Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 19 Við þurftum að ganga á undan með góðu fordæmi til þess að sýna f ram á að hér væri eng- inn fíflagangur á ferðinni. íslands, sem átti fyrsta veðrétt. Það voru hinsvegar engir peningar á lausu nema hjá Keldhverfingum og þar skildi að. „Auk þess kom til álita að við gengjum til samstarfs við þá ÍSNÓ-menn, sem vildu kaupa fyrirtækið upp á nýtt, en það kom ekki til mála af okkar hálfu vegna þess að við vorum ekki sammála um hvemig reka ætti fyrirtækið áfram. Fyrri eigendur vildu halda kvíaeldi áfram við Vestmannaeyjar og sömuleiðis vildu þeir halda í seiðaeldisstöð á Öxnalæk í Ölfusi. Við á hinn bóginn vildum fara af stað með aðhald að leiðarljósi og flytja alla starfsemi hingað norð- ur, þar með talið skrifstofuhald. Við litum sérstaklega hýru auga til sjókvíanna í Vestmannaeyjum enda hef ég persónulega litla trú á kvía- eldi þar vegna þess hversu sterkir sjávarstraumarnir em í Klettsvík- inni þar sem eldisfiskurinn synti á haf út í miklu fárviðri. Kvíarnar hefðu eflaust farið líka ef stöðvar- stjórinn í Eyjum hefði ekki brugðið á það ráð að hlekkja þær við Heima- klett. Hann bjargaði án efa því sem bjargað varð. Við höfðum aftur búið við það í nokkuð mörg ár hér fyrir norðan að vera með það léleg- ar sjókvíar að þær vom ekki á vet- ur setjandi og ekki þyrfti að spyija að leikslokum ef þær hefðu verið notaðar hér áfram,“ segir Ólafur. Hreyfing fólksins Heimamenn staðgreiddu það kaupverð, sem um samdist, samtals 22 milljónir króna. Fiskur var met- inn á 6 milljónir kr. og fasteignir á 16 milljónir, þar með taldar sjókví- arnar í Vestmannaeyjum sem, að mati Ólafs, voru lífsnauðsynlegar nýju fyrirtæki. Hluthafar í Rifósi eru 96 talsins. Stærsti hluthafinn er Búnaðarfélag Keldhverfinga með um 30% eignaraðild, en það lagði fram 7,5 milljóna kr. hlutafé, sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti félaginu í formi styrks sökum búháttabreytinga í sveitinni. Keldu- neshreppur er síðan næststærstur hluthafa með um 8% eignaraðild og algengt var að einstaklingar legðu fram hálfa eða heila milljón í formi hlutafjár og standa þá jafn- vel stórir sem smáir í fjölskyldunni að baki þeim fjármunum. Vinir og aðstandendur Keldhverfinga allt í kringum landið voru sömuleiðis fljótir að taka við sér þegar fréttist af „hreyfingu fólksins", eins og Ólafur orðar það, enda bárust nokkrar milljónir í stofnsjóð utan heimabyggðar. Hafbeitinni var að verða sjálf- hætt þegar heimamenn tóku við rekstrinum þar sem endurheimtur á laxi voru alltaf fremur lélegar og illa gekk að fá hana til að borga sig. Rifós er því eingöngu með seiðastöð, þar sem laxaseiði eru alin í hálft annað ár eða þar til þau ná um 40 gramma þyngd. Þá eru þau tilbúin til að fara út í sjókvíar í lóninu þar sem fiskurinn er alinn áfram í tvö ár til viðbótar þar til hann nær þriggja til fjögurra kílóa þyngd, sem er eðlileg sláturstærð. Því má segja að laxinn hátt í tí- faldi þyngd sína á tveimur árum. Slátrað er hjá Rifósi í um 60 daga á ári og bætist þá við starfsmanna- fjöldann svo um munar. Minnkandi yfirbygging Ólafur segir að mesta umbylting- in, sem gerð hafi verið með nýjum eigendum, hafi verið sú að koma rekstrinum öllum í heimabyggð. Þar með hafí verið hægt að auka fram- leiðslugetuna til muna og minnka kostnað. Sem stendur er Rifós með 28 nætur í sjó, sem þýðir um 35 þúsund rúmmetra eldisrými. Líf- massi, það er lifandi fiskur syndandi úti, er yfirleitt á bilinu 250-300 tonn. Talið er að í lónunum séu einhver bestu skilyrði til kvíaeldis, sem þekkjast á íslandi. Uppspretta heits ferskvatns er í grennd við seiðastöð- ina, en þar bullar upp um tíu gráðu heitt vatn í gríðarlega miklu magni eða um 15 tonn á sekúndu. Um er að ræða rigningarvatn af Þeysta- reykjarsvæðinu sem fellur á milli heitra hraunlagana og myndar