Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 1
Plíir0iwttMíi&tííi 1995 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ BLAÐ FRJALSIÞROTTIR KNATTSPYRNA Enn ein / B3 Úrslit / B10 KNATTSPYRNA: DAVID PLATT FRÁ SAMPDORIA TIL ARSENAL / B12 Davíö áfram í Val með stuðningi leikmanna VALSMBNN ákváðu í gær- kvöldi, eftir fund meðai leik- manna 1. deildar liðs félagsins að Davíð Garðarsson leiki áfram með liðinu. Stjórnarmenn úr knatt- spyrnudeildinni funduðu í gær- kvöldi með Davíð vegna atviks í leik liðsins gegn Grindavík fyrir helgi þar sem Davíð reif boltann af samheija við innkast og einnig vegna hegðunar hans í búnings- klefa að leik loknum. Síðar í gær- kvöldi var síðan fundur með leik- mönnum en þar fékk Davíð mikinn stuðning frá leikmönnum og var mikil samstaða þeirra á meðal. „Við erum búnir að setjast niður með Davíð og snerist fundurinn um samskiptamál og var rætt opin- skátt. Atvikið frá því á fimmtudag- inn var rætt en Davíð var ekki rekinn frá félaginu enda slíkt ekki til í okkar orðaforða og aldrei inni í myndinni,“ sagði Theódór S. Hall- dórsson formaður knattspyrnu- deildar félagsins í gærkvöldi. „Við eigum eftir að skoða fram- haldið en þetta er líka spurning um hvort Davíð þurfi ekki að bæta sig en menn verða að fara eftir almennum siðareglum eins og hjá öðru fólki. Ég vona að deilurnar verði settar niður og held að það sé gagnkvæmur vilji fyrir því. Dav- íð er samningsbundinn Val fram á haust og fer ekki nema til komi samkomulag," bætti Theódór við. Strax eftir fund stjórnarmanna og Davíðs í gærkvöldi, hélt Davíð á brott og tók ekki þátt í æfíngu liðsins. „Ég vil vera áfram hjá Val og vil koma á framfæri afsökunar- beiðni vegna atviksins í leiknum gegn Grindavík. Ég legg það við drengskap minn að þetta komi ekki fyrir aftur,“ sagði Davíð. Hann spilaði með varaliði og: áhuga- mannaliði Hamburger S.V. í Þýska- landi í vetur en afþakkaði áhuga- mannasamning við Þjóðveijana og spiiaði með Val í 5. umferð. Skv. heimildum blaðsins hafa FH-ingar verið í sambandi við Dav- íð en hann spilaði með liðinu fyrir fjórum árum, þá í framlínunni og skoraði mikið. Hafnfirðingar gætu vel hugsað sér að fá Davíð aftur í sínar raðir og segja að hann geti með krafti sínum og ákafa kveikt neistann hjá lánlausu FH-liðinu. Morgunblaðið/Sverrir Kyrr DAVIÐ Garðarsson eftir fund með stjórn knatt- spyrnudelldar Vals að Hlíðarenda í gærdag. Góð byrjun á HM í keilu VALGEIR Guðbjartsson byrjaði mjög vel í ein- staklingskeppninni á Heimsmeistarakeppnin í keilu sem hófst í Reno í Nevada i Bandaríkjunum í gær. Valgeir og Ásgrímur Helgi Einarsson voru i fyrsta hópi af fjórum í gær og höfðu lokið keppni er blaðið fór í prentun. Valgeir fékk 1.247 eða 207 að meðaltali sem er hans besta meðalskor hans. Hann byrjaði mjög vel með leik uppá 236 og náði síðan þriðja leik í 224. Ásgrímur lék einn- ig ágætlega þegar hann hafði náð úr sér byrjunar- hrollinum, en hann lék tvo fyrstu leikina illa en fékk síðan 230,200 og 221, alls 1.147 sem gerir 191 í meðaltal. Gífurlegur fjöldi keppenda er á mótinu, 359 karlar og 253 konur frá 59 löndúm, og er keppt í höll þar sem 80 brautir eru,e n aðeins 78 þeirra eru notaðar. í fyrsta hópnum í gær voru 92 kepp- endur. I örðum hópi voru meðal annars Islending- arnar Ásgeir Þórðarson og Halldór Ragnar Hall- dórsson. Þeir höfðu lokið fjórum leikjum af sex er blaðið fór í prentun og hafði Ásgeir fengið 814, eða 204 að meðaltali. Strákamir standa sig ÞRÍR íslenskir snókerspilarar taka þátt í sterkum atvinnumannamótum sem fram fara í Blackpool í Englandi. Mótin eru með þeim hætti að hver rnn- ferð er útsláttarkeppi þannig að menn eru úr leik tapi þeir. Kristján Helgason vann Stephen Waldr- on frá Englandi 5-0 í gær og á að Ieika við Adr- ian Gunnell í dag. Sigri hann er hann kominn áfram i því móti ogþriðja umferðin verður leikin 29. júlí. Krislján hefur þegar tryggt sér áframhald- andi keppni í Opna enska meistaramótinu, en þar sat hann hjá í fyrstu umferð, vann síðan þá Mark Ganderton og Jonathan Bagley 5-4. „Það var nóg komið af 5-4 sigrum og hann tók þetta bara létt í dag,“ sagði Jóhannes R. Jóhannesson sem hefur keppni á laugardaginn. Jóhannes B. Jóhannesson er kominn áfram í tveimur mótum en datt úr þvi þriðja í gær. Naumt tap ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi Iék mjög vel gegn Portúgölmn á Evrópumóti áhugamanna, sem fram fór í Antwerpen í Belgíu um helgiua, en tapaði samt 3:2. Fyrst léku Örn Arnarson og Þorkell S. Sigurð- arson fjórmenning við Portúgalana Jose Correia og Alfredo Castilho Cunha og unnu á síðustu hol- unni. í holukeppniuni vann Birgir Leifur Hafþórs- son fyrsta leikinn á 16. holu en Sigurpáll Sveins- son tapaði á 17. holu og Björgvin Sigurbergsson á þeirri sextándu. Björn Knútsson átti því síðasta leik og þar réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holunni, þar sem hann tapaði, og úrslit því 3:2 fyrir Portúgala. Ný hlaupa- stjarna frá Kenýa NY hlaupasljarna frá Kenýa, 1 Christopher Kosgei, birtist á stigamóti alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins í Stokkhólmi í gær- kvöldi og hljóp 3.000 metra hindrunarhlaup á 8.06,86 sek- úndum. Það er besti tími sem náðst hefur I greininni í ár og nærri 18 sekúndum betri tími en Kosgei hafði áður náð. Kosgei, sem er tvítugur, var í gær að hlaupa í fyrsta skipti í Evrópu og sigraði meðal annnars heims- methafann í greininni, landa sinn Moses Kiptanui. Kosgei kemur fagnandi í mark á myndinni að ofan, en þess má geta að eins og oft áður voru Kenýamenn í sér- flokki í hlaupinu og hrepptu fjög- ur fyrstu sætin. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.