Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Jónsson, framkvæmdastjóri Rifóss hf. í Kelduhverfi. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur. ÞEGAR laxeldi átti að bjarga atvinnuháttum í dreifbýli gerðu menn sér himinháar vonir um vel- gengni með misjöfnum árangri. Hvert laxeldisfyrirtækið á fætur öðru var stofnað og hvert laxeldis- fyrirtækið á fætur öðru fór á haus- inn næstu ár á eftir. Þessi „bjart- asta von“ landsmanna þess tíma hefur skilið eftir sig sárindi enda hafa milljónir tapast í stórgjaldþrot- um laxeldismanna vítt og breitt um landið. Það var því ekkert um það að ræða að ganga á fund banka- stjóra eða annarra fyrirmanna lána- stofnana í leit að baklandi árið 1992 þegar heimamenn í Kelduhverfi ákváðu að snúa vöm í sókn þegar gjaldþrot var staðreynd hjá einu helsta atvinnuskapandi fyrirtækinu í sveitinni sem þar hafði verið starf- andi frá árinu 1980. Þrátt fyrir það er Rifós hf. nú ört vaxandi laxeldisfyrirtæki í Kelduhverfi sem hefur það á stefnu- skrá sinni að starfrækja alhliða fískeldisstöð. Það var stofnað í júní 1992 að frumkvæði heimamanna upp úr gjaldþroti ÍSNÓ sem mun hafa numið alls um 625 milljónum króna. Á fyrsta heila starfsári sínu, árið 1993, skilaði Rifós hf. rúmum 22 milljónum kr. í hagnað fyrir skatta og á síðasta ári nam hagnað- urinn tæpum 23 milljónum króna. Sömuleiðis greiddi fyrirtækið eig- endum sínum 10% arð af hluta- bréfaeign bæði árin sem engan ór- aði fyrir að reyndin yrði við stofnun þess. í ársreikningum fyrir árið 1994 kemur fram að starfsemin hafi gengið vel á árinu. Heildar- velta nam um 98 milljónum króna og var veltuaukningin um 4,4% frá árinu 1993. Á árinu nam fram- leiðsla eldislax um 380 tonnum sem er 27,5% aukning frá árinu áður. Til samanburðar má geta þess að framleiðslan nam 200 tonnum á árinu 1992 og 300 tonnum árið 1993. Að meðaltali starfa um níu starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur 16,5 milljón- UR VORNI SÓKN msnpn/ammSt ÁSUNNUDEGI ► Ólafur Jónsson er framkvæmdasfgóri laxeldisfyrir- tækisins Rifóss hf. Hann er fæddur 9. júní árið 1961 og alinn upp á Fjöllum í Kelduhverfi. Ólafur útskrifað- ist sem búfræðingur frá Bændaskólanum að Hvann- eyri vorið 1979 og hefur síðan verið starfandi að meira eða minna leyti við laxeldi í Kelduhverfi, fyrst hjá ÍSNÓ og nú hjá Rifósi, sem heimamenn stofnuðu árið 1992 eftir að ÍSNÓ varð gjaldþrota. Hann segist að mestu vera sjálfmenntaður í fiskeldi utan nám- skeiða í kvíaeldi sem hann sótti til Noregs árið 1985 og til British Columbia í Kanada árið 1987. RIFOSHF Matf iskeldi ÓVIOKOMANOI bannaour adganguR^^^ RIFÓS hf. var stofnað um mitt ár 1992 eftir að ÍSNÓ varð gjaldþrota. um kr. Gert er ráð fyrir líkum rekstri á árinu 1995 og var árið 1994 þó tíðarfarið hafí svo sem ekki hjálpað mikið til í vetur, en vaxtarhraði lax ræðst af hitastigi. Akjósanlegar aðstæður I Kelduhverfi var enginn að hugsa um laxeldi þegar Fiskifélag íslands ákvað að gera í Lóni fyrstu athuganir vorið 1977. Þær mæling- ar leiddu í ljós að til staðar væru ákjósanlegar aðstæður til að ala lax í sjókvíum. Strax sumarið eftir var sett út ein nót og prófað eldi, sem gekk ágætlega. Einhver slys urðu þó með þeim afleiðingum að fískur- inn var hvorki mikill né burðugur að vöxtum. Fiskifélagið var með tilraunaeldi í lóninu í ein þijú ár þar á eftir og skrifuðu sérfræðingar á þess vegum m.a. grein í frétta- blað fiskeldismanna í Noregi sem leiddi það af sér að það fyrirtæki, sem hafði verið hvað lengst í eldi í Noregi, a/s Mowe, fékk áhuga á því að koma til íslands fyrst og fremst með hafbeit í huga enda voru laxveiðar í sjó þá frjálsar í Noregi og því harla litlar líkur á miklum endurheimtum. Norsku aðilarnir fengu íslend- inga til samstarfs og úr varð laxeld- isfyrirtækið ÍSNÓ fyrir fímmtán árum. Síðan hefur laxeldi verið eitt helsta atvinnuviðurværi Keldhverf- inga fyrir utan sauðijárrækt, en þeir hafa ekki farið varhluta af minnkandi sauðfjárframleiðslu, eins og aðrir fjárbændur þessa lands . sem þolað hafa mátt flatann niður- skurð ár frá ári. Svartnætti framundan Það var ekki síst vegna frum- kvæðis Ólafs Jónssonar, núverandi framkvæmdastjóra Rifóss hf., að heimamenn tóku völdin í sínar hendur enda ekki að neinni annarri atvinnu að hverfa. Hann fékk þrjá unga menn í lið með sér, þá Frið- geir Þorgeirsson í Hraunbrún, Einar Björnsson í Lóni og Guðmund Héð- insson á