Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 12. JUL11995 BLAÐ Ð Viðtal 3 Kristín Vigfúsdótt- ir f ramkvæmda- stjóri Valafells Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Samningur um toll- frjálsa kvóta Nor- egs við ESB dregst á langinn YSAN FLÖKUÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson B.) ARJÝl Aðalsteinsson gerir að ýsunni um borð í togaranum Klakk SH. Góð ýsuveiði liefur verið víða að undanfórnu, en reyndar nokkuð mis- jöfn, Veiðin hefur gosið upp og dottíð niður þess á milli. DNG og Sjóvélar saman í sókn á erlenda markaði GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna DNG á Akureyri og Sjóvéla hf. í Garðabæ. DNG fyrir færavindur og S«teJÍS*Brt,#I fram>eiðs,uA°e ?ölu á 1 tolvustyrðum færavindum á íslenzka markaðnum og flytur einnig mikið utan. Sjóvélar sérhæfa sig í framleiðslu línu- kerfa fyrir stærri og smærri báta, en ætlunin er að sameina krafta beggja fyrir- tækjanna í sókn inn á krókaveiðaflotann, bæði hér heima og erlendis. Kristján Jóhannesson, framkvæmdastjóri DNG, og Guðmundur Unnþór Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvéla, segja að sameinuð hafi fyrirtækin aukinn styrk til mark- aðssóknar heima og erlendis. Góður markaður er færavindur og línukerfi í Noregi Velta DNG hefur verið um 100 millj- ónir króna undanfarin ár og afkoman hefur verið réttu megin við núllið. í fyrra fór útflutningur í fyrsta sinn yfir helming af veltu, en undanfarin ár hefur um þriðjungur framleiðslunnar farið utan. Kristján Jóhannesson, segir að stefnan sé að rúmur helmingur framleiðslunnar fari utan, enda sé far- ið að kreppa að krókaveiðunum hér heima. DNG er nú að kynna ný kynslóð færavinda, C6000Í, sem eru sögn Krist- jáns bæði afkastameiri og sparneytnari en fyrri gerðír. Hann segir að með vaxandi þrengingum verði menn að hugsa um hvað það kosti að sækja fisk- inn. Menn verði að sækja hann með sem hagkvæmustum hætti og til þess sé nýja vindan góður kostur. Þá sé það ljóst með að notkun línukerfisins frá Sjóvélum, sé hægt að greiða það upp' á tveimur árum. Línukerfi í krókabáta Guðmundur Unnþór Stefánsson, segir að dregið hafí úr umsvifum fyrir- tækisins frá því farið var að skerða þorskkvótann og skorður við króka- veiðum auknar. Fyrsti krókaleyfisbát- urinn tók fyrir nokkru línukerfi frá Sjóvélum hf. Það er Anna HF og segir eigandi bátsins góða reynslu af notkun þess. Sjóvélar hf. hafa undanfarin 5 ár unnið markvisst að því að hanna línukerfi fyrir stóra og smáa báta. Fyrir tæpum tveimur árum settu Sjó- vélar hf. línukerfi um borð í 123 tonna bát Freyju GK 364. Möguleikar í Norgei „Við teljum okkur eiga míkla mögu- leika á erlendum mörkuðum, til dæmis Noregi með því að standa saman og geta boðið hvort tveggja í senn línu- kerfi og færavindur. DNG hefur byggt upp gott markaðskerfi sem við munum njóta og bæði fyrirtækin eru með góð- ar vörur, sem eru fyllilega samkeppnis- færar á innlendum og erlendum mark- aði," segir Guðmundur Unnþór. SjóVélar hf. voru stofnaðar árið 1978 og var starfsemin vaxandi fram til ársins 1988. „Þá fundum við verulega fyrir kvótaskerðingunni og höfum gert það síðan. Arið 1993 gekk reyndar vel, en í fyrra voru menn farnir að úrelda bátana. Spurningin er hver framvindan verður, en hún er hæpin hér heima og virðist betra að veðja á útflutninginn. Það er stór markaður