Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 1
Hl 4 Á HÁTINDINUM 2 P o 1 fta s a m f é 1 ö) o SUNNUDAGUR SUNMDAGUR 9. JULI 1995 plnrgmtiMaltií BLAÐ B Það er hvergi komið að tómum kofunum hjá þeim Guðjoni og Óskari Garðakotsbræðrum við Dyrhólaey skrifar, Árni Johnsen. Þeir séu víðlesnir, glöggir og snöggir að vinsa hismið frá kjarnanum, góðir sögumenn og krydda þá gjarnan með nýyrðum og tilsvör þeirra eru oft hvöss og gamansöm í senn. Árni og Ragnar Axelsson Ijósmyndari sóttu þá bræður heim. : ÞEIR draga mjög dám af um- hverfi sínu, búa yfir tærri náttúrlegri hugsun og stundum veit maður ekki hvort þeir eru fremur hluti af sérstæðri náttúru Dyrhólaeyjar eða umhverfið hluti af þeim. Að minnsta kosti hljómar þetta allt saman. Augnsvipurinn getur verið blíðari en allt sem blítt er gagn- vart blómi í haga eða fugli við hreið- ur eða gesti í garði, því gestrisni þeirra er einkar hlý og mikil. í ná- vist þeirra finnst manni á auga- bragði að maður sé heimamaður en ekki gestkomandi. Er hægt að hugsa sér betri gestrisni? En það getur hvesst hjá þeim eins og í Tóargatinu á Dyrhólaey, hvesst í augum og orð- um. Og þá er nú gaman, það er sem brimskaflarnir dynji. Svo skellur á með blíðviðri aftur, því náttúran er söm við sig. Það fylgir enginn há- vaði mannlífinu í Mýrdalnum, en það hefur ekki alltaf verið logn þar. Smáatriðin geta geta orðið glettilega stór og þá er tekist fast á og glímt með orðanna hljóðan. Þeir bræður, Guðjón og Óskar Þorsteinssynir, bændur í Garðakoti í Dyrhólahverf- inu, hafa lifað lífinu á sama stað, á heimaslóðinni. Hvergi er komið að tómum kofunum hjá þeim, víðlesnir, glöggir og snöggir að vinsa hismið frá kjarnanum, góðir sögumenn og krydda þá gjarnan með nýyrðum og tilsvör þeirra eru oft hvöss og gamansöm í senn. Einu sinni 'O'/vn sigldi ég með þeim inn í Lundadrang við Dyrhólaey. Siglt er inn um op í bergveggnum, en fyrir innan er höfn af náttúrunnar hendi eins og heiðat- jörn í faðmi bjargveggjanna. Ég spurði Guðjón dolfallinn hvort þetta fyrirbæri héti eitthvað. Já, svaraði Guðjón að bragði, þetta heitir Atl- antshafið. Þannig er leikurinn þar um slóðir, kreskni, gamansemi og vísdómur í senn. Það var milt veður einn júnídaginn þegar við heimsóttum þá bræður og fórum með þeim niður á sanda. Oft er farið á fjöruna að huga að reka, timbri, belgjum, kúlum. Raftarnir eru notaðir í girðingarstaura og úr öllu nýtilegu má vinna verðmæti. í suðvestanátt er rekinn mestur, en það eru áraskipti að þessu eins og öðru, fer meðal annars eftir vinnu- gleði þeirra og hirðusemi austur í Rússíá á fljótunum stóru þegar stofnum er fleytt fram. SJÁ SÍÐU 11 fSÍS ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.