Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 13
12 B SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ yfír Mávadrang þegar norðanátt datt á þá átti sjórinn með áframhald- andi norðanátt að vera dauður eftir þrjá daga. -J Þegar 13 tungla ár koma yfir kallast þau Hrímspiliisár og þeim fylgir vont árferði og mannskaðar heyrði maður talað um þegar maður var krakki. Þetta ár sem nú er að Iíða er 13 tungla ár og við skulum vona að það sé komið nóg. Ég hef kunnað mjög vel við nábýl- GUÐJÓN í Garðakoti á fjöru- kambinum við Dyrhólaey. ið við hafið og ég held að allir þeir sem eru fæddir og uppaldir við sjó- inn myndu sakna afskaplega mikið sjávarniðarins. Maður hefur líka allt- af hlakkað til að að sjá vorfuglana, lömbin á vorin og hafið hefur alltaf verið náinn kunningi þótt það sé stundum illúðlegt.“ Ég rifjaði það upp þegar ég kom í fyrsta skipti í Garðakot fyrir mörg- um árum ásamt félaga mínum. Þá var aftaka veður og jörð og mann- virki nötruðu undan veðurofsanum. Ég fór síðla dags úr Dyrhólahverfinu og ætlaði á bíl til Víkur, en við urð- um frá að hverfa utan í Reynis- fjalli. Þá var snúið aftur í Dyrhóla- hverfið og heilsað upp á fólkið í Vatnsskarðshólum þar sem gisting var boðin. Daginn eftir þegar ég kom að Garðakoti og Óskar heyrði að ég hefði gist í nágrenninu þá hrökk upp úr honum: „Ef við hefðum verið mennj þá hefðuð þið gist hjá okk- ur.“ Óskar brosti. Niðri á fjörunni undan Dyrhóla- eyjar var báran skvett, því það var nokkur undiralda. Kvistdrangur undan Tónni á Dyrhólaey klauf öld- urnar léttilega og minnti á það sem surnir kalla hann, Tröllatönn. Óskar og Guðjón sýndu okkur Dyrhóla- höfn. Það er sá staður í fjörunni sem bátar hafa verið sjósettir á í gegn um tíðina. Það var bein höfn úr fjör- unni þegar Kamburinn að austan og Mávadrangur að vestan kitluðu hvorn annan en nánast loftaði á milli. „Nú ætla ég að biða eftir lagi,“ sagði Óskar. Við biðum dágóða stund, en þá sagði Óskar: „Nú er lag, þetta er hreppandi.“ , Það var blíðuveður þótt bylgjan bæri sig vel, nánast logn á landi þótt hann leyndi á sér í hafinu. Eyja og kom svo heim aftur um vorið og fór þá í sitt gamla her- bergi. Það var sama sagan, hann gat ekki sofnað þar, hvernig sem hann reyndi og skipti því aftur við systur sínar. Hann fór síðan aftur á vertíð til Eyja næsta vetur, en þá um veturinn birtist honum í draumi kona sem sagði honum að nú gæti hann sofið í herberginu sínu þegar heim kæmi, því barninu væri batnað. Það gekk eftir.“ Nú getur þú sofið í lierberginu þínu „Það hefur ekki alltaf verið logn í Mýrdalnum," sagði Óskar, „og ekki er nú allt sem sýnist því ýmsar hildir hafa verið háðar milli manna og þess sem enginn skilur. Það var hóll hér í túninu sem pabbi vildi aldr- ei hreyfa við, en síðar kom það til að bróðir okkar vildi slétta túnin til að auðvelda slátt. Hann notaði hest og hestvagn til þess að keyra burtu hólinn, en aktygin slitnuðu hvað eft- ir annað á óskiljanlegan hátt. En það var ekkert gefið eftir og hóllinn fór. Eftir það gat bróðir minn ekki sofið í herbergi sínu á neðri hæð, það var eins og eitthvað væri þar inni sem ylli því. Það varð úr eftir mikla mæðu að hann skipti við syst- ur sínar sem höfðu herbergi á efri hæðinni og þar gat hann sofið. Næsta vetur fór hann á vertíð til i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.