Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Flýgur safa- rík saga SAFARÍKA slúðursögu rak á okkar fjölmiðlafjörur í vikunni. Kvik- myndaleikara nokkrum varð svo brátt í brók, sem hann ók glæsivagni sínum eftir Sunset breiðgötunni í Los Angeles vestur, að hann leitaði um líkn til vændiskonu, sem þar beið til reiðu fyrir slík tilfelli.- Tímdi að vísu ekki eða hafði nennu til að fara með henni afsíðis í hótelherbergi og var því napp- aður af lögreglu, þar sem slík þjónusta er bönnuð í bíl á al- mannafæri. Flaug fiskisagan. Enginn þykist hafa áhuga á slúðursögum - samt virðast allir njóta þeirra, svo sem al- kunna er. Því smjöttuðu menn auðvitað í kvikmyndaborginni á frásögninni. Vildu fá meira að heyra. Og fjölmiðlar borg- uðu þessari aumingja stelpu, sem skuldar fúlgur í fíkniefna- sektir, fyrir lýsingar á athæf- inu. Hún skildi auðvitað ekkert í því af hveiju þessi kúnni hennar mátti þetta ekki eins og allir hinir. Þekkti hann ekki. En enginn hafði fyrr boðist til að borga bónus ofan á hennar lágu gjaldskrá. Málið var semsagt þarna vestra hið safaríkasta slúðurmál. Aðdáend- urnir höfðu af því mest- ar áhyggjur að blessað- ur drengurinn, sem búið var að skapa í kvikmyndum sem óspillta piltinn, mundi missa eitthvað af gei- slabaugnum og hátekj- um fyrir næstu kvik- myndir. Aðrir töldu að þetta muni nú bara verða honum til fram- dráttar og auka tekj- urnar. Málið semsagt hið áhugaverðastá - líka uppi á íslandi, þar sem fólk kryfur undir nafni í blöðum ástæður kvikmynda- stjörnunnar ljúfu. Einn kven- spekingurinn leitar ástæðunn- ar og spyr hvort Bretar séu bara „perrar“ undir niðri. Hef- ur líklega heyrt fleyg orð Ge- orgs nokkurs Makes á 6. ára- tugnum, að meginlandsfólk eigi sér kynlíf í bólinu, en Bret- ar noti þar heita vatnsflösku. Sem þykir að vísu úrelt speki eftir öll nýleg kynlífsvandræði stjómmálamanna þar í landi. Þið sjáið að Gáruhöfundur er vel upplýstur, enda skít- pljgtugur til að fylgjast með fréttum allra fjölmiðla, og þeir fylgja náið bresku pressunni er situr um vesalinginn og sam- býliskonu hans og reyna að ráða reiði eða fyrirgefingu í svip hennar. Málið hvort Hugh Grant missi nú kærustuna sína, hana Elísabethu Hurley. 'Það eru margar áhyggjurnar í heiminum sem leggjast á okkur „meðvitað fólk“ hér uppi á ís- landi. Ekki þurfum við að láta okkur varða eða vera að hafa áhyggjur af því þótt einhverj- um verði brátt hér á landi eða eigi erfitt með tippið á sér. Það má sem best leysa hér án svona vesens eða afskiptasemi. Bara bregða sér á bar eða danshús og fara heim með einhverri eða einhverjum ókunnugum ef um semst - útgjöld engin eða kannski bara drykkur í glasi. Veldur engu írafári, hæsta lagi að menn láta söguna ganga í hvísli, helst betri en hún barst þeim. Sambýlisfólkið fær litla opinbera samúð. Væri annars ekki hið skondn- Cárur eftirElínu Pálmadóttur asta skoðunarefni hvaða persónu- fréttum íslenskir ijölmiðlaneytend- ur og þá fjölmiðlar sýna mestan áhuga. Það er til dæmis hún Díana blessuð og svo Fergie. Kannski af því að hér er löng hefð fyrir áhuga á