Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN þessa starfsemi og aðstöðu alla. Eru tillögur okkar þar að lútandi efni í heila greinargerð, en aðeins skal rakið það mikilvægasta. Leikmeðferðaraðstöðuna sem á að þjóna öllum deildum þarf að stækka mjög mikið og eiga öll börn, hvort sem þau eru rúmliggjandi eða ekki, að eiga þar greiðan aðgang og komast fyrir og hafa möguleika á að taka fullan þátt í allri starfsem- inni þar. Einnig bráðvantar séraðstöðu fyrir unglingana okkar, þeir hafa sínar sérþarfir og þurfa sitt eigið hljóðeinangraða herbergi, þar sem þau geta spilað sína tónlist, spjallað saman, horft á myndband og notið þess að vera unglingar i friði. Full þörf er á því að á hverri barnadeild fyrir sig sé sérstök leik- meðferðarstofa með góðu plássi bæði fyrir börn og foreldra, sem vegna ólíkra aðstæðna geta ekki yfirgefið deildir sínar. Síðast en ekki síst ber að nefna þörfina fyrir stórt og gott útivistar- svæði þar sem hægt er að keyra rúmum og hjólastólum út, annað- hvort á verönd eða grasflöt. Útivist- arsvæði er sérstaklega mikilvægt fyrir langlegusjúklinga, bæði þá sem eru rúmliggjandi og þá sem hafa fótaferð. Fyrir þau sem eru fær um að leika sér í venjulegum leiktækjum, en eru bundin á spítal- anum, hlýtur að vera ótrúlega mikil- vægt að hafa aðstöðu í sínu nán- asta umhverfi. Gildi útivistar, dags- birtu og sólarljóss fyrir heilbrigði hvers einstaklings, er ekki hægt að draga í efa. Því er gott útivistar- svæði nauðsynlegt í hönnun nýs barnaspítala. Starfsemi grunnskólans Við Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum starfa nú tveir kennarar. Það er augljóst að börn sem lögð eru inn á sjúkrahús geta ekki stund- að nám sitt af sama kappi og at- orku og hraust og alheil börn. En samt sem áður geta mörg þeirra unnið furðanlega mikið við námið. Mörg samviskusöm börn hafa ótrúlega miklar áhyggjur af því að þau skuli þurfa að missa úr skólan- um vegna sjúkrahússdvalarinnar. Þessum börnum er því oft rórra þegar þau komast að því að á sjúkrahúsinu eru kennarar sem hjálpa þeim að læra, svo þau missa ekki eins mikið úr námi og ella væri raunin. Mörgum þeirra finnst gaman að læra og gott að vita að þau dragast þá síður aftur úr skóla- félögum sínum á meðan þau eru á spítala. En nám barna á sjúkrahúsi getur þjónað öðrum markmiðum jafnframt því sem það er þjálfun, fræðsla og aukning þekkingar. Á meðan Börnin eru innlögð á barna- spítalann hafa þau gott af að geta dreift huganum, hafa eitthvað við að vera. Námið og starfið sem fer fram í skólastofunni á barnadeild- inni er einmitt gott til þess að hjálpa börnunum til að líða betur á sjúkra- húsinu. Að einbeita sér að vinnu, gera ákveðin verkefni, getur hjálpað fólki, þ.á m. börnum að bægja frá sér kvíða og áhyggjum. Því getur skólastarfið á sjúkrahúsinu hjálpað barninu til að losna við óþarfar áhyggjur, auk þess sem það ýtir undir þroska barnsins og veitir því gagnlegt veganesti út í lífið sem kemur að gagni þótt síðar verði. Þannig verður fólk sífellt að hafa í huga tvenns konar gagn sem er að kennslu á sjúkrahúsi, annars vegar hið hefðbundna gagn sem hafa má að námi, eins og í öðrum skólum, hins vegar hvernig námið hjálpar börnunum til að ráða við og umbera dvölina á sjúkrahúsinu. Síst má vanmeta þann þátt í starfi kennarans, sem snýr að því að hjálpa barninu að yfirstíga þá örðugleika sem fylgja óumflýjan- lega því að vera lagt inn á sjúkra- hús. Jafnframt má ekki heldur gleyma almennu gildi námsins sjálfs. Oft eru börnin á viðkvæmu stigi í skólagöngu sinni. Þá getur skipt sköpum fyrir framhald náms þeirra að námið sé samfellt, að ekki þurfi að hætta námi um lengri eða skemmri tíma, til