Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA I ¦i I vegmilfiifato 1995 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JUU BLAÐ B Ný hlaupa- stjarna frá Kenýa NÝ hlaupastjarna frá Kenýa, ' Christopher Kosgei, birtist á stigamóti alþjóða frjálsiþrótta- sambandsins í Stokkhólmi í gær- kvöldi og htfóp 3.000 metra hindrunarhlaup á 8.06,86 sek- úndum. Það er besti tími sem náðst hefur í greininni í ár og nærri 18 sekúndum betritími en Kosgei hafði áður náð. Kosgei, sem er tvítugur, var í gær að hlaupa í fyrsta skipti í Evrópu og sigraði meðal annnars heims- methafann i greininni, landa sinn Moses Kiptanui. Kosgei kemur fagnandi i mark á myndinni að ofan, en þess má geta að eins og oft áður voru Kenýamenn í sér- flokki í hlaupinu og hrepptu fjög- ur fyrstu sætin. Reuter Góð byrjun á HM íkeilu VALGEIR Guðbjartsson byrjaði mjög vel í ein- staklingskeppninni á Heimsmeistarakeppnin í keilu sem hófst i Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær. Valgeir og Ásgrímur Helgi Einarsson voru í fyrsta hópi af fjóruni i gær og hófðu lokið keppni er blaðið fór í prentun. Valgeir fékk 1.247 eða 207 að meðaltali sem er hans besta meðalskor hans. Hann byrjaði mjög vel með leik uppá 236 og náði síðan þriðja leik í 224. Ásgrímur lék einn- ig ágætlega þegar hann hafði náð úr sér byrjunar- hrol linum, en lianu lék tvo fyrstu leikina illa en fékk síðan 230,200 og 221, alls 1.147 sem gerir 191 í meðaltal. Gífurlegur fjöldi keppenda er á mótinu, 359 karlár og 253 konur frá 59 löndúm, og er keppt í höll þar sena 80 brautir eru.e n aðeins 78 þeirra eru notaðar. I fyrsta hópuuin í gær voru 92 kepp- endur. í Srðum hópi voru meðal annars íslending- arnar Ásgeir Þórðarson og Halldór Ragnar Hall- dórsson. Þeir höfðu lokið fjóruni leikjum af sex er blaðið fór í prentun og hafði Ásgeir fengið 814, eða 204 að meðaltali. Strákarnir standa sig ÞRÍ R íslenskir snókerspilarar taka þátt t sterkum atvinnumannamótum sem fram fara i Blackpool í Englandi. Mótin eru með þeim hætti að hver um- ferð er útsláttarkeppi þannig að menn eru úr leik tapi þeir. Kristján Helgason vanii Stephen Waldr- on frá Englandi 5-0 í gær og á að leika við Adr- ian Gunnell í dag. Sigri hann er hann kominn áfram í því móti ogþriðja umferðin verður leikin 29. júlí. Kristján hefur þegar tryggt sér áframhald- andi keppni í Opna enska meistaramótinu, en þar sat hann hjá í fyrstu umferð, vann síðan þá Mark Ganderton og Jonathan Bagley 5-4. „Það var nóg komið af 5-4 sigrum og hann tók þetta bara létt í dag," sagði Jóhannes R. Jóhannesson sem hefur keppni á laugardaginn. Jóhannes B. Jóhannesson er kominn áfram í tveimur mótum en datt úr því þriðja í gær. Naumt tap ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi lék nýög vel gegn Portúgölum á Evrópumóti áhugamanna, sem fram f6r í Antwerpen í Belgíu um helgiua, en tapaði samt 3:2. Fyrst léku Örn Arnarson og Þorkell S. Sigurð- arson fjórmenning við Portúgalana Jose Correia og Alfredo Castilho Cunha og unnu á síðustu hol- unni. í holukeppninni vann Birgir Leifur Hafþórs- son fyrsta leikinn á 16. holu en Sigurpáll Sveins- son tapaði á 17. holu og Björgvin Sigurbergsson á þeirri sextándu. Björn Knútsson átti því síðasta leik og þar réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holun ni, þar sem hann tapaði, og úrslit þ ví 3:2 fyrir Portúgala. KNATTSPYRNA Davíð áfram í Val með stuðningi leikmanna Enn ein / B3 Úrslit / B10 VALSMENN ákváðu í gær- kvöldi, eftir fund meðal leik- manna 1. deildar liðs félagsins að Davíð Garðarsson leiki áfram með liðinu. Stjórnarmenn úr knatt- spyrnudeildinni funduðu í gær- kvöldi með Davið vegna atviks í leik liðsins gegn Grindavík fyrir helgi þar sem Davíð reif boltann af samherja við innkast og einnig vegna hegðunar hans í búnings- klefa að leik loknum. Síðar í gær- kvöldi var síðan fundur með leik- mönnum en þar fékk Davíð mikinn stuðning frá leikmönnum og var mikil samstaða þeirra á meðal. „Við erum búnir að setjast niður með Davíð og snerist furidurinn um samskiptamál og var rætt opin- skátt. Atvikið frá því á fimmtudag- inn var rætt en Davíð var ekki rekinn frá félaginu enda slíkt ekki til í okkar orðaforða og aldrei inni í myndinni," sagði Theódór S. Hall- dórsson formaður knattspyrnu- deildar félagsins í gærkvöldi. „Við eigum eftir að skoða fram- haldið en þetta er líka spurning um hvort Davíð þurfi ekki að bæta sig en menn verða að fara eftir almennum siðareglum eins og hjá öðru fólki. Ég vona að deilurnar verði settar niður og held að það sé gagnkvæmur vilji fyrir því. Dav- íð er samningsbundinn Val fram á haust og fer ekki nema til komi samkomulag," bætti Theódór við. Strax eftir fund stjórnarmanna og Davíðs í gærkvöldi, hélt Davíð á brott og tók ekki þátt í æfingu liðsins. „Ég vil vera áfram hjá Val og vil koma á framfæri afsökunar- beiðni vegna atviksins í leiknum gegn Grindavík. Ég legg það við drengskap minn að þetta komi ekki fyrir aftur," sagði Davíð. Hann spilaði með varaliði og: áhuga- mannaliði Hamburger S.V. í Þýska- landi í vetur en afþakkaði áhuga- mannasamning við Þjóðverjana og spilaði með Val í 5. umferð. Skv. heimildum blaðsins hafa FH-ingar verið í sambandi við Dav- íð en hann spilaði með liðinu fyrir fjórum árum, þá í framlínunni og skoraði mikið. Hafnfirðingar gætu vel hugsað sér að fá Davíð aftur í sínar raðir og segja að hann geti með krafti sínum og ákafa kveikt neistann hjá lánlausu FH-liðinu. Morgunblaðiö/Sverrir Kyrr DAVÍÐ Garðarsson eftir fund með stjórn knatt- spyrnudeildar Vals að Hlíðarenda í gærdag. KNATTSPYRNA: DAVID PLATT FRÁ SAMPDORIA TIL ARSEMAL / B12 :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.