Morgunblaðið - 13.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.07.1995, Page 1
\ 1 -;'V 88 SÍÐUR B/C/D 156.TBL.83.ÁRG. FIMMTUDAGUR13. JÚLÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pallurinn til Noregs BRENT Spar, hinn umdeildi olíu- borpallur Shell-olíufélagsins, er nú kominn inn á Erfjord í Nor- egi en þar verður hann geymdur þar til ákveðið verðurhvað við hann verður gert. í fyrstu átti að sökkva honum ekki all- fjarri Rockall, en við það var hætt vegna mikilla mótmæla. Auknar líkur á heimkvaðningu friðargæsluliða SÞ í Bosníu Bosníu-Serbar flytja íbúa Srebrenica á brott Reuter Úrhelli og flóð í Japan ÚRHELLI olli miklum spjöllum á stórum svæðum á Honshu, stærstu eyju Japans, í gær. Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín og vatn flæddi inn í að minnsta kosti 660 hús. Brýr hrundu vegna vatnavaxt- anna og bíla- og lestaumferð stöðvaðist víða vegna skemmda á vcgum og brautarteinum af völdum flóða og aurskriða. A myndinni má sjá brautarteina skolast burt í flóði í borginni Toyono. Ráðning grískra flugfreyja Fegurð verði ekki skilyrði Aþenu. The Daily Telegraph. GRÍSKA flugfélagið Olympic Airways hefur tapað baráttu sinni fyrir því að ráða aðeins aðlaðandi konur til flugfreyju- starfa. Ríkisstofnun, sem nefnist Æðsta ráð atvinnuráðninga, úrskurðaði að á okkar dögum væri ótækt að gera fegurð að ráðningarskilyrði. Þessi úrskurður neyðir hið ríkisrekna flugfélag til að ráða 31 af 37 umsækjendum, sem hafði verið hafnað vegna þess að þeir uppfylltu ekki reglur stjórnenda félagsins um hæð, þyngd og útlit. „Lífga upp á umhverfið“ Stjórn flugfélagsins barðist hart fyrir máli sínu og sagði að fegurð flugfreyja skipti sköpum fyrir orðstír félags- ins. Stjórnendurnir sögðu að krafan um fallegt útlit og glæsilegan vöxt bæri ekki vitni mismunun gagnvart konum sem ekki væru jafn- aðlaðandi. Þaðan af síður væri neitt kynferðislegt við þessa kröfu. Ástæðurnar væru þær að konur þyrftu að vera háar til að ná upp í skápa yfir sætum, grannar svo þær ættu auðvelt með að komast leiðar sinnar í neyðartilfellum og fallegar til að „lífga upp á umhverfið" í vélunum. Forseti Bosníu krefst hernaðar- aðgerða af hálfu SÞ og NATO Sarajevó, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. YFIRMAÐUR herafla Bosníu- Serba, Ratko Mladic, kom til bæjar- ins Srebrenica í gær og hafði for- göngu um brottflutning múslimskra íbúa af griðasvæðinu. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu að Mladic hefði komið með mikinn bílaflota, og múslimunum hefði verið smalað í bílana og ekið til yfirráðasvæðis Bosníustjórnar, um 50 km í burtu. Bosníu-Serbar náðu Srebrenica, sem var eitt af sex svokölluðum griðasvæðum múslima í Bosníu, verndað af friðargæsluliðum SÞ, algjörlega á sitt vald í gær, þrátt fyrir loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). „Þetta er hörmulegt,“ sagði tals- maður SÞ í Tuzla, norðvestan Sre- brenica, um brottflutninginn. „Hér er um að ræða fólk sem þarf nauð- synlega á lyfjum og mat að halda. Það hefur ekki fengið matarbita í rúman sólarhring." Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, var óánægður með að ekki skyldi hafa tekist að vemda bæinn. Hann krafðist þess að Sameinuðu þjóðirn- ar og NATO gripu til aðgerða og endurheimtu bæinn úr höndum Bosníu-Serba. Izetbegovic sagði að stjórn músl- ima í Bosníu myndi að líkindum ekki fara þess á leit að umboð SÞ til friðargæslu í landinu yrði end- urnýjað, en það rennur út í nóvem- ber. „Við erum enn að íhuga þann möguleika að biðja [SÞ] að fara fyrr,“ bætti hann við. Öryggisráðið krefst brottfarar Öryggisráð SÞ krafðist þess í gær að Bosníu-Serbar yrðu á brott með liðsafla sinn frá Srebrenica án tafar. f ályktun ráðsins, sem sam- þykkt var einróma, var árás Bosníu- Serba fordæmd og þess krafíst að bæði þeir og Bosníustjórn virtu griðasvæði SÞ í Bosníu. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, kvaðst efast um að samtökin gætu vemdað önnur griðasvæði múslima í Bosníu. Hann sagði að þótt kröfur um að gæslulið- ið yrði kallað heim yrðu sífellt há- værari myndi hann beita sér gegn því. Carl Bildt, sáttasemjari Evrópu- sambandsins, sagði að „þáttaskil" hefðu orðið í störfum SÞ í Bosníu, en gerði lítið úr möguleikum á að gæsluliðið yrði kallað heim. ■ Vilja endurheimta bæinn/24 Atlaga að Borís Jeltsín mistekst Moskvu. Reuter. TILRAUN til þess að ákæra Borís Jeltsín Rússlandsforseta fyrir emb- ættisbrot var kæfð í fæðingu á rúss- neska þinginu í gær. Meðal þeirra sem að henni stóðu voru kommún- istar og þjóðernissinnar. Tillaga um að koma á fót nefnd til að kanna hvort ástæða væri til að ákæra forsetann hlaut ekki nægilegt fylgi á þinginu. Greiddu 168 fulltrúar atkvæði með henni en 226 atkvæði þurfti til þess að hún yrði samþykkt. Vildu þingmenn kommúnista kæra Jeltsín fyrir að leysa þingið upp árið 1993, fyrir framgöngu hans í málefnum Tsjetsjníju og gíslamálinu í Bud- ennovsk í síðasta mánuði. Þjóðernissinninn Vladimír Zhír- ínovskíj studdi tillöguna í fyrstu en dró stuðning sinn til baka og þar með um fimmtíu félagar í Fijáls- lynda lýðræðisflokknum. Sagði Zhirínovskíj að hann vildi ekki verða til þess að heilsu forsetans hrak- aði. „Það er ekki viðeigandi þegar maður liggur á sjúkrahúsi, að menn reyni að koma honum frá.“ ■ Líðan Jeltsíns góð/22 Morð 1 Pans vekur ugg P*i i*Íl* Pmitni. ÓTTAST var í gær að stríðið í Alsír kynni að breiðast út til Frakklands eftir að einn af stofnendum Islömsku frelsisfylkingarinnar (FIS) var myrt- ur í París. Tveir arabar myrtu manninn, Abdel-Baki Saharaoui, 85 ára, í mosku í París í fyrrakvöld. FIS sak- aði stjórn Alsírs um að hafa staðið að morðinu en hún sagði að róttæk- asta hreyfing múslima í Alsír, GIA, hefði verið að verki. Dalil Boubake- ur, formaður Fulltrúaráðs múslima í Frakklandi, hvatti múslimska íbúa landsins til að halda ró sinni. „Það er brýnt að afstýra vítahring ofbeld- is, blóðhefnda og' kúgunar sem myndi skapa andrúmsloft haturs í samfélagi okkar, svo og milli þess og samfélags Frakka."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.