Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 8
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ1995 HUNDRAÐASTA FÆRARULLAN Morgunblaðið/Jón Svavarsson • RAFBJÖRG hf. í Hafnarfirði seldi á dögnnum eitthundruðustu handfærarúlluna af gerðinni Be- iitronic BJ 5000. Við það tækifæri fékk kaupandinn að gjöf króka, segulnagla og fleira sem nauðsyn- legt er til handfæraveiða. Það var Sigfús Guðmundsson sem keypti hundruðustu rúlluna en hann keypti þrjár slíkar sem hann ætlar að nota á nýsmíðuðum bát sínum, Bjarma MB 25, sem var smíðaður hjá Bátastöð Garðars í Hveragerði. Beletronic-rúllurnar eru sænsk- ar en Rafbjörg hf. flytur þær inn til sölu. Birgir Ævarsson hjá Raf- björgu hf. segir að Beletronic hafi framleitt handfærarúllur síð- an 1973 en Rafbjörg hafi tekið við umboðinu af J. Hinriksson hf. 1988 og rúllumar hafi ætíð þótt reynast vel. Birgir segir Beletr- onic BJ 5000 sé nýjasta gerðin og hann hafi verið að selja þær síðan í vor og eftirspumin sé mikil enda láti trillukarlar vel af henni og Hklega séu slikar rúllur nú komnar í flest pláss hringinn í kringum landið. Hann segir að ýmis búnaður rúllurnar sé hann- aður eftir ábendingum trillukarl- anna til að auka afkðst og afla. Rafbjörg færði Sigfúsi ýmsislegt nytsamlegt tíl handfæraveiða þeg- ar rúllurnar vom afhentar en Raf- björg sér um sölu á RB-veiðarfær- um fyrir handfærabáta. Birgir seg- ir að þeir flytji inn gúmmi, króka, segulnagla og fleira en Bergiðjan á Kleppi sjái um samsetningu og pökkun. Að sögn Birgis hafa krók- amir reynst nyög vel enda sé sér- lega vandað tíl verksins í Bergiðj- unni. Á myndinni em Birgir Æv- arsson og Sigfús Guðmundsson við Beletronic- handfærarúllu um borð í Bjarma MB. Tveir nýir starfsmenn SH • TVEIR nýir starfsmenn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna eru kynntir í nýjasta tölublaði Frosts, fréttabréfi SH. Þeir hófu báðir störf hjá SH í vor. Eiður Guðmundsson hóf störf hjá skoðunarstofu SH þann fyrsta maí síðastlið- inn. Eiður er sjávarútvegsverk- fræðingur MS frá Aalborg Universitetscenter í Dan- mörku. Eiður starfaði áður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Akureyrarbæ og Alþýðu- sambandi Norðurlands. 1988 lá leiðin til Danmerkur þar sem hann lauk námi í rekstrartækni- Eiður Guð- Gunnar mundsson Birgir Sigur- geirsson fræði frá Odense Teknikum áður en hann hélt til Álaborgar í framhaldsnám. Eiður hefur undanfarið ár starfað sem verk- efnastjóri við uppbyggingu gæðakerfis hjá Skagstrend- ingi hf. Gunnar Birgir Sigur- geirsson hóf störf í þróunar- deild SH í aprílmánuði síðastl- iðnum. Hann er matvælafræð-' ingur BS og hefur nýlokið MS- námi í hagfræði frá Hásakóla Islands. Sérgrein hans var þar á sviði auðlindahagfræði. Gunn- ar, sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík er 26 ára. Jón Olafsson til Samskipa • JÓN Ólafsson, rekstrar- fræðingur, hefur verið ráðinn til Samskipa. Jón mun þar sjá um útflutning fyrirtækisins á ferskum og frosnum fiski, en auk þess hefur hann útflutning til Norður-Ameríku á sinni könnu. Jón er vélfræðingur frá Vélskóla íslands 1974 og með sveinspróf í vélvirkjun frá Vél- smiðjunni Héðni. Hann iauk prófi í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskólanum að Bi-. fröst 1994. Jón var vélstjóri á togurum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur árin 1977 til 1982. Hann starfaði hjá innkaupa- deild LIÚ árin 1982 til 1986 og var framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fiskmjöls- framleiðenda á árunum 1987 til 1992. Jón Ólafsson Óbreytt í Barentshafí STAÐA rækjustofnsins í Barentshafi er sú sama og á síðasta ári að því er fram kom í nýlegum leiðangri Norðmanna og Rússa. Á síðasta ári hafði stofninn minnkað um 40% frá árinu áður og var búist við, að sú þróun héldi áfram á þessu ári. Samdrátturinn á síðasta ári var rakinn til lægri sjávarhita í Barentshafi og stórs þorsk- stofns en nú virðist sem sjórinn sé hættur að kólna auk þess sem klakið hafi tekist vel. Ekki er þó búist við, að rækjustofn- inn stækki neitt á næstu árum þar sem mikið er um þorsk en aftur á móti lítið um síld og loðnu. Raunar bar mjög mikið á milli mælinga Norðmanna og Rússa, bæði á einstökum svæð- um og í heild. Samkvæmt at- hugunum Rússa hefur raék- justofninn minnkað um 39% frá því í fyrra en Norðmenn telja, að hann hafi vaxið um 20%. Gátu Rússar að vísu ekki mælt á nokkrum stöðum vegna íss en á það var sæst að lokum, að stofnstærðin væri óbreytt milli ára. Pönnusteikt ýsa með grænmetisij ómasósu Reksfraráætlun botnfiskvinnslunnar fyrir árið 1995 m.v. skilyrði í iúlíbyrjun FRYSTING I milljónum króna I milljónum króna .4811. ‘ 538 C 7.915 1 637 C 38.633 304 4141 102 2731 863 [ 877 [ -933 / milljónum króna ------ Tekjur alls ----r ---- Gjöld alls Laun og It. gj. v. framleiðslu ...-.... Hráefni ........ ......- Umbúðir.....-.-.. ...Flutningskostnaður ............ Orka -------- Viðhald — Annar kostnaður Afskr. og fjárm.kostn [ Áætlaður halli SÖLTUN Tekjur alls ----- — -r - Gjöld alls ...... Laun og It. gj. v. framleiöslu --------- Hráefni ------: Umbúðir —-;*-■■;?-? Hlutfall af tekjum. Flutningskostnaður ~ Orka------------- ----- Viðhald —~ Annar kostnaður Afskr. og fjárm.kostn | Áætlaður halli I |-8,1% SAMTALS 8.0Í 33 ETTT * .382 E 884 [ 559 [ 1.117E 2Í98C 3.745 C [3.608 —— Tekjuralls —— Gjöld alls Laun og It. gj. v. framleiðslu — Hráefni —Umbúðir Flutningskostnaður —__ Qrka--------------- —— Viðhald Annar kostnaður Afskr. og fjárm.kostn. Áætlaður halli 30.000 20.000 10.000 0 HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlunarafmæli. Því er ekki úr vegi að sækja soðning- una Þa,1&að> en fra Hvammstanga er nokkur útgerð og fiskvinnsla, aðallega rækjuvinnsla. Á Hvammstanga er veitingahúsið Vertshúsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðning dagsins er frá honum komin. I réttínn, sem hann kallar pönnusteikta ýsu með grænmetisijómasósu, og er fyrir fjóra, þarf: 600 gr ýsuflök 1 bolla rúgnyöl 1 bolla heilhveiti þurrkað timijan salt pipar blandað sjávarréttakrydd SÓSA: 1/d dl ólífuolíu 1 meðalstóran lauk 1/2 gula pariku 2 msk blaðlauk 1 msk selleri 3 tsk hvítlauk 3 dl vatn 1 dl rjóina 17“ dl hvítvín 75 gr hvítlauksost með dilli 1/2 tsk salt 150 gr rjómaost 2 tsk fiskikraftur Selljið olífuolíuna í pott og bætið smátt skornu grænmet- inu út í og gljáið það. Hellið vatninu, ijómanum og hvit- vlninu út í. Bætið síðan ostunum, fiskikraftinum og salt- inu út í og látið sjóða við vægan hita þar til ostamir hafa samlagazt. Blandið saman einum bolla af rúgmjöli, 1 bolla af heilhveití, þurrkuðu timijan, saltí, pipar og blönduðu sjávarréttakryddi og veltið flökunum upp úr blöndunni. Steikið þau síðan við vægan hita í 5 til 10 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum og fersku grænmetí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.