Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚIJ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 B 7 ISLANDSMOTÐ I HESTAIÞROTTUM ÍSLANDSMÓTÐ í HESTAÍÞRÓTTUM Vanir menn með gott mót lótshaldið á íslandsmótinu í Borgarnesi þótti ganga vel fyrir sig enda vanir menn á ferð. Þetta er þriðja íslandsmótið sem haldið er í Borgarnesi en nú stóðu félögin á Vesturlandi að mótinu, auk Skugga í Borgarnesi þau Faxi í Borgarfirði, Glaður í Dölum og Snæfellingur á Snæfellsnesi. Að- staðan á Borgarnesi er ein sú besta á landinu. Tekinn var í notkun nýr hringvöllur en keppt var á tveimur völlum samtímis í forkeppni sem gerði það að verkum að hægt var að afgreiða mótið á þremur dögum sem er vel af sér vikið. Med þessu fyrirkomulagi þurfti mikinn fjölda dómara og ritara og má ætla að kostnaður vegna dómara hafí verið hátt í hálfa milljón á mótinu. Að- sókn var nokkuð góð að mótinu miðað við það sem gerist og geng- ur. Hins vegar er það óviðunandi ástand að íjármagna þurfi mót sem þetta að stórum hluta með háum skráningargjöldum keppenda. mótinu fyrir austan eygði ég möguleika á þessum sigri en það var aldrei sérstakt markmið hjá mér að sigra hér, en að sjálfsögðu reyni ég alltaf að gera mitt besta til að ná góðum árangri þegar ég á annað borð er kominn í slag- inn,“ sagði Sveinn með kepppn- isglampa í augunum. Hætti í bllkksmíðinni Sveinn, sem áður rak og starf- aði við blikksmiðju, hefur síðast- liðin fimm ár unnið eingöngu við hestamennsku. Hann er kvæntur Margréti Magnúsdóttur og eiga þau tvo syni, Magnús og Jón Pál, sem starfar með föður sínu í hestamennskunni, en Magnús stundar hestamennsku í frístund- um. Þegar talið berst að Tenóri og þjálfun hans segir Sveinn að ekki hafi verið um flókna þjálfun- aráætlun að ræða. „Ég gaf honum góða hvíld eftir erfítt keppnis- tímabil í fyrra og tók hann ekki inn fyrr en í febrúar og fór frekar rólega af stað. Þjálfunin er alltaf frekar í léttari kantinum hjá mér því ég legg mikla áherslu á að hafa hann með mér en ekki á móti. Til dæmis teymi ég hann alltaf síðasta spottann heim í hest- hús á veturna, alit að einn til tvo kílómetra. Vallarþjálfun er alltaf í lágmarki hjá mér og einnig forð- ast ég að reyna að leysa öll vanda- mál í hvelli heldur læt ég þau bíða morgundagsins frekar en að IMotalegt tilfinning er ég gerði mér grein fyrir að sigurinn var í höfn NAFN Sveins Jónssonar, fyrrverandi blikksmiðs og núverandi atvinnuhesta- manns og landsliðs- manns, bætist nú á töit- bikarinn eftirsótta. Hægt og bftandi hefur Sveinn veriö að hnika sér áleiðis á toppinn og er nú óum- deiianlega kominn f röð þeirra bestu. Astundun og reglusemi er það fyrsta sem Sveinn nefnir þegar hann er spurður hvað gera þurfí til að verða Islandsmeistari. Hann hlær við og segir svo: „Að sjálfsögðu verður að fylgja með góður hestur. Kannski það sé aðalatriðið því maður kemst ekki langt á miðl- ungsgóðum hesti.“ Eygði möguleíka Sveinn er afar hógvær maður og vildi lítið gera úr stórum vænt- ingum fyrir íslandsmótið „Eftir gott keppnistímabil í fyrra ákvað ég að setja stefnuna á landsliðs- sæti og í raun hafði ég ekki sett mér fyrirfram önnur markmið fyrir þetta keppnistímabil. Hins vegar skal ég viðurkenna að eftir að hlutirnir gengu upp í úrtök- unni og eftir sigurinn á fjórðungs- Valdimar Kristinsson skritar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gódur byr fyrir HM SIGURINN í töltlnu á íslandsmótinu veitir þelm Sveini og Tenór