Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■v.1 “ r Hugleiðing um söng í Listasafni Sigurjóns ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR verða haldnir þann 11. júlí næst- komandi kl. 20.30 í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Flytjendur eru Margrét Th. Hjaltested víóluleik- ari, bandaríski píanóleikarinn Eduard Laurel og söngkonan Ing- veldur Ýr Jónsdóttir. Messósópran, víóla og píanó Flutt verða eftirtalin verk: Són- ata nr. 1 í G-dúr eftir J.S. Bach og Lachrymae op. 48 eftir Benja- min Britten, Hugleiðing um söng eftir John Dowland. Verkið, sem var samið árið 1950 og frumflutt af breska víóluleikaranum William Primrose, byggir á söng eftir Dow- land úr safni verka gefið út 1597. Næst fylgja tveir söngvar fyrir messósópran, víólu og píanó op. 91 eftir Johannes Brahms og síð- ast á efnisskrá er sónata fyrir ví- ólu og píanó op. 25 nr. 4 eftir Paul Hindemith. -------------- Söngtónleikar í Grindavíkur- kirkju TÓNLEIKAR í Grindavíkurkirkju hafa verið haldnir síðastliðna sunnudaga. Er þetta liður í átaki um að auka fjölbreytni í bæjarlíf- inu yfir sumartímann og að gefa ferðafólki tækifæri á því að staldra við í kirkjunni, skoða hana og hlusta á tónlist. Sumartónleikarnir sem eru allt- af á sunnudögum og hefjast kh 18 standa yfir út ágústmánuð. í dag er það danskur bamakór frá Jótlandi sem skemmtir. LISTIR STEFFAN Herrik, einn úr leikhópnum sem sýnir gjörning í Rauðhólum. í RAUÐHÓLUM rétt ofan við Reykjavík á þriðjudagskvöld verð- ur sérstæð uppákoma, en þá sýnir hópur listamanna gjörning á veg- um Pandóra-Ieikhússins í Vaasa í Finnlandi, „Vive la Foresta". Gjörningurinn sem tekur um það bil klukkustund i flutningi fjallar um tímann, um það að bíða, um samskipti manna í meðal. í kynningu segir: „í júnímánuði síðastliðnum unnu tíu listamenn frá þremur Norðurlandanna auk tveggja leikara frá Kantor-leik- húsinu í Póllandi að þróun þessar- ar sýningar þar sem markalinur milli mismunandi listgreina eru leystar upp. Kveikjan að þessu verkefni varð til í Pandóra-leikhúsinu í Vaasa og þó aðallega hjá stjórnanda þess Kristiinu Hurmerinta og aðalleik- sljóra leikhússins Onnu Proszkowksa sem er frá Póllandi. Þær fengu til liðs við tvo leikara Gjöming- ur í Rauð- hólum frá Kantor-leikhúsinu, þá Andrzej Kowalczyk og Tomasz Dobrowlski, textíllistakonu frá íslandi Helgu P. Brynjólfsdóttur, danskan myndhöggvara Steffan Herrik og fjóra tónlistarmenn úr Avanti! tónlistarhópnum finnska undir sljórn Riku Niemi sem samdi alla tónlist sýningarinnar á meðan á vinnslunni stóð. Við gerð sýningarinnar var gengið út frá tveimur sígildum nútímaleikritum „Beðið eftir God- ot“ eftir Samuel Beckett og „Sú gamla kemur í heimsókn" eftir Friedrich Diirrenmatt. Rúta fer frá Norræna húsinu á þriðjudagskvöld klukkan 20 og flytur áhorfendur upp í Rauðhóla og skilar þeim síðan aftur í bæinn að sýningunni lokinni. Það var Menningarmálanefnd Reykjavíkur ásamt Norræna hús- inu sem gerði hópnum kleift að sýna „Vive la Foresta". Einungis er mögulegt að sýna verkið í þetta eina skipti. Eins dags námskeið Auk sýningarinnar standa for- sprakkar hópsins fyrir eins dags námskeiði í Norræna húsinu mið- vikudaginn 12. júlí. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið sem og sýninguna Vive la Foresta er hægt að fá í Norræna húsinu í Reykjavík, hjá Jórunni Sigurðar- dóttur. • ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Kriíi siglir um suðurhöf er ferðasaga eftir Þorbjörn Magnús- son og Unni Jökulsdóttur. Þau sigldu skútu sinni Kríu frá Pa- namaskurðinum til Ástralíu og voru ár á leiðinni. Á þessum tíma upplifðu þau ómælisvíðáttu Kyrrahafsins, sigldu vikum sam- an án þess að sjá annað en himin og haf, en höfðu líka viðkomu á ótal eyjum frá Galapagos til Fídji. Bókin er 299 blaðsíður auk 16 síðna af Ijósmyndum. Hún kostar 890 krónur. Hetja vorra tíma er skáldsaga frá fyrri hluta 19. aldar eftir rúss- neska höfundinn Mikhaíl Lerm- ontov. Söguhetjan, Persjorín, er rómatískur illvirki, demóninn fagri sem heillar undir sitt vald alla þá sem á vegi hans verða - einkum þó konur - og kastar þeim síðan frá sér þegar hann hefur ekki lengur af þeim not. Áslaug Thorlacius þýddi söguna en Árni Bergmann ritaði eftir- mála. Bókin er 200 blaðsíður og kostar 790 krónur. Grár októberer spennusaga eftir Færeyinginn Jógvan Isak- sen. Páll Hansen, þulur og frétta- maður, deyr í beinni útsendingu. Lögreglan stendur