kóngafólki, a.m.k. dönsku eða frá Norðurlöndum, og þessar tvær voru nærri „konungbomar", um skeið að minnsta kosti, meðan þær voru í sambúð með ríkisörfum. ís- lendingar fýlgja samviskusam- lega hveiju fótmáli Díönu, þótt hún segi aldrei neitt, enda allt- af sama fallega dúkkulísan, í nýjum og dýrum fötum. Kannski er þó dálítið annað mál með kóngsmaka, sem verð- ur kóngamóðir. Líf þeirra og framhjáhald getur haft varan- leg áhrif til hins betra eða verra í samfélaginu, eftir því hvemig á málið er litið Var það ekki hjúskapur Önnu Boleyn og Hinriks 8. á árinu 1533, sem olli sambandsslitum konungs og páfa í Bretlandi þegar kóng- inum varð brátt og þurfti að losa sig í snarheitum við fyrstu drottningu sína til að giftast Önnu. Hún varð móðir Elísa- betgar I, en eftir nokkurra ára hjónaband sakaði konungur hana samt um hjúskaparbrot og lét hálshöggva hana. Það var því henni að þakka að þjóð- höfðinginn fékk það hlutverk að verða höfuð Ensku biskupa-. kirkjunnar og er það enn. Og kannski verður það CamiIIa Parker og hjúskaparbrot og kvennastúss Karls Breta- prins.sem hann gat ekki þagað yfir, sem verður til þess að næsti þjóðhöfðingi verður að kveðja æðstu stöðu kirkjunnar. Hafa verið uppi raddir um það í hans heimalandi. Allur þessi nákvæmi fréttaflutningur uppi á íslandi af hjúskaparmálum kóngafólksins í Bretlandi gæti þá skipt einhveiju, þó það sé kannski ekki þetta sem menn hafa jafn miklar áhyggjur af eins og hvort Díana hefur feng- ið sér nýja greiðslu eða nýjan glæsikjól. Og hvort hún vill eða vill ekki vera í konungsfjöl- skyldunni, þrátt fyrir allt. í fijálslyndu landi þar sem fólki er alveg sama hvort þjóð- höfðinginn á maka, er fráskil- inn eða einhleypur og finnst sér réttilega ekkert koma það við, er þó dulítið skrýtið hve miklar áhyggjur fólk hefur af mökum og einkalífi kóngafólks í útlöndum og kynlífsvandræð- um leikara, eða hvað? Nú liggur Gáruhöfundur laglega í því. Orðinn slúður- dálkur. Rógburður er víst sölu- vara kjaftakindarinnar og að ljá henni eyra er vissulega ekk- ert annað en að veita henni stuðning. Þar fór í verra. MANIMLÍFSSTRAUMAR SAGNFRÆÐI /ar Hitlergebveikur? íleitaðNód HÚN ER undarleg mannskepnan! Á vissan hátt er hún sífellt í sporum Kains. „Á ég að gæta bróður míns?“ spurði hann. En ólíkindalætin dugðu honum skammt, auðvitað átti hann að gæta bróður síns og hann vissi það vel sjálfur. „Sekt mín er meiri en svo, að ég fái borið hana!“ játaði hann yfirkominn af iðran og botnlausri sektartilfinningu. Allar götur síðan hefur þessi Adolfs Hitlers og við það viljum allt um faðmandi ábyrgðartil- við una sátt. finning fylgt mannkyni og á tíðum gert því lífið leitt. Það er nefnilega svo að við eigum enga undan- komuleið líkt og Kain forðum. Hann sagði sig einfaldlega úr mannlegu samfé- lagi og fluttist til Nód. Móðir Jörð býður okkur ekki lengur upp á neina svona flóttaleið. í kreppuástandi verðum við því að skapa nýja Nód sem er ekki af þessum heimi. Við erum breysk, viljum vel en breytum ver. Önnur vinsæl afsök- un er að skáka í skjóli óheppilegra áhrifa vímugjafa en