Morgunblaðið - 09.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 09.07.1995, Síða 1
E-LINA BENZ FJARFESTING FYRIR 3,5 MILLJARÐA MARKA - HLIÐARLÍKNARBELGIR ÞAÐ SEMKOMA SKAL - ÞRENNRA DYRA PALLBÍLAR - OPEL ASTRA DÍSIL Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR 9. JULI 1995 BLAÐ 5 dyra er kominn og kostar aðeins 2.389.000 kr. I <&> TOYOTA ; Tákn um gceöi • • •• _ meiri soiu- en á íslandi SÉRFRÆÐINGAR innan bíiaiðnaðarins í Evrópu telja að evrópskir framleiðendur verði að draga úr bílafram- leiðslu á seinm' hluta þessa árs vegna lítillar söiuaukn- ingar það sem af er þessu ári. Fyrstu fimm mán- uði ársins varð sölu- aukningin aðeins 0,2% en 0,1% í maí- mánuði. Á íslandi jókst bflasalan á þessu tímabiii um 22,5% sem var mesta söluaukning- in í Vestur-Evrópu. Samkvæmt tölum frá ACEA, samtök- um evrópskra bfla- framieiðenda, seldust 1.088.500 bílar í maí en 5.872.700 bílar fyrstu fímm mánuðina. Sérfræðingar spá því að með tiliiti til lítillar sölu- aukningar það sem af er árinu standi bflasalan á ár- inu öllu i stað eða aukist um 1-1,5%. í ársbyijun, þegar framleiðendur settu sér mark- mið um framleiðslu og sölu á árinu, var buist við allt að 4% söluaukningu. Sérfræðingar teija að bílaframleiðendur verði að draga úr framleiðsl- unni á seinni hluta ársins um 6-8% eða nálægt 500.000 bfla. 14,2% samdráttur f Bðlgfu Söluaukningin fyrstu fimm mánuði ársins varð hvergi meiri í Vestur-Evrópu en á íslandi, 22,5%, en alls seldust hér 2.731 bíll miðað við 2.230 bíla á sama tíma í fyrra. í Finnlandi varð söluaukningin 21,6%, 13,7% í Noregi, 9% í Danmörku, 8,3% í Svíþjóð, 7,8% í Grikklandi en mun minni annars staðar. Salan dróst saman um 14,2% fyrstu fimrn mánuðina í Belgíu og um 12,5% í Portúgal en á stærsta bflamarkaðnum í Evrópu, Þýskalandi seldust alls 1.464.800 bílar fyrstu fimm mánuðina sem er 0,4% söluaukning milli ára. ■ INi AU 333 ÞRENNRA dyra A3 kemur a markað næsta sumar. Bllhnn er mjög Audi-legur ekki síst að framan. Audi A3 á markað á næsta ári FYRSTI smábíllinn frá Audi í yfir 20 ár kemur á markað á næsta ári. Bíllinn ber heitið A3 og verður í fyrstu eingöngu boðinn þrennra dyra með 1,6 lítra og 1,8 lítra vél- um. Fimm dyra útfærsla verður sett á markað 1998. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1974 að Audi smíðar bíl í þessum stærð- arflokki en það ár var hinn uppruna- legi VW Polo smíðaður sme Audi 50. A3 verður byggður á sömu grind og VW Golf en verður heldur dýrari bíll. Breiðari og kraftalegri en Golf A3 er liður í þeirri áætlun móður- fyrirtækisins, VW, að fækka fram- leiðslulínum í fjórar og í þeim verða hinar ýmsu útfærslur VW, Audi, Skoda og Seat framleiddar. A3 verður byggður á svokallaðri A- grind sem hann deilir reyndar með næstu kynslóð VW Golf sem er væntanleg á markað 1997. Hjólhaf bílsins verður 40 mm lengra en á 1995 árgerð Golf, 134 mm lengri FIMM dyra bíllinn kemur ekki á markað fyrr en 1998. og veghæð hans verður lægri. Auk þess verður fjöldi nýjunga í bílnum og má þar nefna nýja gerð stýris- stangar, rúðuþurrka, miðstöðvár og dyraumbúnaðar. Búist er við að A3 dragi dám af næstu kynslóð Golf en verði með öðru stílyfirbragði og með öðrum vélum. A3 verður með stílyfirbragði stærri bræðra sinna, bæði A4 og A8. Bíllinn verður með sömu rúðum og hurðum og Golf en yfirbygging- in verður sérhönnuð sem og innan- rýmið sem verður með sterkum Audi-svip. Bíllinn er breiðari og kraftalegri en Golf og sver sig í ættina með því að vera með granna pósta og fremur lítið gluggarými. Líklegt þykir að innanrýmið verði meira en í BMW Compact og nýjum Rover 400. Þótt A3 deilfýmsu með væntanlegum Golf verður hann þó ekki með fjölliða fjöðrunarbúnaði eins og Golf heldur McPherson gormafjöðrun. Einnig verður smíð- uð fjórhjóladrifs útfærsla með Sync- hro-kerfinu sem VW hannaði. 1,8 lítra, 150 hestaf la vél í boðl Þegar A3 kemur á markað á næsta ári verður hann boðinn með þremur gerðum bensínvéla og einni dísilvél. Allar vélarnar verða fáan- legar með fjögurra þrepa sjálfskipt- ingu. Vélarnar verða smíðaðar af Audi og eru þegar til í Audi A4. 1,6 lítra vélin skilar 100 hestöflum, 1,8 lítra, 20 ventla vélin 125 hest- öflum og 1,8 lítra vélin með for- þjöppu skilar 150 hestöflum. Dísil- vélin er 1,9 lítra, 90 hestafla. Audi ráðgerir að smíða á milli 100 og 120 þúsund þrennra dyra bíla á ári en fimm dyra bíllinn verð- ur smíðaður í 50-60 þúsund eintök- um árlega. Hærra verð á Audi A3 en Golf verður réttlætt með meiri búnaði og vandaðri innréttingu, þ.m.t. tveimur líknarbelgjum og ABS hemlalæsivörn. m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.