á gati, hefur ekki hugmynd um hver hefur hellt blásýrunni í glas hans. Hannis Martinsson blaðamaður fer að kanna málið sem brátt tek- ur óvænta stefnu. Ásgeir Ásgeirs- son þýddi bókina sem er 213 blaðsíður ogkostar 790 krónur. Riddarar hringstigans er skáldsaga eftir Einar Má Guð- mundsson sem fyrst kom út árið Í982. Sagan gerist í Reykjavík á 7. áratugnum í nýju hverfi, fullu af steypuryki, stillönsum, leyndardómum og börnum. Sögu- maður er ungur drengur, sann- kallað barn í uppátækjum sínum og viðhorfum, en býr þójafn- framt yfir speki öldungsins. Bók- in er 228 blaðsíður og kostar 890 krónur. Tveggja manna tal TONIIST Fella- og Ilólakirkja KAMMERTÓNLEIKAR J.M. Leclair: Sónata Nr. 2 í A f. 2 fiðlur; J.S. Bach: Einleikspartíta í h BWV 1002; Vagn Olsson: „U - tid“; S. Prokofiev: Sónata f. 2 fiðlur Op. 56. Elisabeth Zeuthen Schneider og Guðný Guðmundsdóttir, fiðlur. FeUa- og Hólakirkju, fimmtudaginn 6. júlí. FELLA- og Hólakirkja er ein af þó nokkrum byggingum í borgarlandinu sem gerðar eru fyr- ir Guðs orð, en hljóma líkt og hannaðar væru sérstaklega fyrir fiðluleik. Kæmi ekki á óvart, ef téður helgidómur Breiðhyltinga reyndist með hæfari húsnæðum landsins fyrir þetta hljóðfæri, sem Stravinsky og fleiri hafa gert sitt til að tengja við skrattann, því ómurinn af einleik og tvíleik þeirra Elisabeths Zeuthens Schneiders og Guðnýjar Guðmundsdóttur sl. fimmtudagskvöld var sem næst fullkominn; háleitur, þokkafullur sem svanur að lenda á skógartjörn í slow- motion, molto nobile. En auðvitað sér akústíkin ekki ein um að koma fallegri ímynd til skila. Það þarf líka að leika vel. Þær Elisabeth og Guðný léku sam- an sónötu eftir franska síðbarokk- tónskáldið Jean-Marie Leclair (1697-1764), fæddan nákvæmlega öld fyrir Schubert, en samt líkur honum að fijórri melódík, enda sá Frakka sem einna mótaðastur var af ítölskum meisturum laglínunnar á fyrri hluta 8. aldar. Sónatan var mjög vel leikin; Upphafs-Allegróið var andríkt, Sarabandan hofferðug og loka-Allegróið gáskafullt, en þó ofurlítið streitukennt. Elisabeth Zeuthen Schneider lék síðan tvö einleiksverk. Voru þau gjörólík, enda yfir tveggja alda tímahaf að fara, en áttu þó það sameiginlegt að vera bæði innhverf og íhugul. H-moll partíta Bachs er e.t.v. sú hlutlausasta í þrenning- unni; hún getur hvorki skartað inn- hverfu þrungumagni Chaconnunn- ar í d- moll partítunni né leiftrandi dansfiðlaragáska Prelúdíunnar í E- dúmum, en er þó engu að síður stórbrotið tónverk. Frú Schneider hefur fallegan tón og góða tækni. Hún lék af þrautþjálfuðu öryggi og svo mik- illi yfirvegun, að upp kom sú þver- sögn í huga hlustandans, hvort verið gæti, að íslenzkir hljómlistar- menn væru þrátt fyrir allt blóð- heitari en frændur okkar í suðri, sem orðlagðir eru fyrir exótisma, kulvísi og framandfíkn, því end- rum og eins sat maður og beið eftir vísi af eldgosi, sem aldrei kom. Skapið lét sig vanta. í einleiksverki Vagns Olssons frá 1993, „U - tid“, sjö smástykkj- um fyrir einleiksfiðlu, sem einleik- arinn tjáði tónleikagestum að væru samin fyrir kvikmynd upp úr gamalli sögn gyðinga og gerð- ist í Prag, sýndi Elisabeth Zeuthen Schneider magnaðan leik. Ekki endilega tæknilegan, því verkið var umfram allt mótað af inn- hverfri íhugun, heldur mikið næmi fyrir breiðum útlínum og mótun hendinga, er gæddi tónsmíðina eigin lífí. Túlkunin var af því tagi sem deyfir mörkin milli tónskálds og flytjanda og færir allt í æðra veldi. Maður spurði sjálfan sig: er hægt að skrifa svona fallega í dag - eða er það spilamennskan, sem villir manni heyrn? Hið innblásna tveggja manna tal Prokofievs fyrir fiðlur Op. 56 myndaði spriklandi fjörugt niður- lag á vel saman settri dagskrá. Verkið mætti heyrast oftar, því það nær að gæðum og skemmti- gildi hátt í mun þekktari verk rússneska tónskáldsins. Sónatan hljómaði eins og sköpuð fyrir Fella- og Hólakirkju, frú Zeuthen og Guðnýju, og gerðust mörg eftirminnileg tónvik. Mætti nefna á stangli hið „mínímalíska" niður- lag hins ágenga lokaþáttar, þar sem Prokofiev var kominn í stein- aldarham, eða þá álfadraums- stemninguna í hæga 3. þættinum, þar sem Þumalína virtist dansa harmdans á laufblaði einnar.lilju af ólýsanlegum þokka. Ríkarður Ö. Pálsson. I I I I I s t s s i s \ \ I I / V % á morgun • Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst nug'iom £ M9íí nnlngíIJ • nugiom á íglod nulB^íÍJ í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.