Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 B 5 TORFÆRA Gísli G. Jónsson sigraði í fyrri hluta bikarmeistaramótsins á Egilsstöðum Velti tvisvar Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Gafst aldrei upp GÍSLI G. Jónsson veltl tví- vegls í torfæru helgarlnnar, en gafst aldrel upp og sigr- aði eftlr að sýnt mlkið harð- fylgl. Með sigrlnum náði hann forystu I keppnl tor- færuökumanna um blkar- melstaratltilinn. keppni fyrir sig. Framhaldið ræðst af heppni, ég hef gert áætlanir áður, sem hafa farið út um þúfur, þannig að það er best að taka hlut- unum með jafnaðargeði," sagði Helgi. Gísli var vitanlega ánægður með sigurinn, eftir erfiða byijun. „Ég náði mér vel á strik í lokaþraut- inni, en sá á tímabili illa út eftir að hafa fengið aurgusur yfir mig. Ég vissi nokkuð hvernig þrautin iá og náði góðri ferð á köflum. Ég rétt slapp með skrekkinn og vann Helga með naumindum,“ sagði Gísli. „í raun kom mér á óvart hvað margir keppendur virt- ust ná sér illa á strik. Ég lét mig ekki dreyma um fyrsta sætið eftir fyrri veltuna, en þetta sýnir að það þýðir ekkert að gefast upp, fyrr en í fulla hnefana. Ég er nú með for- ystu í bikarmeistaramótinu, reyni að verja titilinn og ná líka árangri á íslandsmótinu, þar sem ég er í öðru sæti á eftir Haraldi,“ sagði Gísli. GÍSLIG. Jónsson frá Þorlákshöfn sigraði ffyrri hluta bikarmeist- aramótsins f torfæru, sem fram fór á Egilsstöðum um helgina. Hann sýndi mikið harðfylgi í flokki sérútbúinna jeppa, velti tvíveg- is í keppninni en sigraði engu að síður — með aðeins 10 stiga mun. Akureyringurinn Helgi Schiöth varð annar og íslandsmeist- arinn Einar Gunnlaugsson, sem einnig er frá Akureyri, þriðji, en hann hafði forystu i keppninni á tímabili. í flokki götujeppa sigr- aði Gunnar Guðmundsson, Árni Pálsson varð annar og Rafn Guðjónsson þriðji. Sex þrautir voru í hvorum flokki. Tvær þeirra vöktu spurningar hjá sumum kepp- enda, ein var með öllu ófær og þar ■■■■■■ velti Gísli í seinna Gunnlaugur skiptið. En sú til- Rögnvaldsson raun hans við skrifar ókleifa þrautina gerði það að verk- um að hann átti möguleika á gullinu. Onnur tveggja tímaþrauta var umdeilanleg, þar sem tveir kepp- endur óku í samsíða brautum, en hægri brautin var mun erfíðari og fengu keppendur ekki að víxla brautum og aðrá tímatöku. Kost- aði það marga keppendur dýrmæt stig að lenda í hægri brautinni, eftir að krónu hafði verið kastað upp til að ákvarða hvora braut þeir fengju að aka. Svipað og ef knattspyrnulið í kappleik fengju sitthvora stærð af mörkum. Svo er á hitt að líta að brautir eru mismunandi áður en fyrsti jeppir ekur hana og sá síðasti, þannig að spurningin er hvar á draga mörkin. Að minnsta kosti er óþarfi að skapa keppendum mismunandi möguleika á sama hátt og í um- ræddri tímaþraut. Sklpstjórinn á toppnum Gunnar Egilsson, sem er skip- stjóri að atvinnu, blandaði sér í toppbaráttuna í byijun, var í fyrsta sæti ásamt Einari Gunnlaugssyni eftir þijár fyrstu þrautimar. Þá hefði gengið á ýmsu og þriðja þrautin réyndist mönnum erfíð. Gísli var búinn að velta og Harald- ur Pétursson, forystumaðurinn í íslandsmótinu var heillum horfinn; réð lítið við endurbættan jeppa sinn. Öflug skófludekk undir jepp- anum voru honum ofviða, sökum reynsluleysis hans af slíkum dekkj- um og nýsmíðuð fjórhjólastýring nýttist ekki. Tók hann þá ákvörðun að venjast frekar dekkjunum en nota stýringuna, nema í einni beygju í lokaþrautinni. Aðrir sáu því um toppslaginn. Þriðja þrautin hentaði fjórhjóla- stýrðum jeppa Þóris Schiöth vel, erfitt klifur í hliðarhlalla og nokkr- ar beygjur. „Ég sá fram á mögu- leikann að ná forystu með að kom- ast þrautina, en þá festist bensíng- jöfín í botni. Ég varð að smeygja fætinum undir pedalann til að losa hana, það hefði verið of varasamt ,að æða upp lokakaflann á fullri gjöf. Um leið og ég losaði bensíng- jöfina festist ég og möguleikinn hvarf,“ sagði Þórir vonsvikinn. Fjórða þrautin var samsíða tímaþrautin, sem kostaði m.a. Ein- ar Gunnlaugsson fyrsta sætið, en Helgi Schiöth náði því af honum að henni lokinni. Fimmta þrautin, ókleift barð, var næst og þáttur Gísla G. Jóns- sonar. „Ég sá strax að enginn möguleiki var að komast upp. Mér var búið að ganga illa, þannig að ég varð samt að taka áhættuna, þó að það kostaði mig veltu. Ég ákvað að keyra skáhallt í barðið, því það er betra að velta til hliðar en afturábak. Jeppinn fór hærra en aðrir, en veltan var óumflýjan- leg,“ sagði Gísli. Grimmd Gísla gaf honum fimmtíu stig umfram næsta keppanda, sem var Helgi Schiöth. Gísli var þar með kominn með óskastöðu, fyrsta sætið. Hann var þó aðeins tuttugu stigum á undan Helga og uppáhald hans var eftir, löng þraut, þar sem tími var tekinn á keppendum. Nokkuð sem Gísli finnur sig vel i. Óku á vatni En Helgi sló Gísla út af laginu í tímaþrautinni, ók eins og grið- ungur og náði besta tíma. Var 46,93 sekúndur að aka þrautina, sem lá í hliðarhalla, yfir hóla og hæðir og loks yfir djúpan og lang- an poll, sem margir keppenda fleyttu kerlingar yfir. Oku beinlínis á vatni. Tími Helga nægði hins vegar ekki, því Gísli náði næst besta tíma, ók á 51,91 sekúndum og fékk n'ægilega mörg stig fyrir vikið til að vinna með tíu stiga mun. Helga hefur ekki gengið vel í íslandsmótinu, á endurbættum jeppa frá síðasta ári, en virðist nú kominn í gang. „Ég er ánægður með annað sætið, en tek hveija Ekið á vatni Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HRAÐINN á keppendum var slíkur að í tlmaþrautlnni flutu þeir yflr djúpan poll. Hér æðlr Helgi Schiöth yfir pollinn, en hann náði besta tíma í þessari lokaþraut og varð í öðru sæti í keppnlnni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.