Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 17 gerviakstur á kappakstursbraut o. fl. Eins og annað hefur það sína kosti og líka ókosti. Hvatinn að baki er auðvitað vonin um að geta látið fólk kaupa þessa tækni. En hver veit hveijar verða samfélagslegar afleiðingar þessa? Maðurinn er samfélagsvera. Hvemig mun sá sem hefur verið innilokaður í þessum gerviheimi bregðast við er hann kemur út í ósvikinn raunveru- leika? Yrðu þetta í rauninni framfar- ir? Ef allur fjöldinn fer nánast aldrei út úr húsi, lifir í daumaheimi? Annað kemur til. Til þess að skapa sér þann- ig sinn eigin raunveruleika yrði mað- ur að hafa ákaflega fullkomið per- sónugert tölvukerfi með mjög full- komnum hugbúnaði, síma og sjón- varpstækni með öllu tilheyrandi. Þetta yrði gífurleg samsteypa og óskaplega dýr. Maður yrði áð fá þetta inn á hvert heimili um miklu sterk- ara ljósleiðarakerfi. Það mundi kosta milljarða. Þá vaknar spurningin hver á að borga fyrir þetta allt? Fyrirtæk- in segja að notendur muni á endanum borga. Þau hafa undanfarin 5-6 ár gert rannsóknir í 30-40 borgum víðsvegar um heiminn. Taka heimili, koma þar fyrir öllum græjum með hvatningu um að nota þær og fylgj- ast svo með því hvernig fólk gerir það. Um þetta er iðnaðurinn farinn að nota orðið „killer application", drápstæki. Þetta þýðir að gegn um þessar tilraunir eru þeir að leita að einhverju sem allir verða og vilja hafa og kaupa. Það sem réttlæti að eyða öllum þessum milljörðum. En þeir finna bara ekki slíkt tæki. Allar kannanir sýna að fólk hefur ekki áhuga á þessu og er ekki reiðubúið til að borga hátt verð fyrir slíka þjón- ustu. Flest það sem fólk vill og notar getur það fengið með þeim tækjum sem nú þegar eru til. Hvaða upplýs- ingar getur maður ekki fengið gegn um síma, sjónvarp, fax og tölvij? Maður getur ekki fengið 100 sjó- varpsrásir. Flestir segja að sér nægi minna. Auk þess yrði það of dýrt til að allir gætu eignast það? Þá er það stóra spurningin hvort allt þetta sé ekki skelfilega langt á undan tímanum," segir dr. Melody. í stað þess að þróa nýja glæsitækni vilji menn heldur setja í forgang að útbreiða þá tækni sem fyrir er til allra þeirra sem ekki hafa hana nú, en það er hálfur heimurinn. Eins og þú getur ímyndað þér þá hafa Mic- rosoft, sjónvarpsiðnaðurinn eða símaiðnaðurinn ekki mikinn áhuga á því. Heldur ekki kvikmyndaiðnaður- inn. Þama er bara fátæka fólkið. Þetta er gott dæmi um ríka og fá- tæka á upplýsingaöld. Við erum að auka bilið milli þeirra sem hafa allt og þeirra sem ekki hafa það. Og það bjánalegasta er að allar kannanir okkar í ríku löndunum sýna að við kærum okkur ekki eins og er um meira af öllu þessu fína dóti. Við getum fengið allt sem við viljum gegn um þau kerfl sem við höfum nú þegar, og þau eru sífellt að auka möguleikana. Aldamótastefnuskrár Núna eru margar þjóðir einmitt að koma fram með stefnuskrá fyrir upplýsingasamfélagið árið 2000. Bandaríkjamenn byijuðu undir for- ustu Gores varaforseta og tala um Global Information Infrastructure. Það sem þeir eiga við er í raun breið- ur ljósleiðarakapall, sem nái til allra. Það er þeirra forgangsverkefni. Ef litið er t.d. til Danmerkur þá er for- gangsverkefnið endurbætur á stjóm- un ríkisins, sem