í Noregi, sérstaklega línukerfi og neta- spil fyrir netabáta af öllum stærðum," segir Guðmundur Unnþór Stefánsson. Fréttir Lítil fiskafli fékkst í júní • ÍSLENSK skip lönduðu 28.147 tonna afla hér á landi og erlendis í júní á þessu ári. Það er meira en tvöfalt minni afli en í júní í fyrra en sjómenn voru í verkfalli stóran hluta mánaðarins. Þessar tölur koma fram í bráðabirgðatölum Fiski- stofu fyrir júnímánuð. Töl- urnar byggjast á upplýsing- um sem berast frá löndun- argöfnum innanlands og út- i'ly 1 jendum og umboðsmönn- um erlendis./2 830 skip á miðunum í gær • I gærmorgun voru 830 skip á miðunum umhverfis ísland samkvæmt upplýs- ingum frá Tilkynninga- skyldu íslenskra skipa. Þar af voru 548 smábátar á sjó og 25 loðnuskip. 62 skuttog- arar höfðu tilkynnt sig í gærmorgun en fáir togarar eru nú á úthafsveiðisvæðun- um í Smugunni og á Reykja- neshrygg. Nú eru aðeins þrír togarar á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg; Siglir SI, Svalbakur EA og Baldvin Þorsteinsson EA. Tvö islensk skip eru í Smug- unni; Már SH frá Ólafsvík og Svalbakur EA frá Akur- eyri. 13 íslensk skip voru á rækjuveiðum í Flæmska hattinum en alls eru 57 skip á úthafsrækjuveiðum./4 Hækkanir innanlands • í REKSTRARÁÆTLUN sem Samtök fiskvinnslu- stöðva hafa gert fyrir botn- í'iskviiiiisluna miðað við stöðuna i byrjun þessa mán- aðar kemur fram að inn- lendar kostnaðarhækkanir að undanf örnu eigi tölu- verðan þátt í auknum halla- rekstri. Auk launakostnaðar hafi aðrir innlendir kost.nað- arliðir, svo sem umbúða- og flutningskostnaður hækk- að./7 Minni rækja í Barentshafi • STAÐA rækjustofnsins í Barentshafi er sú sama og á síðasta ári að því er fram kom í nýlegum leiðangri Norðmanna og Rússa. A síð- asta ári hafði stofninn minnkað um 40% frá árinu áður og var búist við, að sú þróun héldi áfram á þessu ári./8 Markaðir Freðf iskneysla í Evrópu 1995þús.tonn 250- FRAKKLAND BRETLAND 200 i~isi ¦3«s B w a. c 150 •¦¦HT^ o 1 sj 2 11 II 1 SE o H => -j 100 50 |*^3§ m q s j ¦ _ co.£ 0 HeimHd: Evrópska sjávarafurðaráðstefnan Frakkar stórir í freðfiskinum • FRAKKAR eru sú þjóð í Evrópu sem mest kaupir af frystum fiski. Aætluð neyzla þeirra á freðfiski á þessu ári er 237.000 tonn, en minnst kaupa írar af freðfiski, að- eins 11.000 tonna. Þessi mikla freðfiskneyzla í Frakklandi skýrist meðal annars að mikilli frystikistu- eign, en Frakka kaupa í vax- andi mæli frystar matvörur í stórmörkuðum, meðal ann- ars tilbúna rétti og neytenda- pakkningar ýmis konar. Freðf iskneysla á mánn í Evrópu1995kg r—DANMÖRK 5-f-i—FRAKKLAND — SPANN NORÐURL (án Danmerkut) BRETLAND I-------IRLAND Hmmild: Evrópska sjávamfijfóarú&tetnan Mikil neyzla í Danmörku • ÞEG AR litið er á neyzlu freðfisks á hvern íbúa, kem- ur nokkuð breytt mynd í Jjós. Þá eru Danir efstir með 4,8 kíló á ári, eða rúmlega 10 máltíðir. Frakkar eru þó næstir með 4,2 kíló og af ððrum þjóðum má nefna Spánverja, önnur Norður- lönd en Danmörku, Breta og íra. Það eru ítalir, Hollend- inga, Belgar, Lúxemborgar- ar og Þjóðverjar sem eru linastir við frysta fiskinn. Frystur fiskur nýtur vaxandi vinsælda og te^ja margir neytendur hann mun fersk- ari en „ferskan" fisk. Þá er sá frysti auðveldari í meðför- um. Hann má geyma í frysti- kistunni og grípa til hvenær sem er og skella í ofninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.