góðan byr fyrlr heimsmelstaramótið sem þeir taka þátt í f byrjun ágúst. Svelnn hampar hér blkarnum með aðstoð elginkonunnar, Margrétar Magnúsdóttur, enda ekki vanþörf á þvi gripurinn er þungur. svekkja bæði sjálfan mig og hest- inn. Þegar líður að keppni stytti ég vegalengdirnar. Mér finnst vetrarþjálfunin hafa skilað betra hægatölti en það var veiki punkt- urinn hjá honum. Nú er hann að skila betri einkunnum nú en hann hefur gert áður sem skýrist með hærri einkunnum fyrir hægt tölt,“ sagði Sveinn aðspurður um vinn- una á bak við árangurinn. Notaleg tilfinnlng Þegar talið berst að keppninni á íslandsmótinu segist Sveinn ekki hafa gert sér neinar grillur um sigur þótt hann hafi náð góðri sýningu í forkeppninni og komist yfír Sigurbjörn því allt getur gerst í keppni sem þessari. „Hins vegar leið mér afskaplega vel þegar ég sá hversu litlu munaði eftir hæga- töltið sem hefur verið sterka hlið- in þjá Oddi en Tenór hefur verið lægri á því sviði. Hann hefur aft- ur verið mun sterkari á yfirferð og hraðabreytingum-og ég á því eftir að spila út mínum trompum. Það var vissulega notaleg tilfinn- ing þegar ég gerði mér grein fyr- ir að sigurinn væri í höfn. Eins var notalegt að finna undirtektir áhorfenda og veitir slíkt manni góðan meðbyr fyrir heimsmeist- aramótið,“ sagði Sveinn. TöltáHM Um framhaldið segist Soeinn bara halda áfram að þjálfa Tenór á sömu rólegu og yfirveguðu nót- unum og hann hefur gert. Enn- fremur upplýsti hann að nú væri ákveðið að hann keppti aðeins í tölti á heimsmeistaramótinu. „Ég hef ekki lagt mikla rækt við fjór- ganginn í þjálfun hestsins og tei ég að með því að einbeita mér að töltinu eigi ég góða möguleika á að komast þar í A-úrslit,“ sagði Sveinn en vildi lítið ræða sigur- möguleikana. • „Ef ég kemst í A-úrslit þá met ég stöðuna upp á nýtt því erfitt er að gera sér grein fyrir mögu- leikum þegar maður veit varla hvetjir andstæðingarnir verða,“ sagði Sveinn að lokum. Nákvæm- ar reglur og rauð spjöld á loft REGLURN AR í íþrótta- keppninni þykja afar ná- kvæmar og oft á tíðum smá- smugulegar og sé ekki farið eftir þeim eru knaparnir umsvifalaust dæmdir úr leik. Ekki bar þó mikið á slíku nú en þó mátti sá kunni knapi Reynir Aðalsteinsson bíta í það súra epli að vera dæmd- ur úr leik í töltkeppninni eft- ir góða sýningu á Pílatusi frá Eyjólfsstöðum. Sakirnar voru ekki stórar, hann gleymdi að spenna hökuólina á reiðhjálminum en það næg- ir. Ragnheiður Jóhannes- dóttir var einnig dæmd úr leik fyrir að ríða aðeins of langt en hún var með prýðis- sýningu sem hefði að sögn nægt henni í þriðja sætið í tölti barna. Talsvert var hins vegar um að skráðir keppendur sem ekki mættu til leiks boðuðu ekki forföll eins og reglur kveða á um. Pétur Jökull Hákonarson yfirdómari sagði það þýða rautt spjald sem mun svo hafa keppnis- bann I för með sér. Stúlkur í meirihluta í yngri flokkum ENGIN breyting virðist vera á ríkjandi ástandi i kynja- skiptingunni í yngri flokkun- um. Stúlkurnar eru í miklum meirihluta. í þeim þremur flokkum sem keppt er I þ.e. flokki barna, unglinga og ungmenna. Alls voru stúlk- urnar 39 en strákarnir 21. í barnaflokki voru níu stúlkur og sex strákar. í unglinga- flokki var munurinn mestur þar voru strákamir aðeins sjö á móti tuttugu og þremur stúlkum. í ungmennaflokki voru strákarnir komnir í meirihluta eða sextán á móti níu stúlkum. í fullorðinsflokki er þessu hins vegar þveröfugt farið. Alls voru skráðir eitt hundr- að