þýðir að nota þessa tækni til að bæta sambandið milli stjómvalda og borgaranna, svo að ríkið geti bætt þjónustuna við íbúa landsins og veitt árangursríkari svör- un við þörfum þeirra, þ.e. bætt menntun og félagslega þjónustu. Þetta er allt hægt að gera með þeirri tækni sem fyrir er. Þarf bara betri stjórnun á þessari tækni. Þá getum við farið að segja sem svo: Við skulum nota okkar fína hugbúnaðarkerfi til þess að þróa betri þjónustu, meiri þekkingu, sem gerir betur færa stjórnun ríkisins. Þetta er þó ekki eins gott og ég lýsi því, því ekkert þessara landa hefur gert neitt í málinu, bara gefið út prentaðar stefnuskrár.“ Upplýsingar ólíkur varningur Við víkjum talinu að áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á upplýsinga- öld. Að fara úr iðnaðarsamfélaginu yfir í upplýsingasamfélagið eykur kröfur um meiri menntun til starfa og mjög lítið rými er fyrir ófag- lærða. Ekki verða nægilega mörg störf fyrir alla. Því fylgja alvarleg atvinnuleysisvandamál, sem þegar sjást merki um, að því að dr. Melody segir. „Þau eiga eftir að aukast því við vitum ekki hvemig á að stýra efnahagmálum upplýsingaaldar. Hagfræðikenningar og hagfræði- stefna, sem stjómar öllum þjóðum og efnahagsmálum heimsins, byggir á aðstæðum iðnaðarins, því að fram- leiða hluti. Upplýsingar eru gjörsam- lega ólíkur vamingur. Þær eru vits- munaleg eign. Hún býr í fólki. Þegar maður nýtir kartöflur eða bíl, þá getur annað fólk ekki nýtt það líka, en ef maður notar upplýsingar þá nýta aðrir þær jafnframt. Þá er ekki fjárfest í byggingum eða verksmiðj- um, heldur þarf að fjárfesta í fólki. En fólk veikist og deyr, flytur og hættir. Hvemig getur fyrirtæki þá metið sig til verðmæta? Andspænis bönkunum hafa mörg upplýsingafyr- irtæki engar eignir sem tryggingu. Við vitum hreinlega ekki hvaða verð- gildi á að setja á mikið af vitsmuna- legum eignum. Vitum ekkert hvernig með það á að fara í viðskiptum, því fyrirtæki geta ekki höndlað það sem sína eign. Við erum rétt að byija að skilja hvað þetta þýðir allt saman. Áhrifin eru þau að í upplýsingahag- fræðinni verður flest fólk að eiga sína eigin vitsmunalegu eign. Annars fær það engin störf. Maður verður að hafa fæmi, sem þýðir að við verð- um að auka mikla menntun og færni hjá miklu stærri hluta samfélagsins. Svo það á eftir að verða mjög erfið efnahagsleg aðlögun til að fást við væntanlega aukningu á atvinnuleysi. Ef við ekki aukum þekkingu og skiln- ing á því að þróa atvinnustefnuna, þá munum við um aldamót tala um verulega aukið atvinnuleysi frá því sem nú er. Eins og ég sé þetta, þá eru breyt- ingar smám saman að verða um leið og við erum að fara inn í upplýs- ingaöld. Þessi öfl hafa smám saman verið að koma fram á undanförnum 10 árum með hægri aukningu. Gæti vakið spurningu um hvernig efna- hagsmálum verði stýrt, þar sem 15-25% af fólki á atvinnumarkaði fá ekki vinnu, annars vegar til að sjá almennilega fyrir því frá velferð- arsjónarmiði með stjarnfræðilegum kostnaði og fylgir lélegri lífsaf- koma.