Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fátt virðist jafn vænlegt til vinsælda og gróða um þessar mundir, en útgáfa á endurunnum verkum framliðinna tónlistarmanna. Upp- töku- og hljóðblöndun- artækni býður nú upp á ótakmarkaða mögu- leika og horfnar stjörn- ur eru gæddar nýju lífi. Vinsældir á líkum reistar efast um að hann hefði orðið fyrir valinu hefði Hendrix verið á lífi. Aðdráttarafl dauðans Dauðinn virðist hafa sérstakt aðdráttarafl í poppheiminum og einstakt sölugildi.' Geisladiskar með upptökum Hendrix seldust í 3,5 milljónum eintaka á síðasta ári. Verið er að undirbúa mynd um kappann og reisa safn hon- um til heiðurs í Seattle fyrir 60 milljónir Bandaríkjadollara. Plötur Selenu hafa selst í 2,5 milljónum eintaka frá andláti hennar. Geisladiskur með óraf- mögnuðum upptökum hljómsveit- arinnar Nirvana, sem kom út eftir að söngvari hennar, Kurt Cobain, framdi sjálfsmorð, seldist í sjö milljónum eintaka. Nú er verið að undirbúa útgáfu safnplötu með Bob Marley heitnum og henni mun fylgja þriggja síðna auglýsingapési með verðlista yfir „opinberan Bob Marley varning". Þar er verið að selja boli og pijóna- húfur, en ekki fylgir sögunni hvar náðist í velþóknunarstimpil reggae-kóngsins frá Jamaica. Þegar ferill Natalie Cole, dóttir Nat King Cole, virtist vera á leið inn í blindgötu meðalmennskunnar og John Lennon er aft- ur genginn til liðs við Bítlana, þótt hann hafi reyndar verið skotinn til bana fyrir 15 árum... NU ER að koma ný plata með Jimi Hendrix, sem reyndar hefur verið látinn í aldarfjórðung... og svo er það Marvin Gaye, sem syngur gam- alt lag sitt í nýrri út- gáfu með irsku rokk- stjörnunni Bono... en Bob Marley lætur sér nægja að kynna prjónahúfur, sem eru hluti af „opinberum“ varningi hans. brá hún á það ráð að bæta sinni röddu inn í upptöku föður síns á laginu Unforgettable. A mynd- bandi með laginu mátti sjá þau bæði detta inn og út úr mynd. Lagið rauk á tinda bandarískra vinsældalista og ferli Cole var bjargað um sinn. Nú hefur írski rokksöngvarinn Bono úr hljóm- sveitinn U2 leikið svipaðan leik með lag Marvins Gayes, Save the Children. Rödd Gayes, sem var drepinn af föður sínum fyrir nokkr- um árum, var dýrkuð út úr gam- alli upptöku og niðurstaðan er sögð vera bæði ljóðræn og grípandi. Þetta lag verður á geisladiski, sem kemur út í september með útgáfum ýmissa listamanna á lögum Gayes. Fyrst nú er svo komið að lifandi geta sungið með látnum hlýtur að vera skammt í næsta skrefið: að hægt verði að taka söng einstakra listamanna, sundurgreina nótu fyr- ir nótu og skeyta því næst saman að nýju. Þannig mætti láta Janis Joplin syngja lög, sem ekki höfðu verið samin þegar hún dó, eða Jimi Hendrix leika fáheyrð gítarsóló. Maður sér augu hljómplötuútgef- enda fyllast dollaramerkjum: Janis Joplin syngur lög eftir Madonnu, María Callas syngur í óperu eftir Philip Glass. Þessi tækni býður skallapoppur- um, sem farnir eru að missa rödd- ina, upp á þann möguleika að láta þróttmikla æskurödd sína flytja nýjustu tónsmíðarnar. Þar geta til dæmis Bob Dylan og Frank Sin- atra farið að hugsa sér gott til glóðarinnar. Listamenn verða oft ofurseldir lögmálum markaðsaflanna og oft og tíðum er réttara að tala um iðnað heldur en list. Viðkomandi þurfa þá hins vegar sjálfir að semja af sér og selja sig. Eftir dauðann verður samningsrétturinn hins vegar harla Iítilfjörlegur. Það eru helst ættingjar, sem geta sagt af eða á um útgáfu á verkum hinna látnu, og útkoman virðist yfirleitt batna eftir því, sem hlutur þeirra er meiri. Shakespeare og Wagner Það kann að virðast ofureðli- legt framhald af því hvernig farið er með verk ann- arra listamanna að fara með upp- tökur látinna manna að vild. Leikstjórar skir- rast ekki við að uppfæra leikrit Shakespeares eftir eigin höfði. Hamlet er hik- laust gerður að drykkjusjúklingi og færður til nút- íðar. Einnig hafa óperur verið færðar til í tíma og uppfærslur á Niflungahring Wagners hafa fremur minnt á framtíðarsýnir Ridleys Scotts í kvikmyndinni Bladerunner, en fornar germansk- ar sagnir. Hér er hins vegar um að ræða verk, sem eru afrakstur