Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina While You Were Sleeping, Meðan þú svafst, eina vinsælustu mynd sumarsins í Bandaríkjunum. í aðalhlutverkum eru Sandra Bullock, Bill Pullman og Peter Gallagher. Ást og misskilningur FJÖLSKYLDA unnustans tekur Lucy tveimur höndum. AÐ vantar eitthvað í lífíð hennar Lucy (Sandra Bulloek). Hún á íbúð, kött og vini sem kún kynntist í vinnunni sinni í miðasölunni á jámbrautarstöð- inni í Chicago en hún á enga fjöl- skyldu og er alltaf að vinna á stórhátíðum. Góðu fréttimar eru þær að Lucy er orðin ástfangin af ótrúlega myndarlegum manni sem hún hittir á hveijum degi í vinnunni. Slæmu fréttimar eru að þau hafa aldrei hist. En það breytist þegar hann er rændur á lestarstöðinni og fellur á teinana í veg fyrir aðvífandi lest. Lucy bjargar lífí hans. Hún fer síðan á spítalann að heimsækja hann og þar er hún tekin í misgripum fyr- ir unnustu hans. Draumaprinsinn er meðvitundarlaus svo Lucy er ekkert að bera af sér heiðurinn. Þá kemur fjölskylda drauma- prinsins til sögunnar og í ljós kemur að hann heitir Peter Cal- laghan (Peter Gallagher). Callag- han-fjölskyldan er samheldin og tekur Lucy tveimur höndum. Fað- irinn Ox (Peter Boyle), amman Elsie (Glynis Johns) og mamman (Micole Mercurio) grípa þetta tækifæri til að kynnast stúlkunni sem þau halda að sé væntanleg tengdadóttir og endumýja þannig kynnin við líf lögfræðingsins, son- ar þeirra, sem hefur fjarlægst ijöl- skylduna undanfarin ár. Lucy er strax boðið að taka þátt í jóla- haldi íjölskyldunnar og hún lífgar upp á líf „tengdafólksins". Lucy er á báðum áttum hvort hún eigi að færa sér þennan mis- skilning í nyt en henni líður svo vel í faðmi fjölskyldunnar að hún lætur slag standa. En bróðir Peters, Jack (Bill Pullman), sér að ekki er allt sem sýnist. Og eftir því sem Lucy heyr- ir meira af manninum sem hún hélt að væri fullkominn fara að renna á hana tvær grímur um hvort Herra fullkominn sé í raun sá eini rétti. Lucy á fullt í fangi með að standast þá atlögu að gervi henn- ar sem Jack gerir með stöðugum, nærgöngulum spumingum en um leið finnur hún að hún er að verða yfír sig hrifín að bróður „kærast- ans“ síns. Hlutimir hafa verið nógu erfiðir og flóknir meðan Peter hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi en hvað ætli gerist þegar hann vaknar úr dáinu? Meðan þú svafst er fyrsta myndin þar sem Sandra Bullock fer með aðalhlutverk, hún sem sló í gegn í fyrrasumar sem strætóbíl- stjórinn í myndinni Speed. Myndin hefur verið meðal 10 mest sóttu kvikmynda í Bandaríkjunum allt frá því hún var frumsýnd fyrir 10 vikum, hefur tekið inn um hálfan milljarð króna í aðgangs- eyri og hefur sýnt og sannað að það var rétt sem margir hugðu þegar Sandra Bullock kom fram á sjónarsviðið að þar færi efni í kvikmyndastjörnu. Myndin er byggð á frumsömdu handriti félaganna Daniel G. Sullivan og Frederic Lebow og er fyrsta handrit þeirra sem fest er á filmu. Leikstjóri myndarinnar er Jon Turtletaub, sem síðast leik- stýrði Cool Runnings, gaman- myndinni um bobsleðaliðið frá Jamaíku. Þar áður leikstýrði hann myndinni 3 Ninjas. Rétt eins og Meðan þú svafst voru fyrri mynd- ir Turtietaubs báðar framleiddar af Walt Disney kvikmyndaverinu. Framleiðandi myndarinnar er sjálfur Joe Roth, forstjóri Walt Disney-kvikmyndasamsteypunnar. Lykillinn að velgengni þessarar myndar meðal bandarískra áhorf- enda í sumar er þó fyrst og fremst þökkuð leikurunum, einkum aðal- leikurunum tveimur Sandra Bullock og Bill Pullman, sem bæði eru ungir leikarar á hraðri uppleið og þykja hafa skapað eitt eftirminnilegasta rómantíska par hvíta tjaldsins hin síðari ár. Mynd- in er afar mikilvæg fyrir feril beggja, sýnir að Sandra Bullock stóð undir væntingum, og veitti Bill Pullman langþráð tækifæri sem hann nýtti til hins ýtrasta til þess að stíga út úr skugga auka- hlutverkanna og leika þýðingar- mikið hlutverk sem ráðið gat úr- slitum um velgengni myndar. Aðrir leikendur eru hvorki ný- græðingar né aukvisar. Drauma- prinsinn, Peter Gallaghan, hefur undanfarin 15 ár vérið að festa sig í sessi sem virtur leikari og hefur m.a. undanfarin ár leikið í myndum Robert Altmans, The Player og Short Cuts og í mynd- inni Mrs. Parker and the Vicious Circle, sem enn á eftir að sýna hérlendis. í hlutverki Ox Gallaghan, föður bræðranna sem koma tilfinninga- lífí Lucy í uppnám, leikur Peter Boyle, margreyndur leikari sem ekki hefur farið mikið fyrir hin síðari ár. Margir minnast hans úr Taxi Driver og úr the Candid- ate og einnig úr myndinni