Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 B 11 Minkahundurinn Gái er oft á ferð með Guðjóni sem er snjall minka- bani. „Hundurinn fer með mig í mink, það sem ég kann í veiði- mennsku hefur hann kennt mér,“ sagði Guðjón, „Gái og Þorvaldur Björnsson. Gái er alltaf í veiðihug og ef hann finnur minkalykt verður hann þrælspenntur eins og þið við stýrið á bílunum ykkar og þá heyrir hann ekkert. Hann finnur lykt langt að.“ „Gái“, hváði ég. „Það má aldrei vera err í hunds- nafni, það mátti aldrei í gamla daga, því err hljóðið var til að siga. Gái nýtist oft því það er minkur um allt hér og vont að ná honum í grjótinu til dæmis í Heiðadalnum." „Er það ekki svolítið spennandi?" „Þetta er allt jafn leiðinlegt, en það hefur allt sinn gang. Það er ekki einu sinni hægt að spá í veður- útlitið vegna loftmengunar af meg- inlandi Evrópu. Stundum á sumrin er kolsvört blika sem fylgir suðaust- anáttinni. Ég sé þennan mun, að mínu mati að minnsta kosti, oft korgablikað loft á hásumri nema að sjónin sé farin að bila, nei og þó.. Maður sá rollurnar í túninu heima, en núna sér maður bara að þetta eru sauðkindur.“ Það er þreytandi alla tíð andófið „Hefur þér þótt skemmtilegt að vera bóndi?" „Búinn að vera í andófinu alla tíð, heldur þú að það sé skemmti- legj,, nei, það er þreytandi alla tíð andófið. Menn segja að ég sé á móti öllu, alveg sama hvað er, en það gerir mér ekkért til.“ Yfirfullt af frelsurum i öllum áttum „Þú vilt fara varlega í sambúð tækninnar og Dyrhólaeyjar?" „Mér finnst ástæðulaust að eyði- leggja Dyrhólaey, hún er góð eins og hún er. Mér gerði ekkert til þótt hún væri lokuð, en ég vil lýðræði og hún er friðlýst og frjáls aðgangur fólki. Annars er þetta orðið skelfílegt þjóðfélag á íslandi og skakklappa- legt. Þeir mega rækta eins mikið af káli og þeir vilja fyrir mér í öllu þessu lífræna og vitræna eða hvað þeir nú kalla það, en að ætlast til þess að við hættum að bera áburð á túnin, það vil ég ekki meðtaka. Ég er búinn að fá nóg af því að hendast út um allar mýrar eftir slægju. Fyrr má nú vera landbúnað-' ur. Þetta er allt orðið yfirfullt af sægreifum og landgreifum og frels- urum í öllum áttum. Ætli það sé ekki full ílagt. Mér líst ekkert á þetta lífræna samfélag. Það er eins og menn viti ekki hvar í heiminum þeir eru staddir. Mér hefði aldrei dottið það í hug að þessir menn ættu eftir að frelsa heiminn þótt eitthvað sé ugglaust hægt að gera í því.“ Það þurfti nú ekki að grafa djúpt „Samfélagið með dýrunum?" „Öll dýrin hafa sitt vit. Hrossin finnst mér skemmtileg og hundar, maður gælir meira við þau dýr en kindur og kýr. Það er einkennilegt hvað kindur búa yfir miklum þráa. Þær liggja kannski við girðingu á sama stað dag eftir dag þangað til þær fara eitthvert eða jafnvel bara yfir girðinguna til að leggjast hinum megin við hana. Líf dýranna er samt við sig, mannlífið er meira breyting- um undirorpið í samfélagi einstakl- inganna. Mannlífið var gott hér í gamla daga, en það hefur fækkað mikið hér og breyst. Nú er þetta ekkert orðið. Við vorum með sér- staklega góða nágranna í Dyrhólum, mikil samheldni og samskipti og greiðasemi. Nú er þjóðfélagið í heild ópersónulegra og það smitar inn í litlu samfélögin. Björn á Loftsölum og Eyjólfur á Dyrhólum voru sér- stæðir persónuleikar og eftirminni- legir." Hver og einn verður sérstæður af tvennu, sjálfum sér og viðmæl- anda sínum og gott dæmi er þegar Ómar Ragnarsson var með þeim Mýrdælingum á fjörum Dyrhólaeyjar fyrir um 15 árum, þar sem lagt var íann á áraskipi. ðmar hreifst af persónuleika Guðjóns og spurði eins og honum er lagið: „Hver uppgötv- aði þig?