Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 C 3 Nýjar vélar í MB og Vectra MERCEDES-Benz C180 fær nýja vél á.næsta ári sem eykur hestaflafjöldann úr 122 í 130 hestöfl. Þá verður Opel Vectra sem væntanlegur er á markað í september með nýrri vélar- iínu. Bíllinn verður boðinn með I, 6 lítra, 75 hestafla vél, 1,6 lítra, 16 ventla og 100 hest- afla vél, 1,8 lítra, 16 ventla og 115 hestafla vél, 2 lítra, 16 ventla og 136 hestafla vél, 2,5 lítra, 24 ventla, V6 vél sem skilar 170 hestöflum. Þá berast fregnir af því að Ford veiti miklum fjármunum í þróun nýrra TDI véla. Gert er ráð fyrir að Mondeo verði fáanlegur með tveimur gerð- um 16 ventla dísilvélum, 2 lítra, 90 hestafla vél og 2,4 lítra, 130 hestafla vél. Leiicmgur um Ameríku BMW og Rover í Frakkland hafa skipulagt leiðangur í um átta lönd Suður- og Norður- Ameríku dagana 28. júlí til 20. ágúst næstkomandi. Akst- ursleiðin er um 7 þúsund km og í leiðangrinum taka þátt 100 BMW og tíu Range Rover sem verða aðstoðarbílar í þessu fyrsta París-Denver- Panama akstri en verndari leiðangursins er UNESCO. Volvo semur viöVW VOLVO hefur samið við Volkswagen um að þýski bíla- framleiðandinn smíði dísilvélar í næstu árgerð Volvo 850. Þar með verður Renault af umtals- verðum viðskiptum en Frakk- arnir hafa séð Volvo fyrir dísil- vélum í 400 línuna. Kia Sephia fær laka ein- kunn SUÐUR-kóresku bílarnir Kia hafa verið á markaði í Banda- ríkjunum í eitt ár og voru þeir í upphafi kynntir sem bílar með japönskum gæðum en á suður-kóresku verði. Nú hefur J. D. Power, einn kunnasti, óháði gæðakönnunaraðilinn í bandarískum bílaiðnaði, sett stórt spurningamerki við slag- orð Kia því Sephia fólksbílar fyrirtækisins urðu neðstir í árlegri gæðakönnun J.D. Pow- er. Greint er frá þessu í Au- tomobile News. Fundið var að 295 atriðum í hveijum 100 bílum en Hyundai sem kom næst verst út í könnuninni virðist tiltölulega gallalítill því fundið var að 195 atriðum í hveijum 100 bílum. Infiniti stóð sig best allra með 55 at- riði en meðaltalið var 103 at- riði. Talsmenn Kia í Bandaríkj- unum segja að könnun J.D. Power dragi upp skakka mynd og benda þeir á að skrölt í hanskahólfi vegi jafn þungt í niðurstöðum hennar og bilun í vél. Þeir segja að tvenns kon- ar gallar hafi oftast verið skráðir í Kia Sephia, þ.e.a.s. skrölt í hanskahólfi og að krómlisti sem límdur er á stuð- arann átti það til að losna af á hornunum. ■ AUKASÆTI bílstjóramegin í Chevrolet S10/GMC Sonoma hverfur ef bíllinn er tekinn með opnanlegum hliðarhlera. OPN ANLEGUR hliðar- hleri verður fáanlegur farþegamegin í vissar gerðir pallbíla. Þrennra dyra pallbílar CHEVROLET og GMC pallbíladeild- irnar ætla síðar á þessu ári að setja á markað pallbíla méð þremur hurð- um. Þriðja hurðin er ætluð til að spara pallbílaeigendum óþarfa snún- inga og erfiði við að ná út úr bílnum verkfærum eða farangri sem geymd- ur _er fyrir aftan sætin. í raun er þó alls ekki um hurð að ræða, öllu heldur opnanlegan hlera á svokallaða extra-cab pallbíla, bæði stærri og minni gerðir. Tals- maður Chevrolet segir að ekki sé búið að gefa út verð á þessum bún- aði en hann bjóst við að kostnaður- inn yrði nálægt 800 dollurum. Chev- rolet áætlar að 70% af S10 extra- cab og 40% af C/Ks verði með hliðar- hlera. Ford hefur einnig lýst því yfir að sambærilegur búnaður verði í nýrri gerð F-pallbílalínunnar