Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MiNNIIMGAR t Elskuleg dóttir okkar og systir, RAGNHEIÐUR ANDREA fædd 12. maí 1995, lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins 30. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til lækna og starfs- fólks vökudeildarinnar fyrir ógleymanlegan stuðning. Guðríður Tómasdóttir, Guðni Pálsson, Dagur Tómas. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ÞURÍÐUR AUÐUNSDÓTTIR, frá Eyvindarmúla, Fljótshlíð Til heimilis Skipholti 24, lést 27. júní sl. í Landsspítalanum. Utförin hefur farið fram í kyrr- þei að ósk hinnar látnu. Sigríður Skúladóttir, Konnráð Axelsson, Hallfríður Skúladóttir, Kjartann Magnússon, Auður SKúladóttir, Gunnar Ámundason, Helga Skúladóttir, Alexander Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, GÍSLI HJÖRLEIFSSON, Unnarholtskoti, Hrunamannahreppi, andaðist í Borgarspítalanum þann 6. júlí. Helga Runólfsdóttir. SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR + Sólveig Eyjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1911. Hún lést á Landspítalan- um 29. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirlqu í gær, 6. júlí. Vegna mistaka við birtingu minn- ingargreinar Vil- hjálms Hjálmars- sonar um Sólveigu á blaðsíðu 32 og 33 í Morgunblaðinu í gær er hún endur- birt hér. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á mis- tökunum. Sólveig Eyjólfsdóttir er látin. Hvorki man ég daginn né stundina þegar mig bar fyrst að garði þeirra Eysteins Jónssonar, Ásvallagötu 67. En margar urðu komur mínar þangað í vel hálfa öld - og svo að Miðleiti síðasta ára- tugjnn. Ég var ekki lánlaus hér á árunum þegar ég tók að venja komur mínar til höfuðstaðar- ins, fyrst á leið í skóla, seinna ýmissa erinda. Fjölskyldur frændfólks og vina tóku mér opnum örmum og ástúð og umhyggja þess fólks brást ekki síðan. Það er því margs að + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR ÞÓRISSON vélstjóri, Álfaheiði 18, Kópavogi, andaðist á heimili sínu 7. júlí. F.h. aðstandenda, Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Ólafsson, Kári Ólafsson, Þórir Ingi Ólafsson. t Faðir okkar og tengdafaðir, HILDIÞÓR LOFTSSON fyrrv. kaupmaður, -Eyrarvegi 7, Selfossi, til heimilis ■ Grænumörk 1, lést 3. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðju- daginn 11. júlí kl. 14.00. Fjóla Hildiþórsdóttir, Sigurður Sighvatsson, Anna Hildiþórsdóttir, Sigurjón Sigurðsson og fjölskyldur þeirra. '5 + Systir okkar,. HÓLMFRÍÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR INGHAM, lést í heimabæ sínum, Preston, Eng- landi, þann 4. júlí sl. Margrét Sigurðardóttir Elsa Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Ævar Þorsteinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HANSDÓTTIR frá Garðsstöðum, Ögurhreppi, sem lést föstudaginn 30. júní, verður jarðsett frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. júlí kl. 11.00. Guðbjörg Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Vilborg Ólafsdóttir, Kristfn Ólafsdóttir, Héðinn Ólafsson, Ólöf Ólafsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ragnar Ólafsson, Hallvarður Ólafsson, Guðjón Ójafsson, Magnús Ólafsson, Aðalsteinn Ólafsson, og barnabörn. Stefán Kristjánsson, Inga Sigurjónsdóttir, Steingrímur Pétursson, Héðinn Arason, Hjördís Kristjánsdóttir, Birna Sigurðardóttir, + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir og sonur, PÁLL ÁSGRÍMSSON, Skriðustekk 27, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 7. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Pálsdóttir, Halldór P. Þrastarson, Ásgrímur Þór Pálsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Þór Pálsson, Þorgeir Valur Pálsson, Magðalena Magnúsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Joachim Kaehler og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU ÁRNADÓTTUR, Miðbraut 19, Seltjarnarnesi, fer fram frá Áskirkju, þriðjudaginn 11. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda alsheimersjúklinga, Hlíðarbær, Flókagötu 53, Reykjavík. Árni Þórðarson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Hafdis Þórðardóttir, Einar V. Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og barnabörn. LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda íslensk framleiðsla ÍHlJ KL ARCbZ é MOSAIK hf. Hamarshöfði 4 "B587 1960 minnast og ég hef mikið að þakka. Hjónin Sólveig Eyjólfsdóttir og Eysteinn Jónsson áttu langa sam- leið. Húsfreyjan stýrði umsvifamiklu heimili þeirra með reisn. Húsbóndinn stóð í eldlínu stjórnmálanna nær alla ævi. Þar urðu mörg tíðindi í senn. íslendingar stofnuðu lýðveldi, mót- uðu utanríkisstefnu, færðu út fisk- veiðilögsögu sína og byggðu upp velferðarsamfélag. Á heimilum landsmanna urðu og miklar sögur. Eysteinn og Sólveig gengu í hjónaband og stofnuðu heimili ung að árum, hún aðeins tvítug. Heimili þeirra var frá byijun nokkuð sér- stætt. Húsbóndanum fylgdu þá þeg- ar aldraðir foreldrar og um stundar- sakir tvær fóstursystur. Yngsta barnið var vart komið af höndum þegar húsbóndinn var orðinn alþing- ismaður fyrir víðlent kjördæmi í fjar- lægum landshluta og jafnframt einn af fremstu forvígismönnum í stórum og aðgerðamiklum stjórnmálaflokki - og lá ekki á liði sínu. Á þeim árum hafði hvorki Framsóknai-flokkurinn skrifstofu né heldur þingmenn hans afdrep til starfa úti í bæ utan þing- funda. Af því leiddi að heimilið á Ásvallagötu varð jafnframt eins kon- ar flokksskrifstofa og miðstöð stuðn- ingsmanna í kjördæmi þegar þeir áttu leið í borgina - einnig hótel fyrir okkur suma eftir því sem til vannst. Við slíkar aðstæður verður hlutverk húsfreyju stórt þótt sjaldn- ar sé um það fjallað en störf hins aðilans sem unnin eru í augsýn al- þjóðar. Eysteinn Jónsson lýsti eitt sinn í viðtali hlutverki konu sinnar á heim- ilinu á þessa leið: „... Állan okkar búskap hefur hún orðið að sjá um heimilið, nálega að öllu leyti, vinna venjuleg hús- bóndastörf auk heimilisverkanna, því ég hef staðið á höfði í málefnum landsins,^ kjördæmisins, flokksins o.s.frv. Ég hef sjálfsagt verið ólíkur mörgum öðrum heimilisfeðrum að því leyti, að ég hef lítið getað sinnt okkar eigin málum. Þetta má skoða sem framlag hennar til þjóðmálabar- áttunnar." Nefnt viðtal er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Spyijandinn, Val- geir Sigurðsson, vék orðum að Sól- veigu húsfreyju og spurði m.a. um viðbrögð hennar þegar pólitískir andstæðingar fóru hamförum gegn manni hennar að þeirrar tíðar hætti. Sólveig sagði þá meðal annars: „.. . Ég setti mér það strax að tala ekki um slíka hluti við Eystein og hef haldið þeirri reglu fram á þennan dag. ... Þetta hefði verið margfalt erfiðara ef ég hefði tamið mér að vera alltaf að hugsa og tala um það sem misjafnt var sagt og skrifað um Eystein.“ Svar Sólveigar var lengra og ýt- arlegra og bæði klárt og kvitt eins og allt hennar tal og sannferðugt í besta máta. Um það er ég, með leyfi að segja, alveg vitnisbær. Og ég þekki það af eigin reynslu - að breyttu breytanda eins og stundum er sagt - að þessi afstaða Sólveigar húsfreyju var bónda hennar, stjórn- málamanninum, mikill styrkur — til viðbótar margvíslegu starfi hennar Framsóknarflokknum til stuðnings, beint og óbeint. Blömastofa Fnöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíö ötl kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.