“ Dr. Melody segir þörf miklu meiri þekkingar til að ráða við þessa til- hneigingu til aukins atvinnuleysis í veröldinni. Þekkingu sem leiði stór- fyrirtæki til betri ákvarðanatöku í fjárfestingum. Því mikið af atvinnu framtíðarinnar verði að koma með fjárfestingum frá þessum alþjóðlegu fyrirtækjum. Önnur hlið sé að þetta hljóti að ráðast af vilja baijkanna og fjármálafyrirtækja til að lána fé til lítilla fyrirtækja, þegar þau hafa ekkert annað sem tryggingu en eigin vitsmunalegar eignir. Tölur hafi sýnt að næstum alls staðar verða nýju störfin til í smáfyr- irtækjum. Stóru fyrirtækin kaupa svo upp vel rekin smáfyrirtæki. Ný- myndun starfa kemur því frá litla fólkinu með hugmyndir. Stóru fyrir- tækin hafa engar hugmyndir, þau taka bara hugmyndir þeirra smáu. En ef umhverfi smáfyrirtækjanna er þannig að þau geta ekki fengið neitt fjármagn, þá verður erfítt að byija og skapa atvinnu. Bankarnir verði því að endurhugsa aðferðir sínar við að lána fé. Fjármálamarkaðurinn verði að endurhugsa hvernig eigi að meta vitsmunaleg verðmæti til eign- ar. Hvað er mest virði? Eignir eða það sem er í höfðinu á manni? Þetta eru vandamál sem við erum ekki búin að átta okkur á ennþá fyrir upplýsingasamfélagið. Þangað til munum við sjá aukið atvinnuleysi. Björtu hliðamar em svo, bætti dr. Melody við, að þetta mun veita færri störf af þeirri tegund sem fólk vill ekki vinna, erfiðisverkin. Svo að ef við bemm gæfu tH að stjórna upplýs- ingasamfélaginu almennilega þá get- um við færst yfir í það sem margir mundu kalla óskadrauminn, við get- um þá öll verið í vitsmunalegum, skapandi störfum. En eigi það að ganga, verðum við að geta látið það borga sig fjárhagslega. Þetta er ge- rólík ný hagfræði. Sumarbúðirnar í Vatnaskógi auglýsa Ævintýraflokkur með nýstárlegri dagskrá fyrir 13-15 ára pilta dagana 27. júlí -3. ágúst næstkomandi. Boðið verður upp á hjólreiðaferð, kanóútilegu, gönguferð á hæsta tind Skarðsheiðarinnar, ævintýraleik með óvæntum uppákomum, burtróður, sjóbrettasiglingu, myndbandsgerð og fleira. Skráning og nánari upplýsingar í síma 588 8899 kl. 08-16 mánud.-föstud. A * Veorið 6. júlí 1995 Royal Magaluf Igarve Brisa Sol Eitt hus a Iris 17. juli Laust vegna forfalla aafsiunrinu IVIallorcai Okkur tókst að útvega viðbótargistingu á Barceló Cala Vinas og Royal Magaluf. Ferðir: 17. júlí, 24. júlí og 28. ágúst Barceló Cala Vinas Friðsælt hótrfWið litla og gullfallega vík. Mjög rúmgóð og vel búin stúdíó. Sundlaug < BarnalaiájÉrTómstundaherbergi • Billiard • Barir • Veitingastaðir • Skemmtidagskrá fyrir tówlog fullorðna á daginn og kvöldin. rábær staðsetning á frábæru hóteli. Rúmgóð og glæsileg nýuppgerð stúdíó og íbúðir. Stór sundlaugargarður • Barnalaug • Barir • Verslanir • Skemmtidagskrá alla daga og öll kvöld • Sérstök barnadagskrá. á Brisa Sol - vinsælasta íbúðahóteli rTdinga á Algarve. Gisting í sérflokki. Ferðir: 26. júlí og 30. ágúst. Nýtt og gullfallegt íbúöahótel með afar vel búnum, loftkældum stúdíóum og íbúðum. Stór sundlaugargarður • Barnalaug • Kaffihús • Veitingasalur • Heilsurækt • Veggtennis • Tennisvöllur. Urvals-fólk Örfá sæti laus 11. september í 4 vikur Gist á Royal Magaluf. Orfá sæti laus 13. september. Gist á hinu glæsilega Ondamar hóteli. " " ^ ÚRVALÚTSÝN Með sérsamning við sólina Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sítni 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sírni 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.