hálf- gerða neðanjarðará, sem svo aftur nýtist jafnt í seiðaeldisstöðinni sem og til að hita sjávarlónið, sem skipt- ist með malarrifi í tvo hluta, svoköll- uð Ytrilón og Innrilón. Samtals er lónið um 3,6 ferkílómetrar að stærð og allt að tíu metrar að dýpt. Innlendur markaður Megnið af framleiðslu Rifóss fer til tveggja innlendra fyrirtækja, Eðalfisks hf. í Borgamesi og Is- lensks- fransks hf. í Reykjavík, en bæði þessi fyrirtæki hafa verið með heilmikla vöruþróun í gangi. „Þetta þýðir að fólk á Suðurlandi hefur atvinnu af því að framleiddur er lax hér fýrir norðan. Fólk á Akureyri hefur atvinnu af því að framleiða fóður fyrir okkur, en fóðurkostnað- ur hjá Rifós nemur um 30 milljónum kr. á ári. Einn maður hefur af því atvinnu að keyra fóðrinu til okkar auk þess sem við þurfum á ýmissi annarri þjónustu að halda. Þetta eru þessý margfeldisáhrif, sem tín- ast til.“ Ólafur segir að Rifós haldi góðu sambandi við erlenda markaði og stundum sé slátrað á þá enda engin vandkvæði á því markaðs- lega. „Það er ekkert vandamál að selja lax. Spurningin er hinsvegar um verð, sem hefur farið hríðlækk- andi. Ef skilaverð á laxi heim í stöð væri það sama nú og var um miðrj- an níunda áratuginn þegar verð á laxi var hvað hæst, væri það um 1.100 kr. kg á móti 300-350 kr. nú. Verðþróunin hefur því ekki hjálp- að til. Hinsvegar höfum við notið góðs af því starfi, sem unnið hefur verið á sviði fiskeldis hingað til. Teknar hafa verið upp bólusetning- ar við bakteríusjúkdómum og mikl- ar kynbætur hafa verið í gangi til að laxinn vaxi hraðar og sé sterk- ari fyrir öllum umhverfisáhrifum. Við njótum þess m.a. nú að fluttir voru inn tveir norskir stofnar árið 1985 sem búnir voru að ganga í gegnum fisksjúkdómasöguna alla, en um tíma voru Norðmenn að kikna undan fiskisjúkdómum. í kjöl- farið komu þeir sér upp stofnum, sem lifðu af hremmingarnar. Kyn- bætur á þessum stofnum eru komn- ar vel á veg hérlendis líka.“ Trú á bleikjueldi Ólafur hefur nú ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá Rifósi í nokkra mánuði til þess að gera til- raun í Presthólalóni með bleikjueldi ásamt mági sínum Sigurði Árnasyni á Presthólum. Tilraunin gengur út á það að kanna líffræðilegar og efnahagslegar forsendur fyrir bleikjueldi í kvíum. Hann segir að bleikjan henti íslenskum aðstæðum mun betur en laxinn og horfir fyrst og fremst til stöðuvatna og þeirra ónýttu fjárfestinga, sem búið er að kosta til með kvíaeldi á laxi í sjó. Sjókvíarnar vill hann flytja í stöðu- vötnin og sér bleikjueldi fyrir sér sem vaxtarbrodd fyrir þá bændur, sem búa við minnkandi búskap en eiga kannski stöðuvatn innan land- areignar. „Við ætlum að reyna að staðfæra kvíaeldi á laxi í sjó yfir í það að ala bleikju í kvíum í stöðuvötnum. Ég hef nefnilega tröllatrú á bleikju- eldi og bleikju þarf að markaðssetja með þeim formerkjum að okkur takist eldið sæmilega vel. Allir aðr- ir þættir liggja fyrir. Bleikjan er alin í tönkum til að byija með og eldið síðan klárað í stöðuvatninu. Bleikja er tiltölulega óþekkt fiskteg- und á mörkuðum erlendis og mun hraðvaxnari en laxinn, en markaðs- stærð er um eitt kíló. Ef okkur tekst að markaðssetja hana með góðu móti, er ég ekki í vafa um vel- gengni. Við þurfum bara að vera á undan öðrum.“ ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA hefst á morgun. 30-50% afsláttur Allt nýjar vörur. BARNASTÍGUR Opið kl. 10-18. Barnafataverslun Skólavörðustíg 8. WMN 862 Þuottavél Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst:5kg. Uerð: 52.500,- WDN 1053 Þuottavél og Durrkari Alsjátfvirkt þvotta- og þurkkerfi. Þéttir gufu og er því þarkalaus. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Afköst: 5 kg. þurrkaraafköst: 25 kg. Uerð: 15.300,- Umboösmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 563 1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.