Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ J IfM : ' /Wr % l 't WéSmÉ fé $8*' 1 *'■ :.;7 ! Æ\ ■■ í Hr iSIBlHVflH^ iV. f mmm WML M i "i l i * l . ÍMiI f Upplýsingar eru ekki viska Kanadiski hagfræðinfflirínn dr. William H. Melody aðstoðar nú Dani við að koma upp við Tækniháskólann alþjóðlegri Rannsókn- amiðstöð um upplýsingatækni. Hann var fyrirlesari í Skálholti á ráðstefnu norrænu kirknanna um upplýsingamiðlun árið 2001 með tilliti til nýrrar tækni og örra samfélags- breytinga. Elín Pálmadóttir ræddi við hann um væntanlega þýðingu þessarar umbylting- ar á samfélagið og samskipti fólks. KANADÍSKI hagfræðingurinn dr. William H. Melody og dr. Jo- han Galtung prófessor um friðarrannsóknir komu til Islands á vegum Norrænu kirkjanna til að flytja fyrirlestra á ráðstefnu í Skálholti um fjölmiðlun kirkju á tækni- og upplýsingaöld. ANNSÓKNAMIÐ- STÖÐ, sem dr.Melody er að að- stoða við að koma upp við Tækniháskólann í Danmörku, er ætlað að skoða vísbendingar um áhrif nýju tölvu- og upplýsingatækninnar á samfélag 21. aldar. En hann hefur áður unnið að stofnun slíkra alþjóð- legra rannsóknastöðva í Astralíu, Kanada, Bandaríkjunum og Eng- landi. „Við ætlum að rannsaka spurningar á borð við hvernig sam- skipti fólks verða með þessari nýju samskiptatækni. Hvað það muni þýða fyrir menntun, efnahag, störf, breyttar kröfur til starfsfærni, at- vinnuleysi og heilsugæslu, þar sem ríkistjórnir eiga þegar fullt í fangi með breytingar í læknisfræði. Hvað þetta hefur í för með sér fyrir fjölm- iðlun með tilliti til gervihnatta, ljós- leiðaratækni og hreyfanlegra sam- skiptatækja, sem geta umbylt öllu fréttakerfinu. Hvað táknar þetta fyrir ýmiskonar iðnað o.s.frv." Fiskiðnaðurinn er gott dæmi, sem varðar hans land Kanada og ísland svo miklu. „Með gervihnöttum getum við vaktað hvar fiskurinn syndir hvar sem er á hnettinum, vitað nákvæm- lega hvar hann er og sótt hann með vel búnum skipum með þeim afleið- ingum að lítið verður eftir af honum. Hingað til hefur nýja samskipta- tæknin gert fært að ofveiða með vondum afleiðingum. Vonast er til þess að úr gevihnöttunum verði einn- ig hægt að ná árangri í að fylgjast með skipunum. Líka smábátunum. Ekki þó hægt að sjá hve mikinn fisk þeir eru að veiða eða hvaða tegund- ir. í Kanada-Spánar samningnum, sem Evrópusambandið hefur sam- þykkt, er gert ráð fyrir eftirlitsmönn- um á fiskiskipunum, gallinn bara sá að það er of dýrt á smábátunum. Tækin sem þeir þurfa að hafa eru líka of dýr fyrir bát með kannski einum manni. Það er kostur fyrir þá, erfiðara að fylgjast með hvað þeir eru að gera á þessum og hinum staðnum.“ Gervihnettirnir ná líka til allra annarra náttúruauðlinda, geta mælt hvar olía er í jörðu og hvar alla málma er að finna. Þeir geta skynj- að hvort gróður og korn vex vel eða illa og þar með vitað snemma hvort verður mikil eða lítil uppskera. Það veitir færi á að sjá mjög snemma fyrir litla uppskeru og auka þá áburð og vökvun. En það veitir um leið vitneskju um hvort verður offram- leiðsla eða skortur. Og eykur þar- með spekulasjónir á framtíðarmörk- uðum og stýrir fjármagnssveiflum. Þeir sem hafa upplýsingarnar hafa yfirburði yfir þá sem ekki hafa þær, þ.e. ef þeir lesa úr þeim. Gervi- hnettimir senda gríðarmikið af upp- lýsingum sem ekki tákna neitt og verður að greina þær sem kostar mikið fé. Það sem gerist er að ríku löndin hafa aðgang að öllum þessum upplýsingum sem fátæku löndin hafa yfirleitt