stundum verð- ur sálarháski okkar svo mikill að engin venjuelg meðöl duga til lækninga. Þá verður að grípa til viðamikilla skýringa á mannlegu eðli. Mikil grimmdarverk kalla á róttækar afsakanir sem verða þó að vera þannig vaxnar að þær fríi allt „venjulegt“ fólk frá grun- semdum um að búa yfir snefil af því sama og illvirkjamir. Þannig er þessu til dæmis farið með Hitler og áhangendur hans. Talað er um að alræðisvald gjör- spilli og að einungis geðveikir menn hafi valist til forystu í Hitl- ers-Þýskalandi. Hitler var ekki með réttu ráði og því fór sem fór er skrýring sem við viljum gjaman sættast á. í henni felst sú mikil- væga skilgreining mannlegs eðlis að enginn heilbrigður einstakling- ur getur gengið í spor illvirkjans En hversu geðveikur var Hitler? Hversu mikið illmenni var hann í augum Þjóðveija, þegna sinna? Athugum það að ekki ein einasta tilraun var gerð til að myrða hann (að minnsta kosti veit ég ekki um neina) öll þau ár er hann ríkti fyrir stríð og hefði þó verið tiltölu- lega hægur vandi að fyrirkoma honum ef einhver hefði tekið sig til. Og getur sá maður verið stór- kostlega brenglaður sem tekist að fá heila þjóð til að trúa á hinn hávaxna, ljóshærða og bláeygða Germana, ofurmennið sjálft, en er sjálfur lítill og dökkhærður (þess ber að geta að augu Hitlers voru með bláum lit). Staðreyndin virðist vera sú að Hitler var mjög vel gefinn. Hann var stálminnugur, hafði góða ályktunarhæfileika, mikinn vilja- styrk og var einn af mestu ræðu- snillingum sögunnar. Þýski herfor- inginn Heinz Guderian segir í ævisögu sinni að Hitler hafi búið yfir þeim einstaka hæfileika að geta alltaf fangað áheyrendur sína og það þrátt fyrir að hann byijaði nánast allar ræður sínar á sömu orðunum: „Þegar ég árið 1919 ákvað að gerast stjórnmálamað- ur...“ Og niðurlagsorðin voru líka alltaf þau sömu: „Ég mun aldrei láta undan, ég mun aldrei gefast upp.“ Bandaríski blaðamaðurinn Will- iam L. Shirer reyndi eitt sinn að Iýsa þeim áhrifum er Hitler hafði á hann og gerði þá að umtalsefni augu foringjans; hvernig þau virt- ust horfa í gegnum viðmælendur HITLER - „Hann var stálm- innugur, hafði góða álykt- unarhæfileika, mikinn vilja- styrk og var einn af mestu ræðusnillingum sögunnar.*1 hans og lama þá. Það var engu líkara en að hann gæti dáleitt jafn- vel reyndustu herforingja og feng- ið þá á sitt band með augnaráðinu einu saman. Ég held að hvort sem fleiri eða færri heimildir yrðu kannaðar þá hlyti niðursrtaðan alltaf að vera sú sama: Hitler var miklum hæfi- leikum búinn og langt því frá að vera geðveikur, hvað sem gerðist í sálarlífi hans þegar tók að halla á Þjóðveija í stríðsrekstrinum. Þetta setur okkur óneintanlega í óþægileg spor. Erfiðast eigum við þó með að horfast í augu við þá staðreynd að það þarf enga vit- skerðingu til að standa fyrir ill- virkjum á borð við þau er Hitler og aftaníossar hans frömdu. Ég og þú gætum því verið ágætis efni í böðla og illmenni. Leit okkar að Nód á ekki að felast í því að spinna lygavef um illmenni sög- unnar, geðveiki er ekki rétti stimp- illinn til að reka framan