og fjórtán karlar en að- eins tólf konur tóku þátt í fullorðinsflokki, athyglis- verðar tölur. Sveinn og Tenór höfðu betur í töltkeppninni Atli Guðmundsson gulltryggði landsliðssætið með sigri ífimmgangi Valdimar Kristinsson skrifar JÖFN og æsispennandi keppni var það sem umfram annað einkenndi giæsilegt ís- landsmót sem haldið var í Borgarnesi um helgina. Sér- staklega var keppnin spenn- andi í fimmgangi fullorðinna þar sem íslandsmeistarinn frá síðasta ári Atli Guðmundsson á Hnokka frá Húsanesi háði harða keppni við Huldu Gú- stafsdóttir á Stefni frá Tungu- hálsi. Þegar upp var staðið munaði aðeins 0,01 stigi Atla i vil. Hulda var þvi hársbreidd frá því að verða fyrst kvenna til að sigra f fimmgangi á ís- landsmóti. En sigurinn var mikilvægur fyrir Atla því ætlá má að nú sé landsliðssæti hans gulltryggt. Ekki var síður spennandi að fylgjast með úrslitum í tölti þar sem Sveinn Jónsson á Tenór frá Torfunesi og Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Torfunesi háðu einvígi um töltbikarinn eftir- sótta. Sigurbjöm og Oddur voru um tíma ósigrandi í greininni, hafa unnið töltbikarinn í tvígang en Sveinn og Tenór verið að sækja verulega á upp á síðkastið og haft sigur í tveimur síðustu viðureignum. Sigurbjöm og Oddur höfðu að venju betur í hægatölti sem hefur tvöfalt vægi en Sveinn og Tenór söxuðu jafnt og þétt á í hraðabreyt- ingum. Þótt Sigurbirni og Oddi tækist nokkuð vel upp á yfirferðinni dugði það ekki til og Sveinn tryggði sér töltbikarinn í fyrsta skipti. Athygli vekur að einkunirnar sem þeir keppinautar hlutu nú í úrslitunum era nánast þær sömu og þeir hlutu í bardaganum um hundrað þúsund krónurnar á fjórðungsmótinu á Homafirði á dögunum. Nýtt nafn verður einnig skráð á ijórgangsbikarinn því þar sigraði Asgeir Svan Herbertsson á Far- sæli frá Arnarhóli. Þeir vora í öðru sæti eftir for- keppninni á eftir íslandsmeistaran- um frá því í fyrra Sigurbimi á Oddi sem hætti keppni í miðjum úrslitum þar sem Oddur heltist á afturfæti af einhveijum ókunnum orsökum. Voru þeir félagar Ásgeir og Farsæll vel að sigrinum komnir en fengu þó verðuga keppni frá Hö- skuldi Jónssyni á Þyti frá Krossum en þessir tveir hestar, Farsæll og Þytur skáru sig nokkuð úr að getu og fegurð. Sigurbjörn Bárðarson var að venju stigahæstur keppenda í fullorðinsflokki, hefur nánast allt- af hampað titlinum í samanlögðu og síðustu árin ekki fengið harða keppni í þeim slag. Oftar en ekki hefur þessi sigur byggst á þátttöku Sigurbjörns í hindrunarstökki sem virðist vera sú grein sem aðeins er tekið þátt í til að safna stigum en ekki það að keppnin sem slík veki mikinn áhuga. Er það skoðun margra að leggja beri þessa keppnisgrein niður og verður ekki betur séð en mótið í Borgarnesi staðfesti réttmæti þess að svo verði gert. Aðeins tveir keppendur voru skráðir í fullorðinsflokki þar af annar sem gestur, sex í unglinga- flokki, tveir í ungmennaflokki, einn haut einkunn og tveir í barna- flokki. í ofanálag þótti keppnin ekki rismikil og undirbúningur greini- lega í lágmarki og því eðlilegt að hestamenn spyiji sig hvort ekki sé betur heimasetið en af stað farið á þessum vettvangi. Urslit / B9 EKKI máttl mlklu muna að íslandsmeistaratitilllnn rynnni úr höndum Atla Guðmundssonar og Hnokka frá Húsanesi í úr- slltum flmmgangs en hér innsigla þelr slgurlnn og landsllð- sætlð með góðmálmana í baksýn. SIGURÐUR V.Matthíasson gerðl góða ferð í Borgarfjörðlnn um helgina, vann þar níu