ekki. Og flest þróunar- löndin em háð sölu á einhvers konar hráefnum, timbri, korni, sykri, en framleiðendurnir á staðnum vita ekki um yfirvofandi skort eða of- framleiðslu, sem lækkar verðið. Bara stóru karlarnir vita það. Þetta er dæmi um áhrif sem þessi nýja tækni getur haft. Hún getur eins og öll tæknin verið til góðs eða ills. Ef allir hefðu þessar upplýsingar, þá hefði það áhrif til góðs að vita á hveiju er von. Ef sumir hafa þær en aðrir ekki, þá geta þeir breytt viðbrögðum sínum á kostnað hinna, t.d. safnað birgðum á lágu verði Kasínókapitalismi Samfara þessari þróun eru hin hröðu upplýsingaskipti, til dæmis í bönkum með net sem nær um allan heim. Hægt er að skipta peningum á andartaki. Svo að við hverja smá- breytingu á gengi kaupa og selja fjármálamennimir í skyndi, sem leitt hefur til fjárhættuspils á fjármála- mörkuðum og þeir eru orðnir miklu óstöðugri. Astæðan sú að miklu meiri sveiflur eru af fjármálalegum ástæðum en ekki framleiðslunnar sem að baki liggur, eins og var. Ef við vorum með fískifyrirtæki, námu- fyrirtæki eða timburfyrirtæki, þá trúðum við því að verðið endurspe- glaði framleiðsluna. En nú sjáum við að fyrir hvern einn dollar sem skipt er á fjármálamörkuðunum í samræmi við framleiðsluna, er um 10 dollurum skipt af spákaupmennsku Þetta er það sem sumir hafa kallað kasínó- kapitalisma. Nýlegt dæmi er Nick Leeson-málið í Singapore. Þetta er meðal neikvæðra áhrifa á samfélag- ið. Eftir því sem þessi tækni er notuð meira í öllum- fjármálum skapast áhrif þar sem verður gífurlegur hagnaður, en það veldur líka gífur- legum vandræðum. Ekkert einkalíf Ef við lítum á góðu hliðina, t.d. fyrir ísland, þá er með nýrri gervi- hnattatækni hægt að koma í veg fyrir að nokkur maður geti týnst á fjöllum. Hægt er að fylgjast með hvaða bletti sem er á jörðinni svo að enginn eigi eftir að týnast, svo fremi hann sé með senditæki á sér. Dæmi er þotufiugmaðurinn í Bosníu sem fannst. Ef við getum notað þessa tækni svo að enginn sem fer inn á hálendið týnist, þá segir dr.Melody líka mjög í umræðunni að hægt sé að koma þessum senditækjum fyrir undir húðinni, jafnvel án þess að maðurinn viti af því. Til dæmis megi þá fylgjast með glæpamönnum sem lögregla vill vita hvar eru. Ur nýjum hemaðarlegum gervihnöttum, sem nú eru á lofti, sé hægt að lesa núm- er á bíl hvar sem er á jörðinni. Með auknu öryggi til björgunar fylgja auknir möguleika til að fylgj- ast með fólki almennt, sem getur leitt til þess að erfitt verður fyrir manneskjuna að halda einkalífi sínu. Við gætum fundið okkur í félagslegu umhverfi, þar sem allir vilja vita hvar hægt er að ná í mann og ef ekki er svarað, sé litið svo á að við- komandi feli sig viljandi, hafi eitt- hvað að fela. Það breytir álaginu af þessari tækni. Við erum nú þegar með útvarp, sjónvarp og síma inni á heimilinu og lausir símar gera fært að hringja hvenær sem er og hvar sem er. í Bandartkjunum og Kanada og sum- um fleiri Iöndum hafa menn áhyggj- ur af því sem kallað er „telemarket- ing“. Að sívaxandi aukning á sam- skiptamöguleikum þrengi að ein- staklingunum, svigrúm hans verði æ minna. Til að halda þessu einkarými um líf sitt verður að taka meðvitaðar ákvarðanir um að einangra sig og það á eftir að verða æ erfíðara og sjaldgæfara, svo að manneskja verð- ur talin skrýtin ef hún er ekki alltaf til reiðu fyrir hvem sem er. Upplýsingabiti ekki vit Dr. Melody vakti athygli á því að upplýsingar sé