Morgunblaðið - 12.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 12.07.1995, Síða 1
Lalli lauf- blaö ÞAÐ var einu sinni laufblað sem hét Lalli. Um sumarið þegar Lalli var að baða sig í sólinni kom lítil fluga fljúg- andi og sagði honum að haustið færi að koma. Og svo kom haustið og Lalli féll til jarðar og dó. Ester Anna Pálsdóttir, 9 ára, Njörvasundi 17, 104 Reykjavík, er höfundur sög- unnar um Lalla laufblað og hún gerði líka myndina. Þú átt þakkir skildar fyrir, Ester Anna mín. Það er virkilega ánægju- legt að fá svona mikið af sögum frá ykkur og þær eru í sannleika sagt hvetjandi fyrir okkur sem höfum gam- an af sögum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni hér á sögueyjunni íslandi eins og landið okkar er stundum kall- að á uppskrúfuðu máli. Fleiri sögur, yndislegu börn, þið sem eigið að erfa landið, segið hug ykkar í rit- uðu máli, það þjálfar ykkur í tjáningunni, eflir andann, eykur ykkur sjálfstraust - einmitt, styrkir sál og líka líkama. Alveg satt. KÆRU Myndasögur! Ég var að leika mér þeg- ar ég fékk hugmyndina að þessari mynd og þegar ég var búin, ákvað ég að senda ykkur hana. Ég tek það fram að ég dró myndina ekki í gegn. Svona hljóðar bréf frá stelpu sem heitir Karólína Lárusdóttir, 10 ára (að verða 11 ára), Sólvallagötu 2, 101 Reykjavík. Kærar þakkir fyrir bréfið og myndina af honum E.T., E.T. Karólína mín. Ef ég man rétt stendur E.T. fyrir “extra terrestrial“, sem gæti þýtt sérlega jarðnesk- ur eða jarðlegur. Mörg ykkar ' kannist vafalítið við E.T., geimver- una úr samnefndri mynd, sem kemst í kynni við lítinn dreng og systur hans í stór- borg í Bandaríkjunum eftir að geimfar hans hefur lent á Jörðinni. Segir myndin frá hvernig vinátta og skilning- ur vex á milli systkinanna og geimverunnar. Það kem- ur í ljós að E.T. er mjög mannlegur, hann er tilfinn- ingaríkuf og góðhjartaður. En það eru fullorðnir sem láta blákaldar staðreyndir og þekkingarleit ganga fyr- ir mannlegum (og 'geim- verulegum) tilfinningum og gengur á ýmsu í þeim leik öllum. ■—■■■.n.iumin. Brandarabanki Myndasagnanna! HÆSTU mögulegir vextir í gleöi og brosi svo að skín í endajaxl- ana ef þeir eru þá komnir í ljós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyf- ið því aö gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandara- bankans — Brandara- bankinn; besta heilsu- bót sem völ er á — Mesta og besta ávöxt- unin. Yngismærin Magdalena Sigurðardóttir, Framnes- vegi 36, 101 Reykjavík, leggur fyrst allra inn á há- vaxta-brandarabók í Brandarabanka Mynda- sagna Moggans, og fær kærar þakkir fyrir, jafn- framt sem við óskum henni til hamingju með skynsam- lega ráðstöfun brandara sinna. Gjöriði svo vel, elskumar mínar, og njótið vaxtanna! - Mamma, af hverju er pabbi með svona lítið hár? - Það er af því að hann hugsar svo mikið. - En afhveiju ert þú með svona mikið hár, mamma? - Þegiðu, krakki, oghaltu áfram að borða. Ha, ha, ha, ík, íík, ííík! Sómapilturinn Viktor Pétur Hannesson, Bjarkar- hlíð 5, 700 Egilsstaðir, sendir okkur þessa brand- aragátu: Hvað er verra en gíraffí með hálsbólgu? Svar: Þúsundfætla með líkþorn. Ho, ho, hooo! Már Egilsson, 9 ára, Réttarholtsvegi 75, 108 Reykjavík, lagði inn á brandarabók og fær góða vexti: Gunna frænka: Hvað ætlar þú svo aðgera, Sigga mín, þegar þú ert orðinjafn stór og mamma þín? Sigga: Fara í megrun. Hí, hfi MSRBðBIHSS Brúska Rr yþjv^ HÆ! Ég heiti Bryndís Björk Arnardóttir og er 6 ára. Ég les alltaf Myndasögur Moggans. Ég sendi hérna mynd af íkornanum Brúsku og langar að biðja ykkur um að birta hana í næsta Myndasagnablaði. Takk fyrir, Bryndís Björk Arnardóttir, Leið- hömrum 32, 112 Reykjavík. Kæra vinkona, Myndasögum Moggans er mikil ánægja að verða við bón þinni og við þökkum þér hjartanlega fyrir myndina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.