sem kynnt verður í haust. Hliðarhlerinn verður farþegamegin á stærri gerð GMC pallbílanna en bílstjóramegin á Chevrolet S10 og GMC Sonoma. Hjólastólalyfta verður einnig fáanleg í GMC pallbílana. ■ Morgunblaðið/Þorkell GÍSLI Jón Bjarnason sölustjóri hjá Bílheimum, lengst til hægri, afhendir Hafsteini Hasler forstjóra Bílaleigunnar Geysis bílana. A milli þeirra standa Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri Bílheima, (hægra megin), og Garðar Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri Bílaleigunnar Geysis. Bílaleigan Geysir kaupir Opel bíla BÍLALEIGA hefur aukist um 11% frá því í fyrra að sögn Hafsteins Hásler, forstjóra Bílaleigunnar Geys- is. Bílaleigan festi nýlega kaup á níu Opel bílum en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bílaleiga hérlendis kaupir Opel. Hafsteinn segir að aukning í bíla- leigu haldist í hendur við aukinn ferðamannastraum til landsins. „Við erum að vonum mjög ánægðir hjá Bílaleigunni Geysi með pantanir sumarsins enda hefur okkar aukning í útleigu verið umfram meðalaukn- inguna í bílaleigu á íslandi," segir Hafsteinn. Gísli Jón Bjamason hjá Bílheimum segir að þetta sé í fyrsta skipti í langan tíma sem Opel er seldur á bílaleigur hérlendis í þessu magni. „Við höfum fundið fyrir mjög vaxandi áhuga á Opel hjá bílaleigun- um og er það í stíl við söluaukningu almennt á þessari bíltegund," sagði Gísli Jón. ■ TED 3 var ekið 1.389 km á einum lítra í Eco-Marathonkeppninni. 1.389 km á einum lítra SIGURVEGARINN i elleftu Eco- Marathon sparaksturskeppni Shell fyrir sérútbúin farartæki, sem var haldin fyrir skemmstu, komst hvorki skemmri né lengri vegalengd en 1.389 km á einum lítra af Shell Formula Superplus 98 bensíni. Far- aríækið, TED 3, smíðað af verkfræð- ingum Eurocopter, er eins og flug- vélarbúkur í laginu og er afar hrað- skreitt. 102 farartæki voru skráð til keppninnar en einungis fjórtán kom- ust lengra en 800 km á einum lítra af bensíni og var meðaleyðslan 0,125 lítrar á hverja 100 km. SPARAR SANNANLEGA allt að 20% BENSIN Kynningarverð kr. 2.990 Sími: 565 1402 Undirbúiiingur fyrir 1-línu Mercedes Benz EFTIR hönnun í vatn- og vind- göngum, prófanir og tilraunir í hermilíkönum fór lokareynslu- akstur fram á ýmsum stöðum í heiminum þar sem síðustu kvill- arnir voru læknaðir. LINDA Dugger og dóttir henn- ar Katie þakka hliðarlíknar- belg fyrir að hafa sloppið óskaddaðar eftir harðan árekstur í Dallas. Hliðarlíknarbelgir það sem koma skal Frumvarp um strangara árekstrapróf EVRÓPUÞINGIÐ greiðir í næstu viku, 11. eða 12. júlí, atkvæði um frumvarp um árekstraprófanir á evr- ópskum bílum. Frumvarpið gerir ráð fyrir mun strangari stöðlum en í sams konar prófunum í Bandaríkj- unum. Bílaframleiðendur segja að verði frumvarpið samþykkt leiði það til þess að mun kostnaðarsamara verður að framleiða svokallaða heimsbíla sem ganga á alla markaði í heiminum. Samkvæmt bandarískum lögum eiga árekstrarprófm að sýna fram að hægt sé að veija ökumann og farþega með líknarbelgjum án þess að þeir noti sætisbelti en samkvæmt lagafrumvarpinu sem greidd verða atkvæði um í næstu viku gerir evr- ópski staðallinn ráð fyrir því að öku- maður og farþegi noti einnig sætis- belti. Því er evrópska árekstrarprófið mun strangara en það bandaríska. Evrópskir stjómmálamenn hafa haldið því fram að Evrópa eigi að leiða veginn í þessum