að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar þannig stendur á getur kennslan á sjúkrahúsinu ráðið baggamuninum. Þá er hægt að hjálpa barninu að halda í við bekk- inn sinn í þeim námsgreinum sem mestu máli skiptir. Þá verur minna að vinna upp þegar að sjúkrahúsinu kemur, auðveldara að fylgjast með bekkjarfélögunum, þar sem þeir eru komnir. Ef þetta væri ekki gert, gæti sjúkrahúsdvölin valdið vanda síðar í skólagöngu barnsins. ,Gat“ í náminu þegar námsferli barnsins er á viðkvæmu stigi getur leitt til erfiðleika við að fylgja bekkjarfé- lögunum eftir. Því er spítalakennsla mikilvæg brú, sem getur brúað bil- ið þegar mikið liggur við. Kennsluaðstaðan Það verður að segjast eins og er að núverandi aðstaða kennara á Bamaspítala Hringsins er slæm. Svo til öll starfsemi Bamaspítalans á við plássskort að stríða. Þetta hefur leitt til þess að það pláss sem kennarar hafa er nú samnýtt til annarra starfa. Kennarar höfðu litla 12 m2 fyrrverandi sjúkrastofu, sem hægt var að nýta sem skólastofu, geymslu námsgagna og vinnuað- stöðu nemanda. Núna er þessi skölastofa að hálfu skrifstofa deild- arstjóra barnadeildarinnar og einn- ig notuð sem geymsla fyrir hluti sem ekki fá annars starðar inni. Er hér brýn þörf úrbóta, helst þegar í stað, en alla vega þegar nýr barnaspítalai verður byggður. Þörf er fyrir rúmgóða skólastofu, svo starfskraftar kennaranna nýtist sem best. Hinar sérstöku aðstæður sem eru á sjúkrahúsi valda því að nemendurnir geta ýmist 'verið á hækjum, göngugrindum, hjólastól- um eða eru fastir í rúmum. Til að kennarar geti sinnt börn- unum sem best, þarf skólastofan að rýma nemendur í hjólastólum og í rúmum, auk þeirra sem eru rólfær. Börnin verða að fá frið fyr- ir annarri starfsemi, svo sem fæst glepji þau frá skólastarfinu. Því verður að fá annað rými fyrir deild- arstjórana og geymslu fyrir þá að- skotahluti sem nú eru geymdir á skólastofunni. Að lokum má benda á að núna er rúmföstum börnum kennt inni á sjúkrastofum sínum, því ekki rúm- ast þau inni á núverandi skólastofu. Þó kennslan inni á sjúkrastofunum geti oft gengið vel, geta fylgt henni annmarkar. Sjaldnast eru börnin ein á stofu. Oft eru börn á mismun- andi aldri saman á stofu. Það getur truflað börn sem eru að læra að yngri börn séu að leika sér í næsta rúmi, önnur börn verið að fá gesti, o.s.frv. Af þessum orsökum yrði námið mun markvissara ef nemend- um er gert fært að komast inn í skólastofu. Einnig er það tilbreyting fyrir börnin að komast út af sjúkra- stofunum jafnvel þó að þau verði áfram í rúmi. í einstaka tilfellum, eins og þeg- ar barn er í einangrun, þarf kennsl- an að fara fram á sjúkrastofu. Við byggingu nýs barnaspítala ætti að hafa þetta í huga. Sjúkrastofur sem ætlaðar eru sem einangrunarher- bergi þurf að vera rúmgóðar. Þar verður að vera rými fyrir ýmsa starfsemi, s.s. kennslu. Lokaorð Hér að framan höfum við reynt að lýsa starfsemi Ieikmeðferðar og grunnskóla á Barnaspítala Hrings- ins eins og hún er nú og þeim meginbreytingum er verða að koma til við byggingu nýs barnaspítala. Vonumst við til að sjá þær í verki einn bjartan dag sem allra fyrst. því enn og aftur skal ítrekað að fyrrnefnd starfsemi er jafnnauðsyn- leg og öll önnur starfsemi sem fram fer á spítalanum og verður því að búa vel að henni bæði hvað varðar stærð og gæði, því ekki er hugsan- legt að reka nútíma barnaspítala án hennar. Aldís er leikskólasérkennari og forstöóumaður leikmcðferðar. Sigurbjörg cr Icikskólakcnnari en Jón Agnar grunnskólakennari. - • • -'n ri <rtin»nnwio t! <>0 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ1995 B 23 Feneyjabréf Dauðinn í Feneyjum Feneyjar eru einn mest heimsótti ferða- mannastaður heims, þar sem tuttugu