í samvisku okkar henni til nokkurrar fróunar. Við eigum þvert á móti að viður- kenna að í okkur öllum blundar bæði fól og dýrlingur. ettir Jón Hjaltoson ÞfÓDLÍFSÞANKAR/isr lúpínan að leggja undir siglandið? Lúpínanog hennar vinaher FYRIR tveimur árum var ég á ferðalagi með manni sem sagði mér í óspurðum fréttum að til væri hópur manna sem hefði vægast sagt illan bifur á lúpínunni. Þetta þóttu mér einkennilegar fréttir og nánast ótrú- legar. „Hvernig má þetta vera,“ spurði ég. „Lúpínan, sem hefur gert svo margt gott, grætt upp svo margan uppblásinn melinn?“ Og maður- inn svaraði: „Svona er þetta líf, það ríkir oft á tíðum lítið réttlæti," - og við gengum áfram í þungum þönkum. Ivor var ég aftur á ferðalagi með þessum sama manni og aftur varð lúpínan okkur að umræðu- efni.„„Ætli menn séu eins argir út í lúpínuna núna og fyrir tveim- ur árum,“ sagði ég. „Uss, blessuð vertu, nú eru þeir miklu heiftugri," svaraði samfylgd- armaður minn. Hann sagði mér að óvinum lúpín- unnar hefði fjölg- að fremur en hitt og þeir vildu helst reyna að uppræta hana. Þeir teldu hana ráðríka í Flóru íslands og gera sig líklega til að leggja undir sig landið. „Ér það ekki bara í lagi, í það minnsta þar sem enginn gróður er,“ sagði ég. „Óvinir lúpínunnar segja að hún leggi ekki síður undir sig ræktað land en óræktað, en þar er ég nú ekki sammála þeim, lúp- ínan er kurteis jurt að mínu mati n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur og víkur gjarnan fyrir öðrum gróðri hefur mér sýnst,“ sagði maðurinn. Lúpínuvinafélagið? Enn var ég á ferðalagi um dag- inn og þá með nokkrum ágætum konum og enn kom lúpínan til umræðu. Eg sagði þeim frá hinum vígreifu óvinum lúpínunar sem vildu hana feiga. Allar konurnar urðu stórhneykslaðar við að heyra þetta og ein konan lagði til að Lúpínuvinafélagið yrði stofnað sem fyrst. Er þeirrí ágætu hugmynd komið hér með á framfæri. Lúpínan sem hér um ræðir og menn óttast svo mjög er að ég held kölluð Ala- skalúpína og hefur náð miklum blóma á melum umhverfis Reykja- vík og raunar miklu víðar. Lúpínuseyðið Það er ekki aðeins að lúpínan bindi jarðveginn og sé til augna- yndis heldur er hún líka til ýmissa nytja. í þessu sambandi má geta þess að Ævar Jóhannesson hefur verið að gera tilraunir með lækn- ingamátt lúpínuseyðis sem hann hefur sett saman og telur að styrki ónæmiskerfið. Fjölmargt fólk hef- ur fengið þetta seyði hjá Ævari og sumir talið sig fá bót af inn- töku þess. Kannski mætti líka vinna eitthvað fleira út lúpínunni til gagns og nytja. Ég legg til að menn hætti að fjandskapast út í lúpínuna og leyfi henni að njóta sannmælis. Hún hefur veitt heil- mikla hjálp við að græða upp ör- foka mela og það veitir ekki af liðveislu hennar í þeim efnum. Þetta land gerir sig líklegt til að fjúka smám saman á haf út ef ekkert verður að gert. Með tilliti til þess fínnst mér gáfulegra að fjölga fremur lúpínum en fækka þeim. Einkunnarorð Lúpínuvinafé- lagsins, ef það verður stofnað, gætu sem best verið: Lifí lúpínan og hennar vinaher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.