Morgunblaðið - 12.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ BLAÐ Reynir áfram með Haukana REYNIR Kristjánsson, sem tók við þjálfun úrvals- deildarliðs Hauka i körfuknattleik á síðasta keppnis- tímabili, skrifaði í gærkvöldi undir samning um að gegna starfinu áfram á komandi keppnistímabili. Reynir tók við liðinu í byqun nóvember í fyrra þegar Tékkinn Petar Jelic lét af störfum. Allir þeir leikmenn sem voru með Haukum _sl. vetur verða áfram í herbúðum félgsins og ívar Ás- grímsson, fyrrum leikmaður liðsins, bætist við en hann þjálfaði og lék með Akumesingum á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun hvort við verðum með útlending í liðinu í vetur. Við ætluðum okkur ekki að gera það í fyrra, en tókum þó einn um tíma [Mark Hadden] — enda fengum við hann fyrir ekki neitt, en það gekk ekki upp. Ef af því verður gerum við það að minnsta kosti ekki nema að mjög vel athuguðu máli,“ sagði Reynir í gærkvöldi. KNATTSPYRNA Þorvaldur til Birmingham? MIKLAR líkur eru á að Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikið hefur með Stoke City síðustu árin, gangi til liðs við Birmingham City, sem vann sig upp í 1. deild f Englandi ívor. Að sögn Þorvaldar vill Stoke fá 800.000 til eina milljón punda fyrir hann, en svo gæti farið að þar til gerð nefnd úrskurðaði um kaupverðið ef af yrði. Birmingham er fornfrægt fé- lag, en hefur ekki gengið vel síðustu ár. Liðið vann sig hins vegar upp úr 2. deild nú í vor og síðan hefur Barry Fry, fram- kvæmdastjóri liðsins, keypt nokkra leikmenn. „Eins og staðan er nú eru mikl- ar líkur á að ég fari til Birming- ham, en það er ekkert frágengið. Ég hef ekki skrifað undir neitt,“ sagði Þorvaldur við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta er áhugavert — mjög spennandi dæmi,“ sagði Þorvaldur ennfremur. Hann kvaðst þegar hafa rætt við forráðamenn tveggja liða sem féllu úr úrvals- deildinni í vor og tvö önnur 1. deildarlið, en eftir að hafa rætt við Birmingham væri samkeppnin engin. Liðið væri greinilega lang besti kosturinn af þeim sem til greina kæmu. „Þetta er ríkasti klúbburinn í 1. deild, það er langt komið að byggja völlinn allan upp [áhorfendastúkurnar] og metnað- urinn er mikill. Birmingham er með mesta áhorfendafjölda að meðaltali á leikjum af öllum liðum hér á Mið-Englandi, Aston Villa og Nottingham Forest meðtalin. Birmingham var með um 30.000 manns að meðaltali á leik í vetur, þó svo liðið léki í 2. deild og það er víst búið að selja nánast alla ársmiðana fyrir næsta vetur,“ sagði Þorvaldur. Hann fundaði með forráða- mönnum Birmingham í fyrra- kvöld, reyndar fram á nótt og á tímabili leit allt út fyrir að hann byijaði að æfa með liðinu í gær- morgun en það gekk ekki eftir. Hann átti hins vegar jafnvel von á að gengið yrði frá málinu í dag. Eyjólfur hjá Sunderland EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er nú staddur í Englandi þar sem hann æfir með 1. deildarliði Sunderland. Hann verður hjá liðinu í vikutíma, eða fram á fimmtudag, til að skoða aðstæður og sýna sig og sanna og eftir það mun koma í Ijós hvort hann gerist leikmaður með enska liðinu. Eyjólfur, sem er 25 ára, er samn- ingsbundinn Stuttgart í Þýskalandi, en eins og kunnugt er var hann lán- aður til Besiktas sl. vetur og varð tyrkneskur meistari með félaginu. „Við buðum Eyjólfi að koma hingað og æfa með okkur í viku til að við gætum séð til hans,“ sagði Peter Reid, framkvæmdastjóri hjá Sunderland. „Við höfum ekki enn rætt um kaupverðið við Stuttgart, en við vitum að Eyjólfur er tilbúinn að koma ef við höfum áhuga á að kaupa hann,“ sagði framkvæmda- stjórinn. Eyjólfur sagði, er Morgunblaðið náði í hann í gær, að enn væri ekk- ert farið að ræða um það hvort hann yrði hjá félaginu næstu leiktíð. „Ég hef æft á fullu með liðinu í nokkra dag, aðallega þrek og það er ágætt til að halda sér í formi. Aðstæður hjá liðinu eru ágætar en ég ætla að skoða þessi mál vel og gefa mér góðan tíma. Það eru einnig önnur lið inni í myndinni hér á Bretlands- eyjum,“ sagði Eyjólfur. Hverja fá IA, FH og KR? í DAG verður dregið í Evrópukeppninni í knattspymu. Raðað hefur verið í nðla, þannig að ljóst er hvaða liðum þau íslensku geta mætt. lA dregst gegn einhverru eftirtalinna liða í UEFA-keppninni: TPV Tampere frá Finnlandi, Bangor City frá Wales, Shelbourne FC frá ír- landi eða Avenir Beggen, Luxembourg. FH spilar einnig i UEFA-keppninni og dregst á móti einhvetju eftirtal- inna liða: MyPa-47 frá Finnlandi, Glenovan Norður írlandi, Inkaras-Grif- as Litháen eða FC Flora Tallin Eistlandi. Einnig var raðað í riðla í Evrópukeppni bikarhafa, þar sem KR-ingar eru fulltrúar íslands. KR mætir einhveiju eftirtalinna félaga: Wrexham (Wales), Derry (íriandi), Valletta (Möltu), Vaduz (Liechtenstein), Gre- venmacher (Luxembourg), Ararad Erevan (Armeníu), Lantan (Eist- landi), Oberlitz (Júgóslavíu), Linfield (Norður írlandi), Dynamo 93 Minsk (Hvíta Rússlandi), Teuta (Albaníu), Zalgiris Vilnius (Litháen), Klakksvík (Færeyjum), Sileks (Makedóníu) eða Baku (Azerbatsjan) Morgunblaðið/Sverrir Ólafur frábær en KR hafði það KR-ingar komust í undanúrslit bikarkeppninnar í gærkvöldi eftir sigur á Þór á KR-velli. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og ekki var heldur skorað í framlengingu. KR-ingar fengu ótal marktækifæri en Ólafur Pétursson — sem hér handsamar knöttinn — varði oft frábærlega í Þórsmarkinu. Hér er það Mihajlo Bibercic sem sækir að honum, en hann var einn þeirra sem skoraði fyrir KR í vítaspyrnukeppni. Þar fór Kristján Finn- bogason, markvörður Vesturbæjarliðsins fremstur í flokki, varði tvær spyrnur Þórsara og KR sigraði 3:1. ■ Vörn Þórs / C3 KIMATTSPYRNA: FYRSTU MÖRK OG STIG HAUKA í 1. DEILD KVENNA / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.