efnum þar sem stærsti bílamarkaður heims er. Þar sem rannsóknir hafi sýnt fram á að 95% ökumanna og farþega nota sætisbeltin verði árekstrarpróf að endurspegla þann veruleika. Sumir framleiðendur, eins og Mercedes-Benz og Volvo, hafa hins vegar engar áhyggjur af framvindu þessa máls. Talsmenn þeirra segja að bílar uppfylli þegar staðlana báða. En talsmenn Audi, VW, Ford og General Motors hafa lýst því yfir að það verði erfiðleikum háð að fram- leiða bíla sem uppfylla báða staðlana án þess að kostnaðurinn ijúki upp. Fjárfesting fyr- ir 3,5 milljarða þýskra marka E-LÍNAN frumsýnd á dögunum í Stuttgart. EKKI eru mörg ár síðan bílar komu fyrst á markað með búnað til að veija ökumann og farþega fyrir hnjaski og höggum í árekstrum. Sumir kalla belgi þessa loftpúða eft- ir enska heitinu „airbag" en smám saman hefur íslenska heitið líknar- belgur verið að vinna sér sess í málinu, enda sérstaklega hentugt orð yfir hlutinn. Fyrst voru líknar- belgir fáanlegir í stýri en síðar einn- ig farþegamegin í bílnum. Fyrir skemmstu reið svo Volvo á vaðið með því að kynna til sögunnar líkn- arbelgi í sætishliðum og sérfróðir menn í líknarbelgjaframleiðslu segja að innan fárra ára komi á markað skynrænir líknarbelgir sem blásast einvörðungu upp ef farþegar eru í bílnum. Bandaríkjamaðurinn Linda Dug- ger getur Iíklega þakkað líknarbelgj- um það að hún og dóttir hennar, Katie, komust ósködduð frá hörðum árekstri á hraðbraut í Dallas. Dug- BÍLAR frá Mercedes Benz eru nú seldir í 180 löndum. í lok síðasta árs störfuðu 147.100 manns í 12 verksmiðjum, aðalstöðvum og sölustöðum fyrirtækisins í heimalandinu. Þá rekur fyrirtækið ekki færri en 50 verk- smiðjur erlendis og 6.200 sölu- og þjónustustöðvar fyrir utan þá umboðs- menn sem eru sjálfstæðir eins og Ræsir á íslandi. Verksmiðjur eru í Suður Kóreu, Suður Afríku, Mexíkó, Bandaríkjunum, Indlandi og sló sala á erlend- um mörkuðum öll met á síðasta ári eða 341.000 en framleiðslugeta verk- smiðjanna er nú kringum 590 þúsund bílar. Hér á eftir fara nokkur atriði frá blaðamannafundi sem nokkrir forráðamenn Mercedes Benz héldu þegar nýja E-línan var kynnt í Þýskalandi. Alls komu um 1.200 blaðamenn frá 55 löndum þessa kynningu sem stóð í 6 vikur. Þróunar- og undirbúnings- kostnaður vegna framleiðslu E-línunnar er alls 3,5 milljarðar þýskra marka eða sem svarar um 140 milljörðum íslenskra króna. Þar af er einn milljarð- ur vegna tölvu- og tæknibúnaðar fyrir framleiðsluna. LÍKNARBELGURINN í fram- hurðunum á að draga úr meiðsl- um í hliðarárekstrum en í þeim tilvikum verður um þriðjungur alvarlegra meiðsla. í E-línunni er hliðarpúðinn í hurð- inni næst póstinum nokkuð neðan við gluggann og ver upphandlegg og öxl. Púðinn er 15 lítrar og við högg ákveður örtölvan á 0,007 sek- úndum hvort hún lætur hann springa út eða ekki. Ef hann á að vinna sitt verk eru liðnar 0,020 sekúndur þar til hann fer að blása út en til saman- burðar tekur það líknarbelg í stýrinu 0,04 sekúndur að blása út. Hliðar- loftpúðinn er þannig lagaður að hann þenst fyrst út í miðjunni og síðan fram og aftur og verður mest 7 cm þykkur. Hliðarhögg valda helst al- varlegum- meiðslum á höfði, bijóst- kassa og kviðarholi þegar skrokkur- inn lendir harkalega á hliðarpóstin- um eða hurðinni og er hliðarlíknar- belgnum ætlað að draga úr þessum meiðslum. í fyrstu tilraunabelgjun- um