engin vísdómur. Það hefði orðið þvílík sprenging í formi upplýsingabita og möguleikum til samskipta. Hundruð sjónvarpsrása senda hvert sem er og hvenær sem er og fjölgar ört. Þetta skapi ekki þekkingu, heldur verði til þekking þegar þessar upplýsingar eru skii- greindar á þann hátt að auki skilning á einhveiju. „Það sem við höfum þeg- ar séð er gífurleg útþensla á bak- gmnnsskilyrðum, sem gæti leitt til aukins skilnings. En hingað til liggur ekkert fyrir um að það hafí gerst eða leitt til aukinnar visku eða þekking- ar. í umræðu um þessar framfarir er talað um æ meira magn af upplýs- ingum eða stóraukna möguleika til upplýsinga hvar sem er. En athygl- inni hefur hingað til miklu síður verið beint að því hvemig við notum þetta til að auka skilning og þekkingu. Samfélög okkar veita fjármagn í sam- ræmi við það, til að auka möguleik- ana fremur en í það hvemig við ætl- um að ná út úr þessu öllu meiri þekk- ingu. Mér fínnst ágæt samlíkingin að við getum nú framleitt milljarða á milljarða ofan af upplýsingabitum, „bits“, en við emm ekki að framleiða meira “wits“, vit. Þetta verður samfé- lagið að fara að líta betur á. Geram við það ekki eykst vandinn af offram- leiðslu upplýsinga. Við fáum tíu sinn- um meiri upplýsingar, en vitum ekk- ert hvemig við eigum að botna í þeim. Verðum að velja úr þeim ósköpum öllum það sem kemur málinu við til að leysa eitthvað. Annars eiga auknar upplýsingar bara eftir að auka ragl- inginn eða ringulreiðina. í stað þess að verða þá vitrari eða skilningsbetri verðum við enn raglaðri." Dr. Melody tekur dæmi af öllum ráðgjöfunum sem héldu því fram að þeir mundu veita meiri upplýsingar til ákvarðanatöku fyrir ráðherra og stjórnendur. Núna segja þeir: Við munum líta á allar fáanlegar upplýs- ingar og segja þér frá þeim 5%, sem era þess virði að þú sjáir þær, svo þú getur litið framhjá hinum 95%. Ráðherrar hafa ekki tíma til að meta allar upplýsingar í sambandi við þær ákvarðanir sem þeir eru að taka. Því er þeim mikilvægast að hafa í kring um sig fólk, sem sigtar það sem þeir fá að heyra um vandamálin. Dæmi um fáfræði í upplýsinga- flæðinu er að í Bandaríkjunum getur maður valið úr 100 sjónvarpsrásum, en vilji maður raunveralega vita hvað er á þeim öllum og velja úr, þá er dagskráin búin löngu áður. Þá vaknar spuming: Era þetta auknir valkostir? Eða leiðir það bara til meiri raglings? Og með því að skoða það höfum við komist að raun um að að fólk velur ekki, það treystir á nokkrar stöðvar. Og þegar skoðað er hvað er á boðstól- um kemur í ljós að á þessum 100 stöðvum eru fjölmargar að sýna sömu eða samskonar dagskrá. Einka raunveruleiki Dr. Melody talaði um það sem iðn- aðurinn kallar orðið „killer applicati- on“ og útskýrði það: Símafyrirtækin eru að slá sig saman við tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækin og fjölmiðl- ana. Þau eru að setja saman fjölmiðl- unarþjónustutæki framtíðarinnar. Þau virðast gera ráð fyrir að fólk muni eyða æ meiri tíma fyrir framan skjáinn eða í símanum, sem gefí því aðgang að bókstaflega öllu. Með aukinni víxlverkun, þ.e. möguleikurn til að senda og taka við, gefíst færi á skapa sér sinn eigin einka raun- veraleika. Má vísa í þessa nýju fínu tölvuleiki með þrivíddarmyndum þar sem maður getur skapað sinn heim. Þetta er ný lína í tilraunatækni. Það hefur sína kosti, t.d. við hönnun á íbúðarhúsum, við læknisaðgerðir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.