millj- ónir manna koma árlega og virðist ekkert lát á. Sigrún Davíðsdóttir átti leið um borgina fyrir skömmu og skyggndist bak við glansmynd ferðamennskunnar. Ef til vill er of djúpt tekið í árinni í fyrirsögninni, en það liggur beint við að fá að láni titil- inn á sögu Thomasar Manns á grein, sem fjallar um hnignun Feneyja. Ekki svo að skilja að nályktin liggi um eyjarnar eða dauðamerkin blasi við. En eftir að hafa setið á tali við íbúa borg- arinnar, sem búa í og utan við Feneyjar þá horfir lífíð í borginni óneitanlega öðruvísi við en virðist við fyrstu sýn ferðamarinsins. Það fyrsta sem reyndur íslensk- ur Feneyjafari sagði við mig, þeg- ar hann heyrði um væntanlega ferð mína þangað var að þá skyldi ég hiklaust fá mér hjólagrind fyr- ir ferðatöskur, ef ég ætti ekki slík- an grip. Og þar sem ég rölti um borgina, dragandi klyíjarnar áreynslulaust á eftir mér, á grind- inni góðu, sendi ég þessum ráða- góða manni margar hlýjar hugs- anir. Þetta voru hyggindi sem í hag komu . . . og hér með er þeim komið áleiðis. Þó hægt sé að gondólast um í makindum eru þeir fremur til skemmtunar en samgöngutæki. Á leiðum kringum eyjarnar er hægt að taka áætlun- arbáta, sem ganga eins og stræt- isvagnar um, en þeir sigla ekki inn í þröng síkin og því er vegfar- andinn upp á sína tvo jafnlanga kominn og annað ekki. íbúarnir, sem ég hitti, ítalskt par, sátu á bekknum framan við íslenska skálann á tvíæringnum rétt fyrir lokun. Meðari ég stóð og hlóð sýningarskrám og úttroð- inni tösku á grindina góðu af mikill vandvirkni svo hleðslan ent- ist, hlustaði ég á samtal þeirra tveggja. Eins og oft er um ítali var umræðuefnið matur. Stúlkan var að fræða manninn um matar- æði víðs vegar um Miðjarðarhafs- svæðið, byijaði á Marokkó og var komin til Grikklands, þegar ég var að ljúka hleðslunni. Girnileg lýsing á couscous, humus, tómat- salati með feta og glóðarsteiktu lambakjöti á gríska vísu kom munnvatninu af stað og rétt í þann mund sem -ég var tilbúin að vinda mér af stað með topphlaðna grindina greip ég fram í samræð- urnar og sagðist vera orðin ræki- lega svöng af að hlusta á þau. Þar með var ég umsvifalaust dregin inn í samæðurnar. Og þar sem ítalir eru íjarska málglaðir, entust samræðurnar langt fram á kvöld, fyrst þarna á bekknum, siðan á nærliggjandi kaffihúsi, þá hálftímagöngutúr inn á Markús- artorgið og þaðan á veitingahús, þar sem setið var að snæðingi fram á kvöld. Viðmælendur mínir voru skóla- systkin, hann arkitekt, en hún skrúðgarðaarktitekt. Hún bjó ut- an Feneyja, í leiðinlegu blokka- hverfi, því hún sagði of dýrt fyrir sig að búa í borginni, en hann bjó hins vegar inni í borginni'. Hvor- ugt hafði alist upþ í Feneyjum, heldur komið þangað til að læra. Hún kom frá Ravenna á Norður- Ítalíu og sagðist geta búið hvar sem væri, Hann var frá Bari á Suður-Ítalíu og vildi gjarnan búa þar, eri fær enga vinnu á heima- slóðunurii og bætti svo við að þar sem maður hefði vinnu, væri gott að vera. Ekki að spyija að tengsl- unum þarna suður frá. Suður-Ital- ir þrífast best þar, en búa oft annars staðar vegna vinnu. 80 þúsund íbúar - 20 milljónir ferðamanna Fram eftir öldum voru'Feneyjar hlið austurs og vesturs. Þarna komu skipin er fluttu gull og ger- semar, krydd og klæði frá Austur- löndum. Og það var frá Feneyjum sem Marco Polo lagði upp i Kína- ferð sína 1271, þaðan sem hann kom næstum tveimur áratugum seinna. Sagan segir að hann hafi komið með silkiorma í stafnum sínum og þeir lagt grundvöllinn að silkiiðnaði Norður-Italíu. í Fen- eyjum var bæði unnið úr langt að komnu hráefni og því miðlað áfram. Ríkidæmið var mikið og þess má enn sjá stað í glæsilegum byggingum og ríkulega skreyttum kirkjum, þar sem