Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 B 17 ATVINNUl f YSINGAR Lagerstarf Þekkt og öflugt innflutningsfyrirtæki óskar eftir astarfsmanni. Viðkomandi þarf að vera röskur, geta unnið undir álagi og langan vinnudag þegar með þarf. Einnig að vera talnaglöggur, stundvís og áreiðanlegur starfsmaður. Umsóknir sendirst til afgreiðslu Mbl. mektar: „L - 5853“. Leikskólakennarar Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir leikskólastjóra í 1 ár, þ.e. frá og með 1. ágúst 1995. Einnig vantar leikskólakennara. Utvegum húsnæði. Um það bil 50 börn eru á leikskólanum. Flúðir eru 100 km frá Reykja- vík. Grunnskóli og íþróttahús eru á staðnum. Öflugt félagslíf. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps fyrir 20. júlí 1995. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 486 6617. Skólaakstur í Kleppjárnsreykja- skólahverfi Auglýst er eftir verktökum til að annast akst- ur skólabarna í Kleppjárnsreykjaskólahverfi skólaárin 1995/96-1998/99. Þeir, sem áhuga hafa, sendi skriflegar um- sóknir sínar til formanns S.S.B.N.S. Davíðs Péturssonar, Grund, 311 Borgarnes, sími 437-0005, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar. Umsóknirfrestur er til 25. júlíl nk. Stjórn S.S.B.N.S. GENIS Lífefnafræðingur Genís hf. óskar eftir að ráða lífefnafræð- ing/líffræðing með doktorspróf eða sam- bærilega menntun og víðtæka reynslu af próteinhreinsunum. Verksvið viðkomandi starfsmanns verður yfirumsjón með framleiðslu lífefna, einkum próteina, þróun framleiðsluferla og gæða- eftirlit. Starfið býður upp á fjölbreytt sam- starf við innlendar og erlendar rannsókna- stofnanir á sviði líftækni og almenna þátt- töku í uppbyggingu íslensks líftækniiðnaðar. Um er að ræða ótímabundna ráðningu, sem styrkt verður til allt að þriggja ára af Rann- sóknaráði Islands. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, berist skrifstofu Genís, Efna- og líf- tæknihúsi, Keldnaholti 112, Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Samstarf Lítil rótgróin verkfæðistofa óskar eftir ungum byggingaverkfræðingi sem samstarfsaðila eða meðeiganda. Reynsla í tölvuvinnu teikn- inga nauðsynleg. Svar sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. júlí merkt: „V - 6564“. HafnarfiörBur Setbergsskóli kennarar Setbergsskóla í Hafnarfirði vantar kennara til starfa í unglingadeildum skólans. Aðal- kennslugrein enska. Einnig vantar sérkenn- ara og tónmenntakennara. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 555 2915. Skólafulltrúinn íHafnarfirði. A i&J Snælandsskóli Heimilisfræði- kennarar í Snælandsskóla í Kópavogi vantar kennara í heila stöðu í heimilisfræði næsta skólaár. Nýtt og gott skólaeldhús. Góður starfsandi. Upplýsingar gefur aðstoðarskólastjóri, Birna Sigurjónsdóttir, í símum 554 4911 eða 554 3153. BORGARSPÍTALINN Leikskólakennari Leikskólakennari óskast á leikskólann Birki- borg frá 1. sept. 1995 eða eftir samkomuiagi. Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gróa Gunn- arsdóttir, í síma 569 6702. Vélavörður Útgerðarfyrirtækið Kristján Guðmundsson hf., Rifi, óskar eftir vélaverði til starfa á mb. Tjald SH 270. Viðkomandi þarf að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Framtíðarstarf. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindu starfi, vinsamlegast hafið samband við Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf., sími 581-3666. BORCARSPÍTALINN Hjúkrun á gjörgæsludeild Námskeið með þjálfun og fræðslu Við bjóðum hjúkrunarfræðinga velkomna til starfa á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Deildin er tvískipt, með 9 rúm fyrir gjör- gæslu og 9 fyrir vöknun. Hjúkrun á gjör- gæsludeild Borgarspítalans mótast mjög af því hlutverki spítalans að vera aðal slysa- og bráðasjúkrahús landsins og verkefnin því fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi. Allir sem hefja störf á deildinni, fá skipulagða einstaklingshæfða aðlögun undir handleiðslu áhugasamra hjúkrunarfræðinga. í haust er fyrirhugað námskeið í gjörgæsluhjúkrun fyrir alla nýja hjúkrunarfræðinga á deildinni. Námskeiðsform: ► Fyrirlestrar og umræður. ► Sýnikennsla og þjálfun. Kynnið ykkur möguleikana hjá Kristínu Gunn- arsdóttur, deildarstjóra á gjörgæsludeild í síma 696332 eða Gyðu Halldórsdóttur hjúkr- unarframkvæmdastjóra í síma 696357. Reykjavík Leikskólakennarar Leikskólinn Vesturás óskar eftir að ráða tvo leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk frá 1. september . Stöðurnar eru báðar 100% Leikskólinn okkar er fyrstu deildar leikskóli með rými fyrir 22 börn á aldrinum 2-6 ára. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri milli kl. 9 og 11 í síma 568 8816. Vantar þig meiri tekjur? Viljum ráða fóik til að kynna nýútkomna bók Indæla Reykjavík. Nýtt sölufyrirkomulag. Dagvinna. Kvöldvinna. Miklirtekjumöguleikar fyrir kraftmikið fólk. Tekið við umsóknum í síma 562-5407 á milli kl. 14 og 17 í dag og næstu daga. ÍÐUNN . VANDAÐAR BÆKUR í 50 ÁR* Flateyrarhreppur Atvinna Kennara vantar við Grunnskólann á Flateyri. Meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna. Þá vantar einnig íþróttakennara. Upplýsingar veita Björn í síma 456-7670 eða 456-7862 og Ragna í síma 456-7731. Skólastjóra vantar við Tónlistarskóla Flateyr- ar frá og með 1. september nk. Upplýsingar veita Hildur í síma 456-7836 og sveitarstjóri í síma 456-7765. Leikskólastjóra vantar við leikskólann Brynjubæ frá og með 15. júlí nk. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 456-7765. Húsnæðishlunnindi og flutningsstyrkur. Á Flateyri búa 400 manns og þar er til stað- ar öll þjónusta við íbúana, glæsileg sund- laug, 10 bekkir grunnskóla, heilsugæsla o.fl. Komdu vestur, það borgar sig! Sveitarstjóri. BORGARTUNI 26, SIMI 62 22 62 Bílanaust hf., sem er kraftmikið fyrirtæki í örum vexti, óskar eftir að ráða starfsmann til afgreiðslustarfa í varahlutaverslun. Hæfniskröfur eru, að viðkomandi: • hafi gaman af því að hafa mikið að gera • hafi áhuga á bílum • vinni vel undir álagi • vilji vinna með skemmtilegu fólki • sé sveigjanleg/ur • hafi snyrtilega og góða framkomu Um framtíðarstarf er að ræða. Ráðning verð- ur sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Liósauki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.