Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 44
varða víðtæk fjármálaþjðnusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík (£) 550 7472 MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Leiðangursstj óri Gaiu Víkinga- skipið öruggl RAGNAR Torseth leiðangurstjóri víkingaskipsins Gaiu og sérfræðing- ur um víkingaskip segir að ýmislegt í bréfí Siglingamálastofnunar þar sem gerðar eru kröfur um breyting- ar á skipi því sem Gunnar Marel Eggertsson er að byggja, beri vott um vanþekkingu. Skipið sé öruggt og óráð að breyta því. Ragnar hefur borið athugasemdir stofnunarinnar undir skipasmiði í Noregi og sérfræðinga við Oslóar- háskóla og segir „út í hött“ að fara fram á þær breytingar sem stofnun- in vill láta gera. Skip byggð á sama hátt og skip Gunnars hafí siglt í vondum veðrum á úthafí og hann sé sannfærður um að skip Gunnars sé betra skip en Gaia, sem hafí sigl- ingaleyfí á Islandi og hafí siglt und- ir íslenskum fána í tvö ár og m.a. haft um borð kóngafólk og forseta. Víkingaskip skráð í Belize? „Það er beinlínis hlægilegt ef það verður bannað að byggja víkinga- skip á íslandi meira en þúsund árum eftir landnám," segir Ragnar. „Ætli það sé ekki vænlegast fyrir Gunnar að skrá víkingaskipið í Belize og fara svo í Smuguna." ■ Óráðlegt að breyta/4 Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson KORFUBOLTINN HEILLAR Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson Engar breytingar á Kolbeinsey Banaslys við Hvols- völl MAÐUR um tvítugt lést í bílslysi á þjóðveginum skammt austan við Hvolsvöll * snemma í gærmorgun. Jeppabifreið á vesturleið valt rétt vestan við bæinn Hvítanes. Þrennt var í bílnum og lést annar farþeganna. Hinn farþeginn og bílstjóri sluppu ómeiddir. Ekki er unnt að birta nafns hins látna að svo stöddu. ENGAR breytingar er að sjá á Kolbeinsey miðað við í fyrra og virðist lítið hafa brotað úr henni í vetur. Flogið var yfir eyjuna á veg- um Landhelgisgæslunnar á föstudag og var leiðangursstjóri flugsins Halldór Benoný Nellett. Að sögn hans ræðst það fyrst og fremst af hafís og veðráttu hvernig eyjunni reiðir af. Fyrir nokkrum árum var steyptur þyrlupallur á eyjunni og er hann nú hæsti punktur hennar. Eyjan er sem kunnugt er grunnlínupunktur og miðast 200 mílna landhelgin við hana þannig að menn hafa áhyggjur af hvort takist að veija hana gegn ágangi miskunnarlausra náttúruaflanna. Mikil saurkólígerla- mengun frá skólpi mæl- ist út af Laugarnesi BRÖGÐ eru að því að menn hafi þurft að leita sér lækninga vegna sveppasýkinga eftir að hafa kom- ist í snertingu við sjóinn úti fyrir Laugamesi og Skúlagötu. Guðjón Atli Auðunsson deildarstjóri snefilefnadeildar Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins segir að mikil mengun sé út af ströndinni vegna skólps. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- urborgar telur ekki ástæðu til að gefa út viðvaranir um mengunarhættu á svæðinu. Styrkur saurkólígerla á þessu svæði er á bilinu 100.000 til 3,5 milljónir í hverjum 100 millilítr- um af sjó, samkvæmt mælingum Rannsóknastofnunar fiskiðrtað- arins. Samkvæmt mengunar- varnareglugerð frá 1992 má styrkur saurkólígerla ekki vera meira en 100 í hverjum 100 ml af baðsjó svo mengunin er á bil- inu þúsundfalt til 35 þúsundfalt meiri. Engu að síður eru brögð að því að stundaðar séu alls kyns vatnaíþróttir á svæðinu, t.a.m. hraðbáta-, sæsleða og skútusigl- ingar og jafnvel köfun. Þrálátur kvilli Jón Einarsson, sem stundar grasalækningar, segir að undan- farin fjögur ár hafi menn sem hafí komist í snertingu við sjóinn á ytri höfninni leitað til sín vegna sveppasýkinga í andliti. Jón telur víst að rekja megi sýkingar þess- Menn hafa þurft að leita lækninga vegna útbrota sem rakin er til mengunarinnar ar til skólpmengunar á þessu svæði. Fyrst hafi leitað til sín maður sem stundaði sjóskíði úti fyrir Laugarnesi en einnig menn sem hafa verið við æfingar á svæðinu. „Það kemur sveppur í húðina sem veldur roða á nefinu og út á kinnbein. Jafnvel kemst hann í slímhúð í nefi og er þá kvillinn mjög þrálátur,“ sagði Jón. Guðjón Atli segir að meðan framkvæmdum sé ólokið í dælu- stöðinni í Laugarnesi fari út í sjó- inn sem samsvarar skólpi frá 50-70 þúsund manns. „Styrkur saurkólígerla er þarna mikill og sjórinn er alls ekki hæfur til baða eða æfinga. Það er ekki eðlilegt að þarna séu stundaðar siglingar eða æfingar ef af því hlýst að menn fari oft í sjóinn," sagði Guðjón Atli. Skólpi frá Laugarnesi er dælt um 100 metra frá landi en þegar framkvæmdum verður lokið við dælustöðina verður því dælt 4 km út fyrir ströndina. Guðjón Atli segir eðlilegt að gefin verði út viðvörun um mengunarhættu á þessu svæði. Slík viðvörun hafi á sínum tíma verið gefin út vegna mengunar í Nauthólsvík en ætla má að mengunin sé mun meiri út af Laugarnesi. Engin ástæða til viðvörunar Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að mikið átak sé í gangi á vegum Reykja- víkurborgar í endurbótum á hol- ræsakerfmu og verður hátt í 500 milljónum varið til þeirra mála á þessu ári og 600-700 milljónum kr. á næsta ári. Þá verður vænt- anlega tekin í notkun fyrsta skólphreinsistöðin og fyrsta langa útrásin, 4 km, við Mýrargötu í Vesturbænum. Borgaryfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um næsta áfanga en ekki er ólíklegt að það verði í Laugarnesi. Sigurð- ur sagði að samkvæmt áætlun sé gert ráð fyrir að framkvæmd- um þar verði lokið árið 2000. Þá er í athugun hvort sett verði upp þriðja skólphreinsistöðin í Geld- inganesi sem myndi þjóna Borg- arholtshverfi og byggð í Geld- inganesi. Oddur Rúnar Harðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að menn fari þarna á eigin ábyrgð í sjóinn og þetta sé ekki baðsvæði. „Eg get ekki séð að það sé ástæða til að gefa út við- vörun því þetta er ekkert sjóbaðs- svæði,“ sagði Oddur Rúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.