Markúsarkirkj- an er mest og ríkulegust. Og að vissu leyti nýtur borgin enn góðs af viðskiptum sínum til forna, þvi menningarauðurinn sem ríkidæm- ið leiddi af sér laðar að sér ómæld- an straum ferðamanna. í stríðslok bjuggu um 170 þús- und manns í Feneyjum. Nú búa þar um áttatíu þúsund og fer fækkandi. Iðnaður Marghera, sem er næsta borg, hefur ekki aðeins dregið til sín fólk frá eyjunum, heldur einnig orsakað mengun, sem íbúar við lónin slást nú við. Fólkið sem vinnur við iðnaðinn býr mest í Mestre, leiðinlegum nútímabæ. Ferðamennirnir skipta efnahag eyjanna öllu máli, en færa þó ekki einvörðungu blessun með sér. Árlega koma um tuttugu milljónir ferðamanna til Feneyja, en meira en helmingur kemur aðeins í dagsferðir. Mestur er straumurinn frá páskum og fram í október. Heimafólkið stynur undan þeim og það af góðum og gildum ástæðum. Þeir færa björg í bú, en um leið setja þeir allt líf í borginni úr skorðum. Viðmæl- endur mínir töluðu um Markúsar- torgið og nærliggjandi götur eins og hættusvæði, sem þau stigju helst aldrei inn á. Þar er allt miklu dýrara en annars staðar í borg- inni og veitingastaðirnir yfirleitt ekki góðir. Og af því að meiri hluti ferðamanna vill borða mat, sem þeir hafa borðað áður eins og pizzur með skinku og ananas og spaghetti með kjötsósu þá draga þeir úr metnaði kokkanna. Þó finna megi góða veitingastaði í Feneyjum þá eru þeir hlutfalls- lega fáir og minni rækt lögð við sérrétti svæðisins en víðast annars staðar á Ítalíu, að sögn viðmæl- enda minna. Þau voru ekki í vafa urn að það stafaði af ferðamönn- unum og villimennsku þeirra í matarmálum. Of margt gamalt fólk - of fátt ungt fólk Tíminn hefur að nokkru leyti staðið kyrr í Feneyjum. Tilhugs- unin um bíllausa borgina kann að ýta undir vanhugsaða fortíðarþrá hjá borgarbúa á kafi í bílaumferð, en nokkurra daga dvöl í borginni ætti að duga til að vinna bug á henni. Það er ekki um annað að ræða en að bera vörur um. Inni í borginni verður bátum óvíða við komið, bílar eru auðvitað víðs fjarri og reiðhjól líka, nema fyrir smákrakka að skottast á. Götum- ar eru fiestar þröng sund eða liggja meðfram síkjunum. Og eins og sá klyfjaði kemst fljótt að raun um liggja brýrnar fyrst upp og svo niður og á hverri leið virðast ótrú- lega margar brýr, jafnvel þó skammt sé farið. Atvinnurekendur í borginni glíma einnig við erfiða aðflutn- inga. Þar sem verið er að gera upp hús sjást bátar með sand- eða timburhlöss staldra við. Veitinga- húsaeigendur reyna að nota báta og stórar hjólbörur og svo mætti lengi telja. Þetta bardús hefur í för með sér að vöruverð í borginni er yfirleitt hærra en í öðrum ítölsk- um borgum. Ofuráhersla á ferðamannaþjón- ustu hefur þrengt að öðmm at- vinnuvegum, svo Feneyjar hafa upp á lítið að bjóða fyrir ungt fólk. Það flyst burt og eftir situr gamla fólkið. Skökk aldursdreif- ing er því orðin mikið vandamál. Það veitir bæjarlífinu þó hressi- legt yfírbragð að þar er háskóli, sem dregur að sér ungt fólk og glaðvært götulíf, en háskólinn leysir þó ekki allan vandann því unga fólkið fær ekki auðveldlega störf við hæfi. Ferð til Feneyja er stórbrotin reynsla því borgin er svo þrungin listum og sögu. Þegar Thomas Mann heimsótti borgina vorið 1911 blés andrúmsloftið í borginni honum í brjóst sögunni um aldna rithöfundinn, sem verður heltek- inn af óhöndlanlegri þrá. Hnign- unarbragur borgarinnar er að hluta hulinn bak við Pótemkinljöld ferðamennskunnar. En lífið að baki safna og listaverka er ekki einber glansmynd. Sé skyggnst að baki þeim er auðvelt að endur- upplifa andrúmsloftið, sem kveikti í ímyndunarafli Manns. Eitt blab fyrir alla! - kjarni máisins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.