tókst ekki jafn vel að veija þá sem sátu með sætið í öftustu eða fremstu stellingu og þá sem höfðu það miðsvæðis. Með því að breyta lögun líknarbelgsins náðist hins veg- ar að láta hann þenjast vel út í báð- ar áttir og því var ákveðið að stað- setja hann í hurðinni. Brúður - vindur - vatn Eins og hjá öðrum bílaverksmiðj- um nota tæknimenn Mercedes Benz brúður við árekstraprófanir. Um 20 slíkar brúður eru í nú í notkun og kostar hver á bilinu 2-6 milljónir króna eftir því hversu mikið er af mælitækjum og búnaði í hverri. Brúðurnar eru notaðar margoft og fara um 20 milljónir króna á hveiju ári í „lækniskostnað" við brúðurnar. Fyrstu vangaveltur um hönnun á útlínum nýju E-línunnar hófust fyrir 8 árum og fóru þær m.a. fram hjá háskólanum í Stuttgart. Tilraunir fóru til dæmis fram í vatni þar sem prófar var hvernig vatnið streymdi um líkan af bíl í hlutfallinu 1:5. Með því að nota vatnsgöng en ekki vind- göng er auðveldara að sjá hvernig loftbólur eða hvirflar myndast og allt gerist þetta mun hægar í vatni sem auðveldar mælingar. Alls þurfti að smíða 24 líkön til prófunar í vatni og vindi áður en endanlegu útliti var náð og er Cd eða vindstuðullinn 0,27-0,29 og eru lægri mörkin með því lægsta í bílum af þessari stærð. Forráðamenn Mercedes Benz verksmiðjanna staðhæfa að bæði hvað varðar framleiðslu og notkun megi hiklaust telja E-línuna um- hverfisvæna bíla. Eru notaðar hörp- löntur og sísalhampur í klæðningar, kókoshnetutrefjar, dýrahár og ýmis efni úr jurtaríkinu í bólstrun sæta og fleira, efni sem má endurvinna. Margvíslegar prófanir fóru fram á síðustu stigum áður en endanleg framleiðsla hófst. Meðal annars voru 250 „venjulegir" bíleigendur látnir prófa bílana í daglegri notkun sinni og gefa umsögn. í desember á síð- asta ári voru 30 bílstjórar frá verk- smiðjunum sendir með 12 bíla í próf- anir við ólíkar aðstæður á fjórum stöðum í heiminum: Við Sao Paulo í Brasilíu óku þeir 10 þúsund km í um 1.700 m hæð, í meðalhita um 38 gráður og hitabeltisrigningu og 97% raka; í Flórída var bílunum ekið stanslaust í nokkra sólarhringa, í nyrstu fylkjum Bandaríkjanna voru þeir reyndir á langleiðum í 20 gráðu frosti og heima fyrir voru þeir reynd- ir í langvarandi akstri á hraðbraut- um Svartaskógar. Þeir líktu þessum prófunum við hljómsveitaræfingu: Hljóðfæraleikarar stilltu hljóðfærin og æfðu síðan efnisskrána og bjuggu sig undir tónleikana sjálfa; og á sama hátt unnu tæknimenn og bíl- stjórar Mercedes Benz. Það vantaði bara áheyrendur, kaupendur og gagnrýni þeirra. Og á meðan æf- ingatíminn stóð var enn hægt að gera þær lagfæringar sem þurfti áður en frumsýningin hófst. ■ Jóhannes Tómasson HLIÐARLÍKNARBELGUR Volvo er festur í sætishliðina en Mercedes-Benz E hefur belginn innfelldan í hurðina. ger ók Volvo 850 og fékk Toyota Corolla inn í hliðina á sér en bílarn- ir voru báðir á tæplega 105 km hraða á klst. og hvorugur ökumannanna hemlaði. Volvo Duggers snerist heil- an hring á veginum áður en henni tókst að stýra honum út af. Við áreksturinn blésust upp þrír líknar- belgir og Linda setti þar með mark sitt á bandaríska umferðaröryggis- sögu því samkvæmt Volvo var þetta í fyrsta sinn sem hliðarlíknarbelgur blés upp við raunverulegar aðstæður í Bandaríkjunum. Volvo var lengi vel eini bílafram- leiðandinn sem hefur sett hliðarlíkn- arbelg í bíl en nú eru tveir slíkir belgir staðalbúnaður, bílstjóra- og farþegamegin, í nýrri gerð Merce- des-Benz E. Þessi tækni er enn á bernskustigi og sumir halda því fram að meira öryggi felist í hliðarlíknar- belgjum sem festir eru í hurð bíls, eins og í Mercedes, fremur en í sætishliðinni eins og í Volvo. Enn hefur heldur ekki tekist að yfirvinna tæknilega þröskulda til að hanna nothæfa hliðarlíknarbelgi sem veija höfuðið. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer XL 4x4, 4ra dyra, m/4,0 I. vél, árgerð '94 (ekinn 7 þús mílur), Jeep Cherokee Sport 4x4, árgerð ’93 (ekinn 15 þús. mílur), Toyota P/U DX X-Cab, árgerð ’93 (ekinn 19 þús. mílur), Chevrolet Beretta, árgerð '88, Porsche “944“, árgerð '86 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 11. júlí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARN ARLIÐSEIGN A Júrgen Hubbert framkvæmda- stjóri bíladeildarinnar sagði að kynn- ingin á nýrri C-línu fyrir tveimur árum hafi verið upphafið að nýjum kafla hjá fyrirtækinu. Það hafi þá gengið gegnum víðtæka endurskipu- lagningu og segja mætti að í dag væri Daimler-Benz allt annað fyrir- tæki en fyrir fimm árum. Milli 150 og 1 .OOO bílar á dag Hubbert sagði að árið 1994 hefði verið fyrirtækinu mjög hagstætt eft- ir erfiðleikaár: Metsala, allt 592 þúsund bílar, góður hagnaður og markaðshlutdeild meiri í fjölmörgum löndum og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs væri þróunin hin sama. Samt væru þó blikur á lofti í alþjóð- legum viðskiptum svo sem viðskipta- stríð, hræringar í gjaldeyrismálum, minnkandi kaupmáttur á mörgum mörkuðum og heima fyrir nýlegar launahækkanir en þessi atriði gerðu yfirmenn enn staðaráðnari í því að halda áfram umbótum í framleiðsl- unni og sókn sinni á nýja markaði, nú með nýrri E-línu þar sem kaup- endur gætu nánast klæðskerasaum- að bíl með ytri og innri búnaði eftir eigin óskum. Gert er ráð fyrir að framleiða 75.000 bíla af E-línunni út árið og um 240 þúsund bíla á næsta ári. Fyrstu vikurnar voru framleiddir 60 bílar á dag, í júní var hún komin í 150 bíla og þegar allt verður komið í full afköst á næsta ári verður framleiðslugeta á E-lín- unni þúsund bílar á dag í verksmiðj- unum í Sindelfingen og Rastatt. Framleiðslu á E-línunni verður þó hætt í Rastatt þegar undirbúa þarf framleiðslu á A-línunni en sá bíll verður hinn minnsti frá Mercedes Benz. Loftpúði eða líknarbelgur í hliðum er ein nýjungin sem boðið er uppá í nýju E-línunni. Tæknimenn Merce- des Benz hófu rannsóknir á hliðar- belg fyrir áratug en um þriðjungur alvarlegra meiðsla er vegna hliðará- rekstra. Segja má að með öryggis- beltum, beltastrekkjurum og hæðar- stillingu, líknarbelg í stýri og fyrir farþega í framsæti og krumpusvæði í framenda sem dregur úr áhrifum höggs á farþegarýmið hafi bílafram- leiðendur náð eins langt og mögu- legt er til að draga úr meiðslum vegna slíkra árekstra. Eftir var þá að leysa þann þriðjung hættulegra meiðsla sem urðu við hliðarárekstra og það er gert að nokkru með hlið- arpúða en auk bíla frá Mercedes Benz hefur Volvo boðið hliðarpúða. NÝTT í BÍLINN FIMMTA HVER ÁFYLLING FRÍ Segulsvið tækisins gerir eldsneytið rokgjaniara í brunahólfinu. EINFÖLD ÍSETNING VERKFÆRI ÓÞÖRF Þetta veldur jafiiari og fullkomnari bruna MEIRI KRAFTUR - MINNI MENGUN ÁtíYRGÐ SKILARÉTTUR HAGÆÐA KERAMIC-SEGULL I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.