitt er markaðurinn, það er alveg rétt. Ég sagði það við Jón Karlsson forleggjarann minn þegar hann fékk þetta handrit að ég hefði verið rekinn úr flokknum fyrir þijátíu árum hefði ég skrifað svona bók.“ Olafur: „Þú hefur stundum verið kallaður leiðtogi flokkseigendafélagsins í Alþýðu- bandalaginu eða handhafi fortíðarinnar í flokknum. Eru skrif þín þá kannski merki um að Alþýðubandalagið sem flokkur sé að taka gagngerum breytingum? Heldurðu að þessi hugsunarháttur gegnsýri hugarheim annarra Alþýðubandalagsmanna á þínum væng?“ Svavar: „Alþýðubandalagið hefur verið að breytast. Það er búið að skrifa fimm eða sex greinar í hið „útbreidda málgagn okkar“ Vikublaðið um bókina og mér sýnist að menn séu henni að mörgu leyti sammála. Ég held að það sé ekki hægt að segja að ég fari bratt í neitt uppgjör eða gangi fram með ósann- gjörnum hætti. Ég vona að bókin geti stuðl- að að umræðum í okkar hópi. Það er margt að breytast, ekki bara hjá okkur heldur líka til dæmis í Sjálfstæðisflokknum. Þjóðhátíðar- ræða Davíðs Oddssonar er kaflaskil, kafla- skil í sögu Sjálfstæðisflokksins og þeirri umræðu sem hefur verið um utanríkismál eftir stofnun lýðveldisins." Páll: „Jafnaðarstefna er lykilhugtak í bók- inni. Manni finnst samt vanta nánari skil- greiningu á því hvað það er. Hver er sá jöfn- uður sem þú vilt stefna að?“ Svavar: „Ég er tilbúinn til þess sjálfur að ganga býsna langt í þá átt að jafna, meðal annars lífskjör og kaup. Ef ég réði einn myndi ég jafna allt en þó með þeim fyrirvör- um sem birtast til dæmis í lýðræðinu. Ég er ekki tilbúinn að ganga svo langt í jafnaðar- átt með ákvörðunum ofan frá að það skerði lýðræðið. í Sovétríkjunum jöfnuðu menn á kóstnað lýðræðisins og stjórnin breyttist í harðstjórn þannig að það þjóðfélag sem menn ætluðu sér að búa til, jafnaðarþjóðfélagið, breyttist í andhverfu sína og snerist gegn því fólki sem það átti að vinna fyrir.“ Ólafur: „En er hægt að samrýma sósíal- isma, með algera jöfnun sem markmið, og lýðræði? Þú ert í raun að segja að þetta tvennt fari ekki saman.“ Svavar: „Ég er að segja að þetta verði að fara saman. Framkvæmd jafnaðarstefnunnar verður að vera á lýðræðislegum grunni. Þetta er eins og segir í fermingarheitinu: Þú „leit- ast við af fremsta megni...“ en þú nærð því kannski aldrei að fullu. Framtíðarlandið er ekki til en maður ætlar þangað. Þessi bók heitir Sjónarrönd. Hvað er bak við ystu sjón- arrönd? Maður gæti hugsað sér að reyna að komast að henni en kemst aldrei. En er þó alltaf á leiðinni þangað." Páll: „Er ekki líka andstæða milli markaðar- ins og jafnaðar? Er ekki þegar af þeirri ástæðu, að þú fellst á mikilvægi markaðar- ins, ókleift að hrinda jöfnuðþ í framkvæmd?" Svavar: „Nei, það er eins. í ritinu tekst ég á við þrennt: Það er jöfnuður andspænis markaði og þar vil ég hafa eins mikinn jöfn- uð og mögulegt er. Eg er tilbúinn að ganga býsna langt til að trufla markaðinn í þágu jafnaðarins. í öðru lagi er það jöfnuður and- spænis lýðrapði þar sem ég legg á það áherslu að það sé reynt að tvinna þetta saman eins og mögulegt er og eftir því sem menn ganga lengra í að flytja til íjármuni í þágu jafnaðar- stefnunnar sé nauðsynlegra að vera með opið og vakandi lýðræðislegt auga. Þriðji þátturinn eru pólarnir umhverfi og hagvöxtur þar sem ég segi: Hagvöxtur, já. En þó að- eins að því marki að umhverfið verði ekki fyrir skakkaföllum." Páll: „En er vandinn hér á landi sá að það sé ekki nógu mikill jöfnuður? Er hann ekki fremur sá að launin eru of lág miðað við allt puðið sem_ menn leggja á sig?“ Ólafur: „Og í raun lægri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.