Fjöllum, og saman ákváðu þeir að kanna með hvaða hætti hugsanlega væri hægt að kaupa eignir, sem komnar voru í gjald- þrotameðferð. „Það ríkti að vonum almennt vonleysi í sveitinni þegar ljóst var hvert stefndi með gjaldþroti ÍSNÓ enda sáu menn ekki fyrir sér neitt nema svartnættið framundan sam- hliða enn meiri sauðfjársamdrætti. Við sáum heldur ekkert það afl fyrir sem hefði eitthvert fjármagn fram að leggja og um leið og orðið „fiskeldi" var nefnt innan veggja lánastofnana lokuðu menn eyrunum allsnarlega. Við ákváðum því að kanna viðbrögð heimamanna svo hægt væri að tryggja áframhald- andi rekstur, en eins og flestir ættu að muna, þótti fiskeldi svo sem ekki fýsilegur kostur á þessum tíma eftir fjöldagjaldþrot í greininni. Það má því segja að það hafí verið hálf- gert glapræði að fara hér um sveit- ina til þess að safna hlutafé af al- múganum, fólki sem jafnvel átti ekki of mikla peninga fyrir og veðja þeim síðan í fiskeldi. Við höfðum hinsvegar tröllatrú á að þetta gæti gengið og urðum að finna peninga. Annað gengi ekki upp. Og úr því að við trúðum þessu svona staðfast- lega, urðum við auðvitað að ganga á undan með góðu fordæmi til þess að stefna að takmarkinu hárbeitt og sýna fram á að hér væri enginn fíflagangur á ferðinni. Við byijuð- um sjálfír á því að leggja fram fé til þess að hrífa aðra með okkur og það var hreint með ólíkindum hvað fólk var reiðubúið að leggja fram, að lokum var hlutafé orðið 25 milljónir þegar allt er talið,“ segir Ólafur. Gróði og arður „Við vildum geta keypt eignir, sem voru til, fyrir peninga, sem við áttum, í stað þess að steypa okkur út í skuldahala og lenda svo í hremmingum með áætlanir, sem ekki stæðust. Það vinnulag hafði margoft verið dæmt til að mistak- ast. Við vildum síst af öllu sjá þetta fara á sama veg aftur.“ Fyrst í stað höfðu menn svo sem litla sem enga trú á þessu sem gróðafyrirtæki, heldur lögðu fram fé í þeirri einu von að það mætti verða til þess að viðhalda atvinnu, að sögn Ólafs. „Þannig var þetta í hugum margra hugsað sem hálf- gerð félagsmálastofnun, en ekki fyrirtæki, sem myndi hugsanlega fara að greiða eigendum sínum arð af hlutabréfaeign sinni strax á fyrsta ári, eins og reyndin varð síðan. Og menn töldu jafnframt að það væri í raun kraftaverk ef það tækist að reka fyrirtækið á núlli. Með það í farteskinu lögðum við upp. Okkar fyrstu áætlanir miðuðust hvorki við hagnað né tap, heldur við núllmörkin enda vildum við ekki vera með neinar tálsýnir þó sjálfir hefðum við verið ívið bjartsýnni. Í upphafí sagði ég fólki að það væru tvö mál númer eitt með stofn- un nýs laxeldisfyrirtækis. Annars vegar að greiða laun og standast skuldbindingar, en við fengum 18 milljóna króna rekstrarlán í byijun hjá landbúnaðarráðuneytinu, sem við munum greiða upp að fullu. Hinsvegar að skila hluthöfunum peningunum sínum til baka sem best. Eg sagðist þá vera það bjart- sýnn að stefnt yrði að fyrstu arð- greiðslunum að afloknu þriggja ára rekstrartímabili og eflaust hef ég verið talinn mikill loftkastalamaður á þeim tíma. Það markmið gekk hinsvegar eftir strax á fyrsta ári og má með sanni segja að greiðsla arðs sé eitt það ánægjulegasta verk- efni, sem nokkur forsvarsmaður fyrirtækis fær að takast á hendur. Það er mjög skemmtilegt að geta greitt þeim, sem vildu leggja niikið af mörkum, mikinn arð enda miklu hagstæðara að fá greiddan skatt- lausan arð heldur en að hafa pen- ingana sína inni í banka. Og nú er svo komið að fiskeldi er farið að styðja við hefðbundinn landbúnað í Kelduhverfi því Búnaðarfélagið, sem segja má að hafi ekki verið burðugt að efnum, er nú farið að fá greiddan arð af hlutafé sínu og notar hann m.a. til þess að kaupa rúllubindivél fyrir bændurna í sveit- inni. Þá eru uppi hugmyndir um byggingu lítillar sundlaugar við ' Rifós fyrir hluta af hagnaði svo að starfsfólk geti slappað af að loknu dagsverki," segir framkvæmda- stjórinn. Þessa dagana stendur yfir þríförsun á rafmagni, en Rifós tek- ur þátt í kostnaði af því. „Öruggt og gott rafmagn er sérlega mikil- vægj; fyrir seiðastöðina og vonumst við til að eldið gangi betur þar eft- ir þessar breytingar." Fjögur kauptilboð Það voru ekki bara heimamenn í Kelduhverfi sem voru að beijast um bitann á sínum tíma, heldur bárust þijú önnur tilboð í þrotabú ÍSNÓ, þar af eitt frá sumum gömlu hluthöfunum til Framkvæmdasjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.