“ „Það þurfti nú ekki að grafa djúpt,“ svaraði Guðjón að bragði. A röltinu um fjöruna fannst þeim bræðrum sérstætt að æðarkolla átti hreiður í fjöruborðinu, svo neðarlega að ekki er óalgengt á sumrin í hvell- veðrum að aldan teygi sig svo langt upp. Annaðhvort er þetta einstak- lega veðurglögg kolla og forspá, eða ekki. „Það er alltaf spennandi að fara á fjöruna,“ sagði Guðjón, „en ég sakna selsins, það var oft selur á kambinum sem fylgdi manni eftir á göngunni. Stundum voru fimm haus- ar upp úr. Líklega er þetta allt skot- ið núna, maður finnur stundum dauðan sel á fjörunni á vetrum. Ég hef gaman af að fara í Drangana. Það var skemmtilegra áður, nú þarf maður að færa lappirnar með hand- afli og týnir eggin á jafnsléttunni," segir bjargmaðurinn sem þekktur er fyrir að fara tæpustu vöðin nán- ast eins og fuglinn fljúgandi um syllur og fláa, bringi og tær. Nú heyrist aldrei rynya í Bolabás „Ég hef átt heima hér alla tíð og mér finnst alltaf jafn fallegt hér um slóðir, umhverfið allt, að sjá Reynis- fjall, Geitarfjall, Búrfell, Dyrhólaey og þannig má halda áfram, því þetta er stórkostlega fallegt umhverfi," sagði Óskar Þorsteinsson í spjalli okkar. „Ég hef alltaf haft það fyrir meginreglu að eyðileggja ekki fyrir öðrum og gagnkvæmt legg ég mikið upp úr því að menn gangi með virð- ingu um náttúruna. Ég vona að eng- in slys hendi Dyrhólaey í því sam- bandi í framtíðinni. Það sem hefur gert sig af náttúrunnar hendi á að fá að standa. Sjávarniðurinn er stórkostlegur. Hann talar sínu máli og menn lærðu að skilja hann og bera virðingu fyr- ir honum. Reynslan er ólygnust. Bolabás heitir í Dyrhólaey þar sem veröld Eiðisbola er. Ef það heyrðist í honum heim á bæi taldi gamla fólkið að það væri að létta upp í þurrk. Eins var það ef Hatta stóð upp úr þokunni, þá taldi gamla fólk- ið að það væri að koma þurrkur. Það var mikið meira tekið eftir hlut- unum í gamla daga. Nú heyrist aldr- ei rymja í Bolabás, fjaran hefur breyst, þetta er aldrei eins, það eru svo afskaplega miklir straumar kring um drangana." Dró fyrr en varði með 5 lýsum Talið barst að fiskveiðum við Dyrhólaey, því löngum hafa Mýrdæl- ingar róið frá sandinum við erfiðar aðstæður í aldanna rás. Óskar hefur verið lunkinn með færið og hann komst allur á ið: „Þegar við komum einu sinni að Lundadrangi, við Steini í Vatnsskarðshóium á bátnum hans, þá var ég svo vitlaus, eins og ég er vanur, að ég lagði út færi. Eg var svo að keypa með þetta, en dró upp fyrr en varði með 5 lýsum. Við fórum vestur fyrir Mávadrang, en náðum svo aftur að krækja í við Lundadr- ang og maður var svona að gæla við að fá lúðu því þetta var á varp- tímanum og alltaf að hrynja svart- fuglsegg af bælunum í sjóinn. Þar bíður lúðan eftir eggjunum. Mér hefur alltaf gengið mjög vel að draga fisk. Ég skal segja þér eina sögu: Það var þegar ég fór með Reyni á plastbát frá Vík. Þannig var að ég fór með bílinn minn í skoðun, en fékk ekki skoðun vegna bilunar. Reynir Óskarsson verkstæðisform- aður sagði mér að koma