Joe, þar sem hann fór með titilhlut- verkið með glæsibrag. Allar þess- ar myndir eru frá 8. áratugnum en síðari ár hefur hann m.a. leik- ið í Turk 182. Amman í fjölskyld- unni er Glynis Johns sem er með- al elstu kvikmyndastjama og lék m.a. á sokkabandsárum sínum á móti Douglas Fairbanks jr. og Laurence Olivier. Sjálfsagt muna flestir eftir henni úr Mary Popp- ins. Síðari misseri hefur hún m.a. leikið í Hostile Hostages og Rob Roy. Mömmu bræðranna, Micole Mercurio, brá síðast fyrir í The Client og fjórði stórleikarinn í hópi aukaleikara er sjálfur Jack Warden sem hefur verið kvik- myndastjama í aukahlutverkum allt frá fímmta áratugnum. Smástimið skín nú skært SANDRA Bullock ásamt leikstjóranum Joe Turtletaub. SANDRA Bullock varð fræg þegar hún lék á móti Keanu Reeves og Dennis Hopper í Speed í fyrrasumar en þar áður hafði henni um skeið gengið allt í haginn á leik- ferlinum, sem stefndi hægum og öruggum skref- um þangað sem hún hefur nú náð; á tindinn. Misserin áður hafði hún m.a. leikið á móti Sylvester Stallone og Wesley Snipes í Demol- ition man og á móti Rob- ert Duvall og Richard Harris í Wrestling Emest Hemingway. Áður lék hún kærustuna sem hvarf í The Vanishing með Kiefer Sutherland og Jeff Bridges og í myndun- um Love Potion 9 og When The Party’s Over. í mynd Peters Bogdanovichs, The Thing Called Love, lék hún unga upprennandi kántrý-söngkonu og flutti þá eigið Iag. Sandra er alin upp á söngelsku heimili. Móðir hennar er þýsk óperu- söngkona og faðir hennar bandarískur söngkennari. Hún ólst upp í Þýskalandi og fylgdi móður sinni milli óperuhúsa. Mamma söng vítt og breitt um Evrópu í óperuhúsum og oftar en* ekki voru Sandra og systir hennar þá í statistahlut- verkum eða í bamakórum sem tóku þátt í uppfærsl- unum. Þegar Sandra, sem nú er um þrítugt, var á tán- ingsaldri fluttist fjölskyld- an vestur um haf og til Washington D.C. Sandra settist í háskóla í Norður- Karólínu og fór að læra leiklist. Að námi loknu flutt- ist hún til New York og komast fljótt að með leik- flokki off-Broadway. Ekki leið á löngu áður en henni fóru að berast tilboð um að leika í sjónvarpsþáttum og síðan í kvikmyndum. Sandra Bullock býr nú í Kaliforníu og heldur heimili með systur sinni eftir að upp úr sambandi hennar og leikarans og söngvarans Jasons Don- ovan slitnaði. Hún hefur undanfarið unnið við tök- ur á myndinni Two If By The Sea þar sem hún leik- ur á móti Dennis Leary. Kyrrstaðan rofin MARGIR hafa talið að ferill Bill Pullman væri að komast í óþægi- lega kyrrstöðu undan- farin ár. Nú er séð fyrir endann á því og leiðin liggur upp á við. Með leik sínum í Meðan þú svafst hefur hann sannað að hann er fær um að leika rómantískt aðal- hlutverk og næst er búist við að hann slái í gegn í aðalhlutverki í ævintýra- mynd Steven Spielbergs um Casper, vinalega drauginn en sú mynd er byggð á samnefndum teiknimyndum. Þeir sem sáu myndina The Last Seduction, sem færði Lindu Fiorentino mikla athygli vestanhafs í fyrra, minnast Bill Pull- mans sem eiginmannsins sem Linda, yfirgaf, sveik og endaði á að myrða og það voru einmitt hlut- verk af því tagi sem margir töldu hann vera að festast í enda var það líka hann sem Meg Ryan sveik vegna Tom Hanks í Sleepless in Seattle. BILL Pullman. Hann Iék í Wyatt Earp- mynd Lawrence Kasd- ans, en þar sáu hann fáir, og þar áður var hann í stóru aukahlutverki í Malice og Sommersby. Bill birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1986 í myndinni Ruthless People og síðan þá hefur hann sýnt gott vald á fjöl- breyttustu hlutverkum í myndum á borð við Spaceballs, A League of Their Own, Singles og The Favor. Bill Pullman er fædd- ur í New York fylki og ætlaði upphaflega að verða byggingatækni- fræðingur. Hann sá sig þó um hönd, skipti um námsbraut í háskóla og helgaði sig leiklistinni og lauk framhaldsnámi í leikhúsfræðum frá fylk- isháskóla Massachusetts. 27 ára gamall fluttist hanii til Montana og gerðist þar háskólakenn- ari og yfirmaður leik- listadeildar fylkisháskól- ans en staldraði aðeins við í 2 ár áður en hann fluttist til New York til að gefa sig leiklistar- gyðjunni á vald. Þar lék hann í 4 ár með smærri leikflokkum áður en viðurkcnningin lét loks hressilega á sér kræla. Það var þegar hann lék á móti Kathy Bates í leikriti Sam Shep- ard, The Curse of the Starving Class. Það var árið 1984 og árið eftir fluttist Bill til vestur- strandarinnar þar sem hann var orðinn alvöru- kvikmyndaleikari innan árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.