Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 27 hygli mína í fyrstu var að Guð- mundur sat með henni og prjón- aði. Eftir á að hyggja, ætli það hafi ekki verið eitt glöggt dæmi um órofna samheldni þeirra hjóna. Inga hafði mikið dálæti á garði sínum þar sem flóra náttúrunnar fékk þá umönnun og natni sem þurfti til að blómstra í höndum Ingu. Gróðurhúsið var sá staður sem Inga hafði mikið dálæti á og undi sér löngum stundum, þar sem hlúð var að vexti blóma. Það sama var með hennar nánustu eins og með blómin í garðinum hennar Ingu. Hún veitti sínum afkomend- um þá alúð og umhyggju sem ein- kenndi hennar lífsviðhorf og hlúði að uppvexti þeirra alla tíð. Mér er kunnugt um að heimili Ingu og Guðmundar hefur verið öllum opið og tóku þau að sér að veita öðrum börnum húsaskjól og brauðfæða þegar þannig lá við. Barnabörn Ingu voru hennar gersemar og yndi sem hún lét sér mikið annt um. Við hveija heimsókn þeirra var sem hún geislaði af gleði og fór hún þá fljótlega í það að finna eitthvað í gogginn. Inga fylgdist mjög með framvindu bamabarna sinna og samgladdist hveijum þeim áfanga sem þau náðu. Þegar börnin vom vaxin úr grasi þá fóru hjónin að Austurvegi í ferðalög erlendis, í bændaferðir, og ferðuðust þau víða þeim til mikillar ánægju. Árið 1989 lagðist Inga undir hnífinn vegna meins í höfði og aftur árið 1993. Þessar aðgerðir voru henni erfiðar en þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi verið þrálátur þá var gleðin til stað- ar og sama umhyggjan. Starfsgeta Ingu dvínaði smátt og smátt og undir lokin gat hún ekki lengur verið úti við innan um blómin sín eða tekið í pijóna. í veikindum Ingu var Guðmundur sá aðili sem var henni stoð og stytta. Hún naut umhyggju hans af alúð og kærleika allt fram í andlátið. Elsku Guðmundur minn, þín kærleiksríka eiginkona og lífsföru- nautur er í faðmi Guðs sem alla elskar. í sorg hvers manns er það minningin sem lifir líkt og blómstr- andi jurt í garði þínum. Megi al- mættið veita okkur styrk og bless- un um ókomna tíð. Jón Hlöðver Hrafnsson. Skilafrest- ur vegna minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR + Rannveig Magnúsdóttir fæddist 24.5. 1907 að Strýtu í Borgarfirði eystra. 25.11. 1930 giftist hún Oddi Ágústssyni og eignuðust þau sex börn. Rannveig var hús- freyja í Hrísey. Hún lést á FSA 1. júlí 1995. Rannveig var jarð- sett í kyrrþey 7. júlí sl. ELSKU amma, nú ert þú farin frá okkur, og eigum við eftir að sakna þín mikið. Þú kenndir þér einskis meins og fékkst að kveðja þennan heim eins og þú óskaðir þér. Mest eigum við eftir að sakna þess að geta ekki komið oftar í heimsókn til þín, þar sem við vorum ævinlega velkomin. Þú fylgdist vel með okk- ur og vissir hvað var að gerast í okkar lífi og ef eitthvað gekk ekki upp hafðir þú áhyggjur fyrir okk- ur. Ekki varst þú spör á góð ráð og komu ráðleggingar þínar að góðum notum. Minnumst við þess, þegar við vorum lítil, hve gaman var að leika hjá þér, elsku amma,' meðan þú bjóst í Strandgötunni með afa. Nóg var til af kleinum og kakói og öðru bakkelsi þegar við vorum orð- in lúin. Sérstaklega var gaman að fá hressingu þegar við komum þreytt og köld til þín eftir skíða- ferðirnar með frændsystkinum okkar. Besta minning okkar af þér eru hin mörgu jól sem þú hélst fyrir okkur í Standgötunni, þegar öll fjölskyldan hittist til að halda dag- inn hátíðlegan. Þá var alltaf iíf og fjör, mikið talað og hlegið, og ekki brást þér bogalistin við matseldina frekar en fyrri daginn. Seinna þeg- ar þú og afi fluttuð á elliheimilið voru þar upphaf jólanna þegar við fórum í jólainnkaupaferðirnar með þér og skreyttum íbúðina þína og hengdum hinar margfrægu jólas- eríur í gluggana. Þegar þú og afi fluttuð á elli- heimilið hófst í raun nýr kafli í þínu lífi. Þá loksins fékkst þú tæki- færi aftur til að hitta vini og kunn- ingja sem hinar bröttu og oft hálu tröppur í Strandgötunni höfðu hindrað þig í að gera. Þú hreinlega blómstraðir og hafðir nóg að gera við spil, spjall og hannyrðir, enda varst þú snillingur í höndunum. Gleði og kátína einkenndu árin sem þú áttir á elliheimilinu og þannig munum við minnast þín, elsku amma. Margt er það og margt er það sem minningamar vekur, þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Þín barnabörn, Stella, Markús og Sonja. 1 E BA05.5 HER8ERGÍB.6 Verðdæmi: 3ja herb. fullbúin Við undirskrift 200.000 Þegar íbúðin er fokheld 500.000 Húsbréf (65%) 5.005.000 Eftirstöðvar samkomulag 1.995.000 Samtals 7.700.000 sérstakur afsláttur ef keypt er fyrir 1. sept. 1995 Seljandi tekur á sig öll aff öll af húsbréfum ooo oUÖ STOf A 247 i O IVONWERO 11« fa— O, SVAUR7.8 tW/Hí A/'. 7-700.000 4ra herbergja 118 m2 Fullbúin án gólfefna 8.900.000 Tilbúin undir tréverk 7.700.000 TFíhí ///'. 6:6öo.ooo 3ja herbergja 02 m2 Fullbúin án gólfefna 7.700.000 Tilbúin undir tréverk 6.600.000 Lysing fbuða: íbúðirnar eru afhentar fullbúnar að innan utan gólfefna. Böð eru flísalögð. Allar hurðir, bað- og raftæki fylgja. Fataskápar í svefnherbergjum og anddyri. Vandaðar innréttingar úr kirsuberjaviði (nema annað sé valið). Stórar svalir fylgja öllum íbúðum. Sérgeymsla í kjallara fylgir hverri íbúð. (Einnig er hægt að fá íbúðirnar afhentar tilbúnar undir tréverk.) Húsið er fullbúið að utan, málað, lóð frágengin og malbikuð bílastæði. Sameign með lyftuhúsi og lyftu fullbúin. ÓÐfVL FASTEIGN ASALA Sími: 588 9999 Fax: 568 2422 KAMBUR HF BYGGINGAVERKTAKAR Sími: 896 3782 Fax:555 3412

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.