með bílinn næsta morgun. Það gerði ég og þeg- ar ég var búinn að skila lyklunum labbaði ég fram á fjöru. Það var brimslæðingur, en mér fannst að sjórinn dæði skyndilega enda var norðan blíðskaparveður og sjórinn yrði orðinn vatnsdauður seinni part dagsins. Ég segi þá við Reyni Þor- steinsson: Ferð þú aldrei á sjó á plastbátnum? Jú, svaraði hann og það varð úr. Þegar við vorum komn- ir dálítið langt út verð ég strax var og dreg upp. Með okkur var Þórður Magnússon og hann var ekki fisk- inn. Reynir var aðallega í talstöð- inni. Ég hríðdró hvað eftir annað og stundum voru tveir og þrír á færinu í einu. A þessum slóðum voru einnig Eyjabátar og reyndar fleiri og einn mótorbáturinn renndi upp að okkur og þeir kölluðu að við værum að fáann. Þegar að landi var komið voru 200 fiskar í bátnum og ég hafði dregið 150. Þegar við kom- um inn á um kvöldið var skipt á ufsa og þorski við aðra báta. Mér hefur alltaf fundist afskaplega gam- an að fara á sjó, en vildi ekki beint verða sjómaður, því ég var svo voða- lega sjóveikur. Það var synd því maður kemst svo nálægt náttúrunni á sjónum. Ég er mikill náttúruvernd- armaður og hef alltaf haft mikið gaman af að fara um fjöll og firn- indi. Þá hefur það ekki síður heillað mig að tala við mína kunningja, en nú er þetta allt búið, ég heyri ekki almenna spjallið og það er mjög leið- inlegt að heyra ekki gang lífsins. Ég hef afskaplega gaman af því þegar fólk kemur, yfirleitt er þetta mjög gott fólk og svona einn og einn sérvitringur. Við höfum átt svo mik- ið vinafólk á Litlu-Heiði, Stóru- Heiði, Þórisholti og á fleiri bæjum.“ Slök heyrn hefur hijáð Óskar síð- ustu misserin honum til mikillar ar- mæðu. Ástandið er misslæmt en það er smíðað úr öllu. Gestur kom í Garðakot fyrir skömmu og Guðjón fór til dyra. Þeir skeggræddu stund- arkorn í fremri ganginum. Gesturinn spurði um líðan Óskars, sem hvíldist á dívan inni í stofu. „Hann hefur það þokkalegt en hann heyrir ekk- ert,“ svarar Guðjón. „Ég hef nú heyrt að hann heyri það sem hann vill heyra“, segir gestur. „Hver seg- ir það,“ gall þá við í Óskari úr stof- unni. Hann hló létt þegar ég bar þetta undir hann. Að láta gaman og alvöru hjálpast að „í gegn um tíðina hafa menn í sveitum hér um slóðir haft gaman af að glettast og segja sögur,“ hélt Óskar áfram, „færa svolítið í stílinn og láta gaman og alvöru hjálpast að þótt oft kunni nú mörkin þar á milli að vera ógreinileg. Allt er þetta í góðu gert þegar upp er staðið þótt stundum kunni málin að vera torskil- in fyrir aðkomumenn. Það hefur ekki sist verið þegar hugsjónaandinn hefur rokið í menn. Það er nú meira hvað hugsjónir geta ruglað menn. í sambandi við skarðið sem ég vék að fyrr og lendingarbæturnar þá kveikti sú gjörð hjá okkur orðaleiki eins og hugsjónagrandi, bjálfabraut sem var áframhaldandi í glópaskarð og svo var það skorupjakkur, því hver fékk náttúrulega sitt fyrir það að reyna að ríma á móti hugsjónum sínum. Það er ekkert undarlegt þótt menn takist á hér í þessu náttúruríka umhverfi. Það dregur'hver dám af sínum sessunaut og margir trúa því ekki hvað hafrótið getur verið mikið hér. En á eftir storminum kemur logn bæði í mannlífinu og náttúr- unni. Ef sjórinn gekk til að mynda ÓSKAR í Garðakoti spáir í birtuspilið í gamla fjárhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.