sköpunar- gáfu viðkomandi listamanns og hann hefur skilið eftir sig. En það er ekki það sama að útsetja lag látins manns að vild og að nota rödd hans í lagi, þar sem nýir hljóðfæraleikarar sjá um undirleik og jafnvel eru fengnir nýir með- söngvarar. Þetta er svipað og að birta falsaðar fréttamyndir, en halda því fram að það sé allt í lagi ef sagt er frá því. Hér er nýja lagið með Elvis Presley, sem reyndar hvorki samdi það, né söng, en léði því rödd sína með því að syngja allt annað lag endur fyrir löngu. Með þessu áframhaldi gætu tónlistarútgefendur reyndar hætt að ráða nýja tónlistarmenn með öllu og látið nægja að gefa í sí- bylju út nýtt efni með gömlum brýnum. Engin áhætta, öruggur gróði. Sama yrði hægt í Holly- wood. Tölvutæknin gæti gert Marilyn Monroe og Laurence Olivier kleift að taka að sér aðal- hlutverkin í hverri stórmyndinni á fætur annarri: Óþelló II og Some Like it Hotter. Eitt er í það minnsta víst: á meðan hægt er að gera út á vin- sældir látinna poppgoða mun þessi tækni freista. Hvert tangur og tetur af gömlurn upptökum verður vendilega yfirfarið, hvort sem ætlunin var nokkurn tíma að nota þær eða ekki. Rétt eins og rithöf- undurinn ræður ekki hvað kemur út að honum látnum og getur lítið sagt þótt gengið sé frá hálfkláruð- um handritum verður það hlut- skipti tónlistarmanna vera vinsæl- astir neðan moldar þegar óútgefn- ar upptökur þeirra verða dregnar fram í dagsljósið. Sýnt er að slík- ar útgáfur seljast í gámavís, en hvort hinn framliðni hefði nokkru sinni lagt nafn sitt við þær verður seint fullyrt. K'ER er réttur hins látna? Stórstígar tækniframf- arir á sviði fjölmiðlunar hafa gert hið ómögu- lega mögulegt: gosdrykkja- framleiðendur klippa Hump- hrey Bogart og Louis Arm- strong inn í auglýsingar með stjömum samtímans, tónlist- armenn syngja með löngu framliðnum stórstjömum og flytjendur eiga hvern smellinn á fætur öðram, þótt komnir séu undir græna torfu. Kvikmyndin Forrest Gump sýndi að auðvelt er að blanda saman fortíð og nútíð á hvíta tjaldinu. Þar stóð Tom Hanks í hlutverki Gumps við hlið hveijum Bandaríkjaforset- anum á fætur öðrum án þess að sæist misfella. Stafræn upptöku- og hljóð- blöndunartækni býður upp á sömu möguleika í tónlist. Hægt er að taka ævafornar upptökur, hreinsa þær, bæta og auka, lauma inn undirleik og skjóta inn röddum þangað til komið er efni, sem heita má glænýtt. Draumur bítlakynslóðar rætist Það var löngum draumur bítlakynslóðarinnar að átrún- aðargoðin fjögur frá Liverpool kæmu saman á nýjan leik. Sá draumur varð að engu þegar John Lennon var skotinn fyrir utan heimili sitt á vesturhlið Man- hattan fyrir fimmtán árum. Nú er ekki nóg með að þessi draumur sé kominn fram á ný, hann er að verða að veruleika. í desember verða gefnir út geisladiskar með tónlist Bítlanna. Þar á meðal verða nokkur ný lög og í einu þeirra mun Lennon syngja, eða ætti ef til vill fremur að segja að þar muni rödd hans heyrast. Áður óútgefnar upp- tökur með söng Lennons hafa ver- ið teknar og við þær bætt nýjum upptökum með söng Bítlanna þriggja, sem eftir eru. Annað dæmi er Selena, drottn- ing suður-amerískrar danstónlist- ar, sem var skotin til bana af aðdá- anda. Bróðir Selenu hefur lokið við geisladisk með lögum hennar á spænsku og ensku og þegar hann kemur út síðar í þessum mánuði er búist við að hún muni ná til sýnu stærri áheyrendahóps, en hún gerði í lifanda lífi. í einu lagi plöt- unnar er notaður söngur á spænsku, sem tekinn var upp fyrir mörgum árum, og bætt við enskum söng hljómsveitarinnar Barrio Bo- yzz. Arfur Hendrix Jimi Hendrix tók vart svo upp gítar að ekki væri segulband í gangi. Margt af þessum upptökum er argasta drasl, en inn á milli leyn- ast gullkorn. Nú er væntanlegur nýr geisladiskur með gítargoðinu, sem dó árið 1970, og nefnist hann Voodoo Soup. Þar spinnur hann við nýupptekinn trommuleik Bruc- es Garys úr hljómsveitinni Knack, sem mun hafa átt fylgi að fagna á áttunda áratugnum. Gary þessi hefur aldrei verið í fremstu röð trymbla í heiminum og hafa ýmsir aðdáendur Hendrix leyft sér að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.