gullverðlaun á íslandsmótinu og hér innsiglar hann sigur í fimmgangl ungmenna. jr Asgeir Svan Herbertsson sigraði í fjórgangi á Farsæli frá Arnarhóli í fyrstu tilraun Ekki falur fyrir alh heimsins gull Valdimar Kristinsson skrifar „SATT best að segja átti ég ekki von á sigri en taldi mig hins vegar eiga góða mögu- leika á að vera á meðal tíu efstu. Ég hefði ekkert verið ósáttur að vera í B—úrslitum því þetta er í fyrsta skipti sem ég fer með klárinn í íþrótta- keppni," sagði Ásgeir Svan Herbertsson nýbakaður ís- landsmeistari ífjórgangi. Hestur Ásgeirs Farsæll frá Arn- arhóli vakti verðskuldaða at- hygli á mótinu en hann varð annar í B-flokki gæðinga hjá Fáki í vor og nú þóttu þeir vel að sigrinum komnir. „Núna fer Farsæll í frí eftir ágæta frammistöðu á keppnistímabilinu en næsta vetur verður stefnan tekin á fjórðungs- mótið sem haldið verður á Suður- landi á næsta ári. Þar ætti hann að eiga góða möguleika ef allt geng- ur að vonum með þjaífun og heilsu. Farsæll er fágætt eintak af hesti, þetta er hestgerð sem maður eign- ast líklega bara einu sinni á ævinni.. Hann er mjög viljugur og óvenju jafnvígur á gangtegundunum og virðist henta vel í bæði gæðinga- og íþróttakeppni. Þá er hann í alla staði ljúfur og góður hestur, mikill höfðingi," sagði Ásgeir ennfremur og bætti við að Farsæll væri ekki falur þótt allt heimsins gull væri í boði. „Ef staðið hefði til að selja hestinn hefði ég gert það að afloknu hvítasunnumótinu,“ bætir Ásgeir við og viðurkennir að hafa fengið mjög hátt tilboð í klárinn eftir mót- ið en hann hafi staðist allar freist- ingar en vildi þó ekki nefna neinar tölur. Ásgeir hefur verið viðloðandi hestamennsku frá því hann var krakki og starfar nú við hestaút- flutning, kaupir hross og selur út. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurvegarar ÁSGEIR Svan Herbertsson og Farsæll glaðir í bragði að loknum úrslitum í fjór- gangi. Segja má að klárinn beri nafn með rentu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson I góðri sveiflu TENÓR frá Torfunesl virðist í góðri uppsvelflu hjá Sveini Jónssyni sem um helgina vann gullið í tðltínu í fyrsta skipti. Er þessl sigur Sveins og Tenórs gott veganesti fyrir heimsmelstaramótið í Svlss. Sigurður, Guðmar og Viðar í sérflokki YFIRBURÐIR Sigurðar V. Matthí- assonar, Fáki, í ungmennaflokki voru ótvíræðir, hann sigraði í öllum greinum að hlýðnikeppninni unda- skilinni, sigraði í íslenskri tvíkeppni og varð stigahæstur keppenda. í tölti og fjórgangi keppti hann á Hirti frá Hjarðarhaga en hann var með Huginn frá Kjartansstöðum í fimmgangi og gæðingaskeiði, báðir afbragðs hestar og Huginn í fremstu röð gæðinga. Guðmar Þór Pétursson Herði var ■ sigursæll í unglingaflokki, sigraði sömuleiðis í öllum greinum nema einni, varð fimmti í fímmgangi unglinga. Davíð Matthíasson Fáki sigraði í fimmgangi nokkuð örugg- lega á Mekki'frá Höskuldsstöðum en Guðmar varð stigahæstur í úngl- ingaflokki og sigraði jafnframt í íslenskri tvíkeppni. í barnaflokki var Viðar Ingólfs- son Fáki atkvæðamikill, sigraði í tölti og fjórgangi á Glaði frá Fyrir- barði. Varð hann einnig stigahæst- ur en Sylvía Sigurbjörnsdóttir sigr- aði í íslenskri tvíkeppni. Þá stóð Karen Líndal sig einnig með mikilli prýði en hún var efst í fjórgangi eftir forkeppnina og þurfti bráða- bana milli hennar og Viðars um gullið í fjórgangi en Sylvía var efst eftir forkeppni í tölti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.