Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Tileinka Gullikson sig- urinn“ EFTER slgurinn á Wimbledon lýsti Pete Sampras því yfir að hann tileinkaði þennan sig- ur þjálfara sínum, Tim GuIIik- son, en hann hefur undanfarið ár átt í baráttu við æxli í heila. Þeir töluðu saman í síma strax að leik loknum. „Égtileinka þennan Tim Gullikson, þjálf- ara mínum, hann er sannur meistari. Barátta hans við sjúkdóminn hefur verið að- dáunarverð. Hann er við þokkalega heilsu núna og von- ast til þess að geta ferðast með mér fyrir árslok," sagði Sampras við blaðamenn. Becker sá elsti í 11 ár BORIS Becker er 27 ára og er elsti keppandinn sem leik- ur til úrslita á Wimbledon síð- an árið 1984 að Jimmy Con- nors var í úrslitum, þá 31 árs að aldri. Árið eftir, 1985, sigr- aði Becker I fyrsta skipti á mótinu þá 17 ára. Hann sigr- aði hins vegar síðast árið 1989. Borg sigraði fimm sinn- umm í röð AFREK Pete Sampras að sigra nú í þriðja sinn í röð á Wimbledon er ekki met í kepninni. Sænski tennissnill- ingurinn Björn Borg sigraði fimm sinnum í röð, árin 1976 -1980. Becker sagði eftir keppnina að Sampras ætti að sjálfsögðu að stefna að því að jafna met Svíans. Becker var vinsæll ÁHORFENDUR á úrslita- leiknum i karlaflokki studdu Boris Becker á því lék enginn vafi, enda er kappinn vinsæli þar um slóðir eftir að hafa sigrað í keppninni aðeins sautján ára gamall fyrir tíu árum. „Hann hafði stuðning áhorfenda I dag, en eftir nokkur ár verð ég búinn að vinna þá á mitt band,“ sagði hinn 23 ára Pete Sampras. Gamla brýnið er ekki gamalt BRESKIR fjölmiðlar sögðu fyrir keppnina að Boris Bec- ker væri orðinn of gamall til að vera í fremstu röð í tennis- heiminum og kölluðu hann m.a. „gamla brýnið.“ Þessu var Becker ekki sammála. „Þið kallið mig gamla brýnið og ég er ekki nema tuttugu og sjö ára. Mér fínnst ég ekki vera orðinn gamall og tel mig geta verið í fremstu röð á stórmótum I þrjú ár til viðbót- ar,“ sagð Becker við blaða- menn eftir mótið. Sampras fékk 38 milljónir PETE Sampras fékk að Iaun- um fyrir sigurinn á Wimble- don jafngildi 38 milljóna króna og Becker fékk helm- ingi lægri upphæð fyrir annað sætið. WIMBLEDOIMMÓTIÐ í TEIMNIS Sjötti sig- urGraf —lagði Sanches Vicario ífrábærum úrslitaleik STEFFI GRAF sigraði í sjötta sinn á Wimble- don á laugardaginn þegar hún lagði spænsku stúlkuna Arantxa Sanches Vicario í úrslitum, 4-6,6-1,7-5. Þetta var í 25. sinn sem hin 26 ára gamla þýska tennisdrottning leikurtil úr- slita á einhverjum hinna fjögurra stærstu tenn- ismóta sem haldin eru ár hvert. ianframt var þetta henn 32. sigur á móti á árinu. Urslitaleikurinn í kvennaflokki var sannkallaður stórleikur því þar áttust við tvær sterkustu tennis- konur heimsins í dag samkvæmt heimslistanum. Graf er í fyrsta sæti og Sanches í öðru sæti. Eftir fyrstu lotuna blés ekki byrlega fyrir Graf því Sanches sem lék til úrslita á Wimbledon í fyrsta skipti spilaði mjög vel og sigraði í lotunni 6:4 í þrjátíu mínútna leik. Þetta var í fyrsta skipti sem hún sigrar í lotu gegn Graf á grasvelli. En Graf lét það ekki á sig fá að tapa fyrstu lot- unni en það hefur reyndar ekki gert í úrslitaleik á Wimbledon síðar 1988. Hún kom grimm til leiks og lék við hver sinn fíngur í annari lotu og Sanches sá aldrei til sólar í góða veðrinu á meðan leikurinn fór fram. Önnur lota endaði 6:1. í síðustu lotunni hafði Graf frumkvæðið allan tím- ann í lotu sem tók einungis tuttugu mínútur. Hún sigraði 7:5 og fagnaði innilega sjötta Wimbledon titli sínum og sigurlaununum sem námu um 33 milljónum íslenskra króna. Sanches Vicario sem tapaði sínum þriðja leik í röð á stórmóti sagði að leikslokum; „Sigur- inn hefði getað lennt hvoru megin sem var og ég held að ég hafí verið örlítið óheppinn. En þegar á heildina er lítið get ég verið ánægð með spilamennsk- una hjá mér í mótinu.“ „Við lékum báðar mjög vel og ég held að þessi leikur hafí verið góð kynning á tennisleiknum. Við lögðum okkar báðar fram og að sjálfsögðu er ég ánægð með sigurinn," sagði Graf að leikslokum. Reuter STEFFI Graf hampaftl „Rósavatns-disknum" í sjötta sklpti á Wlmbledon. Pete Sampras sigraði þriðja árið í röð í karlaflokki á Wimble- don mótinu í tennis á sunnudaginn þegar hann lagði Þjóðveijann Bor- is Becker 6-7, 6-2, 6-4, 6-2 í úr- slitaleik. Þar með skráði Sampras nafn sitt á spjöld sögunnar því hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem sigrar í mótinu þrjú ár i röð. Eftir jafna fyrstu lotu þá héldu Sampras engin bönd í framhaldinu og fékk hann m.a. 23 ása í leiknum og það var meira en Becker fékk við ráðið. Viðureign þeirra félaga stóð yfir í tvær klukkustundir og tuttugu og átta minútur. Eftir nauman sig- ur Beckers í fyrstu lotu kom Samp- ras ákveðinn til leiks í þeirri ann- arri og lék mjög vel og tapaði að- eins fimm boltum eftir að hafa gefið upp. Sampras réði lögum og lofum og lauk lotunni á tuttugu og níu - mínútum með 6-2 sigri. Eftir að Sampras hafði leikið vel framan af þríðju lotu-kom Becker meira við sögu þegar á hana leið og tókst aðeins að klóra í bak'k- ann. Lauk lotunni 6-4, Sampras í vil í lotu sem tók fjörtíu mínútur. í fjórðu lotunni hafði Sampras sendiréttinn og gaf fá færi á sér, komst í 5-2 og þrátt fyrir að Bec- ker reyndi að beijast gegn honum af krafti dugði það ekki til og Sampras lauk leiknum, 6-2 og hafði þar með tryggt sér Wimble- don titilinn þriðja árið í röð. Reuter PETE Sampras handleikur blkarinn gófta og gefur honum koss þriðja árlð f röð. Þessi sigur hleypir eflaust auknum kjarki í Sampras á tennisvellinum því undanfarið ár hefur hann átt i vandræðum á stórmótum og ekki náð að sigra á neinu þeirra fyrr en nú. Þess vegna hefur hann misst efsta sætið á heimslitanum til félaga síns frá Bandaríkjunum, André Agassi. Jafnhliða þessu hefur þjálfari Sampras, Tim Gullikson, átt í baráttu við æxli í heila, sem að sjálfsögðu hefur haft mikil áhrif á Sampras utan vallar jafnt sem innan. I 23 ásar Sampras yfirbugðu Becker 3ja tap Sanches í röð TAP Sanches Vicario gegn Steffi Graf í úrslitleiknum á Wimbledon á laugardaginn er þriðja stórmótið í röð sem hún tapar í úrslitaleik. Hún tapaði fyrir Mary Pierce á Opna ástralska mótinu í janúar og fyrir Graf á Opna franska mótinu í júní og nú aftur fyrir Graf á Wimbledon. Síðast sigr- aði hún á stórmóti í september í fyrra er hún lagði Graf í úrslitum á Opna banda- ríska meistaramótinu. Sautjándi sigur Graf SIGUR Graf á Wimbledon var hennar sautjándi sigur á einu hinna fjögurra stór- móta í tennisheiminum ár hvert — Opna bandaríska, Opna ástralska, Opna franska og Wimbledon. Tvær konur sigruðu á átj- án stórmótum á sínum tíma — þær Chris Evert og Martina Navratilova. Martina Navratilova sigraði níu sinnum STEFFIGRAF hefur aðeins einu sinni tapað í úrslitaleik á Wimbledon og það var árið 1987 og þá fyrir Martinu Navratilovu en hún hefur einmitt sigra oftast í kvenna- flokki á mótinu alls níu sinnum. Helen Wills Moody sigraði átta sinnum á sínum tíma og nú er Graf sú þriðja sigursælasta á Wimbledon frá upphafi með sex titla. 33 millj. íverðlaun Fyrir sigurinn á Wimbledon fékk Graf sem svara til 33 milljóna íslenskra króna og Sanches sem varð önnur fékk helmingi lægri upphæð. Yfir 30 gráðu hiti ÚRSLITALEIKURINN fór fram í rúmlega þrjátíu gráðu hita og tók 122 mínútur, þar af var önnur lotan 57 mínútur. Hann þótti mjög vel leikinn og sögðu bæði Graf og Sanches að leikurinn hefði verið góð kynn- ing á kvennatennis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.